Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mörgum fyrirtækjanna sem skráð hafa verið á First North-markaðinn á síðustu árum hefur ekki vegnað í takt við væntingar og raunar eru mörg komin í fjárhagsvandræði. Meðal þeirra eru nýsköpunar- fyrirtæki sem boðað hafa öran vöxt en raunin orðið allt önnur. Þessu eru haldið fram í danska viðskiptablaðinu Børsen og er mál- inu slegið upp á forsíðu. Segir þar að alls 13 félög sem skráð voru á First North milli 2017 og 2019 hafi ekki náð markmiðum sínum um vöxt. Blaðið ræðir við Carsten Tangga- ard, prófessor í viðskiptafræðum við Árósaháskóla, sem bendir á að um- rædd fyrirtæki séu svo lítil að eini möguleiki þeirra á að komast á legg sé að ná hröðum vexti eftir skrán- ingu á markað. Ella sé hætt við að þau fari í þrot. „Timburmennin frá upphafi veislunnar á hlutabréfa- markaði, sem hefur staðið yfir frá 2017, eru að koma fram,“ skrifar Børsen um þessi hættumerki. Alls 35 félög verið skráð Fyrirtækin Green Mobility og Conferize hafi brotið ísinn í maí 2017 og verið fyrstu nýskráðu félögin hjá First North í næstum áratug. Síðan hafi alls 35 félög verið skráð hjá Nas- daq í Danmörku – þar af 13 sem hafi verið á hlutabréfamarkaði lengur en í tvö ár og þegar sé farið að bera á fjárþurrð hjá einstaka félögum. Athugun sýni fram á að gengi bréfa í níu þessara fyrirtækja sé nú lægra en þegar þau voru skráð á markað. Þá hafi markaðsvirði nokk- urra þeirra helmingast. Dæmi um fyrirtæki sem hafi lent í fjárþurrð séu Scape Technologies, sem þróar þjarka, og Happy Helper, sem sinnir þrifum. Þá hafi fyrirtækin Conferize, Agillic og Odico selt bréf og gervi- greindarfyrirtækið Hypefactors um- breytt skuldum í nýtt hlutafé. Markmiðin víðs fjarri Samandregið segir Børsen að nær öll fyrirtækin sem verið hafi á First North í nokkur ár hafi sett sér mark- mið um mikinn vöxt og áformað að skila hagnaði í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Raunin sé allt önnur. Þannig leiði greining blaðsins í ljós að langur vegur sé frá því að flest þeirra nái að rísa undir þessum væntingum. Til dæmis hafi forsvarsmenn áður- nefnds gervigreindarfyrirtækis, Hypefactors, sagt í kynningu árið 2018 að fyrirtækið stefndi á að velta 100 milljónum danskra króna árið 2021. Til samanburðar hafi veltan verið um 4,2 milljónir í fyrra. Sömuleiðis hafi tæknifyrirtækið Waturu reiknað með að velta 120 milljónum danskra króna árið 2023 en hafi enn ekki náð upp neinni veltu. Fyrirtækið þróar lausnir til að nýta betur vatn en þær eru á vefsíðu þess, waturu.com, sagðar gagnast í bar- áttunni gegn loftslagsbreytingum. 124 þúsund viðskiptavinir Børsen segir fyrirtækinu Green Mobility hafa vegnað hvað best af þessum nýskráðu fyrirtækjum. Það hafi velt 34,6 milljónum danskra kr. í fyrra og hafi haft tæplega 124 þús- und viðskiptavini í lok mars. Engu að síður skili félagið tapi og það sé langt frá því markmiði að hafa 400 þús. viðskiptavini í ár. En það þróar smá- forrit sem veitir aðgang að rafbílum. Þá er í umfjöllun Børsen vitnað til Søren Hougaard, aðjúnkts við Ár- ósaháskóla, sem hafi í aðsendri grein til blaðsins árið 2018 sett fram varn- aðarorð um styrkleika nýrra félaga hjá First North og sett spurningar- merki við markaðssetninguna á þeim sem vænlegum fjárfestingarkostum. Segir Hougaard að félögin dragi upp ýkta mynd af stöðu sinni. Þau séu í raun nýsköpunarfyrirtæki sem séu komin skemmra á veg á þroska- braut sinni en látið er í veðri vaka. Það skorti eftirlit með skráningu slíkra félaga til að tryggja almanna- hagsmuni og spyrja spurninga um ætlað verðmæti félaganna. Þá er rætt við Søren Jonas Bruun, sérfræðing hjá Gemstone Capital, sem heldur því fram að fagfjárfestar hafi hafnað mörgum þessara félaga og hafi þau því leitað skráningar hjá First North í Danmörku. Vildu ekki tjá sig um málið Fulltrúar Nasdaq vildu ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða við fréttinni en Børsen hafði fengið sama svar. Snorri Jakobsson, greinandi hjá Jakobsson Capital, segir mikla eftir- spurn hafa verið eftir bréfum í tæknifyrirtækjum og mörg slík farið á markað um heim allan síðasta árið. „Sömu sölufrasar og voru fyrir rúmlega 20 árum hafa verið dregnir fram síðasta árið en það verða ekki öll fyrirtæki næsta Google eða Ama- zon,“ sagði Snorri sem tók fram að hann væri ekki sérfróður um danska markaðinn. Hann hefði eftir atvikum ekki forsendur til að meta hvort of mikið hefði verið gert úr möguleik- um umræddra fyrirtækja. Óraunhæfar væntingar Ljósmynd/GreenMobility A/S Rafbílavæðing Danska félagið GreenMobility þróar rafbílalausnir. - Danska viðskiptablaðið Børsen gerir upp árangur nýrra félaga á First North - Heilt yfir séu þau fjarri því að ná boðuðum markmiðum í fjárfestakynningum Samanlagt séu því um 2.500 fé- lagsmenn í SSF starfandi hjá við- skiptabönkunum eða álíka margir og störfuðu hjá Landsbankanum, Búnaðarbankanum (síðar Arion banka) og Íslandsbanka árið 1994. Sameinuðust í Íslandsbanka Árið 1994 höfðu bankar sameinast og meðal annars Útvegsbankinn, Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn og Alþýðubankinn runnið saman í nýjan Íslandsbanka árið 1990. Friðbert bendir á að félagsmenn SSF séu einnig starfandi hjá Seðla- bankanum og þar með hjá Fjár- málaeftirlitinu, hjá Valitor, Borg- un, Reiknistofu bankanna, Kviku, Verði, Byggðastofnun, sparisjóð- um, ýmsum sjóðum og hjá eigna- stýringarfyrirtækjum í eigu bank- anna og raunar víðar. Um síðustu áramót hafi heildar- fjöldi félagsmanna verið um 3.750. SaltPay (Borgun) hafi sagt upp um 50 starfsmönnum í hópuppsögn í apríl, en þeir eru enn á uppsagnar- fresti og enn skráðir félagsmenn hjá SSF. baldura@mbl.is Um 2.500 félagsmenn í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) starfa nú hjá viðskiptabönk- unum og hefur þeim fækkað um 50 frá því í nóvember. Áður hafði þeim fækkað um 50 frá júlí 2020. Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri SSF, segir Íslands- banka hafa sagt upp 12 manns í mars og Arion banka 18 manns í maí sl. Þá hafi um 20 til viðbótar látið af störfum í ár fyrir aldurs sakir eða af öðrum ástæðum. Áfram fækkar í röðum bankafólks - Um 2.500 starfa hjá stóru bönkunum 2.5002.550 4.650 3.300 Fjöldi starfsmanna hjá viðskiptabönkunum Starfsmenn Fjöldi útibúaHeimild: SSF 2007 2014 2020 2021 157 95 7373 nóvember 2020 maí 2021 « TM tryggingar hf., sem er dótt- urfélag Kviku banka hf., hefur selt allan eignarhlut sinn í Stoðum hf. Fé- lagið átti 1.569,7 milljónir hluta í Stoðum eða sem svaraði til 11,6% hlutafjár félagsins. Eignarhluturinn var samkvæmt tilkynningu frá Kviku stærsta fjárfestingareign TM eða 14% af heildarfjárfestingareignum félagsins. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hluturinn metinn á 4,3 milljarða króna. Söluandvirðið var greitt með handbæru fé og mun hafa jákvæð áhrif á afkomu TM á öðrum ársfjórð- ungi sem nemur 200 milljónum króna. Hluturinn var seldur til hóps fjárfesta. Stoðir hf. eru í hópi stærstu hluthafa Arion banka, er raunar í fjórða sæti á lista yfir þá með tæplega 5% hlut. TM og Kvika losa sig al- farið út úr Stoðum hf. 27. maí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.02 Sterlingspund 171.11 Kanadadalur 100.42 Dönsk króna 19.944 Norsk króna 14.54 Sænsk króna 14.638 Svissn. franki 135.03 Japanskt jen 1.1102 SDR 174.98 Evra 148.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.5004 Hrávöruverð Gull 1882.8 ($/únsa) Ál 2305.0 ($/tonn) LME Hráolía 68.47 ($/fatið) Brent « Íslensk heimili halda áfram að veðja á óverð- tryggð húsnæðis- lán með breyti- legum vöxtum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabankans inn- an úr bankakerfinu. Þar kemur fram að ný útlán, með veði í íbúð, sem bera breytilega óverðtryggða vexti, námu 29,6 milljörðum króna í aprílmánuði. Eru tölurnar birtar að teknu tilliti til umfram- og uppgreiðslna. Hins vegar námu ný óverðtryggð lán með föstum vöxtum 6,3 milljörðum króna. Verðtryggðu lánin halda áfram að gefa eftir líkt og síðustu mánuði og í apríl voru verðtryggð lán með breyti- legum vöxtum greidd upp, umfram ný lán í sama flokki, sem nam 2,7 millj- örðum króna. Verðtryggð lán með föst- um vöxtum voru með sama hætti greidd upp fyrir sem nam 365 millj- ónum króna. Færa sig áfram í óverð- tryggð og breytileg lán Húsnæði Lántak- endur velja leið. STUTT TOYOTA AYGO X-PLAY CONNECT RN. 153701, Nýskráður 9/2019, ekinn 18 þ.km., bensín, ljósgrár, beinskiptur, stöðugleikakerfi, bakkmyndavél, bluetooth, hiti í framsætum. Verð 1.790.000 kr. MERCEDES-BENZ C300 DE AMG PLUG IN HYBRID RN. 153592. Nýskráður 11/2019, ekinn 27 þ.km., dísel/rafmagn, svartur, sjálfskipting, 9 gíra, GPS, bluetooth, bakkmyndavél, litað gler, túrbína. Verð 7.490.000 kr. VW GOLF GTE COMFORT – RN. 331250 Nýskráður 3/2020, ekinn 11 þ.km. bensín/ rafmagn, hvítur, sjálfskipting, bluetooth, litað gler, bakkmyndavél, 360° nálgunarvarar, akreinavari. Verð 4.890.000 kr. RENAULT TRAFIC - EXTRA LANGUR RN. 330908, nýskráður 6/2018, ekinn 68 þ.km., dísel, ljósgrár, beinskipting 6 gíra, 9 manna, spólvörn, bluetooth, hiti í framsætum. Verð 3.390.000 kr. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.