Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 36 Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna! Farðu inn á mbl.is/happatala, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að viðbrögð annarra ríkja við handtöku á blaða- manninum og aðgerðasinnanum Roman Protasevich hafi gengið of langt. Protasevich og kærasta hans, Sofia Sapega, voru um borð í farþegaflugvél sem var á leið til Litháen þegar henni var gert að lenda í Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands. Við lendingu voru þau Protasevich og Sapega handtekin. Lúkasjenkó ávarpaði hvítrúss- neska þingið í gær og lýsti hann málinu sem enn einni tilraun stjórnarandstæðinga til þess að ráðast gegn réttmætum stjórnvöld- um landsins. „Ég brást við innan ramma laganna til þess að vernda þjóðina,“ sagði Lúkasjenkó og sak- aði Protasevich um að vera hryðju- verkamann sem stæði á bak við blóðug mótmæli. Hann neitaði því að vígbúin orrustuþota hefði þving- að farþegavélina til lendingar í Minsk. Slík fullyrðing væri „hrein og bein lygi“. Hann gaf þó í skyn að hann hefði getað látið skjóta niður flugvélina því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. Fyrrum samstarfsmaður Pro- tasevicho, Stepan Putilo, brást við ræðu Lúkasjenkó með því að segja að ef stjórnvöldum væri svo um- hugað um Protasevich að þeir vildu skjóta niður flugvél hans, þá væru þeir að gera eitthvað rétt og myndu halda áfram baráttu sinni. Putilo bætti þó við að hann óttist nú um líf sitt og Protasevich. Mótmæli gegn stjórnvöldum hafa blossað upp að nýju innan Hvíta-Rússlands vegna málsins og tugir þúsunda hafa kraf- ist afsagnar Lúkasjenkó. Kalla eftir sjálfstæðri rannsókn Viðbrögð erlendra ríkja við handtökunni hafa ekki látið á sér standa. Þannig hafa þjóðarleiðtog- ar í aðildarríkjum Evrópusam- bandsins líkt handtökunni við hryðjuverk og flugrán. Þá verður hvítrússneskum flugvélum bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusam- bandsins, en það hefur boðað hert- ar viðskiptaþvinganir. Norður-Atlantshafsráðið for- dæmir aðgerðir Hvíta-Rússlands og segir að um sé að ræða ólíðandi aðgerð sem brjóti gegn almennum reglum um farþegaflug í alþjóðlegri lofthelgi. Jafnframt er kallað eftir sjálfstæðri rannsókn á atvikinu af hálfu Alþjóðaflugmálastofnunar- innar (ICAO) og stuðningi lýst yfir við aðgerðir vesturveldanna. Ráðið segir í yfirlýsingu að hand- taka Protasevich sé á pólitískum grundvelli og beint gegn fjölmiðla- frelsi. Er þess krafist að Protase- vich og Sapega verði umsvifalaust sleppt úr haldi. Þá er jafnframt lýst yfir stuðningi við Lettland eftir að lettneskum erindrekum var vísað frá Hvíta-Rússlandi. Stjórnvöld í Rússlandi hafa hins vegar brugðist við á annan veg, og sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, í gær að engin ástæða væri til þess að draga útskýringar Lúkasjenkós á atvikinu í efa. AFP Neitar allri sök Lúkasjenkó ávarpaði hvítrússneska þingið í gær. Hafnar öllum ásökunum - Lúkasjenkó segir viðbrögð hafa gengið of langt - Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður - Norður-Atlantshafsráðið segir aðgerðina vera ólíðandi Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Dominic Cummings, fyrrverandi að- alráðgjafi Boris Johnsons, forsætis- ráðherra Bretlands, bar ríkisstjórn- ina þungum sökum í gær, er hann bar vitni fyrir vísinda- og tækninefnd breska þingsins um upphaf heimsfar- aldursins. Sagði Cummings að ríkis- stjórnin hefði ekki gert sér grein fyrir í upphafi hvers konar faraldur væri um að ræða, og hefðu ráðherrar því ekki gert réttar áætlanir um hvernig ætti að koma í veg fyrir að kórónu- veiran dreifði sér um Bretland. Um 128.000 manns hafa látist af völdum faraldursins í Bretlandi samkvæmt opinberum tölum, og er það hið mesta af ríkjum Evrópu. „Sannleikurinn er sá, að háttsettir ráðherrar, háttsettir embættismenn og háttsettir ráðgjafar eins og ég stóðu sig langt undir þeim væntingum sem almenningur hefur rétt á að gera til ríkisstjórnar sinnar þegar hættu- ástand geisar,“ sagði Cummings með- al annars í vitnisburði sínum, og bað hann fjölskyldur þeirra sem létust af- sökunar á þætti sínum. Í máli Cummings kom fram að Vesturlönd hefðu verið með höfuðið í sandinum í janúar og febrúar, þrátt fyrir að Taívan hefði lokað á farþega- flug þegar í janúar. Þeim viðvörunar- bjöllum hefði hins vegar ekki verið hlýtt. Sagði Cummings að fyrstu sam- töl sín við Johnson um veiruna hefðu verið um miðjan janúar. Enginn í breska stjórnkerfinu hefði hins vegar tekið málið alvarlega fyrr en í lok febrúar, og sagði Cummings að hátt- settir embættismenn hefðu farið í skíðaferðir til Evrópu um miðjan mánuðinn. Sóttust eftir „hjarðónæmi“ Í máli Cummings kom fram að breska stjórnkerfið hefði talið að Covid-19 væri svipaður sjúkdómur og inflúensa, og sagði hann að því hefði í upphafi verið talið best að sækjast eftir svonefndu „hjarðónæmi“, en talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa neitað því harðlega að það hafi nokk- urn tímann verið á dagskrá. Sagði Cummings það fráleita af- sökun, og bar að æðsti yfirmaður embættismannakerfisins hefði lagt til við Johnson í marsmánuði að hvetja til „hlaupabólu“-smitboða, svo að dreifa mætti kórónuveirunni sem víð- ast á sem skemmstum tíma. Cummings sagði einnig að Johnson hefði verið tregur til að grípa til sótt- varnaaðgerða og haft þungar áhyggj- ur af þeim efnahagslega skaða sem þær myndu valda. Faraldurinn hefði valdið samskiptum þeirra skaða, þar sem Johnson hefði talið að Cummings hefði svínbeygt sig til að loka landinu. Cummings, sem yfirgaf Downing- stræti í desember síðastliðnum, bar þó Matt Hancock, heilbrigðisráð- herra landsins, verst söguna. Sagði Cummings að hann hefði logið að koll- egum sínum í ríkisstjórn ítrekað um viðbúnaðarstig Breta og að hann hefði átt skilið að vera rekinn úr ríkis- stjórninni fyrir 15-20 slíkar lygar. Johnson sat fyrir svörum í fyrir- spurnatíma þingsins í gær. Varði hann þar framgöngu stjórnvalda og sagðist bera fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar hefðu verið. Ríkisstjórnin hafi brugð- ist í upphafi faraldursins - Cummings ber Boris Johnson þungum sökum fyrir nefnd AFP Ráðgjafi Dominic Cummings (t.h.) bar Boris Johnson forsætisráðherra, fyrrverandi yfirmann sinn, þungum sökum í vitnisburði sínum fyrir þinginu. Stjórnvöld í Sviss tilkynntu í gær að þau hygðust slíta viðræðum sínum við Evrópusambandið um samstarf, sem átti að koma í stað þeirra fjöl- mörgu samninga sem nú stýra sam- skiptum Sviss við nágrannaríki sín. Viðræðurnar um slíkan ramma- samning hafa staðið yfir í 13 ár, en Guy Parmelin, forseti Sviss, sagði að of mikill munur væri á milli aðila til þess að hægt væri að semja. Par- melin fór til Brussel í lok aprílmán- aðar og ræddi við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmda- stjórnar sambandsins, en þær við- ræður sigldu í strand þar sem Evr- ópusambandið vildi ekki láta undan kröfum Parmelins um að ríkis- aðstoð, launavernd og ferðafrelsi yrðu undanskilin samningunum. Ríkisstjórn Sviss lýsti því yfir að hún sæktist áfram eftir samstarfi við Evrópusambandið, en meira en helmingur útflutningsvara þeirra fer þangað. SVISS AFP Sviss Ekki varð af samningum milli Parmelins og von der Leyen í apríl. Slíta viðræðum við Evrópusambandið Þrír menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á kláfslysi sem varð á sunnudag á norðanverðri Ítalíu, þar sem fjórtán létu lífið. Rannsakendur segja að svo virðist sem neyðarhemlar kláfsins hafi ver- ið gerðir óvirkir til þess að koma í veg fyrir seinkanir á ferðum hans og þremur starfsmönnum rekstrar- fyrirtækisins hafi verið kunnugt um það. Þeir handteknu eru forstjóri fyrirtækisins auk rekstrarstjóra og verkfræðings. Ákæruefnin eru nokkur, þar á meðal manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar dráttarkapall slitnaði og kláfurinn rann stjórn- laust niður eftir burðarkapli, skall á stálmastri og hrapaði til jarðar. Þeir handteknu töldu að dráttarkapallinn myndi aldrei slitna og því væri óhætt að gera hemlana óvirka. Fimmtán voru í kláfnum þegar þetta gerðist en aðeins einn, fimm ára drengur, komst lífs af. urdur@mbl.is Neyðarhemlarnir voru gerðir óvirkir - Þrír menn hafa verið handteknir AFP Slys Fimmtán voru í kláfnum þegar hann féll en einungis einn lifði af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.