Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hér er enginn nafnlaus dalur,“ seg- ir Hörður Sigurðsson á Hrauni í Grindavík. Eldgossvæðið í Geld- ingadölum er í landi jarðarinnar, þar sem flest hefur nöfn. Að undanförnu hefur í fréttum oft verið sagt frá Nátthaga. Inn af honum er dalverpi þar sem glóandi hraun hefur runnið niður síðustu daga svo komin er tota niður í dal- inn. Haldi þessi atburðarás áfram gæti hraun farið fram allan dalinn, yfir Suðurstrand- arveg og út í sjó. Slík atburðarás mun þó taka tals- verðan tíma. „Hraunið renn- ur úr Syðri-Merardal en sá staður hefur í fréttum verið kallaður Nafni- lausidalur, sem er merkingarleysa. Hraunið rennur síðan niður í Nátt- haga. Við heimafólk hér þekkjum þetta vel og nöfnin eru okkur töm,“ segir Hörður sem er frá Hrauni og öllum staðháttum kunnugur, meðal annars sem fjallkóngur í smala- mennsku á þessum slóðum. Áður var stundaður talsverður fjárbúskapur í Grindavík og ýmis örnefni á svæðinu vísa til landbúnaðar og skepnuhalds. Göngustígur í Nátthagakrika Þegar gengið er frá Suðurstrand- arvegi að gosstöðvunum í Geld- ingadölum, þar sem Fagradalshraun rennur fram, fara flestir um svo- nefnda gönguleið A eins og hún heit- ir á kortum. Þar hefur verið útbúinn góður göngustígur sem liggur í sneiðingum. Þar heitir Nátt- hagakriki, segir Hörður á Hrauni, skýrt og skorinort. Þegar komið er upp brekkurnar í krikanum heita Merardalshnjúkar og þeir aðskilja Geldinga- og Merardali, þar með tal- ið þann syðri sem fyrr er nefndur. Mikill straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum síðustu daga, enda aðstæður hinar bestu. Þegar blaða- maður var á svæðinu í fyrradag voru erlendir ferðamenn þar áberandi, til dæmis frá Bandaríkjunum; kátir hressir krakkar í ævintýraleit. Eins sáust Íslendingar sem sumir höfðu farið oft áður um svæðið. Í dag verður hvasst á gosstöðv- unum og gera má ráð fyrir að í hvið- um nái vindstyrkurinn allt að 30 metrum á sekúndu. Eitthvað hæg- ara verður á gönguleiðinni sjálfri, en þegar komið er að útsýnisstöðum má búast við að erfitt verði fyrir fólk að fóta sig í mestu hviðunum. Á morg- un, föstudag, hvessir enn frekar og fer að rigna svo tæpast viðrar til ferðalaga. Vafalaust munu þó ein- hverjir fara á svæðið, þar sem land- verðir eru við aðstoð og eftirlit og björgunarsveitarmenn aldrei langt undan heldur. Loftmyndir mikilvægar Takturinn í eldgosinu þessa stundina er sá að hressilegar rokur með rauðglóandi hrauni koma upp úr gígnum stóra í Geldingadölum á um það bil fimm mínúnta fresti. Því fylgja miklar og þungar drunur og eftir hverja goshrinu stígur ljós gos- mökkur frá gígnum upp í him- inhvolfið og leysist þar upp. „Við greinum engar marktæktar á gosinu,“ sagði Páll Einarsson jarð- eðlisfræðingur í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Núna bíðum við eft- ir því að fá nýjar loftmyndir af svæðinu en með þeim getum við mælt þykkt hraunsins út frá hæð- arpunktum sem voru teknir af svæð- inu áður en eldgosið hófst. Síðustu daga hefur ekki viðrað í myndatök- ur, sem skila okkur alltaf þýðing- armiklum upplýsingum til dæmis um hvert hraunrennslið sé, en það var 11 rúmmetrar samkvæmt síð- ustu mælingum.“ Nafnlausidalur er merkingarleysa - Heitir Syðri-Merardalur, segir Hörður Sigurðarson á Hrauni - Gengið á Merardalshnjúka - Örnefnin eru heimafólki töm - Jarðvísindamenn greina ekki marktækar breytingar á eldgosinu Fagradals- fjall Stóri-Hrútur Slaga Borgar- fjall Hraunflæði (26. maí) Stikaðar gönguleiðir Vefmyndavélar Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum Krýsuvík Mera- dalur G el di ng ad al ir Syðri- Mera- dalur Almannavarnir RÚV 1 RÚV 2 Mbl Loftmyndir ehf. Útbreiðsla hrauns byggt á korti Landmælinga Íslands Ná tt ha gi Nátthaga- kriki Suðurstrandarveg ur Ísólfsskáli Gönguleið B Gönguleið A Hörður Sigurðsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eldgos Með nokkurra mínútna millibili koma rokur úr gígnum, svo glóðir ná hátt á loft. Þeim fylgja gufustrókar sem leysast upp í himinhvolfinu. Jarðýtur Varnargarðagerð ofan við réttnefndan Syðri-Merardal. Foreldrar og aðstandendur lang- veikra barna voru bólusettir í gær. Um var að ræða svokallaða hring- bólusetningu, en gripið er til slíkr- ar bólusetningar þegar ekki er hægt að bólusetja barn sökum ald- urs eða sjúkdóms og eru aðstand- endur barnsins því bólusettir. Alls voru 7.700 skammtar af bóluefni Pfizer gefnir í gær og má ætla að um tvö þúsund skammtar hafi ver- ið gefnir aðstandendum langveikra barna. Í dag verða síðan gefnir þrjú þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca og er eingöngu um að ræða seinni skammt þess efnis. Alls greindust fimm kórónuveiru- smit innanlands í fyrradag og voru þrír í sóttkví. Að minnsta kosti fjögur af smitunum tengjast og verður stór hópur boðaður í skim- un vegna þeirra. Þá hefur stór hóp- ur fólks verið settur í sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við mbl.is í gær að smit- rakning gengi vel en hinir smituðu hefðu ýmist verið nýkomnir í sóttkví eða verið utan sóttkvíar. Spurður hvort það séu vonbrigði að svo mörg smit greinist á einum degi sagði Víðir það ekki koma á óvart. Búast megi við klasasmitum þar til hærra hlutfall þjóðarinnar er bólusett. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalshöll Aðstandendur langveikra barna voru meðal þeirra 7.700 sem fengu bóluefni Pfizer í gær. Þrjú þúsund fá AstraZeneca í dag. Hringbólusetning hófst í Höllinni í gær - Þrjú þúsund fá AstraZeneca í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.