Morgunblaðið - 27.05.2021, Page 53

Morgunblaðið - 27.05.2021, Page 53
var „út á galeiðuna“ um helgar á háskólaárunum. Strákarnir litlu voru fyrirferðarmiklir eins og stráka er siður og við piparsvein- arnir vorum alveg gáttaðir á þessu en þau tóku þessu með stó- ískri ró. Ungu hjónin fluttu síðan þaðan og bjuggu eftir það víðar á höfuðborgarsvæðinu. Síðar eign- uðust þau glæsilegt hús í Foss- voginum og þar var jafnan gam- an að koma. Síðustu árin áttu þau ljómandi fallega íbúð í Sól- túninu og bjuggu þar þegar Stella veiktist alvarlega og varð að vistast á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Kristmann bjó áfram einn heima. Þar áttum við líka margar ánægjustundir með hon- um. Það fór vel um hann þarna. Síðustu árin var hann orðinn slakur til heilsunnar og þurfti oft að leggjast inn á spítala um stundarsakir. Kristmann, vinur okkar, var fríður maður, hress og kátur og góður vinur vina sinna. Gestris- inn var hann og þau bæði svo af bar. Sjálfur var hann listakokk- ur. Í Stúdentaráði HÍ var hann árin 1955 – 1956 og stundaði þar jafnframt nám í íslenskum fræð- um. Hann var málamaður og kenndi ensku við Réttarholts- skóla um árabil við góðan orðstír. Hann lagði fyrir sig blaða- mennsku á yngri árum og minn- isstæð er mér mynd af honum á fjöllum uppi með nokkrum verð- andi bandarískum geimförum, sem voru hér við æfingar, svo sem frægt er. Hann var og frkv.stj. Frjálsrar þjóðar um tíma. Síðast en ekki síst var hann mikilvirkur þýðandi fyrir sjón- varpið til margra ára, orðhagur nýyrðasmiður. Varð við það þekkt nafn á skjám landsmanna. Vinur okkar er nú horfinn á braut á vit guðs og forvera sinna. Þar er Stella örugglega fyrir, í góðu yfirlæti. Við munum sjá þau aftur í næsta lífi. Afkomendum Kristmanns og öllu hans fólki óskum við Guðs blessunar. Anna, Kristinn og Gunnar Jónsson. Einn af fórnarlömbum veir- unnar vondu var gamall félagi okkar úr kennaraliði Réttar- holtsskóla, Kristmann Eiðsson. Hann kenndi við skólann frá 1962 til vors 1997. Skólinn var stofnaður 1956 sem unglinga- skóli og starfar enn sem slíkur. Fyrstu áratugina einkenndi mik- ill barnafjöldi hverfið. Skólarnir margsetnir og mikið líf og fjör. Kristmann var farsæll kennari og kenndi lengst af ensku, en hann var mikill málamaður og ekki síður vel að sér í móðurmál- inu enda varð hann eftir tilkomu íslenska sjónvarpsins afkasta- mikill og þjóðþekktur þýðandi og þulur. Hann var vandvirkur og bar gott skynbragð á blæbrigði íslenskrar tungu. Hann var góð- ur félagi og skemmtilegur, hafði traust samkennaranna og var lengi trúnaðarmaður og stjórn- armaður í Félagi gagnfræða- skólakennara. Oft var fjör á kennarastofunni þar sem karl- peningurinn, sem framan af var í verulegum meirihluta, lagði mik- ið upp úr léttleika og slökun frá kennslunni. Gripið var í spil og skák í hléum og íþróttir ræddar, einkum knattspyrna. Síðan var keppni í getraununum á föstu- dögum með tilþrifum svo jafnvel konurnar hrifust með og tóku þátt í tippinu. Þá voru oft skák- og bridgekvöld og skemmtikvöld hjá félögunum þar sem Krist- mann var hrókur alls fagnaðar. Hann var kvæntur henni Stellu (Kristínu) sem var eftir- minnilegur persónuleiki sem sópaði að og lífgaði upp á um- hverfið þegar hún birtist. Hún er látin fyrir fáum árum. Þau eign- uðust fjóra mannvænlega syni og vottum við þeim og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Fyrrverandi samstarfsfélagar í Réttarholtsskóla, Haraldur Finnsson, Páll V. og Þorvaldur Jónasson. MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 ✝ Svala fæddist í Reykjavík 7. apríl 1950. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 15. maí 2021. Foreldrar henn- ar voru Valdemar Guðbjartsson, f. 1895, d. 1972, tré- smiður, ættaður úr Vestur-Barða- strandarsýslu og Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 1918, d. 1993, saumakona frá Mánaskál í Austur-Húnavatns- sýslu. Valdemar var ekkill en hann átti fimm börn með fyrri eiginkonu sinni, það voru þau Jón Magnús, f. 1916, Lilja, f. 1917, Viggó, f. 1924, Guðbjörg Oktavía, f. 1926 og Bjarnfríður Oddný, f. 1928 en þau eru öll lát- 1980, gift Georg Vilhjálmssyni, f. 1975. Barn þeirra: Daníel Kári, f. 2011. 4) Vala, f. 1985, gift Gísla Finnssyni, f. 1984. Börn þeirra: Gunnar Rafn, f. 2013, og Rann- veig Margrét, f. 2019. Svala lauk stúdentsprófi vorið 1971 frá Verzlunarskóla Íslands og lá svo leiðin í íslenskunám í Háskóla Íslands þaðan sem hún kláraði BA-gráðu. Hún bjó um tíma í Svíþjóð þar sem Gunnar lauk námi í læknisfræði og lá leið þeirra þaðan til Búðardals þar sem þau bjuggu til ársins 1987 en þá fluttu þau í Grafarvoginn. Svala hóf störf á skrifstofum Al- þingis árið 1992 og vann þar allt til ársins 2014. Lengst af var hún ritstjóri og deildarstjóri þar. Útför Svölu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 27. maí 2021, klukkan 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Streymt verður frá athöfninni á youtube- rás Grafarvogskirkju: https://tinyurl.com/jmatjd7j Virkan hlekk á streymið má einnig nálgast á: https://www.mbl.is/andlat in. Valdemar og Sigurbjörg eign- uðust svo 5 börn saman, það eru Sig- urður, f. 1941, Ás- laug, f. 1943, d. 1996, Árni, f. 1946, Svala, f. 1950, og Valdemar Gísli, f. 1958. Eftirlifandi eig- inmaður Svölu er Gunnar Rafn Jó- hannesson, f. 1945, frá Reykja- vík. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 1976, gift Sigurði Heiðari Ás- geirssyni, f. 1972. Börn þeirra: Ásgeir Rafn, f. 2001, og Heiðar Helgi, f. 2006. Sigurður á einnig soninn Robin, f. 1990, úr fyrra sambandi. 2) Sigurður Rafn, f. 1978, í sambúð með Nicolu Win- terson, f. 1988. 3) Thelma, f. Svala er dáin! Fréttin var áfall þó svo að við þessu hefði mátti búast á hverri stundu. Hún losn- aði úr fjötrum alzheimer á þess- um tímapunkti en þetta er samt áfall. Við Svala ólumst upp í Hólmgarðinum. Þegar glappa- skotið - ég – fæddist kom það í hlut systra minna að passa krílið. Mínar fyrstu minningar eru í fanginu á Svölu, hún að sýna mér Andrésar Andar-blað og ég að rífa það í tætlur. Svala hafði mikil mótandi áhrif á mig. Í gegnum hana og hennar tilveru opnuðust gáttir sem ég hefði annars ekki fundið. Ég gerði tíðar árásir á herbergið hennar sem féllu í grýttan jarðveg enda ekki uppá- hald unglingsstelpu að fá ofvirka gramsvél í heimsókn. Ég man vel eftir því þegar ég reif í sundur vekjaraklukkuna hennar eða hamaðist á Aiwa-segulbandinu. Síðar meir fór ég að glugga í bókahillurnar hennar og fann þar fjársjóði sem höfðu mikil áhrif á mig. Tímaritið Gangleri var þar og bækur eftir Sigvalda Hjálm- arsson. Ekki hef ég hugmynd um af hverju hún var áskrifandi að þessu riti en ég drakk þetta í mig eins og barn drekkur pela. Þar kynntist ég esoterískri heimspeki og jóga, fræði sem hafa fylgt mér alla tíð. Pabbi dó þegar ég var rétt rúmlega 14 ára og ári síðar fékk mamma hjartaáfall. Hún lagðist á spítala um tíma og á meðan tók Svala við rekstri heim- ilisins. Hún rak það á sínum tekjum meðan mamma var veik, var í fullri vinnu og námi en pass- aði samt upp á að hafa til mat, kaupa inn og sjá um reikninga. Hún axlaði þessa ábyrgð rétt rúmlega tvítug og tilkynnti mér að „hér verður engin óhollusta í boði“. Hún lagði á sig að fara á hverjum degi í verslun Náttúru- lækningafélagsins á Laugavegi og kaupa hollustubrauð. Það var ekkert franskbrauð á borðum. Ég man líka eftir plötusafninu hennar, klassísk tónlist var þar mjög áberandi. Hún var ótrúlega þolinmóð og ábyrgðarfull. Hún fann stóru ástina í lífi sínu og stofnaði með Gunnari Jóhannes- syni fjölskyldu og eignuðust þau fjögur frábær börn sem eiga núna börn og fjölskyldan orðin ansi stór. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til Gunnars, Helgu, Thelmu, Sigga og Völu, og tengdabarna og barnabarna. En það er huggun harmi gegn að hún hefur fengið góðar móttökur þar sem mamma, pabbi og Systa hafa beðið hennar. Litli bróðir, Valdemar Gísli. Til minningar um þig, kæra frænka, móðursystir mín Svala, í mínum minningum alltaf hress og skoðanaföst, svo klár, mikil blómakona, barnakona já og kær- leiksrík. Í Hólmgarðinum á ég margar minningarnar hjá ömmu Sigur- björgu, mömmu Áslaugu og Svölu. Við mamma vorum í heim- sókn sem oft áður á laugardög- um, þar var tekið á þjóðmálunum og saumuð einhver flík, bakaðar kökur, blómastúss, blaðað í bók- um og ættfræðum og tekið slátur svo fátt eitt sé nefnt. Í huga mín- um sem bíómynd, og aðalleikend- urnir amma, mamma, Svala frænka og ég unglingurinn nema þetta var alvöru – alvöru minn- ingar sem meitlaðar eru í tíma og rúmi, ég man að Svala var sem ferskur blær í umræðunni, svo hláturmild en hlátur hennar var mikið smitandi, hún hafði ótal mörg svipbrigði eftir því hvaða umræðuefni væri tekið fyrir, ef hún hefði gert eitthvað allt annað í lífinu en það sem hún gerði sem var frábært, þá hefði hún orðið stórleikari í Hollywood. Hólm- garður, já þar var staðurinn, gleðin skein og þar var alltaf sól og pönnukökuilmur. Svala svo svöl og hláturmild, hjálpsöm og góð, eins og ég orðaði það spren- glærð kona með metnað en jarð- bundin svo um munar því hún vildi helst vera að rótast í mold- inni enda með græna fingur, allt greri og blómstraði hjá henni, villigarð kallaði hún hluta af garðinum sínum en það var þá sem ég sá það að fallegir garðar væru ekki síður villigarðar með allskonar sjálfsáðum jurtum í bland við runna og rósir. Svala þýddi og las barnasögur í útvarp- inu og því mátti ég aldrei missa af, sat við útvarpið og lifði mig inn í söguna. Ég hafði dálæti á að gægjast inn í herbergið hennar í Hólmgarði, sjá bækur í stöflum og allskonar framandi flotta hluti, sem ég bar mikla virðingu fyrir, aldrei var snert á neinu, manni datt það ekki í hug, þetta var Svölu dót og mikil virðing borin fyrir því, nema með gefnu leyfi. Svala fluttist til Svíþjóðar og seinna meir fluttist hún til Búð- ardals en þá munaði hana ekki um að keyra frá Búðardal um há- vetur með börnin sín til þess að fara í háskólann en þá fékk ég að passa Helgu, Sigga og Thelmu á meðan hún var í tíma, það þótti mér vænt um. Svala var alltaf boðin og búin til þess að hjálpa, Svala var svo dugleg og iðjusöm, svo klár í íslenskunni, enda frá- bær prófarkalesari, las BA-rit- gerð fyrir háskólastúdínu dóttur mína, Önnu Rósu, á hún bestu þakkir skilið fyrir það. Einnig ómetanleg aðstoð við fráfall móð- ur minnar Áslaugar, systur Svölu, bestu þakkir fyrir, Svala, þín verður sárt saknað, en ég veit að þú ert í faðmi foreldra þinna og systur í blómahafi á góðum stað. Ég þakka þér, Svala móðursystur mín, fyrir samfylgdina og að fá að kynnast þér. Úr faðmi Hólmgarðs margt þar var stórt og smátt. Í lífinu þú ferðast og minningarnar skína hátt. Fljúgðu Svala í himnanna sali ég bið að heilsa með ljúfu kvæði. (SGT) Sigurbjörg Gyða Tracey. Elsku Svala mín, þakklæti fyr- ir vináttu þína er mér efst í huga er ég kveð þig. Þín verður sakn- að. Við kynntumst í Réttó og höf- um verið góðar vinkonur síðan. Mamma þín tók mér eins og ég væri ein af hennar fólki. Þú varst fróð, forvitin, íhugul, hugmynda- rík, hugrökk og bæði hæglátur og glaðlyndur eldhugi. Alltaf var gaman og við fengum margar hugmyndir. Einn sunnudaginn gengum við úr Hólmgarðinum í Hafnarfjörð til þess að fara í bíó, mikilvægt að eyða ekki sumar- hýrunni í strætó. Við fórum oft í bíó og á þau námskeið sem ung- lingum buðust. Svo sem ljós- myndaframköllun, sem fór fram á Fríkirkjuvegi 11 í kjallara á veg- um æskulýðsráðs, minnir mig. Í Réttó var kennd leðurvinna, við sóttum teikninámskeið hjá Mynd og hand. Við pössuðum fyrir Systu og Bill og framleiddum jóla- og afmæligjafir fyrir fjöl- skyldur okkar. Sigurbjörg mamma þín var saumakona og saumaði fyrir fólk og líka á mig, kjóla, pils, blússur og það sem mig vantaði. Allt lék í höndunum á ykkur báðum, þið komuð í mold alls konar steinum og fræjum og ræktuðuð. Þú varst mjög vel les- in, kunnir mörg tungumál, þýddir barnabækur, last upp í útvarpið og vélritaðir fyrir fólk. Svo áttir þú stórkostlega fjörugar vinkon- ur og eignaðist alls staðar vini. þegar þú fórst að vinna við af- greiðslu á Spáni með Helgu vin- konu þinni spurði ég hvort þú tal- aðir spænsku, þú hélst nú ekki en kunnir þína latínu og varst viss um að þetta reddaðist, sem það og gerði. Þótt langt væri á milli okkar þegar þið Gunni bjugguð í Svíþjóð og við í Danmörku þá skrifuðumst við á og töluðum í síma og við náðum öll að hittast í heimsóknum. Þegar við vorum öll flutt heim héldum við áfram að hittast og þú komst mér í kynni við Garðyrkjufélagið. Þú varst einn af þeirra fræsöfnurum og á þeirra vegum hittumst við í árav- ís á fundum og nutum samvista og fræðslu. Þið Gunni hafið verið dugleg og byggt garðskála í Logafoldinni og gróðurhús í Hömrunum. Samtímis ræktuðuð þið skóg austur í bústað. Sam- hent, yndislegir vinir og höfðingj- ar heim að sækja. Í garðinum okkar Karstens eru birkitré sem að stofni til eru ræktuð upp af fræjum frá Hólmgarðinum. Við Karsten sendum samúðar- kveðjur til Gunna, Helgu, Sigga, Telmu, Völu og fjölskyldna þeirra og systkina Svölu. Anna Káradóttir. Kær vinkona mín, Svala Valdi- marsdóttir er látin. Vinátta okkar hefur varað í áratugi eða síðan Svala flutti í Búðardal ásamt fjöl- skyldu sinni. Eiginmaður Svölu, Gunnar Rafn Jóhannesson, tók þá við stöðu læknis við Heilsu- gæsluna í Búðardal. Við Svala kynntumst fljótlega og náðum vel saman. Við stóðum saman, ásamt fleirum, að útgáfu Dalablaðsins sem gefið var út í 10 ár. Blaðinu var mjög vel tekið og átti drjúgan áskrifendahóp. Svala kenndi einnig íslensku í eldri bekkjum grunnskólans og þar áttum við einnig mjög gott samstarf og góð- ar samverustundir. Svala sýndi mér með vináttu og tryggð eftir að hún flutti til Reykjavíkur að hún vildi halda vináttu okkar áfram þótt lengra yrði á milli okkar. Þau Gunnar og Svala komu alltaf í heimsókn á hverju sumri eftir að þau fluttu og síðast á afmæli mínu fyrir tveim árum. Ég var líka tíður gestur á heimili þeirra þegar ég átti leið í bæinn. Við Svala hringdum reglulega hvor í aðra og höfðum alltaf nóg að spjalla um. Svala var yndisleg kona, gáfuð, fróð og skemmtileg. Hún hafði mikinn áhuga á ræktun blóma og trjáa og var með „græna fingur“ eins og sagt er. Hún var líka flink saumakona og saumaði á sjálfa sig og börnin. Ég vil þakka Svölu vináttuna og tryggðina gegnum árin og all- ar okkar samverustundir. Ég mun sakna hennar mikið og geyma með mér minningar um frábæra og trygga vinkonu. Miss- ir fjölskyldunnar er mikill við frá- fall Svölu og ég sendi fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín, elsku Svala. Þrúður Kristjánsdóttir. Svalan okkar ljúfa er flogin sína leið, frjáls! Við áttum því láni að fagna að vera samferða Svölu í starfi og leik í næstum þrjátíu ár, hafa upplifað margt saman, unnið undir drep, skemmt okkur, ferðast, innanlands sem utan, tekist á við mörg vandamál sam- an og fundið upp ótrúlegustu hjól. Deildin okkar hjá þinginu var alltaf skemmtileg, við vorum sem samheldin fjölskylda; það er þakkarvert. Vinnan var númer eitt en samveran í hávegum höfð, kaffitímar skemmtilegir en oftast gagnlegir. Síðustu árin voru Svölu erfið en hún hélt sinni virðingu og oft- ast var stutt í húmorinn. Hitting- arnir urðu ekki bara sorglegir heldur líka glaðlegir og fyndnir; lundin var létt undir niðri. Gott er að minnast nokkurra skipta þar sem við skemmtum okkur við að koma merkingu og skilningi í samtalið og notuðum þar eins konar samkvæmisleik eða ný- tísku-kviss, oft bráðfyndið. Ynd- isleg er minningin um okkur sitj- andi á bekk við Grafarvoginn, með kaffikrúsir og brúsa og dökkt súkkulaði. „Rosalega er gaman hjá ykkur,“ kallaði hjól- reiðamaður sem þaut hjá. Að koma skilningi í texta, e.t.v. vanbúnar fyrirspurnir, var sér- gáfa Svölu. Við leituðum gjarnan í hennar smiðju og fengum lausn- ir sem sátt varð um. Við kveðjum Svölu fullar þakk- lætis og vottum Gunnari og fjöl- skyldunni dýpstu samúð. Guðrún Þóra og Álfhildur. Svala Valdemarsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Okkar ástkæra, ÁSTA GARÐARSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, lést á Grund fimmtudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstu- daginn 28. maí klukkan 13. Jóhanna Jakobsdóttir Dennis Magditch Björg Jakobsdóttir Ómar Eyfjörð Friðriksson Hjörleifur Jakobsson Hjördís Ásberg Herdís Jakobsdóttir Guðmundur Ingi Guðmundss. Hjördís Þóra Hólm Þór Wium barnabörn og barnabarnabörn Útför í kirkju Þjónusta kirkjunnar við andlát utforikirkju.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.