Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
✝
Ingvar Svein-
björnsson
fæddist í Kópavogi
25. september
1950. Hann lést á
heimili sínu í Vest-
urbæ Reykjavíkur
þann 16. maí 2021.
Foreldrar hans
voru Ásgerður
Ólafsdóttir sauma-
kona úr Reykjavík,
f. 26.5. 1917, d. 4.1.
1995, og Sveinbjörn Hannesson
húsasmiður frá Sólheimum í
Austur-Húnavatnssýslu, f. 17.10.
1915, d. 8.1. 1981. Systkini Ingv-
ars eru: 1) Ásdís Lilja, f. 27.7.
1944, 2) Hannes, f. 27.9. 1946, 3)
Ingibjörg, f. 13.10. 1952, 4) Jak-
obína, f. 13.10. 1952, d. 17.11.
1992, 5) Elín Hallveig, f. 6.4.
1955, 6) Ívar, f. 22.10. 1956, d.
22.8. 2016, 7) Eygló, f. 22.12.
1957, 8) Ólafur Hrafn, f. 14.10.
1960.
Ingvar kynntist Ingibjörgu
kona hans er Íris Stella Heið-
arsdóttir, f. 3.9. 1987. Dætur
þeirra eru Hildur Elín, f. 3.8.
2013, og Eygló Sara, f 19.2.
2019, 4) Sólborg Erla, f. 21.2.
1987, gift Jóni Steini Elíassyni,
f. 10.2. 1987. Synir þeirra eru
Ingvar Sölvi, f. 1.5. 2019, og
Þorkell Ari, f. 17.2. 2021, 5)
Skúli, f. 12.9. 1994.
Ingvar ólst upp í Kópavogi.
Hann útskrifaðist frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1971.
Þá stundaði hann nám við laga-
deild Háskóla Íslands og útskrif-
aðist þaðan árið 1978. Eftir út-
skrift hóf hann störf hjá Bruna-
bótafélagi Íslands, sem síðar
sameinaðist VÍS, þar sem hann
starfaði til ársins 2001. Ingvar
fékk málflutningsréttindi fyrir
Hæstarétti árið 1994. Frá árinu
2001 starfaði hann sjálfstætt við
matsmál og málflutning.
Samhliða lögfræðistörfum
vann Ingvar alla tíð við járna-
bindingar. Hann lagði járn í
mörg merk hús í borginni, svo
sem hús Seðlabanka Íslands og
hús Íslenskrar erfðagreiningar í
Vatnsmýri.
Útför Ingvars fer fram frá
Neskirkju í dag, 27. maí 2021,
klukkan 13.
Eygló, f. 27.4. 1950,
árið 1972 og þau
giftust þann 18.3.
1978. Foreldrar
hennar voru Elín
Kjartansdóttir, f.
9.4. 1922, d. 3.8.
2003, og Óskar L.
Ágústsson, f. 20.12.
1920, d. 14.10.
2013.
Börn þeirra eru:
1) Óskar Örn, f.
26.12. 1973. Sambýliskona hans
er Valgerður Ófeigsdóttir, f.
21.6. 1971. Dætur Óskars og
Guðrúnar Bjargar Karlsdóttur
eru Eygló Kristín, f. 31.1. 2001,
og Karólína Björg, f. 4.5. 2007.
Börn Valgerðar eru Þorbjörg
Sigríður og Pétur Ófeigur, 2)
Kjartan, f. 3.3. 1979, kvæntur
Sólveigu Stefánsdóttur, f. 24.11.
1979. Börn þeirra eru Kári, f.
20.7. 2007, Hekla, f. 18.8. 2010,
og Lóa Bryndís, f. 3.7. 2014, 3)
Ágúst, f. 11.2. 1984, sambýlis-
Það er þyngra en tárum taki
að setjast niður og skrifa minn-
ingarorð um pabba okkar, en
slík skáldleg upphafsorð eru ein-
mitt í hans anda. Gerðum við
börnin oft grín að honum fyrir
háleita texta hans. Hann var
sérstakur áhugamaður um
minningargreinar, enda áhuga-
samur um fólk og hagi þeirra.
Pabbi var víðlesinn, hvort
sem var í skáldverkum, mann-
kynssögu eða fréttum líðandi
stundar. Hann var alltaf með
staðreyndir á kristaltæru ef
grípa þurfti til í rökræðum,
kannski of miklar á stundum,
þannig að viðmælanda gramdist.
Pabbi hafði samt einstakan
húmor og tók sig ekkert of al-
varlega.
Auk þess að vera vel lesinn
lágu margvísleg verk vel fyrir
pabba. Má meðal annars nefna
að stjórna lögn steypustyrktar-
járns í byggingar, leysa úr
flóknum lögfræðilegum álitaefn-
um og róa skapmikil börn og
barnabörn. Hæg voru heimatök-
in þar sem hann rak lögmanns-
stofu og járnafyrirtæki frá sínu
eigin heimili.
Pabbi var ávallt stefnufastur
og það var líkt og hann hefði
innri áttavita sem skeikaði sjald-
an. Hann setti sér markmið og
stóð við þau. Hvort sem var í
vinnunni eða að búa hag fjöl-
skyldunnar sem best. Pabbi var
nægjusamur en leyfði sér fleiri
lystisemdir lífsins í seinni tíð,
svo sem ómetanleg ferðalög með
fjölskyldunni víðsvegar um
heiminn. Milli þess sem torfærir
slóðar á hálendinu voru kann-
aðir og þröng stræti evrópskra
borga kortlögð lagði pabbi í
ferðalög um götur heimaborg-
arinnar Reykjavíkur í daglegum
göngutúrum.
Það er sárt að hugsa til allra
stundanna með pabba sem aldr-
ei verða og ferðalaganna sem
aldrei verða farin. Á sama tíma
erum við þakklát fyrir þær
stundir sem við fengum með
honum og að hann hafi ávallt
verið til staðar fyrir okkur. Við
bíðum þess að hann setjist við
eldhúsborðið með málaskjölin
sín og blandi sér í eldhúsum-
ræðuna.
Elsku pabbi, við munum
sakna þín.
Óskar, Kjartan, Ágúst,
Sólborg og Skúli.
Ævisaga látins manns byggist
upp af ótalmörgum litlum
augnablikum, hversdagslegum
atvikum, fáum stórum en mörg-
um smávægilegum ákvörðunum
og venjulegum dögum sem
renna saman í eina stóra heild.
Grunnstefið í ævisögunni eru
gildin sem hann lifði eftir, með-
vitað eða ómeðvitað, þræðir sem
ristu svo djúpt í sálinni að
ómeðvitað stýrðu þeir stefnunni
og mótuðu þann farveg sem lífið
flæddi áfram í. Nú á kveðju-
stundu, þegar við ástvinir lítum
yfir farin veg, blasa þessi lífs-
mótandi gildi betur við en
nokkru sinni áður.
Ingvar tengdafaðir minn átti
sér ólíkar hliðar. Margir myndu
jafnvel kalla þær andstæður.
Hann var einstaklega verklag-
inn, en jafnframt vel lesinn og
hafsjór af fróðleik um ýmis mál-
efni. Ævistarf hans litaðist af
þessu, á daginn starfaði hann
sem lögfræðingur, mætti fyrir
rétt snyrtilegur til fara í jakka-
fötum og flutti mál sín af kost-
gæfni, en að vinnudegi loknum
skipti hann yfir í gatslitna lopa-
peysu til þessa vinda sér í hitt
ævistarfið, járnabindingar.
Vinnusemin var Ingvari eðlis-
læg og hann lagði mikið á sig til
þess að byggja sér og sínum
gott líf. Hann fór aldrei fram úr
sér í fjárhagslegum skuldbind-
ingum, heldur lagði fyrir og lét
vera að dreyma um það sem
hann gat ekki eignast. Var þó
alltaf örlátur gagnvart sínum
nánustu og studdi með ráðum
og dáð fjölskyldu sína.
Ingvar fór ekki hátt með það,
en hann var mikill mannvinur
og lagði sig fram við að hjálpa
þeim sem urðu á vegi hans og
minna máttu sín. Í framkomu
hans í garð þessa fólks, hvort
sem það tengdist honum blóð-
böndum eða ekki, skein í gegn
sú virðing sem hann bar fyrir
fólki. Ingvar gaf af sér og hjálp-
aði öðrum, ætlaðist ekki til
neins í staðinn og hafði enga
þörf fyrir að hampa sjálfum sér
fyrir góðmennsku sína. Hjálp-
semin virðist hafa verið næg
umbun í sjálfri sér. Í samfélagi
eins og okkar þar sem einstak-
lingum farnast misvel á lífsins
braut eru gildi eins og þessi
hjálpsemi Ingvars mikilvægari
en við gerum okkur grein fyrir.
Ákvarðanir sem virðast smá-
vægilegar fyrir okkur geta skipt
sköpum fyrir aðnjótandi.
Það er sárt að þurfa að
kveðja Ingvar langt fyrir aldur
fram og stórt skarð er hoggið í
samheldna fjölskyldu. Sorgin er
mikil og nú stöndum við frammi
fyrir því að minningarnar verða
að duga okkur, í stað vænting-
anna sem við höfðum um bjarta
framtíð og nægan tíma saman.
Sjálf ætla ég að halda á lofti
minningu að gagnvart börnum
mínum um góðan afa sem lifði
eftir mikilvægum gildum sínum,
gaf af sér og lagði sig fram við
að styðja þá sem minna máttu
sín.
Elsku Eygló og fjölskylda,
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Hvíl í friði kæri Ingvar,
þín verður sárt saknað.
Sólveig Stefánsdóttir.
Ingvar, þú varst mikil kjöl-
festa í lífi litlu fjölskyldunnar
okkar og skilur eftir þig stórt og
mikið tómarúm sem mun reynast
erfitt að fylla. Við eigum bágt
með að trúa því að þú sért far-
inn.
Þú hjálpaðir okkur virkilega
mikið með alls konar hluti sem
var ekki sjálfgefið. Við verðum
þér ævinlega þakklát. Þú hjálp-
aðir okkur mikið með húsið okk-
ar, hvort sem það var í formi
ráðgjafar eða með líkamlegri
vinnu.
Nú seinast buðuð þið Eygló
heimili ykkar á meðan við tækj-
um nýja húsið okkar í gegn.
Á meðan við fengum að búa
hjá ykkur var svo gaman að
fylgjast með hvað þú varst góður
afi stelpnanna okkar og vildir allt
fyrir þær gera. Sem dæmi þá
gafstu alltaf Hildi dóttur okkar
sætið þitt við morgunverðarborð-
ið, því þú vissir að henni fannst
þægilegra að sitja á bekknum.
Einnig varstu í miklu uppáhaldi
hjá henni Eygló Söru. Þú varst
maðurinn sem gat lagað allt. Ef
eitthvað brotnaði þá hafði hún
ekki miklar áhyggjur af því og
sagði einfaldlega afi laga.
Við erum þakklát fyrir allar
samverustundirnar og öll ferða-
lögin sem við fengum að fara
með þér.
Við munum sakna þín og
varðveita þessar minningar alla
daga.
Ágúst, Íris, Hildur Elín
og Eygló Sara.
Við vorum döpur þegar við
heyrðum að þú værir farinn ,
svona allt of fljótt. Þú varst sér-
stakur maður á svo margan
hátt. Örugglega með heilsteypt-
ari mönnum sem ég hef kynnst
um ævina, einstaklega hjálpleg-
ur og traustur vinur. Alltaf gott
að geta leitað í Vesturbæinn. Ég
skrifa þessi fátæklegu orð fyrir
hönd systur þinnar og mín.
Henni þótti svo innilega vænt
um þig og er miður sín yfir því
að vera á spítala og geta ekki
kvatt þig almennilega. Hvíl í
friði vinur.
Elsku Eygló og börn, inni-
legar samúðarkveðjur.
Þín systir
Ingibjörg (Imba) og Örn.
Það er andvökubjart,
himinn, kvöldsólarskart.
Finnum læk, litla laut,
tínum grös, sjóðum graut.
(Mugison)
Ingvar var mikill náttúruunn-
andi og naut þess að fara með
fjölskyldunni út fyrir bæinn og
„finna læk og litla laut“, gæða
sér síðan á flatkökum með
hangikjöti og drekka jafnvel kók
með!
Áhugi hans á íslenskri nátt-
úru vaknaði snemma. Hann ólst
upp í stórum systkinahópi við
gamla Fífuhvammsveginn þar
sem óbyggð víðerni freistuðu
þessara kraftmiklu systkina. Þar
gáfust endalausir möguleikar til
að leyfa ímyndunaraflinu að
njóta sín bæði við Kópavogslæk
og í móunum hinum megin.
Það var snemma ljóst, að
Ingvar bjó yfir mikilli skapfestu
og metnaði. Hann var ákveðinn í
að öðlast góða menntun og lagði
hart að sér í lögfræðinámi til að
verða framúrskarandi lögmaður.
Aðalstarf Ingvars eftir nám
var lögmannsstörf, fyrst hjá
Brunabótafélagi Íslands og síðar
í ábyrgðarstörfum hjá VÍS.
Hann varð hæstaréttarlögmaður
á þessu tímabili og rak mörg
mál fyrir Hæstarétti bæði þá og
síðar.
Sem unglingur fór hann í
sumarvinnu með húsasmiðnum
pabba sínum. Þá var Hákon
Tryggvason, magister og
menntaskólakennari, að vinna í
sömu húsbyggingu við járna-
bindingar. Ingvar fylgdist
grannt með honum og hand-
brögðum hans og sumarið á eftir
falaðist hann eftir vinnu hjá Há-
koni. Hann var fljótur að læra
og snemma gat Hákon sent
hann einan í ýmis verkefni. Þar
með var brautin lögð og hann
gat unnið fyrir sér og sínum á
námsárunum með járnabinding-
um og áfram þegar tækifæri
gáfust.
Með árunum tók Ingvar að
sér ýmis verkefni í járnabind-
ingum, jafnvel stór eins og
Seðlabankann og Erfðagrein-
inguna. Bræður hans þrír, öll
börnin hans, börnin okkar fjög-
ur og ótal margir ættingjar og
vinir fengu sína eldskírn á veg-
um Ingvars við sumarvinnu í
járnabindingum.
Ingvar var mjög hávaxinn og
kraftmikill maður með þykkt,
ljóst og liðað hár. Hann bar með
sér höfðinglegt yfirbragð og var
fyrst og fremst ímynd hins
trausta leiðtoga. Gjafmildi hans
var einstök og umhyggja fyrir
þeim sem minna máttu sín var
orðlögð en hann gat líka verið
mjög fastur fyrir. Hann var ein-
stakur fjölskyldumaður og það
sem hann unni mest af öllu í líf-
inu var Eygló eiginkona hans,
börnin fimm og fjölskyldur
þeirra. Hann var einstaklega
umhyggjusamur og góður sonur
og bróðir.
Á miðjum aldri yfirgaf hann
fast starf og flutti lögmanns-
störfin heim, þar sem hann gat
unnið innan um skjöl sín og
bækur. Það truflaði hann ekki
þó að barnabörnin lékju sér í
kringum hann, síður en svo.
Þannig vildi hann hafa lífið.
Hann var vel lesinn bæði í
skáldskap og margs konar fróð-
leik, sem sýndi sig best í ferða-
lögum fjölskyldunnar um heim-
inn.
Við hjónin kveðjum einstakan
mann – kæran bróður og mág –
heilsteyptan öðling með hjartað
á réttum stað. Börnin okkar
Sveinbjörn, Einar, Ásgerður og
Sigurður sakna föðurbróður sem
reyndist þeim ætíð sem best.
Megi minning hans lifa með öll-
um þeim fjölmörgu sem dáðu
hann og elskuðu. Við vottum
Eygló, börnunum, tengdabörn-
um og barnabörnum innilega
samúð okkar.
Hvíl í friði elsku bróðir og
mágur,
Hannes Sveinbjörnsson
og María Louisa
Einarsdóttir.
Ég man fyrst eftir Ingvari
Sveinbjörnssyni þegar ég var
fjögurra ára gamall drengur þar
Ingvar
Sveinbjörnsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR ÁRNASON,
fv. framkvæmdastjóri,
Jaðarleiti 4,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
laugardaginn 22. maí.
Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna.
Margrét Ingvarsdóttir
Hrefna Ingólfsdóttir Auðunn Pálsson
Erna Vigdís Ingólfsdóttir Kjartan Ísak Guðmundsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn og bróðir okkar,
INGIMAR ADÓLFSSON,
lést laugardaginn 8. maí í Malmö, Svíþjóð.
Jarðarförin fer fram í Malmö laugardaginn
29. maí.
Lotzy Adólfsson
Reynir Adólfsson
Friðrik Adólfsson
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR,
Höfðavegi 3, Húsavík,
lést þriðjudaginn 27. apríl.
Útförin fór fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 15. maí.
Þökkum hlýhug og vinsemd alla.
Ragnheiður Gísladóttir
Hrafnhildur, Gísli Björn, Matthías
og langömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ELÍS GUNNAR KRISTJÁNSSON
húsasmíðameistari,
lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 25. maí.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða
fyrir einstaka hlýju og umhyggju.
Ólafur Elísson Stella Skaptadóttir
Anna Björg Elísdóttir Stefán Jóhann Björnsson
Atli Þór Elísson
Hlynur Elísson Addý Ólafsdóttir
Trausti Elísson Sif Þórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg mamma mín, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
HELGA STEINUNN JÓNSDÓTTIR
frá Syðstabæ í Hrísey,
verður jarðsungin frá Hríseyjarkirkju
laugardaginn 29. maí klukkan 14.
Athöfninni verður einnig streymt á https://fb.me/e/1sKY6iDrD
Jóna Jóhannsdóttir Hannes Sveinn Gunnarsson
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MARGRÉT VALTÝSDÓTTIR,
Ársölum 3, Kópavogi,
lést á heimili sínu laugardaginn 22. maí.
Útförin fer fram frá Lindakirkju
þriðjudaginn 1. júní klukkan 15.
Arnar Viðar Halldórsson
Valdís Arnarsdóttir Guðmundur Hrafnkelsson
Halldór Arnarsson Borghildur Sigurðardóttir
Sigurborg Arnarsdóttir Helgi Ólafsson
og barnabörn