Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 67
Mourinho minnkar líkurnar á að fá á sig mark eins og mögulegt er. Liðin hans bakka og bíða eftir því að mót- herjinn missi boltann. Þau nýta augnablikið þegar hann er veikastur fyrir til að sækja hratt með sem fæst- um snertingum. Með lágt skrifuðu liði Porto vann hann UEFA-bikarinn 2003 og Meistaradeildina 2004. Lið hans fékk ekki á sig mark í undan- úrslitum eða úrslitaleikjum. Þegar við í Bayern mættum Inter og Mour- inho í úrslitaleiknum 2010 vorum við mátaðir. Um það leyti snerist allt um að spila gegn boltanum. Diego Simeone er einn af læri- sveinum Mourinhos. Hann hefur mótað Atlético Madrid, litla liðið í Madrid, sem ellefu manna varnar- múr í heilan áratug. Hann hefur unn- ið Evrópudeildina tvisvar og nú er hann orðinn spænskur meistari í ann- að sinn. Tvisvar hefur hann komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tapað naumlega í bæði skiptin. Lokaði mótherjana inni Það var árin 2014 og 2016 en þá voru samt nýir tímar löngu runnir upp. Þetta var blómatími „possession- fótboltans“. Hann fór af stað með Pep Guardiola sem svaraði Mourinho með Sacchi-útfærslu á sóknar- leiknum. Guardiola gaf svigrúm fyrir rómantíkina í „total-football“ sem Cruyff hafði náð fullkomnun með hjá Barcelona í lok síðustu aldar og leyfði henni að þróast í nýju blómaskeiði Barcelona. Hann vildi ná algjörum tökum á leiknum, lið hans lokaði mót- herjana inni á eigin vallarhelmingi, og ef boltinn tapaðist þá átti að vinna hann strax aftur með fremstu mönn- um. Þannig lokarðu á uppbyggingu mótherjanna, þú skapar stanslausan sóknarleik, sem er bara hægt með tæknilega frábærum leikmönnum. Árið 2009 töpuðum við í Bayern 0:4. Í úrslitaleikjunum 2009 og 2011 fékk Manchester United nánast aldrei boltann. Barca hafði yfirburði. Aðferð Guardiola gegnumsýrði al- þjóðlegan fótbolta. Nú gerðist allt hraðar en á tímum Sacchis. Þjálfarar fundu nýjar lausnir. Real Madrid tók völdin um miðjan síðasta áratug og vann titilinn 2014, 2016 og 2018. Stærsta félag heims nær alltaf í bestu leikmennina vegna dýrðarljómans. Það hefði verið erfitt að styrkja frek- ar lið með Luka Modric, Ronaldo, Sergio Ramos, Karim Benzema og Toni Kroos innanborðs. Real hefur líka sýnt boltameðferð í anda Guar- diola og notað 4-3-3 byggt á Sacchi, en aldrei farið út í miklar breytingar á leikskipulagi. Yfirburðageta ein- staklinganna er aðalatriðið. Skipulag lítilmagnans Árið 2019 komst Jürgen Klopp á toppinn. Hann svaraði Guardiola með skipulagi lítilmagnans. Með ástríðu, líkamsþjálfun, trú og ákveðnu stjórn- leysi einfaldaði hann fótboltann. Hann er ekki háður því að vera með bestu leikmennina, hjá honum er lyk- ilorðið að vera náinn þeim. Hann komst með Dortmund í úrslitaleikinn 2013 sem var gríðarlega sterkt. Hjá Liverpool, rótgrónu félagi sem hent- ar hugmyndafræði Klopps full- komlega, tók hann lokaskrefið til heimsfrægðar. Klopp veit líka að hann þarf að vera með lið í nokkur ár til að ná árangri. Hinn þrefaldi bakgrunnur Hvað munum við sjá í Porto? Eins og öll bestu liðin eru liðin tvö sem leika til úrslita með þrefaldan bak- grunn. Eins og alls staðar annars staðar, líka í neðri deildunum nú á dögum, er byggt á Sacchi. Bæði lið eru líka með blöndu af Mourinho og Guardiola. City og Chelsea verjast með áherslu á boltann, vilja gera harða atlögu að mótherjanum við hans vítateig og pressa hann þar, en þau vilja líka bakka af og til og leyfa mótherjanum að vera með boltann. Áhrif Guardiola eru áfram sýnileg, en hann lætur sitt lið verjast af meiri krafti en áður. Hann hefur fengið lán- að frá Mourinho því hann er ekki með sömu leikmannagæði og Real eða Barca. Thomas Tuchel hefur líka unnið sér sess í hópi tíu ríkustu liða Evr- ópu. Hann vann bikarinn á tveimur árum hjá Dortmund. Hann varð tvisvar franskur meistari með París SG á tveimur og hálfu ári. Í janúar var hann ráðinn til Chelsea, móður nútímafótbolta, þar sem rússneski ólígarkinn Roman Abramovich hefur fjárfest í tvo áratugi. Hann er fyrsti þjálfarinn til að komast í tvo úrslita- leiki í röð með tveimur liðum. En hver Tuchel er og hver hans arfleifð verður á eftir að koma í ljós. Morgunblaðið/Hanna Spánn Pep Guardiola blés til sókn- ar með lið Barcelona. ÍÞRÓTTIR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Steinþór Már Auðunsson markvörður KA er besti leikmaður 6. umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins en hann lék frá- bærlega í marki Akureyrarliðsins þegar það vann Stjörnuna 1:0 í Garðabæ á mánudagskvöldið. Þótt Steinþór sé orðinn 31 árs gamall leikur hann nú í fyrsta skipti í efstu deild en hann hefur varið mark KA í fyrstu sex leikjum Íslandsmóts- ins. Hann hljóp óvænt í skarðið fyrir Kristijan Jajalo sem handarbrotnaði rétt áður en mótið hófst en undanfarin ár hefur Steinþór aðallega varið mark Magna, Völsungs og Dalvíkur/Reynis og leikið stærstan hluta ferils síns í 2. deild. Steinþór fékk tvö M fyrir frammistöðu sína, eins og þeir Rasmus Christi- ansen úr Val, gegn Keflavík, og Kristinn Steinþórsson úr Breiðabliki, gegn ÍA. Þeir eru í úrvalsliði 6. umferðar eins og sjá má hér fyrir ofan. Þar eru fjórir leikmenn sem eru valdir í liðið í annað sinn á tímabilinu en hinir sjö eru allir valdir í fyrsta skipti. vs@mbl.is 6. umferð í Pepsi Max-deild karla 2021 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-5-1 Steinþór Már Auðunsson KA Rasmus Christiansen Valur Guðmundur Þór Júlíusson HK Dusan Brkovic KA Bjarki Aðalsteinsson Leiknir R. Höskuldur Gunnlaugsson Breiðablik Kristinn Freyr Sigurðsson Valur Helgi Valur Daníelsson Fylkir Pálmi Rafn Pálmason KR Kristinn Steindórsson Breiðablik Sævar Atli Magnússon Leiknir R. 2 2 2 2 2 Nýliðinn sem er 31 árs er besti leikmaður 6. umferðar Hamar úr Hveragerði vann í gær- kvöld sinn fyrsta Íslandsmeist- aratitil í flokkaíþrótt með því að sigra KA 3:0 í öðrum úrslitaleik lið- anna á Íslandsmóti karla í blaki sem fram fór á Akureyri. Hamar vann fyrsta leikinn á sín- um heimavelli, 3:0, og hefði fengið oddaleikinn í Hveragerði ef til hans hefði komið. Hvergerðingar unnu því þrefaldan sigur á þessu keppn- istímabili en þeir urðu áður bæði bikarmeistarar og deildarmeist- arar. Hamar vann fyrstu hrinuna eftir nokkuð jafna baráttu, 25:23, og aðra hrinu með aðeins meira ör- yggi, 25:19. Í þriðju hrinu náðu þeir fljótlega undirtökunum og komust í 10:5. Eftir að KA minnkaði muninn í 13:9 svöruðu Hamarsmenn því vel, 16:9, og eftir það var aldrei spurning um úrslit. Síðustu fjörbrot KA-manna voru að minnka muninn úr 23:14 í 24:19 en lokatölur urðu 25:19 og Ís- landsmeistaratitillinn þar með í höfn. vs@mbl.is Ljósmynd/Þórir Tryggvason Meistarar Hamarsmenn, með bræðurna Kristján og Hafstein Valdimars- syni í stórum hlutverkum, fagna í KA-heimilinu á Akureyri í gærkvöld. Fyrstu Íslandsmeist- arar Hamars _ Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er á leiðinni til upp- eldisfélagsins, Hauka, í sumar frá Bie- tigheim í Þýskalandi. Haukar skýrðu frá því í gær að hann hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið og leysir því af hólmi fyrrverandi sam- herja sinn í landsliði Íslands, Björgvin Pál Gústavsson, sem fer til Vals í sum- ar. Aron hefur leikið erlendis frá 2013 ef undanskilið er eitt tímabil með ÍBV. _ Arnór Ingvi Traustason, Viðar Örn Kjartansson og Rúnar Már Sig- urjónsson verða ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í vináttuleikj- unum í Færeyjum og Póllandi 4. og 8. júní. Arnór er að laga sig að nýju lífi í Bandaríkjunum, Viðar fer ekki vegna sóttvarnareglna í Noregi og Rúnar meiddist á æfingu hjá CFR Cluj í Rúm- eníu. Þeir áttu ekki að leika gegn Mexíkó í Texas á laugardagskvöldið en áður hafði Kári Árnason hætt við að fara með landsliðinu þangað. _ Þremur leikjum sem fram áttu að fara í Pepsi Max-deild karla í fótbolta 30. og 31. maí hefur verið frestað þar sem leikmenn úr nokkrum liðanna fóru með landsliðinu til Texas í gær. Leikirnir KA – Breiðablik, FH – Kefla- vík og Valur – Víkingur verða spilaðir mánudagskvöldið 7. júní í staðinn. Eitt ogannað Philipp Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu þegar það varð heimsmeistari árið 2014 og lék með Bayern München í fimmtán ár. Hann er mótsstjóri Evrópumóts karla sem fram fer árið 2024. Pistlar hans um knattspyrnu, „Mitt sjónarhorn“, birtast reglulega í Morgunblaðinu. Þeir eru skrifaðir í samvinnu við Oliver Fritsch, íþróttaritstjóra þýska netmið- ilsins Zeit Online, og birtast í fjölmiðlum nokkurra Evrópulanda. Í öðrum pistli sínum fjallar Lahm um þrjá áhrifamestu knattspyrnuþjálfara seinni ára og hvernig þeir hafa sín áhrif á úrslitaleik Chelsea og Manchester City í Meistaradeild Evrópu sem fram fer í Porto á laugardagskvöldið. Pistlahöfundurinn Philipp Lahm AFP Úrslitaleikur Chelsea og Manchester City leika til úrslita um Evrópumeist- aratitilinn á Drekaleikvanginum í Porto á laugardagskvöldið. Þróttarkonur unnu sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deild kvenna í knatt- spyrnu í gærkvöld þegar þær lögðu Stjörnuna 5:1 í Garðabæ og komust með því alla leið upp í fjórða sæti deildarinnar. Katherine Cousins skoraði tvö mörk fyrir Þrótt, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Lea Björt Kristjáns- dóttir og Shaelan Murison eitt mark hver en Þróttur var yfir í hálfleik, 2:0. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna með síðasta marki leiksins á 85. mín- útu. 2 M: Andrea Rut Bjarnadóttir og Katherine Cousins (Þrótti) 1 M: Hildigunnur Ýr Benedikts- dóttir og María Sól Jakobsdóttir (Stjörnunni). Íris Dögg Gunn- arsdóttir, Ólöf Sigríður Krist- insdóttir, Shea Moyer og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þrótti). Dómari: Elías Ingi Árnason – 7. Stórsigur hjá Þrótturum Manchester United og Villarreal voru jöfn eftir venjulegan leiktíma í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fót- bolta í Gdansk í gærkvöld, 1:1. Ger- ard Moreno kom Villarreal yfir á 29. mínútu en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 55. mínútu. Fram- lenging stóð yfir þegar blaðið fór í prentun, sjá mbl.is/sport/fotbolti. AFP Jafnaði Edinson Cavani með bolt- ann eftir jöfnunarmarkið. Framlengt í Gdansk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.