Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 64
64 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Leggðu þig fram við að hjálpa
öðrum í dag. Haltu þínu striki og þá mun
allt fara vel. Mundu að aðgát skal höfð í
nærveru sálar.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ert full/ur viðkvæmni og vænt-
umþykju þessa dagana. Fjarlægðu tvo
hluti af listanum sem þú ert með í koll-
inum og sjáðu hvað þú hressist mikið.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Ekki reyna að fela hina léttu og
jafnvel barnalegu hlið þína fyrir öðrum í
dag. Gleymdu ekki að sinna áhugamálum
þínum þó mikið sé að gera.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú hefur mikið að gera og skalt
ekki fara út í stórar framkvæmdir á heim-
ilinu. Ekki gefast upp! Þó öll þín áform
gangi ekki eftir skaltu ekki flýja af hólmi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú verður að brjóta odd af oflæti
þínu og leita eftir samstöðu annarra við
verkefni þitt. Þú ættir að fara til læknis ef
eitthvað er að hrjá þig.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Verkefnin hlaðast upp og það veld-
ur þér áhyggjum. Lestu þér til ef þú getur
og þú leysir verkefnin ein/n og óstudd/
ur.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú þarft að læra ýmislegt um
sjálfa/n þig með því að skoða nánustu
sambönd þín. Þú leitar leiða til að auka
tekjurnar.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það sem maður laðast að og
það sem gerir manni gott er ekki endi-
lega alltaf það sama. Gættu orða þinna.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þig langar til þess að kaupa
eitthvað fallegt handa þér eða einhverjum
nákomnum. Reynstu ráðþrota vini vel.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Láttu draumórana ekki ná
þannig tökum á þér að þú hafir ekki hug-
ann við vinnuna. Rómantíkin þarfnast
bæði svigrúms og umönnunar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Töfrar verða til hvar sem er og
hvenær sem er ef þú ert með einhverjum
sem þú heillast af. Vertu viss um hvað þú
vilt.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það eru allar líkur á því að þér
takist nú ætlunarverk þitt ef þú aðeins
treystir á sjálfa/n þig. Boð í brúðkaup
hressir þig og kætir.
R
annveig Einarsdóttir
er fædd 27. maí 1961 í
Reykjavík og ólst upp
í Árbæjarhverfinu. Á
sumrin var hún ásamt
systkinum og foreldrum að Urriða-
fossi í Flóa þar sem fjölskyldu-
faðirinn veiddi lax í net á æskuslóð-
um sínum. „Ég hef enn sterk tengsl
við Urriðafoss þar sem ég á jörð
ásamt systkinum mínum. Einar fað-
ir minn starfaði lengi sem umsjón-
armaður í Iðnó sem þá hýsti Leik-
félag Reykjavíkur. Ég starfaði þar
með skóla og fylgdist vel með öllum
leikritum sem þá voru sýnd. Þar
vaknaði áhugi á leikhúsi sem haldist
hefur æ síðan.“
Rannveig gekk í Ábæjarskóla og
tók stúdentspróf frá Mennta-
skólanum við Sund árið 1981. Hún
útskrifaðist með BA-próf í félags-
fræði og lauk starfsréttindanámi í
félagsráðgjöf 1986, hvort tveggja
frá Háskóla Íslands. Árið 2005 lauk
Rannveig meistaranámi í opinberri
stjórnsýslu frá HÍ.
Eftir háskólanám 1986 hóf Rann-
veig störf sem félagsmálastjóri á
Ísafirði en síðan lá leiðin á Suður-
nesin og starfaði Rannveig við fé-
lagsþjónustu Keflavíkur og síðar
Reykjanesbæjar í yfir 20 ár. Rann-
veig bjó í átta ár í Grindavík og síð-
an í Keflavík. Árið 2011 var Rann-
veig ráðin sviðsstjóri fjölskyldu- og
barnamálasviðs Hafnarfjarðar.
Með starfi hefur Rannveig m.a.
leiðbeint félagsráðgjafarnemum frá
HÍ og verið prófdómari í félags-
ráðgjafardeild HÍ.
Rannveig hefur setið í fjölda
nefnda og starfshópa sem tengjast
félagsþjónustu sveitarfélaga. Hún
situr nú í félagsþjónustunefnd Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og er
formaður Samtaka stjórnenda í vel-
ferðarþjónustu sveitarfélaga. Einn-
ig situr Rannveig í stjórn European
Social Network, sem er evrópskur
samstarfsvettvangur stofnana og
samtaka í velferðarþjónustu. „Ég
hef mikinn áhuga á velferðarþjón-
ustu og hvers kyns þróun og nýj-
ungum sem varða þjónustu við
börn, fjölskyldur og einstaklinga.“
Meðal nýjunga sem hún hefur tekið
þátt í að leiða má nefna Brúna, sem
samþættir þjónustu við börn,
Áfram- verkefnið sem virkjar
vinnufæra einstaklinga á fjárhags-
aðstoð og Geitungana sem er at-
vinnuúrræði fyrir ungt fatlað fólk.
Hvammeyri við Tálknafjörð, sem
er fæðingarstaður Halldóru móður
Rannveigar, er sælureitur fjöl-
skyldunnar. „Hvammeyri er ævin-
týraheimur þar sem hægt er að
sækja sjóinn, ganga á fjöll, njóta
myndarlegrar skógræktar og nátt-
úrunnar. Þar er fjöldi bygginga
sem eru minnisvarði um forna lífs-
og atvinnuhætti og hefur fjöl-
skyldan lagt metnað sinn í að hlúa
að þeim verðmætum.“
Rannveig og Sigurður Helgi
Helgason, sambýlismaður hennar,
eiga börn sem eru búsett á Íslandi, í
Bretlandi, Danmörku og Sviss. „Við
leggjum mikla áherslu á að halda
góðu sambandi við börn okkar sem
kallar á ferðalög sem við bæði höf-
um ánægju af. Auk þess höfum við
ferðast til fjarlægari staða. Barna-
börn Sigurðar eru orðin tvö og er
orðið langþráð að sjá fyrir endann á
Covid-19 til að hitta þau án hjálpar
netsins. Auk þess má nefna að síð-
ustu 6 árin hefur beagle-hundurinn
Lúcý verið órjúfanlegur þáttur í lífi
okkar. Hún var tekin í fóstur eftir
að Dóra dóttir Rannveigar flutti til
London í nám og síðan til starfa.
Meðal helstu áhugamál okkar
Sigurðar eru ýmiss konar útivera,
s.s. gönguferðir, sund, skíðaferðir
og nú síðustu árin er golfið komið á
dagskrá. Í fjölmörg ár var farið
með börnunum og systkinum norð-
ur á Akureyri á skíði um páskana.
Við erum í gönguhópi, Derri, sem
hefur til margra ára skipulagt
gönguferðir og dvalið saman viku-
langt um mitt sumar. Ferðirnar eru
vel skipulagðar og fara saman góð-
ur félagsskapur, göngur, fróðleikur
og matargerðarlist.
Góður félagsskapur er mikil-
vægur og ekki verra ef tónlist og
söngur fylgir með. Sunnlenzka
menningarfélagið er mikilvægur og
framsækinn hópur og hef ég verið
þar í forsvari um árabil. Helstu
verkefni þar eru ýmsar menning-
Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar – 60 ára
Hvammeyri Börnin Ásmundur og Dóra, ásamt Róbert tengdasyni.
Sterk tengsl við ættjarðirnar
Á Sveinstindi Sigurður og Rannveig. Á Tálknafirði Rannveig í kajak.
Jóhann Leó Gunnarsson og
Svala Svanfjörð Guðmunds-
dóttir eiga sextíu ára brúðkaups-
afmæli í dag. Þau voru gefin sam-
an í Laugarneskirkju 27. maí 1961
af séra Árelíusi Níelssyni.
Jóhann er ættaður frá Eyði í
Eyrarsveit og hefur hann starfað
sem vélstjóri og múrari. Svala
fæddist á Hólmakoti á Mýrum og
hefur starfað á Landspítalanum
og í Ártúnsskóla.
Fyrstu kynni urðu í Reykjavík
1959 og hófu þau sambúð haust-
ið 1961 hér í Reykjavík. Þau eiga
fjóra syni og tengdadætur ásamt
tíu barnabörnum og fjórum
barnabarnabörnum.
Árnað heilla
Demantsbrúðkaup
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
VARANLEG
Laser háreyðing
•Öflug og áhrifarík háreyðing
• Fjarlægir óæskilegan hárvöxt
Kostir okkar háreyðingalaser
umframönnur lasertæki:
. Auðveldara er að losna við ljósari og fíngerðari hár.
. Hægt er að losna við hár ámilli augabrúna og í kringumaugabrúnir.
. Hægt er að losna við hár inni í eyrumog nefi