Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Skúm hefur fækkað hér á landi á síð-
ustu árum samkvæmt rannsóknum
sem gerðar hafa verið á þekktum
varpsvæðum eins og á Breiðamerk-
ursandi, Skeiðarársandi og í Öræfum.
Undantekningin í þessum fræðum er
Ingólfshöfði, en þar hafði skúm fjölg-
að 2019 frá því í
rannsókn sem
gerð var fyrir
hartnær 40 árum.
Ekki er til nýleg
heildarúttekt á
fjölda skúms á Ís-
landi, en gerðar
hafa vrið minni at-
huganir á nokkr-
um svæðum á
undanförnum ár-
um, sem gefa vís-
bendingar um þróunina.
Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðing-
ur hjá Náttúrustofu Suðausturlands,
hefur unnið úr niðurstöðum rann-
sókna á varpárangri skúms 2019 og
segir í skýrslu hennar um Breiðamer-
kusand og Öræfi að ástæður fækk-
unar skúms séu lítt þekktar, en talið
að slæmur varpárangur hafi átt þátt í
því. Til að standa undir stöðugum
þéttleika varpfugla á ákveðnu svæði
þarf ungaframleiðsla að ná ákveðnu
lágmarki.
Til að meta varpárangur á Breiða-
merkursandi og í Öræfum var fylgst
með afkomu 30 hreiðra, allt frá Fellsá
í austri að Hnappavöllum í vestri,
sumarið 2019. Í heild voru 49% líkur á
að skúmur næði að klekja út eggi og
unginn lifði í það minnsta 18 daga.
Samanborið við rannsóknir á klak-
árangri í Noregi og Skotlandi er ár-
angurinn á Breiðamerkursandi og í
Öræfum nokkuð verri en þegar lifun
unga er borin saman við tölur frá
Noregi eru lífslíkur svipaðar.
Hrun í sandsílastofni og
breytingar á fiskveiðum
Ein líkleg ástæða lélegs varp-
árangurs skúms á þessari öld er hrun
sem varð í sandsílastofni við Íslands-
strendur skömmu eftir aldamótin síð-
ustu, segir í skýrslunni. Sandsíli eru
hentug fæða fyrir skúmsunga en þau
eru próteinrík og hlutfall auðmeltan-
legs efnis er hátt.
Heimsstofn skúms er metinn 30-35
þúsund fullorðnir fuglar. Árið 1954
var skúmsstofninn á Íslandi gróflega
metinn 6.000 varppör, þar af 1.500
pör á Breiðamerkursandi. Lands-
úttekt á varpstofni skúms var gerð
með nokkuð ítarlegum talningum á
óðulum árin 1984-85 og var þá talinn
vera um 5.400 pör. Út frá þessum töl-
um má gróflega áætla að nær þriðj-
ungur af heimsstofni skúms verpi á
Íslandi.
Þegar stofninn var metinn á ní-
unda áratugnum var mestur þéttleiki
á Suðausturlandi en um 75% íslenska
stofnsins verptu þá á Skeiðarársandi,
í Öræfum og á Breiðamerkursandi,
þar af um 50% á Breiðamerkursandi
einum. Einnig þekkjast stór vörp í
Öxarfirði og á Úthéraði.
Varpstofn skúms var í talsverðri
uppsveiflu á Breiðamerkursandi
1984-85 og þá hafði fjölda para tvö-
faldast frá árinu 1954. 1984-85 var
metið að 2.820 pör verptu á Breiða-
merkursandi, en 2019 fundust þar
alls 175 hreiður.
„Ekki er ólíklegt að þessi góða
staða [fyrir 35 árum] hafi að hluta til
stafað af miklum fiskveiðum út af
Breiðamerkursandi en skúmur nýtir
sér óhikað fisk og fiskúrgang sem
berst frá bátum. Uppsveifla í stofni
svartbaks í Öræfum var tengd við
auknar togaraveiðar úti við strönd
Breiðamerkursands og ekki ólíklegt
að skúmur hafi hagnast á því líka. Í
dag hafa þó veiðar minnkað við
strendur Breiðamerkursands, brott-
kast á fiski verið bannað frá 1990 og
vinnsla á fiski á miðunum að mestu
lagst af. Þessar breytingar hafa að
öllum líkindum haft áhrif á afkomu
skúms á Breiðamerkursandi.“
Á Skeiðarársandi hefur orðið veru-
leg fækkun frá úttektinni 1984-85 en
þá var metið að þar væru 1.275-1.418
varppör, en sumarið 2019 fundust
einungis fimm hreiður. Aðferðir við
rannsóknirnar þessi ár voru ólíkar og
kann það að hafa haft áhrif á nið-
urstöður. Breytingar á farvegum jök-
uláa geta haft áhrif á búsvæði skúms-
ins og einnig breytt aðgengi fyrir
afræningja eins og tófu.
Fæla afræningja
Í Ingólfshöfða horfir dæmið allt
öðruvísi við en þar hefur skúm fjölgað
verulega frá níunda áratug síðustu
aldar þegar metið var að 4-6 pör
verptu þar. Sumarið 2019 fundust 147
hreiður í Ingólfshöfða. Erfitt er að
segja til um hvað veldur því að staðan
í Ingólfshöfða er gagnstæð því sem
þekkist frá öðrum varpsvæðum
skúms, segir í skýrslunni.
Daglegar mannaferðir eru í höfð-
ann yfir varptímann á vegum ferða-
þjónustufyrirtækis og er það frá-
brugðið því sem er á öðrum varp-
stöðvum. „Þó að mannaferðir séu
líklegar til að valda stressálagi á
skúminn er líklegt að fælingarmáttur
gegn afræningjum vegi upp á móti
því,“ segir í skýrslu Náttúrustofu
Suðausturlands.
Þar er lögð áhersla á að vegna mik-
illar fækkunar á skúmi sé nauðsyn-
legt að fylgjast nánar með framvindu
tegundarinnar.
Skúmastofninn skreppur saman
- Mikil fækkun skúms á Breiðamerkursandi - Áætlað að nær þriðjungur af heimsstofni verpi hér
Ljósmynd/Lilja Jóhannesdóttir.
Skúmsungi Talið er að slæmur varpárangur hafi átt þátt í fækkun skúms á Breiðamerkursandi og víðar. Þörf er talin á frekari rannsóknum á stofninum.
Lilja
Jóhannesdóttir
Úr skýrslu Náttúrustofu Suðaust-
urlands um skúminn:
Skúmur er farfugl af kjóaætt
sem verpur við norðaustanvert
Atlantshaf, allt frá 56°N við Skot-
land og að 80°N við Svalbarða.
Dvelur á hafsvæðum sunnar yfir
vetrartímann, allt að miðbaug. Líkt
og algengt er með sjófugla verða
skúmar seint kynþroska, á bilinu
fjórða til níunda ári. Þeir hafa
hæga viðkomu, verpa 1-2 eggjum
og sýna yfirleitt mikla tryggð bæði
við átthaga og maka sinn. Hann
hefur háar lífslíkur, en yfir 90%
fullorðinna einstaklinga lifa af á
milli ára, og nær háum aldri, en
metið er 38 ár.
Skúmur er ofarlega í fæðukeðj-
unni og er tækifærissinni sem
aflar sér fjölbreyttrar fæðu á
margvíslegan hátt. Það hefur
reynst skúmnum vel og gert hon-
um fært að bregðast betur við
breyttum fæðuaðstæðum en
mörgum sérhæfðari sjófuglum.
Sá elsti 38 ára gamall
SKÚMUR ER FARFUGL AF KJÓAÆTT
Ljósmynd/Lilja Jóhannesdóttir
Sumar Rólegur skúmur á hreiðri í Ingólfshöfða þar sem tegundinni hefur fjölgað.
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
Opið virka daga: 12.00-18:00 Laugardagar 11:00-15:00
Kjóll
i
SET SAIL
12.850,-
Bikiní haldar
7.990,-
Bikini buxur
4.850,-