Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
+ + + = 19.990 kr.
A L LT ÓTA K M A R K A Ð
Fjölskyldupakkinn:
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Tómlegt var um að litast á nokkrum
af stærstu ferðamannastöðunum á
Suðurlandi þegar blaðamaður og
ljósmyndari Morgunblaðsins fóru
hinn svokallaða gullna hring í gær.
Ólíkt því sem oft hefur verið á þess-
um árstíma stóðu bílastæðin hálftóm
og nánast engar rútur voru sjáan-
legar enda ferðaþjónustan ekki
komin á fullt skrið eftir kór-
ónuveirufaraldurinn.
Gestum á Þingvöllum í maímánuði
hefur fækkað um marga tugi þús-
unda í samanburði við fyrri ár að
sögn Einars Á. E. Sæmundsen þjóð-
garðsvarðar. Samkvæmt tölum úr
teljara í Almannagjá voru rúmlega
97 þúsund manns þar á ferð í maí ár-
ið 2019. Í fyrra, þegar faraldurinn
var kominn á skrið voru gestir í maí-
mánuði aðeins 8.700 og svipað er upp
á teningnum í maí í ár en tæplega 8
þúsund höfðu í gær gengið fram hjá
teljaranum.
Að sögn starfsfólks við Geysi hef-
ur ferðamönnum þó farið fjölgandi
með hverjum deginum sem liðið hef-
ur í vor og sögðust starfsmennirnir
almennt bjartsýnir á sumarið.
Blaðamaður tók nokkra ferða-
menn tali og virtust flestir þeirra
ánægðir með hve fámennt var og
sögðust þeir líta á þetta sem einstakt
tækifæri að fá að ferðast og skoða
fjölfarna staði án troðnings og trufl-
unar. Töluðu margir um að ákvörð-
unin um að koma hingað til lands í
maí hefði að miklu leyti ráðist af því
að þeir vildu vera á undan ferða-
mannastraumnum.
„Mér líkar mjög vel við þetta
svona tómt, það skemmir fyrir á
ljósmyndum þegar bílar og fólk er
að þvælast fyrir,“ segir Abdullah,
bandarískur ferðamaður frá New
Jersey sem kom til landsins á þriðju-
dag til að verja afmælishelginni
sinni á Íslandi. Hann sagðist spennt-
ur fyrir komandi dögum enda býðst
ekki oft tækifæri til að ferðast til út-
landa og sjá spúandi eldgos. Abdul-
lah segist þó hafa orðið fyrir von-
brigðum með að sjá ekki
norðurljósin.
Flestir ferðamennirnir sem blaða-
maður talaði við voru fullbólusettir
Bandaríkjamenn sem nýttu sér
tækifærið til að kíkja á Ísland eftir
að gefin var undanþága frá fimm
daga sóttkví fyrir bólusetta. Sumir
sögðu einnig að Ísland hefði orðið
fyrir valinu sökum þess hve vel hef-
ur gengið að hemja útbreiðslu veir-
unnar hér.
Gabrielle Lewis frá Indiana í
Bandaríkjunum er himinlifandi með
náttúru Íslands og sagðist hún aldr-
ei hafa séð annað eins á sinni lífsleið
en kærasti hennar er íslenskur og
ferðast hún núna um landið með
honum og tengdaforeldrum sínum.
Morgunblaðið/Eggert
Náttúrufegurð Gullfoss sýndi sínar bestu hliðar í veðurblíðunni á Suðurlandi þeim tiltölulega fáu ferðamönnum, sem þar voru á ferli til að njóta náttúrufegurðarinnar.
Fámennt en góðmennt
- Enn er tómlegt um að litast á sunnlenskum ferðamannastöðum en ferðamennirnir segjast ánægðir
með fámennið og líti á þetta sem einstakt tækifæri til að skoða landið án troðnings og truflunar
Morgunblaðið/Eggert
Himinlifandi Gabrielle Lewis sagðist himinlifandi yfir náttúru Íslands en
hún var á ferð við Gullfoss ásamt kærastanum, Degi Andra Einarssyni, og
foreldrum hans, Einari Þór Einarssyni og Lóu Björk Hallsdóttur.
Morgunblaðið/Eggert
Ánægður Abdullah frá Bandaríkj-
unum hlakkaði til að skoða eldgosið.