Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skúm hefur fækkað hér á landi á síð- ustu árum samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á þekktum varpsvæðum eins og á Breiðamerk- ursandi, Skeiðarársandi og í Öræfum. Undantekningin í þessum fræðum er Ingólfshöfði, en þar hafði skúm fjölg- að 2019 frá því í rannsókn sem gerð var fyrir hartnær 40 árum. Ekki er til nýleg heildarúttekt á fjölda skúms á Ís- landi, en gerðar hafa vrið minni at- huganir á nokkr- um svæðum á undanförnum ár- um, sem gefa vís- bendingar um þróunina. Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðing- ur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, hefur unnið úr niðurstöðum rann- sókna á varpárangri skúms 2019 og segir í skýrslu hennar um Breiðamer- kusand og Öræfi að ástæður fækk- unar skúms séu lítt þekktar, en talið að slæmur varpárangur hafi átt þátt í því. Til að standa undir stöðugum þéttleika varpfugla á ákveðnu svæði þarf ungaframleiðsla að ná ákveðnu lágmarki. Til að meta varpárangur á Breiða- merkursandi og í Öræfum var fylgst með afkomu 30 hreiðra, allt frá Fellsá í austri að Hnappavöllum í vestri, sumarið 2019. Í heild voru 49% líkur á að skúmur næði að klekja út eggi og unginn lifði í það minnsta 18 daga. Samanborið við rannsóknir á klak- árangri í Noregi og Skotlandi er ár- angurinn á Breiðamerkursandi og í Öræfum nokkuð verri en þegar lifun unga er borin saman við tölur frá Noregi eru lífslíkur svipaðar. Hrun í sandsílastofni og breytingar á fiskveiðum Ein líkleg ástæða lélegs varp- árangurs skúms á þessari öld er hrun sem varð í sandsílastofni við Íslands- strendur skömmu eftir aldamótin síð- ustu, segir í skýrslunni. Sandsíli eru hentug fæða fyrir skúmsunga en þau eru próteinrík og hlutfall auðmeltan- legs efnis er hátt. Heimsstofn skúms er metinn 30-35 þúsund fullorðnir fuglar. Árið 1954 var skúmsstofninn á Íslandi gróflega metinn 6.000 varppör, þar af 1.500 pör á Breiðamerkursandi. Lands- úttekt á varpstofni skúms var gerð með nokkuð ítarlegum talningum á óðulum árin 1984-85 og var þá talinn vera um 5.400 pör. Út frá þessum töl- um má gróflega áætla að nær þriðj- ungur af heimsstofni skúms verpi á Íslandi. Þegar stofninn var metinn á ní- unda áratugnum var mestur þéttleiki á Suðausturlandi en um 75% íslenska stofnsins verptu þá á Skeiðarársandi, í Öræfum og á Breiðamerkursandi, þar af um 50% á Breiðamerkursandi einum. Einnig þekkjast stór vörp í Öxarfirði og á Úthéraði. Varpstofn skúms var í talsverðri uppsveiflu á Breiðamerkursandi 1984-85 og þá hafði fjölda para tvö- faldast frá árinu 1954. 1984-85 var metið að 2.820 pör verptu á Breiða- merkursandi, en 2019 fundust þar alls 175 hreiður. „Ekki er ólíklegt að þessi góða staða [fyrir 35 árum] hafi að hluta til stafað af miklum fiskveiðum út af Breiðamerkursandi en skúmur nýtir sér óhikað fisk og fiskúrgang sem berst frá bátum. Uppsveifla í stofni svartbaks í Öræfum var tengd við auknar togaraveiðar úti við strönd Breiðamerkursands og ekki ólíklegt að skúmur hafi hagnast á því líka. Í dag hafa þó veiðar minnkað við strendur Breiðamerkursands, brott- kast á fiski verið bannað frá 1990 og vinnsla á fiski á miðunum að mestu lagst af. Þessar breytingar hafa að öllum líkindum haft áhrif á afkomu skúms á Breiðamerkursandi.“ Á Skeiðarársandi hefur orðið veru- leg fækkun frá úttektinni 1984-85 en þá var metið að þar væru 1.275-1.418 varppör, en sumarið 2019 fundust einungis fimm hreiður. Aðferðir við rannsóknirnar þessi ár voru ólíkar og kann það að hafa haft áhrif á nið- urstöður. Breytingar á farvegum jök- uláa geta haft áhrif á búsvæði skúms- ins og einnig breytt aðgengi fyrir afræningja eins og tófu. Fæla afræningja Í Ingólfshöfða horfir dæmið allt öðruvísi við en þar hefur skúm fjölgað verulega frá níunda áratug síðustu aldar þegar metið var að 4-6 pör verptu þar. Sumarið 2019 fundust 147 hreiður í Ingólfshöfða. Erfitt er að segja til um hvað veldur því að staðan í Ingólfshöfða er gagnstæð því sem þekkist frá öðrum varpsvæðum skúms, segir í skýrslunni. Daglegar mannaferðir eru í höfð- ann yfir varptímann á vegum ferða- þjónustufyrirtækis og er það frá- brugðið því sem er á öðrum varp- stöðvum. „Þó að mannaferðir séu líklegar til að valda stressálagi á skúminn er líklegt að fælingarmáttur gegn afræningjum vegi upp á móti því,“ segir í skýrslu Náttúrustofu Suðausturlands. Þar er lögð áhersla á að vegna mik- illar fækkunar á skúmi sé nauðsyn- legt að fylgjast nánar með framvindu tegundarinnar. Skúmastofninn skreppur saman - Mikil fækkun skúms á Breiðamerkursandi - Áætlað að nær þriðjungur af heimsstofni verpi hér Ljósmynd/Lilja Jóhannesdóttir. Skúmsungi Talið er að slæmur varpárangur hafi átt þátt í fækkun skúms á Breiðamerkursandi og víðar. Þörf er talin á frekari rannsóknum á stofninum. Lilja Jóhannesdóttir Úr skýrslu Náttúrustofu Suðaust- urlands um skúminn: Skúmur er farfugl af kjóaætt sem verpur við norðaustanvert Atlantshaf, allt frá 56°N við Skot- land og að 80°N við Svalbarða. Dvelur á hafsvæðum sunnar yfir vetrartímann, allt að miðbaug. Líkt og algengt er með sjófugla verða skúmar seint kynþroska, á bilinu fjórða til níunda ári. Þeir hafa hæga viðkomu, verpa 1-2 eggjum og sýna yfirleitt mikla tryggð bæði við átthaga og maka sinn. Hann hefur háar lífslíkur, en yfir 90% fullorðinna einstaklinga lifa af á milli ára, og nær háum aldri, en metið er 38 ár. Skúmur er ofarlega í fæðukeðj- unni og er tækifærissinni sem aflar sér fjölbreyttrar fæðu á margvíslegan hátt. Það hefur reynst skúmnum vel og gert hon- um fært að bregðast betur við breyttum fæðuaðstæðum en mörgum sérhæfðari sjófuglum. Sá elsti 38 ára gamall SKÚMUR ER FARFUGL AF KJÓAÆTT Ljósmynd/Lilja Jóhannesdóttir Sumar Rólegur skúmur á hreiðri í Ingólfshöfða þar sem tegundinni hefur fjölgað. Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga: 12.00-18:00 Laugardagar 11:00-15:00 Kjóll i SET SAIL 12.850,- Bikiní haldar 7.990,- Bikini buxur 4.850,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.