Morgunblaðið - 27.05.2021, Page 35
Nýjar höfuðstöðvar
Við leitum að arkitektum til að skapa með okkur
vinnustað framtíðarinnar – vinnustað sem veitir
innblástur og uppfyllir fjölbreyttar þarfir starfsfólks.
Nýjar höfuðstöðvar okkar munu rísa á Flugvöllum 1
í Hafnarfirði og við stefnum á flutning fyrir lok árs 2023.
Óskað er eftir frumhugmyndum og skissum sem skal
skila eigi síðar en 21.júní nk.
Hefur þú áhuga? Sendu tölvupóst á hq@icelandair.is
og við sendum þér nánari upplýsingar.
icelandair.is
framleiðsla, hugverk, aðrar þjón-
ustugreinar og allt annað.
Samstaða hefur ríkt
Sveinn Sölvason, formaður al-
þjóðaráðs Viðskiptaráðs Íslands,
sem mótaði og lagði fram tillögur
skýrslunnar segir í samtali við
Morgunblaðið að á síðustu 10 ár-
um eða svo hafi ríkt samstaða milli
viðskiptalífs, stéttarfélaga og
stjórnmálaflokka sem spanna allt
litrófið hér á landi um að byggja
þurfi upp fleiri stoðir í atvinnulíf-
inu sem byggist meira á útflutn-
ingi á hugviti eða í svokölluðum al-
þjóðageira. „Markmiðið sem kynnt
var í McKinsey-skýrslunni var að
þessi hluti hagkerfisins þyrfti að
vaxa um 10% á ári en ef við skoð-
um tölurnar síðustu 10 ár var
vöxturinn tæplega 3%. Það er eng-
an veginn nógu mikið þó að margt
gott hafi gerst og mörg fyrirtæki
skotið upp kollinum.“
Sveinn segir að Íslendingar
þurfi að gera eitthvað öðruvísi og
þess vegna séu tillögur alþjóða-
ráðs nú lagðar fram. „Covid hefur
líka minnt okkur rækilega á að við
erum með litla áhættudreifingu í
okkar atvinnumálum og verð-
mætasköpun. Ef við ætlum að
breyta þessu jafnvægi þá þurfum
við mjög hraðan vöxt því ef við
verðum með sama vöxt næstu 10
ár verðum við líka með svipaða
samsetningu útflutnings og þannig
jafn útsett fyrir áföllum. Við verð-
um að taka þetta föstum tökum,
það þarf að gera þetta betur og
hugsa stærra eins og yfirskriftin
ber með sér.“
Snýst um stefnumótun
Hann segir að stóra myndin
snúist um stefnumótun. „Það þarf
að horfa á þennan málaflokk meira
formlega og marka stefnu um að
við ætlum að byggja hér upp öfl-
ugan alþjóðageira sem byggir á
hugviti. Þetta myndi senda skýr
skilaboð í gegnum allt kerfið og
inn í alla þá málaflokka sem þurfa
að virka til að hér sé samkeppn-
ishæft umhverfi fyrir þennan
rekstur. Varðandi aðrar tillögur þá
er fjármögnunarumhverfið mér of-
arlega í huga. Þar stöndum við illa
og höfum lengi gert. Sérstaklega
varðandi beina erlenda fjárfest-
ingu sem hefur minnkað á síðast-
liðnum árum, en hún er algjör lyk-
ilbreyta fyrir fyrirtæki sem eru að
hasla sér völl í þessum geira. Það
er ekki bara fjármagnið heldur
líka reynslan og tengingarnar sem
fylgja. Við þurfum því að fara
mjög nákvæmt í það að finna þá
flöskuhálsa og senda skýr skilaboð
um að erlend fjárfesting sé vel-
komin.“
Umgjörð mikilvæg
Í skýrslunni eru margvíslegar
aðrar tillögur lagðar fram og ein
þeirra er að nýtt félagaform fyrir
frumkvöðla verði stofnað. Bent er
á í þessu samhengi að öll fyrirtæki
í alþjóðageiranum byrji sem sprot-
ar og því sé umgjörð um stofnun
þeirra mikilvægur þáttur í sam-
keppnishæfni geirans. Á fyrstu ár-
unum sé frumkvöðlum jafnan
þröngur stakkur sniðinn þegar
komi að fjármagni og því væri
ákjósanlegt að koma sérstöku og
tímabundnu félagaformi á fót.
Eins og sést á meðfylgjandi
samanburðartöflu yrði í slíku fé-
lagi ekki gerð krafa um lágmarks-
hlutafé eða launagreiðslur og
óheimilt yrði að greiða út arð.
„Með þessu fyrirkomulagi mætti
gera sprotum kleift að spara skild-
inginn í launatengdum gjöldum og
búa við aukinn sveigjanleika í
rekstri á mótunarárum,“ segir í
skýrslunni.
Lagt mat á framvindu
Alþjóðaráð leggur mat á það í
skýrslunni hvernig hafi gengið að
hrinda í framkvæmd tillögum
verkefnastjórnar samráðsvett-
vangs um aukna hagsæld á Íslandi
frá 2013. Nokkur framvinda hefur
þannig orðið í styttingu grunn- og
framhaldsskólanáms, lítil fram-
vinda hefur orðið í hvötum til að
fjölga tækni – og raungreina-
menntuðu fólki, innleiðing skattaí-
vilnana og forgangsafgreiðslu fyrir
erlenda sérfræðinga er lokið og
nánast er búið að ljúka innleiðingu
á skilvirkari nýtingu á opinberu
fjármagni til rannsókna og þróun-
ar. Þá hefur mikil framvinda orðið
á sköpun öflugrar fjárfestingarein-
ingar á sprota- og vaxtarstigi.
Ennfremur hefur orðið umtalsverð
framvinda í að efla skattalega
hvata til fjárfestingar í nýsköpun,
og nokkur framvinda hefur orðið í
að bæta regluverk fyrir erlenda
fjárfestingu.
Annað sem fram kemur í skýrsl-
unni er meðal annars að skort á
stefnufestu og fyrirsjáanleika
megi finna víða í rekstrarumhverfi
alþjóðageirans. Þá sé fjöldi vís-
bendinga um að regluverk hér á
landi sé meira íþyngjandi en í
þeim löndum sem við berum okkur
saman við. Skattar séu einnig með
því hæsta sem gerist og skatt-
kerfið óskilvirkt. Ennfremur sé Ís-
land að ýmsu leyti ekki nógu að-
gengilegt erlendum sérfræðingum
og fjármögnunarumhverfið í heild
sinni veiki samkeppnishæfni. Er-
lend fjárfesting er lítil hér á landi
samkvæmt skýrslunni enda séu
hömlur þær næstmestu í þróuðum
ríkjum.
Vinnumarkaður
á rangri leið
Í skýrslunni segir að vinnu-
markaður hér á landi sé á rangri
leið og launaþróun þurfi að vera í
samræmi við efnahagslegan veru-
leika. Leggur alþjóðaráðið til að
öll umgjörð kjarasamninga og ís-
lenska vinnumarkaðslíkanið verði
endurskoðað. „Litlar breytingar á
umgjörð vinnumarkaðarins krist-
allast í talsverðum og auknum
óróa, en umfram allt síendurtekn-
um launahækkunum umfram svig-
rúm.“
Í tillögunni segir að á síðustu
ellefu árum hafi laun hækkað tíu
sinnum umfram svigrúm og að
meðaltali um meira en 2% umfram
það. „Að nokkru marki hefur þessi
þróun verið eðlileg eftir mikinn
samdrátt í fjármálakreppunni. Þá
hefur hlutur launa í verðmæta-
sköpuninni hækkað en þar er kom-
ið að þolmörkum enda er það hlut-
fall nær hvergi jafn hátt skv.
OECD. Engu að síður eru launa-
hækkanir síðustu mánaða enn
hraðari en síðustu ár.“
Þá segir að ef fram fer sem
horfir muni eitthvað undan láta
með meira atvinnuleysi eða verð-
bólgu en nú er. Um langtíma-
stefnumótun segir að merki séu
um að stjórnvöld standi sig illa í
að móta og framfylgja stefnu.
Setja þurfi fram skýra langtíma-
stefnu í málaflokkum er varði al-
þjóðageirann, hrinda henni í fram-
kvæmd og framfylgja henni.
Ennfremur vill hópurinn að geng-
isstöðugleiki verði settur í forgang
í hagstjórn. Stöðugt gengi sé for-
senda þess að tryggja alþjóðageir-
anum tækifæri til vaxtar.
Aðrar tillögur eru til dæmis að
fjölga tvísköttunarsamningum og
auka þátttöku almennings á ís-
lenskum verðbréfamörkuðum.
Virkari markaðir geri fyrirtækjum
sem sækja fjármagn auðveldara
fyrir.
Hlutföll rýra útlánagetu
Um bankakerfið segir í skýrsl-
unni að endurskoða þurfi eiginfjár-
kröfur innlánsstofnana. Eiginfjár-
hlutföll séu óvíða hærri en hér á
landi og það sama gildi um kostn-
að við útlánaáhættu. Það rýri út-
lánagetu bankanna og leiði til
hærri útlánavaxta til að mæta arð-
semiskröfum.
Nokkur valin félagaform
Einkahlutafélag Samlagsfélag Sameignarfélag Frumkvöðlafélag
Skráningar-
kostnaður 131.500 kr. 89.500 89.500 0 kr.
Hlutafé/
stofnfé
Lágmark
500.000 kr.
Ákveðið af félagsmönnum 0. kr.
Ábyrgð Takmörkuð
með hlutafé
A.m.k. einn með
takmarkaða ábyrgð
og einn með ótak-
markaða ábyrgð
Bein, óskipt og
ótakmörkuð
Takmörkuð
með hlutafé
Arðgreiðslur Já Já Já Óheimilar
Ársreikningar Já Já, ef í eigu lögaðila eða fara fram
úr stærðarmörkum tvö ár í röð
Valkvætt
Ævilengd
félags
Engin
takmörk
Engin
takmörk
Engin takmörk 2 ár
Launagreiðslur Skylda Skylda Skylda Ekki skylda
Heimild: Viðskiptaráð Íslands
FRÉTTIR 35Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021