Morgunblaðið - 27.05.2021, Page 49

Morgunblaðið - 27.05.2021, Page 49
það afbragðsvel eins og hennar var von og vísa. Forstjórinn hafði álit á henni. Hún lét sig ýmis mál varða, var virk í Sjálfstæðisflokknum og virt þar á bæ. Þegar við mamma keyrðum til Seyðisfjarðar um verslunar- mannahelgi 2006 áttum við ynd- islega kvöldstund með Ninnu og ættingjum í Framhúsinu. Nú er húsið farið í aurskriðu. Þær báð- ar horfnar á braut. Allt á innan við hálfu ári. Best að enda á þessum ljóð- línum úr nefndri bók Þorsteins Erlingssonar (Ljóð til frú Stef- aníu Guðmundsdóttur, 1914, 341): Þann lífgjafarmátt á list og snild, að ljett verður skapið og stundin mild. Eitt kvöld getur hlýdöggvað hvarminn og yljað oss inst inn í barminn. Og þökk fyrir stundirnar; þar var hlýtt, og þökk fyrir útsýnið, nýtt og vítt … Ættingjum og eftirkomendum óskað samúðar. Kveðjur, Valbjörn. Þegar maður kynnist maka sínum kynnist maður um leið stórum og fjölbreyttum hópi af öðru fólki, nýrri fjölskyldu. Ein af þeim sem ég kynntist eftir að ég byrjaði með kærustunni minni, Írisi Stefánsdóttur, sem síðar varð eiginkona mín, var Ninna, Jónína Michaelsdóttir, systir Lailu tengdamóður minnar. Við Ninna náðum strax vel saman og það var alltaf tilhlökk- unarefni að lenda á spjalli við hana í fjölskylduboðum, hvort sem það var heima hjá henni í Mávahrauninu eða annars stað- ar. Ég áttaði mig fljótt á því að Ninna hafði komið víða við og reynt margt. Hún var vel heima í pólitíkinni, menningarlífinu og jafnvel viðskiptum. Því voru um- ræðuefnin ætíð næg og spjallið innihaldsríkt í sérhvert skipti. Með Ninnu er gengin merkileg kona og ég kveð hana með mikilli eftirsjá og sorg í hjarta. Þóroddur Bjarnason. Í happdrætti lífsins færa ör- lagadrottningarnar manni oft stóra vinninga. Einn af stærri vinningum í mínu lífi var að ör- lögin skyldu færa okkur Ninnu saman. Að afloknu háskólanámi erlendis og margra ára fjarveru kom ég til Íslands og fékk starf við gamla Iðnaðarbankann. Þar átti ég að taka við starfi af glæsi- legri og virðulegri heimskonu, en þannig birtist Ninna mér í Iðn- aðarbankanum, - elegant klædd, ákveðin, einbeitt og vel máli far- in. Mér fannst ég óttalegt trippi við hlið hennar, enda aldursmun- ur töluverður. En frá fyrstu kynnum tengdumst við einhverj- um óútskýrðum böndum, það var eins og við hefðum alltaf þekkst, enduðum setningar hvor fyrir aðra og gátum setið í þögn jafnt sem og klukkustundum saman í djúpum og eflandi umræðum. Ég hef ætíð verið örlagadrottningun- um þakklát fyrir að hafa fært mér Ninnu, ekki síst á þessum tíma í mínu lífi þar sem móðir mín átti sínar síðustu stundir eftir löng veikindi. Ninna hefur verið mér sem móðir, systir og besta vinkona í rúma fjóra áratugi, og þótt hún sé nú farin á önnur mið þá lifir hún með mér alla daga og mun ætíð gera. Viska hennar, víðsýni og átakalaus og snögg greining á aðalatriðum var aðdá- unarverð. Margur maðurinn stærir sig af fjölda háskólagráða, en fyrir mér var Ninna ein greindasta kona sem ég hef hitt. Bókvit og greind fara nefnilega ekki alltaf saman. Ninna gat farið yfir texta eða aðstæður og greint það sem máli skipti. Þessi hæfi- leiki kom skýrt fram í bókum hennar þar sem stuttur og hnit- miðaður texti kom til skila meiru en sumir láta þvælast á fjölda blaðsíðna. Við Ninna áttum margar ynd- isstundir saman erlendis. Horfð- um, hlustuðum, smökkuðum og nutum. Ógleymanleg er samvera okkar í nokkra mánuði á Ítalíu árið 1993 þar sem hún upplifði með mér upphaf á nýjum kafla í mínu lífi. Kannski óhefðbundinn kafli sem þurfti skynsama yfir- legu, og ekki til betri vinur en Ninna á slíkum stundum, og Ninna að sjálfsögðu svaramaður minn í brúðkaupi. Ninna hefur staðið við hlið mér traust og trygg á mörgum stærstu stund- um í lífinu og með slíkan stuðning tekst maður á við nær allt. Slíkt verður aldrei fullþakkað. Öll hennar ráð og viska munu lifa með mér um ókomna tíð. Ég get seint fullþakkað Sissa og systk- inunum Mikka, Bjössa og Tótu fyrir að leyfa mér að eiga Ninnu með ykkur. Söknuðurinn er mik- ill en í lífsins ólgusjó er vegasaltið á milli væntumþykju og eigin- girni oft í ójafnvægi; - eigingirnin setur mann í þau spor að vilja hafa fólk sem við elskum sem lengst hjá okkur, en ef manni raunverulega þykir vænt um ein- staklinginn þá þakkar maður og gleðst að hvíld fáist þegar heilsan brestur. Minnar virðulegu og reistu vinkonu bíða eflaust önnur verkefni á þeim stað sem okkur er ætlað að fara til, og ég lýt höfði í virðingu og þakklæti að hafa fengið að verða samferða þessari stórkostlegu vinkonu. Minning lifir meðal okkar allra sem fengu þann happdrættisvinning að eiga Ninnu. Elsku Sissi, Mikki, Bjössi og Tóta og fjölskyldur, við Binni og okkar börn sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorbjörg K. Jónsdóttir. Kynni okkar Jónínu Mich- aelsdóttur hófust á áttunda ára- tug síðustu aldar á þann veg að hún gekk til mín á fundi í Valhöll og skammaði mig fyrir eitthvað, sem Morgunblaðið hafði sagt um þær mundir. Þetta var á þeim tíma þegar yfir stóðu mestu inn- anflokksátök sem upp hafa komið í Sjálfstæðisflokknum og kennd eru við Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson. Þessi skammarræða leiddi hins vegar til ævarandi vináttu á milli okkar Jónínu eins og stund- um vill verða. Ritstjórar Morg- unblaðsins þeirra tíma blönduð- ust inn í þessi átök og tóku virkan þátt í þeim. Það kom í ljós að Jón- ína hafði sterk tengsl í aðrar áttir innan flokksins en við á Morgun- blaðinu höfðum og þess vegna voru samtöl okkar næstu árin mjög verðmæt fyrir okkur í þess- um illskeyttu átökum sem stóðu í mörg ár. Ég áttaði mig fljótt á því að Jónína var engin venjuleg kona. Hún bjó yfir djúpu innsæi í mannleg samskipti og tilfinn- ingalíf fólks sem kom oftar en ekki að gagni á þessum erfiðu ár- um. Þorsteinn Pálsson hefur vafa- laust áttað sig á þessum styrk- leikum hennar líka því að hann réð hana sem aðstoðarmann sinn þann tíma sem hann var forsætis- ráðherra. Því fór fjarri að við Jónina værum alltaf sammála um menn og málefni innan flokks okkar en skoðanaskipti okkar voru alltaf gagnleg, alla vega fyrir mig. Krafan um einsleitar skoðanir innan flokka er alltof mikil og sá styrkleiki sem felst í opnum skoð- anaskiptum milli flokkssystkina vanmetinn. Eftir að þessu erfiða tímabili í sögu Sjálfstæðisflokksins var lokið fækkaði fundum okkar Jón- ínu en eftir stóð sú lífsreynsla að hafa kynnst þessari óvenjulegu og merku konu, sem gleymist ekki. Eftirlifandi eiginmanni hennar og fjölskyldu þeirra votta ég samúð mína. Styrmir Gunnarsson. Jónína vakti strax athygli mína þegar ég sá hana fyrst. Það var snemma árs 1973. Við vorum mættar til að taka þátt í Stjórn- málaskóla Sjálfstæðisflokksins, vikulöngu námskeiði. Hún gekk rólega í salinn, bein í baki með hatt á höfði og tók sér sæti. Ég sé hana enn fyrir mér með ákveðinn en blíðan svip. Eftir þessa viku urðum við vinkonur – trúnaðar- vinir og seinna varð hún svara- maður minn. Traustur vinur er það dýrmætasta sem maður eign- ast fyrir utan fjölskyldu sína. Ninna, eins og hún var al- mennt kölluð, var einstök. Með henni var hægt að njóta stund- arinnar áreynslulaust. Með henni var hægt að velta fyrir sér því sem hugurinn glímdi við á hverj- um tíma. Með henni var hægt að hugsa upphátt. Samræður við hana voru ætíð gefandi. Hún bjó yfir mikilli lífs- reynslu, hafði ung að árum tekið á sig mikla ábyrgð þegar foreldr- ar hennar féllu frá. Hún var víð- lesin og margfróð, æðrulaus og yfirveguð. Ninna hafði mjög góð tök á ís- lensku máli og var því oft beðin að lesa yfir texta. Hún var afar vandvirk og tók sinn tíma, en það var hverrar mínútu virði. Hún skilaði aldrei af sér verki sem hún var ekki sátt við. Ninna átti ein- staklega gott með að ná sam- bandi við fólk og bar gott skyn- bragð á mannlega hegðun. Það kom því ekki á óvart, þegar hún hóf að starfa sem blaðamaður, að hún vakti fljótt athygli fyrir frá- bær viðtöl. Ninna og Sigþór eiginmaður hennar byrjuðu búskap sinn á Vesturlandi, þar sem hann vann við Lóranstöðina á Gufuskálum. Þar ólu þau börnin sín upp fyrstu árin og urðu fljótt virk í sam- félaginu. Þau létu til sín taka í starfi Sjálfstæðisflokksins og þeim voru falin margvísleg trún- aðarstörf. Sissi varð formaður kjördæmisráðsins og margir for- ystumenn flokksins á ferð sinni um landið nutu gestrisni þeirra. Eftir að þau fluttu suður og settust að í Hafnarfirði fór Ninna fljótt út á vinnumarkaðinn. Fyrst starfaði hún sem blaðamaður og fljótlega voru henni falin önnur störf í viðskiptalífinu. En ritstörf- in kölluðu á hana og þar nutu hæfileikar Ninnu sín vel. Næmi hennar og innsæi ásamt hæfni til að færa hugsanir í orð voru að- alsmerki hennar. Í kjölfar kvennafrídagsins 1975 mynduðum við nokkrar kon- ur í Sjálfstæðisflokknum hóp til að hafa áhrif bæði innan flokks og utan. Hópurinn var aldrei kallað- ur annað en Klíkan. Hann hittist í mörg ár í turnherberginu á Hótel Borg og hefur verið til æ síðan þó að fundir séu nú stopulli. Ninna er sú þriðja úr hópnum sem kveð- ur, áður eru farnar þær Ingibjörg Rafnar og Ásthildur Pétursdótt- ir. Fyrir hönd Klíkunnar vil ég færa Sissa og fjölskyldu samúð- arkveðjur og þakkir fyrir vin- semd og gestrisni alla tíð. Að leiðarlokum þökkum við Geir fyrir einlæga og trausta vin- áttu og ótal samverustundir heima og erlendis. Sissa, Mikka, Bjössa, Tótu og fjölskyldum þeirra sendum við hlýjar samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa minningu okkar kæru vinkonu. Ninnu sé ég fyrir mér lausa úr sjúkdómsfjötrum, frjálsa á ný á ferð um óræðar víddir annars heims. Elsku Ninna mín – góða ferð. Inga Jóna Þórðardóttir. Á göngu minni í Kvosinni í Reykjavík í gær staldraði ég við á Austurvelli og tyllti mér á bekk í sólinni. Mér varð litið til Hótels Borgar en þar hafa atburðir gerst sem hafa sett sitt mark á líf mitt. Við höfðum mælt okkur mót í turnherberginu á Borginni nokkrar sjálfstæðiskonur á ýms- um aldri fyrir allmörgum árum. Þar hitti ég Ninnu í fyrsta sinn og man ég hversu falleg mér þótti hún og bjart yfir henni. Við áttum eftir að eiga marga fundi og sam- töl um landsins gagn og nauð- synjar. Það var ekki hægt annað en hrífast af Ninnu. Mælsk með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Það sem var merki- legt við þennan hóp var að við gerðum engar kröfur um sam- hljóm eða stuðning í málefnalegri baráttu. Þannig vorum við sam- herjar en um leið með um margt ólíkar skoðanir. Ninna var eld- heitur sjálfstæðismaður og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún sóttist ekki eftir metorðum en skoraðist ekki undan ábyrgðar- störfum væri til hennar leitað. Ninna stóð sem klettur með sínu fólki og gat orðið harðorð væri á þau hallað. Hún var aðstoðar- maður Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra 1988-1989 og þeg- ar stjórn hans féll þótti henni illa og ómaklega vegið að Þorsteini. Þeir atburðir áttu eftir að setja sitt mark á samskipti Ninnu við ýmsa andstæðinga Þorsteins inn- an sem utan Sjálfstæðisflokksins. Eftirminnilegar eru bækurnar hennar Ninnu. Hún sökkti sér í viðfangsefnin sem voru gjarnan um sterkar konur sem settu mark sitt á þjóðfélagið. Hún tal- aði um þær af mikilli virðingu og skrifaði einstakar æviminningar sem munu lifa. Bækurnar um Þuríði Pálsdóttur og Tove Eng- ilberts eru mér sérstaklega eft- irminnilegar. Hún skrifaði þær í fyrstu persónu til að standa sem minnst milli þeirra og lesandans. Þegar hún skrifaði bókina um Sesselju Sigmundsdóttur og Sól- heima lagði hún gríðarlega vinnu á sig til að kynnast starfseminni á Sólheimum, ræddi við stóran hóp manna og rýndi heimildir. Hún skilaði okkur heildstæðri sögu af merkilegu starfi og einstakri konu sem var látin þegar hún rit- aði bókina. Við Ninna áttum mörg inni- haldsrík samtöl. Það var alltaf virðingin fyrir einstaklingnum og frelsi hans til orðs og athafna sem bar hæst. Vestræn samvinna var okkur óþrjótandi umræðuefni. Mikilvægi þátttöku Íslands í Atl- antshafsbandalaginu og vest- rænni samvinnu. Samtök frjálsra og fullvalda ríkja sem ekki má varpa skugga á. Svo var það fjöl- skyldan, börnin okkar og fram- tíðin. Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært betur að lifa í núinu en það kunni mín kæra vinkona svo vel. Hún áttaði sig á mikil- vægi þess að lifa og njóta. Þegar ég stend upp af bekkn- um á Austurvelli er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa eign- ast vinkonu fyrir lífstíð og upp- skorið góð og gefandi samskipti við hana. Það hefur fækkað í hópnum okkar sem hittumst um árið í turnherberginu á Hótel Borg, það er lífsins gangur. Innilegar samúðarkveðjur elsku fjölskylda Sissi, Mikki, Bjössi, Tóta. Bessí Jóhannsdóttir. Þar undir jökulbjartri brún er brjóst með þrek og tryggð. (Einar Benediktsson) Það er eins og í þessum orðum birtist mynd af Jónínu Mich- aelsdóttur. Mynd af því sem í henni bjó. Mynd, sem segir okkur hver hún var. Mynd, sem við vilj- um geyma. Fátt þyngir hugann meir en að horfa á eftir góðum vini. Jónína var sannur vinur vina sinna. Hún var hollráð og traustur leiðbein- andi þeirra, þegar það átti við. Leiðbeiningar hennar fólust ekki í því að flytja sannindi, leggja á ráðin um hvað til bragðs skyldi taka eða hvert skyldi stefna. Hún reyndi ekki að stýra vegferð annarra. Hún leiðbeindi með því að spyrja spurninga, opna hugsunina og varpa ljósi á kostina og möguleikana í hverri stöðu. Jónína Michaelsdóttir var glæsileg kona. Hún var höfðing- leg og duldist ekki í margmenni. En umfram allt var hún hógvær og háttvís, hreinskiptin og um leið nærgætin. Þessa þræði spann hún í einn sterkan þráð. Án langrar skólagöngu var hún vel menntuð, vel lesin, glögg- skyggn, athugul og næm á um- hverfi sitt. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um. Samt var hún öðrum fremur umtalsfróm. Við áttum samleið á ritstjórn dagblaðsins Vísis. Síðar lágu leið- ir okkar saman í forsætisráðu- neytinu. Jónína var alltaf söm við sig hvar sem hún var. Hún gat farið af ritstjórninni til að taka viðtöl og úr ráðuneyt- inu til að sitja fund í Hvíta hús- inu. Öll verkefni voru henni mik- ilvæg en um leið sjálfsögð og eðlileg. Eiginleikar hennar nutu sín í hverju því starfi sem hún tók að sér. Það sem hún aðhafðist gerði hún vel. Bækur hennar eru til vitnis um það. Jónína var í hópi vinkvenna, sem ungar að árum mættu þjóð- félagi í gerjun. Þær áttu hugsjón- ir og sameiginleg gildi og vildu leggja sitt af mörkum til að breyta hlutum. Það var einstök auðna að fá að tengjast þeim góða og glaðværa hópi um árabil. Í erfiðum veikindum fjarlægð- ist hún smám saman heiminn, en bros hennar bar merki um óslitin tryggðabönd. Það er erfitt að hugsa sér mannkosti umfram þá sem Jónína Michaelsdóttir var gædd. Hugurinn hvílir hjá Sigþóri og fjölskyldu þeirra Jónínu. Kannski léttir sú mynd tregann, sem sýnir brjóst með þrek og tryggð undir jökulbjartri brún. Þorsteinn Pálsson. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR frá Syðri-Grund, sem lést 6. maí, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 29. maí klukkan 14. Verið velkomin. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðu Blönduóskirkju. Valgerður Guðmundsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Einar Sigurðsson Þorsteinn Guðmundsson Sigrún Jónsdóttir Sveinn Helgi Guðmundsson Karin Roland Guðrún Birna, Þórir, Una Eydís, Ragnhildur Lára, Silja, Guðrún, Ingunn Valdís, Gunnar Arvid, Máni Sveinn og langömmubörn Ástkær faðir minn, sambýlismaður, bróðir, afi og tengdafaðir, JÓN GUNNARSSON, flugvirki og framkvæmdastjóri, lést þriðjudaginn 18. maí á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. júní klukkan 13. Vilborg Edda Lárusdóttir Gunnar Jónsson Anna Lilja Karlsdóttir Stefanía Ösp Guðmundsdóttir Unnur Karen Karlsdóttir Anna Lilja Gunnarsdóttir Guðleif Gunnarsdóttir Björn Gunnarsson makar og langafabörn Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HILMA HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Sjávarborg, Húsavík, lést á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, 22. maí. Guðrún Þórsdóttir Ívar Geirsson Stefán Þórsson Helga Sigurgeirsdóttir Hafliði Þórsson Hulda Emilsdóttir Sigurður Þórsson Jóhanna Kristín Maríusdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR KRISTÍN BENEDIKTSSON (Dúlla) kennari, andaðist á Droplaugarstöðum 8. maí. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 28. maí klukkan 13. Athöfninni verður einnig streymt á www.sonik.is/ragnheidur. Haukur Filippusson Þórdís Hauksdóttir Benediktsson Orri Hauksson Selma Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.