Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 frambjóðendum Fundur með Fundur Varðar með prófkjörs- frambjóðendum í Reykjavík verður í dag, fimmtudaginn 27. maí, kl. 17:00 í Valhöll. Fundinum verður streymt á xd.is. Allir eru hjartanlega velkomnir í Valhöll á meðan húsrúm leyfir. 30 til 40 við fyrstu sýn, og úr fjar- lægð er eins og hann vomi yfir bráð- inni. Einhver myndi sjálfsagt segja að þessi mynd dauðra innibyrgðra hluta kallaðist á við lifandi náttúruna úti á víðavangi og myndaði þannig órjúfanlega heild en engar slíkar myndlíkingar eru í huga Óskars. „Þetta er bara skemmtilegt,“ segir hann. Það hefur engum gert illt að fara vel með og nýta hluti til gagns og gamans. Rétt eins og móðurbróð- irinn hefur Óskar séð notagildi í ýmsu sem aðrir hafa hent, hirt það og búið til listaverk. Þar á meðal er sérstakur klukkustandur. „Þetta er svona G-lykils klukkuverk, sem ég smíðaði úr járni fyrir mörgum árum og setti síðan klukku í. Þetta er svo- lítið magnað.“ Þegar litið er yfir margvísleg verkin kemur galdramaður ósjálf- rátt upp í hugann. „Það er ekki alveg út í hött,“ segir hann og dregur fram nokkra álhringi, sem eru fastir sam- an. „Ég sýni stundum töfrabrögð og losa til dæmis hérna einn hring, sem fáir leika eftir.“ Undarlegur Eins og góðum fimleikamanni sæmir og einbeittum söngvara lætur Óskar ekkert trufla sig heldur geng- ur einbeittur til allra verka. Heyrir þá jafnvel ekki í símanum. „Nei, ég er nú ekki mikill símakarl,“ segir hann og bætir við að því síður hangi hann fyrir framan tölvu. „Þegar maður er orðinn eins fullorðinn og ég er maður gríðarlega mikið heima, en ég eyði tímanum samt ekki í vit- leysu. Á til dæmis ekki tölvu, gaf einu barnabarni okkar hana. Ég hafði ekkert við hana að gera og hafði í raun enga löngun til þess að læra á tölvu. Er bara svona skemmtilega undarlegur.“ Vindill á viku Öllu er haganlega fyrir komið í vinnuherberginu niðri og engin laus skrúfa. „Ég geymi sitthvað í þessum skúffum, á allt til. Ef mig vantar til dæmis skrúfu er hún á vísum stað.“ Verkfærin hanga á vegg og renni- bekkurinn lítur vel út. Óskar setur hann í gang, en slekkur fljótlega aft- ur. „Þetta er ekkert leikfang,“ segir hann, gengur að vinnuborðinu, þar sem er hálfreyktur London Docs vindill, kveikir í honum með eldspýtu úr gömlum eldspýtustokki, dregur að sér reykinn, andar frá sér og gef- ur frá sér ánægjustunu. „Hér hef ég dundað mér í mörg ár og gripið í vindil af og til, reyki einn á viku.“ Líf og dauði Á svalahandriðinu fylgjast nokkr- ar kríur með umferðinni, gestum og gangandi. „Ég keypti þær nú bara í Bauhaus til að lýsa upp umhverfið í skammdeginu og til frekara augna- yndis á sumrin,“ segir Óskar um plastfuglana, sem eru með perum í. „Annars þurfum við ekki að kvarta. Garðurinn er jafnan fullur af lifandi fuglum og hérna er maturinn þeirra sem kallar á þá frekar en plastkrí- urnar og kríumyndin á veggnum,“ heldur hann áfram og sparkar létti- lega í plastbox á svölunum. Jón Björnsson hefði sjálfsagt búið til eitthvað úr því og Óskar á eflaust eftir að láta sér detta eitthvað skemmtilegt í hug. „Það er aldrei að vita,“ segir hann. Í uppáhaldi Óskar með kertastjaka úr messing og fuglastand. Hugsun Sérstakur stjaki.Úr smiðju Jóns Óskar með Drífu eftir frændann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.