Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is http://gattin.os.is/web/index.html https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/orkumal/orkusjodur/Orkusjodur.is https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/orkumal/orkusjodur/ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2021 Átak ríkisstjórnar, fjármagnað af ANR og UAR ráðuneytum ásamt Orkusjóði. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 320 m.kr. Verkefnastyrkir. Styrkir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði við kaup á tækjum og búnaði honum tengdum. 1. Verkefni sem minnka verulega eða skipta alveg út jarðefnaeldsneyti í framleiðslugreinum, matvælaiðnaði og sjávarútvegi, t.d. olíunotkun í þurrkurum, í dísilvélum eða við bræðslu. 2. Líf- eða rafeldsneytisframleiðsla (t.d. vetni) og/eða orkugeymsla. 3. Stuðningur við kaup á flutningabílum sem nota vistvænt eldsneyti eða til uppbyggingar innviða sem stuðla að notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir slík farartæki. 4. Stuðningur við kaup á vinnuvélum sem nota vistvæna orku. Innviðastyrkir. Styrkir geta að hámarki numið 50% af áætluðum stofnkostnaði tækis og búnaðar honum tengdum. 1. Uppsetning hleðslustöðva (viðmið 22 kW) við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að forgangsraða styrkjum í samræmi við áherslur stjórnvalda við orkuskipti, s.s. líta til þess hversu líklegt er að styrkhæft verkefni hraði orkuskiptum og hversu mikil áhrif það hefur til minnkunar á kolefnisfótspori. Einnig verður horft til dreifingu verkefna um landið og hversu hratt þau eru talin koma til framkvæmda. Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna. Umsóknafrestur er til 30. júní 2021 Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkus ofnunar: gatt n.os.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samræmdar öryggiskröfur verða gerðar fyrir öll jarðgöng á Íslandi sem eru lengri en hálfur kílómetri og eru opin fyrir almennri umferð. Kröfurnar eru þó mismunandi eftir aldri ganga og hvort þau eru á hringveginum eða utan hans. Kemur þetta fram í drögum að nýrri reglugerð um öryggiskröfur í jarðgöngum sem samgönguráðu- neytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Ekki sömu kröfur Núverandi öryggiskröfur taka aðeins til þeirra ganga sem til- heyra hinu svonefnda samevr- ópska vegakerfi, nánar til tekið göngin fern á hringveginum, Hval- fjarðargöng, Vaðlaheiðargöng, Fá- skrúðsfjarðargöng og Almanna- skarðsgöng. Þessi göng verða öll í fyrsta flokki þar sem mestar ör- yggiskröfur eru gerðar. Í þann flokk falla einnig öll ný göng hér eftir. Í öðrum flokki eru jarðgöng ut- an hringvegarins sem tekin voru í notkun á árunum 2007 til 2020. Sömu kröfur gilda um öryggi í þeim og göngum í fyrsta flokki ut- an þess að neyðarstöðvar mega vera með 250 metra millibili í stað 150 metra. Það er sagt vera í sam- ræmi við kröfur í Evrópureglum. Í þennan flokk falla Héðinsfjarðar- göng, Bolungarvíkurgöng, Norð- fjarðargöng og Dýrafjarðargöng. Í þriðja öryggisflokknum eru jarðgöng utan hringvegarins sem tekin voru í notkun á árinu 2007 og fyrr. Þessi göng eru ýmist einbreið alla leið eða einbreið að hluta og þegar þau voru grafin voru örygg- iskröfur aðrar en gilda í dag. Sér- reglur gilda því um göng í þessum flokki. Undir hann falla Stráka- göng, Múlagöng og göng undir Breiðadals- og Botnsheiði. Ekki samræmi á leiðinni Mismunandi flokkun jarðganga gerir það að verkum að vegfarandi sem ekur frá Bolungarvík til Reykjavíkur fer fyrst um Bolung- arvíkurgöng sem eru í öðrum ör- yggisflokki, svo um Vestfjarða- göng sem eru í „ruslflokki“, því næst um Dýrafjarðargöng sem eru í öðrum flokki og loks um Hval- fjarðargöng sem eru í hæsta ör- yggisflokki. Með sama hætti fer vegfarandi sem leggur af stað frá Siglufirði áleiðis til Akureyrar fyrst í gegnum Héðinsfjarðargöng sem eru í öðrum öryggisflokki og síðan um einbreið Múlagöng sem eru í þriðja flokki með tilliti til ör- yggiskrafna. Ef hann heldur áfram til Húsavíkur fer þessi vegfarandi loks um göng í hæsta öryggis- flokki, Vaðlaheiðargöng. Ekki falla öll veggöng á Íslandi undir þessar reglur. Göngin um Arnardalshamar á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eru aðeins 30 metra löng og því utan reglna. Þá eru göngin sem sprengd voru á milli Húsavíkur og Bakka ekki með þar sem þau eru ekki ætluð fyrir al- menna umferð, aðeins flutninga til og frá iðnaðarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að eftirlit með öryggiskröfum í jarðgöngum verði flutt frá Vegagerðinni til Samgöngustofu. Ætlast er til að hún sjái um að gerðar verði reglu- legar skoðanir og hefur Sam- göngustofa heimild til að loka eða takmarka notkun jarðganga ef ör- yggiskröfum er ekki fullnægt. Miðað er við að reglugerðin taki gildi við birtingu en Vegagerðinni verði veittur frestur til ársins 2026 til þess að laga tiltekinn búnað í göngum í öðrum og þriðja flokki. Mismunandi öryggiskröfur í göngum - Drög að nýrri reglugerð um öryggiskröfur í jarðgöngum kynnt - Mestar kröfur gerðar til jarðganga á hringveginum en minnstar til elstu ganganna - Samgöngustofa með eftirlitið í stað Vegagerðarinnar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bolungarvíkurgöng Vegagerðin getur þurft að uppfæra öryggisbúnað. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aflaskipið Kleifaberg fær nýtt hlut- verk í sumar þegar það verður annað heimili ástralsks leiðangurs sem hef- ur leyfi til að leita verðmætra málma á norðausturströnd Grænlands. Um rannsóknaleiðangur er að ræða og verður meðal annars borað eftir sýn- um með námuvinnslu í huga. Gálginn hefur verið skorinn aftan af Kleifaberginu og vinnu- eða þyrlu- pallur settur upp á dekkinu. Skipið var smíðað í Póllandi 1974 og var lengi með fengsælustu frystitogur- um landsins. Áður en haldið verður til Grænlands fær skipið nýtt nafn. Fiskvinnslu- og frystitæki hafa verið fjarlægð úr skipinu og er mikið rými á millidekki. Til vinnu á sérútbúinni þyrlu Ægir Örn Valgeirsson, fram- kvæmdastjóri Skipaþjónustunnar, sem á Kleifabergið, segir að hug- myndin sé sú að leiðangursmenn gisti um borð í skipinu. Þeir fari til vinnu á sérútbúinni þyrlu og komi með henni heim á kvöldin. 28 kojur eru um borð og reiknar Ægir með að þær verði fullnýttar. Hafnir eru ekki á þessu svæði við austurströnd Grænlands og fer hóp- urinn í næsta mánuði um leið og haf- ísinn gefur eftir. Reiknað er með að vera við Grænland fram í september- október eða þar til ísinn lokar svæð- inu á ný. Til stóð að fara í stórt verkefni með ástralska fyrirtækinu í fyrra, en minna varð úr en efni stóðu til vegna kórónufaraldursins. Þó var togarinn Steinn um tíma við Grænland og þjónustaði hóp á vegum Ástralanna. Það skip bar meðal annars áður nafnið Kristín GK og var síðast gert út af Vísi í Grindavík. Skipið var smíðað í Austur-Þýskalandi 1965. Faraldurinn hefur enn áhrif á verk- efnið, en þó ekki þannig að því verði frestað. Auglýst hefur verið eftir yfir- mönnum á Kleifabergið til að fara í Grænlandsverkefnið. Helstu verk- efni Skipaþjónustunnar og Icetugs eru hins vegar rekstur dráttarbáta, sem eru bæði með ýmis föst og til- fallandi verkefni. Þá er verið að undirbúa að sigla togaranum Mars RE, áður Sturlaugi Böðvarssyni AK, til Belgíu, þar sem skipið fer í brota- járn. Að sögn Ægis liggja öll leyfi fyrir siglingunni nú fyrir. Morgunblaðið/Sisi Gert klárt Unnið hefur verið að undirbúningi ferðarinnar í Reykjavík. Þyrlupallur um borð í „hótel“ Kleifabergi - Aðstoðar við málmleit á Grænlandi Morgunblaðið/sisi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.