Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 55
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
sem ég var hjá ömmu minni Ás-
gerði Ólafsdóttur og afa mínum
Sveinbirni Hannessyni að Fífu-
hvammi 13 í Kópavoginum. Ég
heillaðist strax af þessum
frænda mínum og hann sýndi
mér sérstaka ást og umhyggju.
Mér fannst Ingvar vera vitur og
frásagnir hans voru skemmtileg-
ar. Ingvar sagði að hann væri að
læra lögfræði og þá meðal ann-
ars til þess að sigra fjarstýrða
og ekki fjarstýrða óvini okkar.
Ég kom svo oftar í heimsóknir
til ömmu og afa í Kópavogi og
ég gisti þá nokkrar nætur og þá
var glatt á hjalla. Ingvar frændi
minn kom vel fyrir sig orðum og
hann gerði umræðurnar þar
sem við skyldmennin sátum við
borðið í eldhúsinu mjög líflegar.
Við skyldmennin vorum sam-
mála um að hann Ingvar væri
greindur maður og mikill leið-
togi. Ingvar kom oft til okkar
fjölskyldunnar að Víðivöllum 17
á Selfossi og þá stundum einn
eða með fleiri skyldmennum
okkar eða fjölskyldu hans sem
stækkaði hratt. Ingvar kom oft
að máli við mig og hann gaf mér
dýrmætt veganesti fyrir fram-
tíðina. Ingvar og eiginkona hans
Eygló Óskarsdóttir byggðu sér
fallegt hús að Granaskjóli 90 á
Seltjarnarnesi og mér leið ein-
staklega vel hjá þeim og fallegu
börnunum þeirra þar. Ingvar
Sveinbjörnsson átti mjög far-
sælt starf hjá Vátryggingafélagi
Íslands með því frábæra starfs-
fólki sem hefur unnið þar. Ingv-
ar var fjárhaldsmaður minn í
nokkur ár frá því ég var búsett-
ur að Meðalholti 13 í Reykjavík.
Ég lauk námi frá guðfræðideild
Háskóla Íslands og námi frá
Kennaraháskóla Íslands en því
miður misstum við flest af þeim,
sem vorum samferða í námi í
báðum skólunum, minnið. Ég
missti prófskírteini mín en lög-
reglufólkið sem ég var í sam-
bandi við þá sagði að það myndi
senda þau til mín þegar yrði bú-
ið að vista ekki fjarstýrða óvini
okkar í fangelsi. Ingvar frændi
minni fræddi mig um ástæð-
urnar fyrir því að fjarstýrðu og
ekki fjarstýrðu óvinir okkar
vildu svipta mig minninu og
prófskírteinum mínum og hann
sagði að þeir vildu gera prest-
dæmi þeirra máttugra. Ingvar
var von mín um að ég myndi
eiga góða framtíð og að heilsa
mín myndi batna. Ég er ekki frá
því að Ingvar var mikill græðari
og ég veit að hann hafði mjög
góð áhrif á þá einstaklinga sem
voru nálægt honum. Ég sendi
fjölskyldu Ingvars, fjölskyldu
minni og skyldmennum mínum
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um góðan
dreng mun lifa.
Kristján Gissurarson.
Snöggt andlát mágs míns
Ingvars Sveinbjörnssonar kem-
ur róti á hug okkar allra sem
þekktum hann. Hugurinn fyllist
af sorg og eftirsjá en jafnframt
þakklæti.
Sorg yfir missi svo margra.
Þakklæti fyrir alla hjálpsemina
og greiðviknina.
Hann stærði sig ekki af vel-
gjörðum sínum, laumaði gjarnan
seðli í lófa þeirra sem höllustum
standa fæti, gaf mörgum góð
ráð og stuðning sem um hefur
munað.
Leitun er að samhentari fjöl-
skyldu en þeirri sem þau systir
mín hafa staðið vörð um, hlúð að
á alla lund. Þannig lifir ljúf
minning áfram, gott atlæti
barna erfist langt fram í fram-
tíðina, barn af barni.
Ingvar varði frítíma sínum
eingöngu í þágu fjölskyldu sinn-
ar. Bæði með vinnuframlagi í
ófáum íbúðum sem lagfæra
þurfti þegar börnin stofnuðu sín
eigin heimili sem og barnapöss-
un og öðru tilfallandi sem upp
kemur í stórri fjölskyldu.
Þegar Ingvar var í lögfræði-
námi vann hann samhliða við
járnabindingar til að fjármagna
námið. Eftir að námi lauk vann
hann sem lögfræðingur á daginn
en hélt áfram járnabindingum á
kvöldin og um helgar.
Fyrstu árin voru frí fjölskyld-
unnar bundin við sumarbústa-
ðadvöl í leigubústað með barna-
hópinn sinn góða, en seinustu
árin leyfðu þau sér að fara í
langar ævintýraferðir með börn,
tengdabörn og barnabörn til út-
landa.
Þetta hefur þeim tekist með
eljusemi og sameiginlegri sýn á
hvað skiptir máli í lífinu.
Skarð Ingvars er stórt og
ekki séð að það verði auðveld-
lega fyllt.
Bestu þakkir, Ingvar.
Erla Sólveig.
Við höfum þekkt Ingvar
Sveinbjörnsson í tæp 50 ár, en
fundum okkar bar fyrst saman á
Haðarstíg 12 sem var fyrra
heimili Ingvars og Eyglóar.
Þar komum við oft í mörg
skemmtileg afmælisboðin, í
þetta litla vinalega hús, þar sem
börn okkar voru á svipuðum
aldri og þeirra.
Síðan liðu árin og þau byggðu
heimili í Granaskjóli 90 og það-
an eru margar góðar minningar.
Fjölskylduferðir voru alltaf
farnar á sumrin hjá þessari
stórfjölskyldu og var Ingvar
ávallt þar fremstur í flokki.
Ingvar hafði gaman af rökræð-
um og var góður í þeim. Gott
var að leita til hans með ým-
islegt hvort sem var lögfræði
eða járnabindingar því Ingvar
var einnig verktaki í járnabind-
ingum.
Við hjónin byggðum hús í
Hafnarfirði og þar kom óvart
kjallari vegna mælingarskekkju
og gólf var ekki sett í hann í
upphafi. Ingvar lagði járn í gólf-
ið og var það bara vinargreiði.
Við kveðjum hér góðan, gegn-
heilan og traustan vin.
Við vottum Eygló og öllum
aðstandendum innilega samúð.
Auður og Sigurður.
Kæru eftirlifandi systkini
Ingvars Sveinbjörnssonar:
Það er áfall þegar svo aug-
ljóslega ágætur maður sem
bróðir ykkar fellur frá; ekki
bara fyrir ykkur og börnin hans,
heldur líka fyrir mig og systkini
mín, sem þekktu ykkur flest í
Kópavogi austurbæ í gamla
daga, í tengslum við skólagöngu,
sem og svo Ingvar sjálfan löngu
síðan! Að ekki sé nú talað um
alla hina nágrannana sem hafa
þekkt ykkur þar þá líka.
Fyrir mér var Ingvar þessi
duglegi og vinnusami mennta-
maður, sem átti þó sínar mjúku
hliðar, í bókmenntaáhuga, jafn-
réttisáhuga og fjölskyldumálum.
Það snart mig líka djúpt þegar
ég frétti af fráfalli annarra fjöl-
skyldumeðlima hans í gegnum
tíðina.
Hann virtist sjálfur hafa átt
vel heppnaða tíð út starfsævina.
Hann þáði og ljóðabækur og
önnur skáldrit mín frá mér.
Því þykir mér nú viðeigandi
að þakka fyrir kynnin með því
að vitna að lokum í eitt ljóða
minna, sem á að lýsa alþýðu-
manni sem finnst að lífið hafi
gengið upp nokkurn veginn eins
og vona mátti, en það heitir:
Bóndasonur og MA-stúdent, og
hefst það á þessum orðum:
Ég ólst upp við sumarvinnu
í steikjandi hita sláttanna;
þar sem hjartað hoppaði hæð sína
við titrandi tíbrá fjalla!
En vildi þó, sem kappi, ennþá meira;
og náði þá að þrýstast inn í MA;
sjálfan Menntaskólann á Akureyri;
þar sem menntaskólastúlkur
skvöldruðu
meira en fiskvinnslu- og bændakonur;
og undi mér svosem dável hjá þeim
…
Tryggvi V. Líndal.
Hávaxinn, nokkuð hraðskreið-
ur á göngu, farinn aðeins að
grána eins og gengur, yfirleitt
útitekinn í sinni brúnleitu jak-
kaúlpu, ekki með fartölvu eða
tösku heldur skjöl undir hendi,
sitjandi íbygginn yfir skjölum
oft með hönd í hári eða hallandi
sér aftur í stólnum með gler-
augun á enni, jafnvel með annan
gleraugnaarminn í munnviki,
kankvís og glettinn hrærandi í
kaffibolla með skeið. Þannig
birtist mér góður vinur og náinn
samstarfsmaður, Ingvar Svein-
björnsson, ljóslifandi fyrir aug-
um en Ingvar minn hefur nú
óvænt kvatt okkur allt of fljótt.
Það var sameiginlegur vinur
okkar Gylfi Thorlacius sem
kynnti okkur til leiks og við tók
farsælt samstarf til fjölda ára,
svo farsælt að við vorum oftast
komnir að sömu niðurstöðu án
orða. Ingvar var ákaflega virtur
lögmaður með mikla reynslu úr
tryggingageiranum en vel að sér
um alla almenna lögfræði auk
þess að vera gegnumheilt vel
lesinn. Það var ekki bara bókvit-
ið sem sett hafði verið í aska
hans heldur einnig gott verksvit
en Ingvar var víðfrægur járna-
bindari og starfaði við það jafn-
framt lögmannsstörfum sem
þótti ekki á hvers manns færi.
Sú verklega þekking reyndist
honum einnig mjög vel þegar
kom að lögfræðilegu mati. Ingv-
ar, sem hafði ferðast víða, bæði
hérlendis og erlendis, var ein-
staklega fróðleiksfús og það var
varla sú þúfa hérlendis sem
hann ekki þekkti. Þetta braut
ósjaldan upp fundi okkar með
fólki utan af landi því hann
þurfti þá oft að vita ýmislegt
ótengt, s.s. hvort ákveðinn bóndi
væri búinn að stækka fjósið eða
hvort búið væri að lagfæra ein-
hverja brú í sveitinni. Ingvar
gekk í gegnum tvo erfiða sjúk-
dóma með stuttu millibili fyrir
þó nokkrum árum en hristi það
fljótt af sér og ekki lengi frá
vinnu. Hugði vel að heilsunni og
þau hjónin fóru reglubundið í
góða göngutúra. Ekki var annað
að sjá en hann væri hreystin
uppmáluð og því kom skyndileg
brottför hans mikið á óvart.
Ingvar er nú farinn heim eins og
skátarnir segja og ég er viss um
að þeir Gylfi skiptast nú sem
fyrr á sögum. Eftir situr þó fjöl-
skyldan harmi slegin og bið ég
almættið að styrkja þau og
styðja en minningin um góðan
og einstakan mann lifir. Far vel
minn kæri vinur og við þrímenn-
ingarnir spjöllum betur síðar.
Sigurður Ásgeir
Kristinsson.
Góður samstarfsfélagi til
margra ára er fallinn frá. Okkur
setti alla hljóða við þessar
óvæntu fréttir. Efst í huga okk-
ar er þakklæti fyrir áratuga gott
samstarf og innlegg hans í þró-
un matsstarfa í samstarfi lækna
og lögfræðinga. Það var ánægju-
legt og gefandi að vinna með
Ingvari, þar sem léttleiki hans
og fagmennska var í fyrirrúmi.
Hann var ráðagóður og gott að
leita til hans þegar lögfræðileg
álitmál og vangaveltur voru til
skoðunar. Ingvar hafði oft mjög
ákveðnar skoðanir og gat verið
nokkuð fastur fyrir, en það kom
ekki í veg fyrir samkomulag við
frágang verkefna þannig að allir
væru sáttir. Við söknum venju
hans að hafa alltaf gott bakkelsi
á borðum í kaffitímum sem hann
veitti sáttfús. Þá var mikið
spjallað og víða komið við.
Minningin lifir um góðan
dreng og fagmann. Við sendum
eiginkonu hans, börnum og ætt-
ingjum innilegar samúðarkveðj-
ur.
F.h. Læknaráðs ehf.,
Guðmundur Björnsson,
Guðni Arinbjarnar,
Ragnar Jónsson.
Foringinn er fallinn. 1988 hóf
ég störf sem járnabindingamað-
ur. Fyrsta verkið var með
Hannesi bróður Ingvars. Fékk
að vita að ég væri að hefja störf
með hópi manna sem stjórnað
væri af lögfræðingi sem ynni hjá
Brunabótafélaginu. Þetta væri
hópur háskólamenntaðra manna,
skálda, listamanna og lífskúnst-
nera. Stjórnað af lögfræðingi?
Mitt frjóa ímyndunarafl kallaði
fram mynd af fölleitum manni
sem dagsdaglega velti við blöð-
um á skrifborði. Skömmu síðar á
sólríkum degi sem ég var að
bogra yfir járnum fellur skyndi-
lega á mig skuggi. Yfir mér stóð
risi, þetta var Ingvar Svein-
björnsson. Við tókumst í hendur
og þar með hófst áratuga sam-
starf.
Járnabindingar eru harðræði,
sérstaklega þegar um aukavinnu
er að ræða. Elja og úthald Ingv-
ars var með ólíkindum. Nú er
flokkurinn í lágmarki en þegar
best lét var á annan tug manna
að störfum, bæði lausamenn og
aðrir í fullu starfi. Ingvar hélt
um alla enda stjórnaði eins og
góðum foringja sæmir. Stóð
jafnvel inni á miðju dansgólfi
fyrir austan fjall og benti ung-
um mönnum á að þeir ættu að
mæta til vinnu daginn eftir,
þannig að það væri eins gott að
koma strax með í bæinn. Ingvar
var harður af sér, hlífði sér aldr-
ei en mikill mannvinur. Gegnum
tíðina hefur hann bjargað fjár-
hag margra lífskúnstnera sem
rekið hefur á fjöru hans.
Ingvar var afar íhaldssamur
járnamaður. Allt átti að gerast
eftir hans lögmáli og hans leið
var hin eina rétta. Hann átti
einnig erfitt með nýjungar eins
og rafklippur og beygjuvélar.
Við áttum samræður um hvort
rétt væri að fjárfesta í bindi-
vélum, munu þær virka? Það tók
víst sinn tíma fyrir Ingvar að
taka þvíumlíkar græjur í sátt.
Það sama má segja um allan ör-
yggisbúnað eins og heyrnarhlíf-
ar, hjálma og öryggisskó. Má
þar vitna í mentor Ingvars í
járnabindingum, hann Hákon
Tryggvason. Hákon var spurður
á vinnustað hvort hann vildi
ekki bera hjálm, Hákon greip í
derið á húfunni sinni og sagði:
„Þessi hefur dugað mér hingað
til.“ Ingvar var fyrstu ár mín í
dönskum fótlaga skóm úr mjúku
leðri. Ég skil ekki enn hvernig
Ingvar gat beygt niður járn í
heilu plötunum með því að
spyrna á móti með mjúkri skótá.
En auðvitað varð á þessu breyt-
ing. Þegar við vorum að binda
járn í vegskálann norðan megin
við Hvalfjarðargöng var Ingvar
ekki búinn að vera þar í marga
klukkutíma þegar yfirverkstjóri
verksins koma að máli við hann
og tjáði Ingvari að það væri
skylda að ganga í öryggisskóm á
svæðinu og hann ætti par sem
væri nægilega stórt. Ingvar var
varla búinn að vera í örygg-
isskónum í korter þegar þung
stæða af járni hrundi úr tölu-
verðri hæð ofan á tærnar á hon-
um, fótlaga skórnir hefðu dugað
skammt. Ingvar fór strax og
keypti öryggisskó á alla sína
drengi.
Ingvar var þjóðsagnapersóna
í lifandi lífi og margar sögur
sagðar af honum í kaffiskúrnum,
en nóg er komið. Mér er þungt
fyrir brjósti og harma Ingvar.
Ég á örugglega eftir að orna
mér við sögur og minningar um
foringjann meðan ég man.
Ég votta Eygló, börnum og
barnabörnum innilegustu sam-
úð.
Gísli Þór
Sigurþórsson.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Kæru ættingjar og vinir, hjartans þakkir fyrir
þá hlýju og samúð sem okkur var sýnd við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SIGFÚSÍNU STEFÁNSDÓTTUR,
Sínu.
Sérstakar þakkir eru sendar til alls
starfsfólks HSN Siglufirði fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Jón S. Björgvinsson Ingibjörg H. Kristjánsdóttir
Gunnlaugur S. Vigfússon Þóra B. Jónsdóttir
og fjölskyldur
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu, samúð og hlýhug við fráfall
elskulegrar móður minnar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐLAUGAR J. AÐALBJARTAR
EINARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Roðasölum fyrir einstaka
umönnun.
Björgvin Sigurjónsson Sædís Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Guðmundur Hallgrímsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir samúð, stuðning og
hlýhug við veikindi, andlát og útför elsku
TRAUSTA Ó. LÁRUSSONAR
fv. framkvæmdastjóra.
Hanna M. Kjeld
Auður Traustadóttir Guðmundur Á. Tryggvason
Anna Kristín Traustadóttir
Sigrún Traustadóttir
Elín Ósk Guðmundsdóttir Ómar Bendtsen
Trausti Guðmundsson Ása Bergsdóttir Sandholt
Svava Dís Guðmundsdóttir Friðjón Ástmundsson
Bjarni Guðmundsson Vaka Dagsdóttir
og langafabörn
Elsku Ingi
frændi, ég minnist
þín með hlýju og ást
í hjarta en þú áttir
alltaf sérstakan
stað í hjarta mínu. Þú passaðir
okkur systkinin þegar við vorum
lítil og fórst með okkur á Kaffi-
vagninn og að skoða bátana við
höfnina. Þegar ég var farin að
búa komstu við í kaffi endrum og
eins og þú bankaðir ekkert held-
ur labbaðir bara inn og sagðir
hátt og snjallt „halló“. Ég átti
alltaf til molasykur í kaffið bara
fyrir þig en þú varst þó farinn að
geyma mola í vasanum þar sem
ekki var alltaf til moli á öllum
Ingi Þór Bjarnason
✝
Ingi Þór
Bjarnason
fæddist 31. desem-
ber 1943. Hann lést
10. maí 2021. Útför
Inga Þórs fór fram
20. maí 2021.
heimilum í seinni
tíð. Þú hjálpaðir
okkur að mála húsið
þegar við fluttum til
Íslands og ekki stóð
á því að koma hið
snarasta með næsta
strætó frá Akranesi
og ganga í verkið.
Þú varst yndislegur
með börnunum mín-
um og þeim fannst
þú spennandi og
skemmtilegur. Þú varst svo
þakklátur og kátur þegar ég
hringdi í þig til að bjóða þér að
vera með okkur nokkur áramót
og á afmælinu þínu en þú áttir af-
mæli á gamlársdag. Elsku Ingi
frændi, með sorg í hjarta kveð ég
þig og bið Guð að vera með þér
og trúi því að Þóra frænka gefi
þér nýbakaðar kleinur og kaffi
með mola.
Þín frænka,
Þóra Leifsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar