Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 39

Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Ró Ástin blómstraði hjá fólkinu á bekknum á fallegum degi. Gæsin lét sér fátt um finnast og hélt sína leið. Kristinn Magnússon Afar mikilvæg við- fangsefni eru fram- undan í stjórnmálum þjóðarinnar, sem snúa að endurreisn atvinnu- lífsins, bættum lífs- kjörum og umbótum í opinberri þjónustu. Valkostirnir eru skýr- ir: Annars vegar framþróun á grundvelli frjálsræðis, takmark- aðra ríkisafskipta og arðbærrar inn- viðafjárfestingar. Hins vegar öfugþróun með mið- stýringu og fjármögnun óarðbærra gæluverkefna, eins og Borgarlínu og flugvallar í Hvassahrauni, upp á hundruð milljarða króna. Geipidýr gæluverkefni munu kalla á skatta- hækkanir fyrr en síðar. Veljum frelsi – Höfnum helsi Nú er mikilvægt að Sjálfstæðis- flokkurinn tali skýrt og tæpitungu- laust fyrir frjálsræði og minni álög- um en hafni afdráttarlaust leið gæluverkefna, skattahækkana og frekari skuldasöfnunar hins op- inbera. Taka þarf skýra afstöðu til málefna Reykvíkinga, sem heyra undir rík- isvaldið. Hér á eftir fer afstaða mín til slíkra málefna: - Borgarlínuskatt – Nei takk! Skattbyrði Reykvíkinga verði ekki aukin. Ekki kemur til greina að leggja viðbót- arskatt á bíleigendur í Reykjavík í formi veggjalda til að fjár- magna hundrað millj- arða króna kostnað vegna Borgarlínu. - Eflum einkaframtakið! Drögum úr miðstýringu og álögum á atvinnu- lífið og veitum því þannig svigrúm til að hækka laun og fjölga atvinnu- tækifærum. - Samgöngubætur í forgang! Ráðast þarf í löngu tímabærar sam- gönguframkvæmdir á fjölförnustu gatnamótum í Reykjavík, sem auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og draga úr mengun. - Sundabraut strax! Koma þarf í veg fyrir að borgaryfirvöld tefji frekari undirbúningsvinnu vegna Sundabrautar svo hægt verði að hefja lagningu hennar sem fyrst. - Skuldsetjum ekki komandi kyn- slóðir! Eftir mikinn hallarekstur 2020-2021 verði jafnvægi náð í rekstri hins opinbera árið 2022. - Alþingi verður að fjalla um skuldastöðu Reykjavíkurborgar, sem komin er yfir hættumörk, og skoða leiðir til úrbóta. - Ósanngjörn skattlagning! Al- þingi breyti álagningu fasteigna- skatta, sem koma nú mun harðar niður á fasteignaeigendum í Reykja- vík en öðrum landsmönnum. - Biðlistana burt! Nýta þarf kosti einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu betur en nú er gert, með gæði og hagkvæmni að leiðarljósi. - Bætum löggæslu! Efla þarf lög- gæslu í borginni, t.d. með aukinni áherslu á hverfalöggæslu, þar sem lögreglan er sýnileg á götunum en ekki bundin við skrifstofustörf. Eftir Kjartan Magnússon » Geipidýr gælu- verkefni munu kalla á skattahækkanir fyrr en síðar. Kjartan Magnússon Skýr stefnumál í þágu Reykvíkinga Höfundur óskar eftir 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer 4.-5 júní. kjartanmagg@gmail.com Landsmenn fylgj- ast nú með próf- kjörsbaráttu Sjálf- stæðisflokksins og sjá brosandi andlit á auglýsingaskiltum sem lofa öllu fögru ef þau eru kosin áfram. Eitt af því sem sjálf- stæðismenn hafa ver- ið að lofa er að hefja framkvæmdir við Sundabraut og þykir ýmsum það tímabært enda brautin búin að vera á dagskrá nánast síðan hringvegurinn var kláraður. Sjálfstæðismenn ætla aldeilis að taka til hendinni og ef þeir fá að ráða áfram, með sam- gönguráðherra Framsóknarflokks- ins við stjórnvölin, þá telja bjart- sýnustu menn að Sundabraut verði hugsanlega tilbúin einhvern tím- ann í óskilgreindri framtíð. Þeir djörfustu meðal stjórnarliða segja kannski 10 ár. Fyrir okkur Vest- lendinga væri það hraðferð miðað við það sem gerðist með Vest- fjarðaveg um Teigsskóg sem tafð- ist í 16 ár þangað til ákveðið var að leggja hann öllum að óvörum – já, og þá hvar – jú um Teigsskóg! Vestfirðingar hafa mátt þola al- gerlega óviðunandi vegi í 16 ár vegna óskilvirkni kerfisins sem styður þrætubókalist þeirra sem stunda tafaleiki öllum til ógagns. Gíslataka Sundabrautar Sundabraut er auðvitað mikið alvörumál sem hefur þar að auki verið hengt utan í borgarlínufram- kvæmdina til þess að fá hinn svik- ula meirihluta í Reykjavík til að standa við eitthvað af því sem hann lofar. Þessi gíslataka Sunda- brautar er áhyggjuefni fyrir okkur Vestlendinga og reyndar aðra landsmenn. Það er alveg ljóst að Sundabraut mun hafa gríðarleg áhrif, ekki bara sem samgöngubót og betri og hraðari tenging við höfuðborgina heldur eru ekki síður mikilvæg þau áhrif sem fram- kvæmdin getur haft á byggðaþró- un á Vesturlandi. Sundabraut hef- ur verið baráttumál Vestlendinga um nokkurt skeið og eitt af aðal- áherslum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í samgöngumálum enda blasir við að brautin mun gera fólki auðveldara að setjast að í landshlutanum. Samgöngubót fyrir alla Það er óumdeilt að Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins. Hún léttir á umferð í gegn um Mosfellsbæ, styttir vegalengdir landsbyggðar inn í höfuðborgina, skapar nytsamlegt byggingarland meðfram allri leið- inni, meðal annars mörg hundruð hektara í Geldinganesi, og dregur úr umferð annars staðar á höf- uðborgarsvæðinu. Greið umferð þýðir minni mengun, umferð- artafir minnka og samskipti og samstarf eykst. Þá skiptir ekki síður máli að tryggja örugga flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Augljóslega mun framkvæmdin tengja Akranes og Borgarnes við höfuðborgarsvæðið með miklu skilvirkari hætti en áður. Þá er ljóst að höfnin á Grundartanga og sú iðnaðarstarfsemi sem þar er verður hluti af miklu stærra og öflugra atvinnusvæði. Það að ein- staka stjórnarliðar vakni af værum blundi segir ekkert og frammi- staðan til þessa segir sína sögu. Vestlendingar verða að vona að við stjórnvölinn verði fólk sem getur knúið á um að þessi framkvæmd fari af stað sem fyrst af fullum krafti. Það er það sem við í Mið- flokknum höfum barist fyrir. Eftir Bergþór Ólason og Sigurð Pál Jónsson » Greið umferð þýðir minni mengun, umferðartafir minnka og samskipti og samstarf eykst. Sigurður Páll Jónsson Höfundar eru þingmenn Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Sundabraut – loforð og efndir Bergþór Ólason Frá því Covid- faraldurinn skall á af fullum þunga hafa op- inber afskipti og bein inngrip af hálfu rík- isins í einkalíf fólks og atvinnustarfsemi verið miklu meiri en við höfum átt að venj- ast. Á efnahagssvið- inu hefur verið allgóð samstaða um marg- víslegar ráðstafanir, sem engar líkur eru á að gripið hefði verið til undir venjulegum kringumstæð- um. Stuðningurinn hefur byggst á því að verið væri að bregðast við alvarlegum og afbrigðilegum að- stæðum, sem til væru komnar vegna ófyrirsjáanlegra atvika, sem ekki væri mögulegt að takast á við með öðrum hætti. Nú eru horfur hins vegar farnar að batna. Stjórnvöld eru farin að létta af hömlum, sem beitt hefur verið í sóttvarnaskyni, og ótvíræð batamerki sjást í þeim atvinnu- greinum, sem harðast urðu úti í faraldrinum. Enn virðist samt ákveðin þörf fyrir hendi hvað varðar ýmsar opinberar stuðningsaðgerðir og ljóst er að ákveðin úr- ræði verða framlengd um sinn. Öllum á hins vegar að vera ljóst, að hinir svokölluðu að- gerðapakkar stjórn- valda eru tímabundnir og hafa alltaf verið hugsaðir sem slíkir. Alveg eins og sótt- varnaráðstafanir, sem fela í sér hömlur og skerðingu á persónufrelsi, ferðafrelsi og at- hafnafrelsi, þá eru sértækar stuðningsaðgerðir tímabundnar en ekki varanlegar. Þetta virðist einfalt og skýrt, en er alveg víst að þetta verði raun- in? Ég hef áður á opinberum vett- vangi orðað áhyggjur mínar af því að stjórnmálamenn, embætt- ismenn og ef til vill fleiri festist um of í hugsunarhætti ríkisaf- skipta. Með því á ég við að eftir tímabil, þar sem boðum og bönn- um hefur verið beitt í miklum mæli og eðlilegt hefur þótt að veita tugi milljarða í styrki til at- vinnustarfsemi, þá verði erfitt að fá menn til að sleppa takinu – að það verði áfram tilhneiging til að viðhalda eða grípa til nýrra úr- ræða af þessu tagi, þótt ytri að- stæður séu að færast í eðlilegt horf. Ég tel með öðrum orðum ástæðu til að hafa áhyggjur af því að þröskuldurinn gagnvart ríkisaf- skiptum kunni að hafa lækkað. Að þau hafi með vissum hætti komist upp í vana. Það er auðvitað ekkert nýtt að sumir stjórnmálaflokkar og stjórn- málamenn líti á víðtæk ríkisaf- skipti sem meginreglu og ein- staklings- og athafnafrelsi sem undantekningu. Sjónarmið af því tagi fóru lengi vel halloka í hug- myndabaráttunni en virðast nú aftur njóta vaxandi vinsælda. Sú þróun var raunar farin að gera vart við sig víða á Vesturlöndum talsvert fyrir tíma faraldursins en hefur nú færst í aukana. Á op- inberum vettvangi heyrist nú með skýrari og háværari hætti mál- flutningur í anda gamaldags sósí- alisma. Málflutningur þar sem rík- islausnir eru boðaðar sem svar við hverjum vanda og alið er á tor- tryggni í garð einkaframtaks og athafnafrelsis. Þessum sjón- armiðum verður auðvitað að svara með skýrum hætti og þar er mik- ilvæg barátta fram undan fyrir okkur sem teljum okkur á hægri væng stjórnmálanna. En kannski stafar ekki mesta hættan af málflutningi þeirra, sem koma hreint til dyranna sem tals- menn sósíalisma og ríkisafskipta. Hugsanlega er meira áhyggjuefni, að aðrir stjórnmálamenn og flokk- ar hafi vanist ríkisafskiptunum um of á Covid-tímanum og verði til lengri tíma of veikir fyrir þeim freistingum, sem felast í tækifær- um til að grípa inn í líf og starf- semi einkaaðila með aðgerðum á borð við reglusetningu, skattlagn- ingu og styrkveitingar. Alltaf er til staðar ákveðin tilhneiging hjá stjórnmálamönnum og embætt- ismönnum til að reyna að skipu- leggja líf borgaranna og starfsemi fyrirtækja í stóru og smáu, að beita afli ríkisins til að stýra þró- un atvinnulífsins eftir eigin hug- myndum og geðþótta og hafa vit fyrir fólki. Þetta er mannlegt og ekki til komið af neinum illum hvötum, en byggir hins vegar á þeim misskilningi að kjörnir fulltrúar, opinberir starfsmenn, nefndir og stofnanir sé best til þess fallið að sjá tækifærin í at- vinnulífinu, velja verðug viðfangs- efni og segja mönnum til um það hvernig þeir eigi að haga lífi sínu og störfum. Samhliða því að takast á við há- væra talsmenn hins óforskammaða sósíalisma þurfa stuðningsmenn einstaklingsfrelsis og hins frjálsa markaðar nú einnig að takast á við vaxandi almenna tilhneigingu til forsjárhyggju, sem rutt hefur sér rúms í kjölfar heimsfaraldurs- ins. Hún fer vissulega fram með hljóðlátari hætti en af talsvert miklum þunga. » Ástæða er til að hafa áhyggjur af því að þröskuldurinn gagnvart ríkisafskiptum kunni að hafa lækkað. Að ríkis- afskiptin hafi komist upp í vana. Hljóðlát forsjárhyggja í kjölfar heimsfaraldurs Eftir Birgi Ármannsson Birgir Ármannsson Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.