Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Hópur Færeyinga á Íslandi kom saman á
þriðjudag á Hótel Örkin, færeyska sjómanna-
heimilinu í Reykjavík. Tilefnið var að fagna
komu Höllu Nolsøe Poulsen, nýs aðalræð-
ismanns Færeyja á Íslandi, og Barböru Hann-
adottir Jenssen, sem tók nýverið við sem hót-
elstjóri Hótel Örkin. Þær hófu báðar störf á
síðasta ári en vegna kórónuveirufaraldursins
hafa þær lítið getað blandað geði við aðra Fær-
eyinga á Íslandi hingað til. Með afléttingum
samkomutakmarkana birtir hins vegar til.
Halla segir að nokkrir heldri Færeyingar bú-
settir hér á landi hafi haft frumkvæði að sam-
komunni. Margir þeirra hafi búið lengi á Ís-
landi en haldi enn þá í færeysku ræturnar. Þá
sé í venjulegu árferði talsvert um samkomur
meðal samfélags Færeyinga á Íslandi. Rúmlega
300 Færeyingar eru búsettir hér á landi ef þeir
eru taldir sem ýmist fæddust í Færeyjum eða
eiga foreldri sem fæddist þar. Færeyska sjó-
mannaheimilið hefur lengi verið samkomu-
staður Færeyinga á Íslandi en það var byggt
árið 1991. Upphaflega gegndi það hlutverki
heimilis fyrir færeyska sjómenn sem voru við
veiðar við Íslandsstrendur. Á myndinni eru
Halla Nolsøe Poulsen, Paul Guðmundsson, Sól-
björn Jensen og Barbara Hannadottir Jenssen.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Færeyingar á Íslandi koma saman á ný
Búið er að prenta nýtt upplag af
bókinni Íslenskur fuglavísir en hún
hafði ekki verið til í einhvern tíma.
Samkvæmt höfundi bókarinnar, Jó-
hanni Óla Hilmarssyni fuglafræð-
ingi, er fuglavísirinn ein af þeim rit-
smíðum sem mega ekki seljast upp á
Íslandi. „Hún er ein af þessum bók-
um sem má ekki vanta. Sálmabókin,
Biblían og fuglavísirinn, þetta eru
þessar bækur sem þurfa alltaf að
vera til.“
Íslenski fuglavísirinn kom fyrst út
árið 1999 og var gefin út önnur út-
gáfa af bókinni árið 2011. Áform eru
hjá Jóhanni Óla um að vinna að
mögulegri nýrri útgáfu af henni.
„Við erum byrjuð að spá í endur-
útgáfu eftir einhver ár. Það tekur
náttúrlega sinn tíma að vinna við
endurútgáfu. Það verða væntanlega
ekki eins dramatískar breytingar
næst en það verður væntanlega eitt-
hvað gert. Það er alltaf bætt við nýj-
um tegundum og svo framvegis,“
segir Jóhann Óli. Alls hafa yfir 50
þúsund eintök selst af fuglavísinum,
á íslensku, ensku og þýsku.
hans@mbl.is
Á vettvangi Jóhann Óli Hilmarsson.
Nýtt upplag
var prentað
- Íslenskur fuglavís-
ir fáanlegur á ný
Verið hjartanlega velkomin
á kosningaskrifstofu
Arnars Þórs Jónssonar
að Bæjarlind 2 í Kópavogi
Frelsi og fullveldi
Prófkjör Sjálfstæðisflokkssins í Suðvesturkjördæmi 10–12. júní facebook.com/arnarthorjonsson jonssonarnarthor@gmail.com
Arnar Þór í
2.–3. sæti
Opnunartími virka daga kl. 17:00 – 20:00
Laugardag og sunnudag kl. 11:00 – 15:00
Gætt verður að reglum um sóttvarnir.
Arnar Þór leggur áherslu á að:
• verja lýðræðislegt stjórnarfar og fullveldi Íslands
• standa vörð um frelsi einstaklingsins, þ.m.t. tjáningarfrelsið
• vernda náttúruauðlindir Íslands
• efla menntun
• valdi fylgir ábyrgð
• lög eigi sér lýðræðislega rót, séu skýr og skiljanleg