Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Hof 1 Austurhús og Klettasel í Sveitarfélaginu Hornafirði Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina Hof 1 Austurhús og Klettasel í Sveitarfélaginu Hornafirði. Staðsetning 20 km frá þjóðgarðinum í Skaftafelli í vestur og 38 km frá Jökulsárlóni í austur. Hof 1 Austurhús á um 1/5 hluta heildarjarðarinnar sem er mjög landmikil. Húsakostur er mjög glæsilegt einbýlishús og sumarhús. Einbýlishúsið er um 120,1 m2 auk þess sambyggt sérstakt gestaherbergi 28 m2 og geymsla 10,2 m2. Einbýlishúsið skiptist í alrými með eldhúsi, 2 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Öll tæki í eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergjum fylgja með. Allar innréttingar í húsunum eru sérsmíðaðar úr þýskum hlyn (cycamore) og hvítir eldhússkápar, þvottahúsinnrétting og baðinnrétting. Í gestaherberginu er einnig baðherbergi. Gólfefni er íslenskt gabbró sem var flutt frá Breiðamerkursandi til Reykjavíkur, þar sem grjótið var unnið í flísar, alls 150 fermetrar á gólf og tæpir 100 fermetrar á verönd. Fyrir utan húsið er heitur pottur og jafnframt er húsið skreytt með steindum gluggum eftir Nínu Tryggvadóttur. Húsið er steypt í hólf og gólf og er með torfþaki. Með glæsilegri húsum sem Fasteignamiðstöðin hefur haft til sölu. Sumarhúsið er 32,2 m2 stakstætt fullbúið hús með 1 svefnherbergi, alrými með eldhúskróki og baðherbergi. Útsýni er glæsilegt. Náttúrufegurð Öræfanna er engu lík. Í vestri handan við svartan Skeiðarársand blasir við Lómagnúpur þar sem einn af landvættum Íslands tók sér bólfestu. Öræfajökull trónir yfir sveitinni með hæsta fjall landsins Hvannadalshnjúk og niður hlíðar fjallanna skríða tignarlegir skriðjöklar. Í suðri blasir við Ingólfshöfði umleikinn svörtum sandi og hafinu. Fyrsti landnámsmaður Íslands Ingólfur Arnarson tók sér þar vetursetu, en í dag ráða þar lundinn og aðrir fuglar ríkjum. Áhugaverð jörð og húsakostur sem vert er að skoða. Frábær staðsetning. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson. Sérstakar aðstæður urðu þess valdandi að skip Landhelgisgæsl- unnar, varðskipin Týr og Þór og sjómælingabáturinn Baldur, mætt- ust nýverið og sigldu hlið við hlið á Ísafjarðardjúpi. Á vef Gæslunnar segir að skipin séu sjaldnast á sama tíma á sama stað nema þegar þau liggja bundin við bryggju í Reykja- vík yfir jól eða á milli eftirlitsferða. „Sérstakar aðstæður vegna mis- munandi verkefna skipanna urðu til þess að varðskipin og sjómæl- ingabáturinn Baldur mættust á Ísa- fjarðardjúpi og við það tilefni var tekin mynd af öllum flotanum. Áhöfnin á Tý var við eftirlitsstörf á miðunum, áhöfnin á Þór var í ár- legu vitaverkefni í samstarfi við Vegagerðina og áhöfnin á Baldri var við mælingar í Djúpinu,“ segir þar. Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Tý, greip tækifærið og tók meðfylgjandi mynd. Stefnumót á Ísafjarð- ardjúpi Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Konur eru 40 prósent þeirra sem gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í ár. Alls bjóða 52 einstak- lingar fram krafta sína og freista þess að skipa sæti á listum flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Fimm karlar og þrjár konur bjóða sig fram í oddvitasæti. Karlarnir eru að meðaltali sjö ár- um eldri en konurnar; meðalaldur karla sem bjóða sig fram í prófkjör- inu er 48 ár en meðalaldur kvenna 41 ár. Mikið var rætt um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum eftir síðasta prófkjör flokksins árið 2016. Þá röð- uðust karlar í efstu þrjú sætin í Suð- urkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir, þá ráðherra flokksins, lenti í fjórða sæti. Hún ákvað í kjölfar- ið að kveðja stjórnmálin. Í Suðvesturkjördæmi var Bryndís Haraldsdóttir færð úr fimmta sæti listans í annað sætið til að auka hlut kvenna eftir að karlar lentu í fjórum efstu sætunum í prófkjöri. Aðeins ein kona leiddi lista Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum 2016. Það var Ólöf Nordal heitin sem þá var innanríkisráðherra og varaformaður flokksins. Fyrir kosningarnar árið 2017 var ákveðið að stilla upp sömu listum, en þá vék Brynjar Níelsson úr oddvita- sætinu í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Sigríði Andersen. Hann hafði færst upp um sæti í kjölfar andláts Ólafar. Sigríður er því sem stendur eini kvenkyns oddviti Sjálfstæðis- flokksins. Fjórar konur sitja á Alþingi fyrir flokkinn á yfirstandandi kjör- tímabili en tólf karlar. Í ár bjóða þrjár konur sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins, þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir ráðherrar flokksins og Guðrún Hafsteinsdóttir, sem kemur ný inn á sjónarsviðið. Minnihluti setið á þingi áður Töluverður minnihluti frambjóð- enda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hefur setið á þingi áður, eða 37 pró- sent. Þó er munur á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu í þessu tilliti, en helmingur frambjóðenda í Suð- vesturkjördæmi og rúmur helmingur frambjóðenda í Reykjavík hefur áður tekið sæti á þingi. Á landsbyggðinni er hærra hlutfall nýrra frambjóðenda. Tæpur þriðjungur frambjóðenda er með lögfræðimenntun og þá má nefna að rúmlega þriðjungur frambjóðenda hefur áður setið í bæjar-, sveitar- eða borgarstjórn. Konur 40% frambjóðenda í prófkjöri Morgunblaðið/Golli Framboð Sjálfstæðismenn glaðbeittir í upphafi kosningabaráttunnar 2017. - Alls bjóða 52 sig fram í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins sem haldin verða í öllum kjördæmum á næstu vikum - Meðalaldur karla í röðum frambjóðenda er 48 ár en meðalaldur kvenna 41 ár Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Reykjavíkurborg hafi hvorki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafn- an rétta kvenna og karla né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar ráðið var í stöðu kennara við grunnskóla í borginni. Karlmaður lagði fram kæruna og taldi Reykjavíkurborg hafa mis- munað sér við ráðningu í starf grunnskólakennara í Foldaskóla vegna kyns og aldurs en sú sem var ráðin er yngri kona. Rök hans fyrir kærunni voru þau að hann hafi bæði meiri menntun og lengri starfsferil en konan sem var ráðin. Fram kemur í úrskurðinum, að Reykjavíkurborg telji að bæði karl- inn og konan hefðu mætt skilyrðum starfsauglýsingarinnar en þar sem konan var með 13 ára starfsreynslu sem kennari en hann aðeins með tæplega átta ára reynslu, mátu þau það svo, að konan væri hæfari í starfið. Bætti einnig borgin við að þó að maðurinn væri með meiri há- skólamenntun en konan töldu þau svo að menntun konunnar og starfs- reynsla hennar myndi nýtast betur í starfi grunnskólakennara. Einnig hefði konunni gengið betur í starfs- viðtalinu en honum. Málefnaleg sjónarmið réðu „Ákvörðunin um ráðningu var tekin á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Hæfasti umsækjandinn hafi verið ráðinn og ólögmæt sjón- armið, svo sem kyn eða aldur um- sækjenda, hafi ekki haft þýðingu við mat á umsækjenum um starfið,“ segir í úrskurðinum. logis@mbl.is Ráðning ekki brot á jafnréttislögum - Karlmaður kærði ráðningu konu í starf grunnskólakennara Morgunblaðið/Eggert Jafnrétti Deilt var um hvort jafn- réttislög voru brotin við ráðningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.