Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 23

Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 frambjóðendum Fundur með Fundur Varðar með prófkjörs- frambjóðendum í Reykjavík verður í dag, fimmtudaginn 27. maí, kl. 17:00 í Valhöll. Fundinum verður streymt á xd.is. Allir eru hjartanlega velkomnir í Valhöll á meðan húsrúm leyfir. 30 til 40 við fyrstu sýn, og úr fjar- lægð er eins og hann vomi yfir bráð- inni. Einhver myndi sjálfsagt segja að þessi mynd dauðra innibyrgðra hluta kallaðist á við lifandi náttúruna úti á víðavangi og myndaði þannig órjúfanlega heild en engar slíkar myndlíkingar eru í huga Óskars. „Þetta er bara skemmtilegt,“ segir hann. Það hefur engum gert illt að fara vel með og nýta hluti til gagns og gamans. Rétt eins og móðurbróð- irinn hefur Óskar séð notagildi í ýmsu sem aðrir hafa hent, hirt það og búið til listaverk. Þar á meðal er sérstakur klukkustandur. „Þetta er svona G-lykils klukkuverk, sem ég smíðaði úr járni fyrir mörgum árum og setti síðan klukku í. Þetta er svo- lítið magnað.“ Þegar litið er yfir margvísleg verkin kemur galdramaður ósjálf- rátt upp í hugann. „Það er ekki alveg út í hött,“ segir hann og dregur fram nokkra álhringi, sem eru fastir sam- an. „Ég sýni stundum töfrabrögð og losa til dæmis hérna einn hring, sem fáir leika eftir.“ Undarlegur Eins og góðum fimleikamanni sæmir og einbeittum söngvara lætur Óskar ekkert trufla sig heldur geng- ur einbeittur til allra verka. Heyrir þá jafnvel ekki í símanum. „Nei, ég er nú ekki mikill símakarl,“ segir hann og bætir við að því síður hangi hann fyrir framan tölvu. „Þegar maður er orðinn eins fullorðinn og ég er maður gríðarlega mikið heima, en ég eyði tímanum samt ekki í vit- leysu. Á til dæmis ekki tölvu, gaf einu barnabarni okkar hana. Ég hafði ekkert við hana að gera og hafði í raun enga löngun til þess að læra á tölvu. Er bara svona skemmtilega undarlegur.“ Vindill á viku Öllu er haganlega fyrir komið í vinnuherberginu niðri og engin laus skrúfa. „Ég geymi sitthvað í þessum skúffum, á allt til. Ef mig vantar til dæmis skrúfu er hún á vísum stað.“ Verkfærin hanga á vegg og renni- bekkurinn lítur vel út. Óskar setur hann í gang, en slekkur fljótlega aft- ur. „Þetta er ekkert leikfang,“ segir hann, gengur að vinnuborðinu, þar sem er hálfreyktur London Docs vindill, kveikir í honum með eldspýtu úr gömlum eldspýtustokki, dregur að sér reykinn, andar frá sér og gef- ur frá sér ánægjustunu. „Hér hef ég dundað mér í mörg ár og gripið í vindil af og til, reyki einn á viku.“ Líf og dauði Á svalahandriðinu fylgjast nokkr- ar kríur með umferðinni, gestum og gangandi. „Ég keypti þær nú bara í Bauhaus til að lýsa upp umhverfið í skammdeginu og til frekara augna- yndis á sumrin,“ segir Óskar um plastfuglana, sem eru með perum í. „Annars þurfum við ekki að kvarta. Garðurinn er jafnan fullur af lifandi fuglum og hérna er maturinn þeirra sem kallar á þá frekar en plastkrí- urnar og kríumyndin á veggnum,“ heldur hann áfram og sparkar létti- lega í plastbox á svölunum. Jón Björnsson hefði sjálfsagt búið til eitthvað úr því og Óskar á eflaust eftir að láta sér detta eitthvað skemmtilegt í hug. „Það er aldrei að vita,“ segir hann. Í uppáhaldi Óskar með kertastjaka úr messing og fuglastand. Hugsun Sérstakur stjaki.Úr smiðju Jóns Óskar með Drífu eftir frændann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.