Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Eftir margra ára umræður umóviðunandi rekstrarumhverfi og erfiðleika íslenskra fjölmiðla hef- ur þingið loks samþykkt fjárstuðn- ing til þeirra í því skyni að leitast við að gera stöðuna ögn bærilegri. Af um- ræðum í þinginu að dæma virðist engum detta í hug að núver- andi lagasetning leysi vandann. Með þeim rökum meðal annars var hún að- eins látin gilda til tveggja ára, eins og slík skammtímahugsun dragi úr vandanum. - - - Fyrir þremur árum samþykktiþingið umræðulaust og með miklum meirihluta stuðning við bókaútgáfu. Þá áttu fjölmiðlar að fylgja með en voru teknir út úr með þekktum afleiðingum. Þá efaðist enginn, en nú efuðust margir. Hvers vegna? - - - Getur verið að pólitísk afstaðaráði för? Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylking- arinnar, ákvað í umræðunum að hnýta sérstaklega í Morgunblaðið en hampa tveimur litlum miðlum á vinstri vængnum. Og fram kom að hann hefði viljað gera meira fyrir þá en minna fyrir þetta blað. Þó er það svo að sett var sérstakt þak á fjár- stuðninginn við útgefanda Morgun- blaðsins, en þingmenn á vinstri vængnum vildu ganga lengra í mis- mununinni. - - - Vilji þingið styðja fjölmiðla, semer ekki óeðlilegt í ljósi umsvifa ríkisins á fjölmiðlamarkaði, þá er sjálfsögð krafa að það mismuni miðlum ekki. Fjandskapur einstakra þingmanna og þingflokka í garð ein- stakra fjölmiðla er stórkostlega varasamur þegar rætt er um ríkis- stuðning við fjölmiðla. Hann ýtir undir hættuna á alvarlegri misnotk- un fjárveitingarvaldsins. Guðmundur Andri Thorsson Hættulegur fjandskapur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á síðasta fundi byggingfulltrúa Reykjavíkur var tekin fyrir um- sókn Bjargs íbúðafélags um leyfi til þess að byggja 4-5 hæða fjöl- býlishús með 39 íbúðum á lóðinni Hraunbær 133. Afgreiðslu málsins var frestað. Borgin úthlutaði Bjargi lóðinni í fyrra. Stærð hins nýja fjölbýlishúss verður 3.240 fermetrar. Bjarg hyggst reisa tvö önnur hús á lóð- inni og því verða á henni alls 64 íbúðir og heildarbyggingamagn verður 8.436 fermetrar. Teikni- stofa Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. teiknar húsin. Ósk um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið til afgreiðslu í borgarkerfinu undanfarna mánuði. Það hefur verið afgreitt í ágrein- ingi og kom til fullnaðarafgreiðslu í borgarstjórn sl. þriðjudag. Þar var deiliskipulagið samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylk- ingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sat hjá við af- greiðslu málsins. Nágrannar við Hraunbæ höfðu gert athugasemdir við fækkun bílastæða á lóðinni samkvæmt nýja skipulaginu. Bjarg lauk í fyrra byggingu fjöl- býlishúsa með samtals 99 íbúðum á næstu lóð við hliðina, Hraunbæ 153-163. Því mun Bjarg byggja alls 163 leiguíbúðir í Árbæjarhverfinu. sisi@mbl.is Fjölbýlishús rísi við Hraunbæ Morgunblaðið/Baldur Hraunbær 133 Lóðin er skammt Hraunbæ 153-163, þar sem Bjarg lauk í fyrra byggingu húsa með alls 99 íbúðum. - Bjarg íbúðafélag hyggst byggja þrjú hús með 64 íbúðum Íbúaráð Grafarholts og Úlfars- árdals samþykkti bókun á síðasta fundi sínum þar sem því er mót- mælt að Strætó hafi dregið úr tíðni ferða á leið 18. Þetta sé eina leiðin sem þjónustar Grafarholt og Úlf- arsárdal og með sérstakri sum- aráætlun skerðist tíðni á ann- atímum stóran hluta ársins. Þar sem ekki er fyrirhugað að borgarlína liggi um Grafarholt eða Úlfarsárdal leggur íbúaráðið áherslu á greiðar og örar tengingar gangandi, hjólandi og Strætó við fyrirhugaðar biðstöðvar borgarlínu í Keldnaholti og á Ártúnshöfða. Tryggja þurfi góðar almennings- samgöngur við heilsugæslu og þjónustumiðstöðvar hverfisins svo og Egilshöll. sisi@mbl.is Mótmæla fækkun ferða hjá Strætó SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS ÍSLENSK HÖNNUN Útskriftar- tilboð Útskriftar- tilboð Stefnt er að því að 10% allra ferða í Reykjavík verði farnar á hjóli árið 2025 og að hjólastígar verði þá orðnir í það minnsta 50 kílómetrar og 100 kílómetrar árið 2030. Þá á að fjölga hjólastæðum við grunnskóla umtalsvert og bæta vetrarþjónustu þannig að stærra hlutfall stíga verði greiðfært strax klukkan 8 á morgnana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tillögum að nýrri hjól- reiðaáætlun Reykjavíkur fyrir árin 2021-2025, sem samþykkt var í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar í gær. Í tillögunum er lagt til að fjár- festingar í nýjum hjólreiðainnvið- um í Reykjavík verði að lágmarki fimm milljarðar á tímabilinu, eða einn milljarður á ári. Þegar kemur að aukinni hlutdeild hjólreiða í heildarfjölda ferða íbúa eru sett fram nokkur markmið til ársins 2025. Af þeim má nefna að minnst 10% allra ferða í borginni verði farnar á hjóli og að ferðir farnar í vinnu á hjóli verði að minnsta kosti 10%. Þá verði að minnsta kosti fjórðungur ferða grunnskólanema í skólann farinn á hjóli og minnst 10% ferða fram- haldsskólanema í skóla. Milljarður á ári í innviði hjólreiða - Mikil uppbygging hjólastíga boðuð - Fimm ára hjólreiðaáætlun í borginni Morgunblaðið/Eggert Hjólreiðar Fjölga á ferðum á reið- hjólum og leggja net hjólastíga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.