Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 + + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Fjölskyldupakkinn: Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Tómlegt var um að litast á nokkrum af stærstu ferðamannastöðunum á Suðurlandi þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru hinn svokallaða gullna hring í gær. Ólíkt því sem oft hefur verið á þess- um árstíma stóðu bílastæðin hálftóm og nánast engar rútur voru sjáan- legar enda ferðaþjónustan ekki komin á fullt skrið eftir kór- ónuveirufaraldurinn. Gestum á Þingvöllum í maímánuði hefur fækkað um marga tugi þús- unda í samanburði við fyrri ár að sögn Einars Á. E. Sæmundsen þjóð- garðsvarðar. Samkvæmt tölum úr teljara í Almannagjá voru rúmlega 97 þúsund manns þar á ferð í maí ár- ið 2019. Í fyrra, þegar faraldurinn var kominn á skrið voru gestir í maí- mánuði aðeins 8.700 og svipað er upp á teningnum í maí í ár en tæplega 8 þúsund höfðu í gær gengið fram hjá teljaranum. Að sögn starfsfólks við Geysi hef- ur ferðamönnum þó farið fjölgandi með hverjum deginum sem liðið hef- ur í vor og sögðust starfsmennirnir almennt bjartsýnir á sumarið. Blaðamaður tók nokkra ferða- menn tali og virtust flestir þeirra ánægðir með hve fámennt var og sögðust þeir líta á þetta sem einstakt tækifæri að fá að ferðast og skoða fjölfarna staði án troðnings og trufl- unar. Töluðu margir um að ákvörð- unin um að koma hingað til lands í maí hefði að miklu leyti ráðist af því að þeir vildu vera á undan ferða- mannastraumnum. „Mér líkar mjög vel við þetta svona tómt, það skemmir fyrir á ljósmyndum þegar bílar og fólk er að þvælast fyrir,“ segir Abdullah, bandarískur ferðamaður frá New Jersey sem kom til landsins á þriðju- dag til að verja afmælishelginni sinni á Íslandi. Hann sagðist spennt- ur fyrir komandi dögum enda býðst ekki oft tækifæri til að ferðast til út- landa og sjá spúandi eldgos. Abdul- lah segist þó hafa orðið fyrir von- brigðum með að sjá ekki norðurljósin. Flestir ferðamennirnir sem blaða- maður talaði við voru fullbólusettir Bandaríkjamenn sem nýttu sér tækifærið til að kíkja á Ísland eftir að gefin var undanþága frá fimm daga sóttkví fyrir bólusetta. Sumir sögðu einnig að Ísland hefði orðið fyrir valinu sökum þess hve vel hef- ur gengið að hemja útbreiðslu veir- unnar hér. Gabrielle Lewis frá Indiana í Bandaríkjunum er himinlifandi með náttúru Íslands og sagðist hún aldr- ei hafa séð annað eins á sinni lífsleið en kærasti hennar er íslenskur og ferðast hún núna um landið með honum og tengdaforeldrum sínum. Morgunblaðið/Eggert Náttúrufegurð Gullfoss sýndi sínar bestu hliðar í veðurblíðunni á Suðurlandi þeim tiltölulega fáu ferðamönnum, sem þar voru á ferli til að njóta náttúrufegurðarinnar. Fámennt en góðmennt - Enn er tómlegt um að litast á sunnlenskum ferðamannastöðum en ferðamennirnir segjast ánægðir með fámennið og líti á þetta sem einstakt tækifæri til að skoða landið án troðnings og truflunar Morgunblaðið/Eggert Himinlifandi Gabrielle Lewis sagðist himinlifandi yfir náttúru Íslands en hún var á ferð við Gullfoss ásamt kærastanum, Degi Andra Einarssyni, og foreldrum hans, Einari Þór Einarssyni og Lóu Björk Hallsdóttur. Morgunblaðið/Eggert Ánægður Abdullah frá Bandaríkj- unum hlakkaði til að skoða eldgosið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.