Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÍMorgunblaðinuum liðna helgivar fróðleg
lesning um vígvæð-
ingu norðurkóreska
hersins, en hann
hefur sem kunnugt
er eytt síðustu tveimur áratug-
um í að koma sér upp bæði
kjarnorkuvopnum og lang-
drægum eldflaugum sem gætu
borið þau alla leið að ströndum
Bandaríkjanna og annarra óvina
Kim-fjölskyldunnar.
Að þessu sinni voru þó eld-
flaugarnar ekki í fyrirrúmi,
heldur lyklaborðin, þar sem
greint var frá því að tölvuþrjótar
á vegum norðurkóreskra stjórn-
valda hefðu á síðustu árum
stundað allmörg spellvirki. Þar á
meðal hefðu þeir stundað það á
vegum ríkisins að brjótast inn til
þess að afla því fjár, en ljóst er
að áralöng einangrun, fátækt og
vosbúð almennings hefur ekki
dregið úr fjárþörf einræðis-
herranna.
Var enda áætlað af Samein-
uðu þjóðunum árið 2019 að
Norður-Kórea hefði með þessum
hætti aflað sér andvirðis um
tveggja milljarða bandaríkja-
dala, eða sem nemur um 246
milljörðum íslenskra króna, og
hefur sú fjárhæð eflaust hækkað
síðan þá.
En peningarán eru bara hluti
af glæpnum. Árið 2014 ákvað
Norður-Kórea að láta tölvu-
þrjóta „hefna“ sín á Sony-
kvikmyndaverinu með því að
brjótast inn í tölvur þess og deila
skjölum þaðan út á alnetið, en
kvikmyndaverið hafði dirfst að
framleiða kvikmynd, þar sem
einræðisherrann Kim Jong-un
var dreginn sundur og saman í
háði. Upplýsingalekanum fylgdu
svo sprengjuhótanir á þau kvik-
myndahús sem hugðust sýna
viðkomandi mynd, og tókst
þannig að koma í
veg fyrir að myndin
yrði sýnd á al-
mannafæri.
Þetta þótti var-
hugaverð þróun, en
við henni var ekki
brugðist af alvöru. Staðan nú,
sjö árum síðar, er sú að tölvu-
þrjótarnir hafa orðið færari og
bíræfnari í glæpum sínum, glæp-
um sem framdir eru beinlínis á
vegum norðurkóreska ríkisins.
Og slíkir glæpir gætu jafnvel
valdið heilmiklum skaða, án þess
að hleypt verði af skoti. Og það
undarlega er að sú staðreynd að
almenningur hefur ekki aðgang
að netinu varð ekki til að hindra
stjórnvöld í að koma sér upp
sveit hakkara í fremstu röð.
Ljóst er, að með tölvuvæðingu
heimsins hefur þar sprottið upp
frjósamur akur fyrir þá, sem
vilja gera óskunda. Viðkvæm
tölvukerfi stýra til dæmis um-
ferðarljósum og hægt væri að
lama starfsemi sjúkrahúsa, svo
dæmi sé nefnt, með ófyrirleitinni
tölvuárás á borð við þá sem varð
árið 2017, þegar „gíslatöku-
forritið“ Wannacry dreifði sér
með ógnarhraða um netið í enn
einni fjáröflunartilraun Norður-
Kóreumanna, og smitaði um
300.000 tölvur áður en árásin var
stöðvuð.
Í ljósi þess að norðurkóresk
stjórnvöld hafa til þessa oft grip-
ið til örþrifaráða þegar þau hafa
viljað fá sitt fram, sem og að þau
stunda slíkar fjárkúgunartil-
raunir enn af miklu kappi, þyrfti
ekki að koma á óvart þó að þau
myndu reyna aftur árás af slíkri
stærðargráðu. Það er því áleitin
spurning hvernig vesturveldin
hyggjast bregðast við þessari
ógn af hálfu Norður-Kóreu-
manna. Hingað til hefur hún
vakið furðulitla athygli. Það
þyrfti að breytast.
Ekki aðeins flaug-
arnar heldur einnig
lyklaborðin geta
valdið miklu tjóni}
Ógninni þarf að mæta
MacronFrakk-lands-
forseti lýsti á
þriðjudag þeirri
skoðun sinni að
Evrópusambandið
þyrfti nýja stefnu gagnvart
Rússlandi þar sem efnahags-
þvinganir hefðu ekki skilað til-
ætluðum árangri. Þetta kom
mögulega í framhaldi af því að
hann áttaði sig á því að Rússar
hefðu ekki skilað Krímskaga og
væru ekki líklegir til að gera
það, hvað sem efnahagsþving-
unum liði.
Merkel Þýskalandskanslari
lýsti sama dag svipuðum sjón-
armiðum, lagði áherslu á stjórn-
málaleg samskipti og samtal.
Merkel, eins og fleiri, hefur
enda sýnt að efnahagsþvingan-
irnar mega alls ekki skaða hags-
muni hennar ríkis.
Gasleiðslan Nord
Stream 2 hefur
haldið sínu striki
þrátt fyrir efna-
hagsþvinganir í
orði.
Þrátt fyrir þessi sjónarmið
leiðtoganna hafa þeir ekki enn
gengið svo langt að segja að
hætta eigi við þvinganirnar. Í
næsta mánuði kann hins vegar
að koma að því, en þá kemur út
skýrsla framkvæmdastjórnar
ESB sem var falið að finna aðr-
ar leiðir í samskiptunum við
Rússland.
Ísland hefur, ólíkt þeim sem
settu þvinganirnar á, farið afar
illa út úr þeim. Það var van-
hugsað og skaðlegt og nú er
sjálfsagt að taka þessa tvo leið-
toga á orðinu og endurskoða af-
stöðu Íslands.
Æ fleiri sjá að
aðgerðirnar gegn
Rússlandi ganga
ekki upp}
Endurskoðun þvingana A
lþingi samþykkti í vikunni lög um
stuðning við einkarekna fjöl-
miðla. Stuðningurinn er veittur í
formi endurgreiðslu á hluta af
kostnaði sem fellur til við að afla
og miðla fréttum, fréttatengdu efni og um-
fjöllun um samfélagsleg málefni. Gert er ráð
fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna
þessa verði um 400 milljónir króna. Þá verður
stofnsett sérstök úthlutunarnefnd sem hefur
með höndum úthlutun styrkjanna.
Þetta væri í sjálfu sér hið besta mál, ef ekki
væri fyrir það að annar og miklu stærri vandi
er skilinn eftir, þar sem er rekstur Rík-
isútvarpsins, sem er eins og risastórt nátttröll
á fjölmiðlamarkaði hérlendis.
Einkareknir fjölmiðlar glíma við mikinn
rekstrarvanda sem hefur aukist síðustu ár,
ekki síst vegna tilkomu netmiðla, sem fullnægt hafa
fréttaþörf og fróðleiksfýsn margra. Þá er ekki öll sagan
sögð, því tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum hafa
á sama tíma dregist verulega saman við það að erlendar
efnisveitur taka til sín æ stærri hluta þeirra tekna.
Héraðsfréttamiðlar fá eilítinn skerf sem líta má á sem
viðurkenningu á mikilvægu hlutverki þeirra í hinum
dreifðu byggðum.
Hvers virði er fjölmiðill sem er háður ríkinu? Hver
verður trúverðugleiki hans? Og hvað er fjölmiðill? Er
það fjölmiðill þar sem engin eiginleg fréttaöflun fer fram
og mætti fremur kalla skoðanasíðu? Er ástæða til þess
að ríkið styrki starfsemi af þessu tagi?
Þrátt fyrir að það kunni að hafa verið nauðsynlegt að
styðja á einhvern hátt við frjálsa fjölmiðlun
komu aðrar og betri leiðir til greina.
Í lögunum eru styrkir til einkarekinna fjöl-
miðla látnir líta út sem eins konar neyð-
araðstoð við þá. Við þetta er það að athuga að
á sama tíma og ríkisvaldið tekur einkarekna
fjölmiðla upp á sína arma með ríkisstyrkjum
eru skattgreiðendur skyldaðir til að greiða
fimm milljarða til Ríkisútvarpsins.
Ekkert er heldur tekið á því að Rík-
isútvarpið fær að beita öllu sínu afli í sam-
keppni við einkareknu fjölmiðlana á auglýs-
ingamarkaði. Þar tekur ríkisfjölmiðillinn inn
tvo milljarða, sem gætu nýst vanmáttugum
frjálsum fjölmiðlum. Miklu nær væri að
draga úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýs-
ingamarkaði í stað þess að leggja skattfé til
einkarekinna fjölmiðla.
Þá er löngu tímabært að grípa til aðgerða vegna er-
lendra efnisveitna, sem sópa að sér auglýsingafé, en
greiða enga skatta hér á landi.
Ríkisútvarpið hefur í sögulegu tilliti gegnt mikilvægu
hlutverki, ekki síst á sviði þjóðlífs og menningar, en hlut-
verk þess á sviði almannavarna er e.t.v. ekki jafnt og á
fyrri tíð.
Hið menningarlega hlutverk Ríkisútvarpsins ber að
virða rétt eins og nágrannaþjóðir gera með rekstri sam-
bærilegra stofnana. Starfsemi og umsvif stofnunarinnar
er reyndar komin langt út fyrir slík mörk.
Karl Gauti
Hjaltason
Pistill
Risastórt nátttröll
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
kgauti@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er gert ráð fyrir auknum út-
gjöldum til að bjarga rekstri hjúkr-
unarheimila landsins í breytinga-
tillögum meirihluta fjárlaganefndar
við þingsályktunartillögu rík-
isstjórnarinnar um fjármálaáætlun
til næstu fimm ára. Framkvæmda-
stjóri Samtaka fyrirtækja í velferð-
arþjónustu gagnrýnir það harðlega.
Formaður fjárlaganefndar segir að
frekari gögn þurfi til að hægt sé að
meta fjárþörfina nákvæmlega.
Reiknar hann með að tekið verði á
vandanum í fjáraukalögum og fjár-
lögum í haust.
Í nefndaráliti meirihluta fjár-
laganefndar er bent á að rekstur
nýrra hjúkrunarheimila sé ekki að
fullu fjármagnaður frá og með árinu
2023 og leggur nefndin til að níu
milljörðum verði bætt við út áætl-
unartímann til að standa undir því.
Meirihluti fjárlaganefndar telur
ljóst að skýrsla verkefnishópsins
sem greindi rekstrarvanda hjúkr-
unarheimilanna svari ekki öllum
þeim spurningum sem þarf til að
bregðast við rekstrarvandanum né
sé gerð nægileg grein fyrir því með
hvaða hætti væri heppilegast að taka
á honum. Nefnt er að ekki komi
skýrt fram af hverju einstök heimili
eru rekin með afgangi eða í jafnvægi
á meðan flest þeirra eru rekin með
miklum halla. Meirihlutinn áréttar
þó að aðkallandi sé að taka á vand-
anum og þurfi að taka markviss
skref í þá átt við næstu fjárlagagerð.
Geta ekki beðið haustsins
Eybjörg Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu, er furðu lostin
eftir lestur greinargerðar meirihluta
fjárlaganefndar. „Það veldur okkur
gríðarlegum vonbrigðum ef þetta
eru viðbrögðin. Við höfum beðið í
heilt ár eftir skýrslu sem greinir
rekstrarstöðu hjúkrunarheimilanna.
Hún er komin og sýnir vanfjár-
mögnun heimilanna. Niðurstaðan
frá 2019 er frekar vanmat en hitt því
síðar komu til afturvirkar kjara-
samningsbundnar launahækkanir.
Augljóst er að staðan er mjög þröng
og hjúkrunarheimilin stefna í þrot.
En ekkert á að gera. Ríkisstjórnin
virðist hvorki vilja sjá né heyra af
þessum málum,“ segir Eybjörg.
Hún segir að hjúkrunarheimilin
geti ekki beðið til haustsins eftir
hugsanlegum leiðréttingum í fjár-
aukalögum og fjárlögum næsta árs.
Grípa verði til aðgerða strax. Hún
bendir á að þjónustusamningar
hjúkrunarheimilanna við Sjúkra-
tryggingar renni út í lok ársins. Ekki
verði samið um óbreytt daggjöld sem
keyri heimilin í þrot og telur hún ljóst
að fleiri muni skila rekstrinum til rík-
isins en þegar er orðið.
Vantar frekari upplýsingar
Willum Þór Þórsson, formaður
fjárlaganefndar, segir ekki undan því
vikist að ná utan um fjárhagsvanda
hjúkrunarheimilanna. Hann segir að
verkefnið núna sé að leggja mat á og
rýna skýrsluna og kalla eftir frekari
gögnum og upplýsingum til að meta
fjárþörfina nákvæmlega. Venjan sé
að leggja fram fjáraukalög á haustin
og síðan þurfi að gera samninga til
framtíðar á réttum grundvelli og taka
mið af þeim við fjárlagagerð fyrir
næsta ár.
Spurð um aðfinnslur við skýrslu
verkefnishópsins segir Eybjörg að í
hópnum hafi setið fulltrúar Sjúkra-
trygginga og heilbrigðisráðuneytisins
og ráðherra hafi skipað formanninn.
Ef ekki séu nægar upplýsingar
komnar fram til að taka ákvarðanir sé
það á ábyrgð ráðuneytisins.
Ekki tekið á vanda
hjúkrunarheimilanna
Morgunblaðið/Eggert
Hjúkrunarheimili Heimilisfólkið í Seljahlíð viðraði sig í hléi á kórónuveiru-
faraldrinum og tileinkaði gönguna þríeykinu þekkta.
Verkefnishópur sem heilbrigð-
isráðherra skipaði undir forystu
Gylfa Magnússonar prófessors
til að greina rekstur hjúkr-
unarheimila komst að þeirri nið-
urstöðu að halli af rekstri hjúkr-
unarheimilanna í landinu var á
árunum 2017 til 2019 samtals
3,5 milljarðar, án meðgjafar
sveitarfélaganna, eða rúmur
milljarður á ári. Daggjöld þeirra
sem voru rekin með halla árið
2019 hefðu þurft að hækka að
meðaltali um 6,3%, eða kostn-
aður að lækka samsvarandi, til
þess að endar hefðu náðst sam-
an. Fleira kemur fram í skýrsl-
unni sem sýnir hnignandi rekst-
ur og þjónustu.
Helstu leikendur flytja erindi
á málþinginu „Á ystu nöf“ sem
Samtök fyrirtækja í velferð-
arþjónustu standa fyrir í Laug-
arásbíói í dag kl. 13.30. Meðal
fyrirlesara eru heilbrigðis-
ráðherra, Gylfi Magnússon og
fulltrúar þingnefnda Alþingis.
Tapa milljarði
á hverju ári
Á YSTU NÖF