Morgunblaðið - 27.05.2021, Page 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
SÓLGLERAUGU
frá Aspinal of London
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Hún var ósvikin, gleðin semfylgdi því að geta loks num-ið kraftinn og sköp-
unargleðina í grasrót íslenskrar tón-
listar eins og hún birtist á hinum
dásamlegu Músíktilraunum. Hefst
nú yfirferð.
1. kvöld
Grafnár opnaði Tilraunirnar með
bylmings-harðkjarnarokki, keyrslan
ógurleg og allt sett í botn. Svona á að
byrja þetta! Þétt spilamennska,
geggjaður söngur hjá Hrafnsunnu og
lagasmíðar lunknar. Engu að síður
var þessi tiltekna framkoma sveitar-
innar eilítið flöt. Hvað því olli er erfitt
að segja til um. Fyrsta band á svið
eða bara eðlilegt stress? Hin fjölskip-
aða Keikó lék órætt popp og var
fyrsta lagið heldur brösótt og ein-
kennalaust. Síðara lagið var betra og
bjó yfir meiri dýpt. Það er eitthvað
að gerjast þarna en reynsluleysið er
enn hamlandi, eðlilega. Það vantaði
ekki öryggið í hinn sextán ára gamla
Konráð Óskar sem leiddi fjöldasöng
eins og íslensk útgáfa af Ed Sheeran.
Tónlistin sem slík þó temmilega
meinlaus, í hefðbundnum söngva-
skáldagír. Fógeti mætti sömuleiðis
svellkaldur á sviðið, í slagtogi við
bassaleikara sem hann kallaði „uku-
lele-spilarann“ sinn. Sjálfur lék hann
á rafgítar og rappaði og söng. Fógeti
hafði mikið að segja og gefa og reiddi
það fram með nokkuð glúrinni tónlist
sem mætti lýsa sem ástríðufullu og
nett tilraunakenndu narðapopp-
rokki. Fógeti hikaði ekki og það
fleytti honum langt. Hin keflvíska
DEMO lagði sig eftir dramatísku
leikvangarokki að hætti Coldplay og
Valdimars sem er samt ekki mikið
meira en fokhelt á þessu stigi máls-
ins. Innlifunin á sviði var hins vegar
ósvikin og sérstaklega átti gítarleik-
arinn Sigurður stórleik í þeim efnum.
Tær er ansi efnileg sveit en eins og
með marga þátttakendur er hún til-
tölulega stutt á veg komin samhrist-
ingslega séð. Kammerpopp sem
minnti á Hjaltalín, brassið hugvit-
samlegt og ef liðsmenn leyfa þessu
að marinerast áfram er aldrei að vita
nema þróunin verði farsæl. Hin
kornunga Continue lék gegnheilt
Músíktilraunarokk, þ.e. einfalt
þriggja gripa rokk beinustu leið út úr
bílskúrnum. Það er í raun lítið hægt
að segja á þessu stigi málsins, sveitin
er greinilega enn að fóta sig og lítið
var um sérkenni eða sérstaka spretti
(nema þegar trommarinn kom inn í
bakrödd í seinna laginu, það var
smekklega af hendi leyst). Rós er
dúett þar sem Melkorka Rós Hjart-
ardóttir sér um söng. Frábær söng-
kona og sýndi hún það svo um mun-
aði. Lagasmíðarnar fremur hefð-
bundnar þó og studdu ekki nægilega
við glæsisönginn. Little Menace lok-
aði svo þessu fyrsta undanúrslita-
kvöldi. Á borð var borið einslags
sveitaballaþungarokk sem mátti hafa
nokkuð gaman af. Síðara lagið var
stórskemmtilegt, líkt og Mini-Pops
hefði ákveðið að henda í Killing Joke-
lag. Bassaleikarinn setti þá upp gas-
grímu, borginmannlegur, og það
stafaði sérkennilegur sjarmi af þessu
öllu saman. Betur má þó ef duga skal
og ef tekið er tillit til þess að sveitin
er búin að vera starfandi í þrjú ár er
ekki óvitlaust að ganga að teikni-
borðinu á nýjan leik. Salur valdi síð-
an Keikó áfram en dómnefnd veitti
Fógeta brautargengi.
2. kvöld
Piparkorn hóf leika, djassbundin
sveit og fjölskipuð. Samspil var með
miklum ágætum og fyrsta lagið vel
hugsað þar sem það reis upp hægt og
rólega. Sveitir af þessum toga missa
sig oft út í hljóðfærafimleika og á því
bar að einhverju leyti. En mest var
samt verið að leita að kjarna sjálfrar
smíðinnar/lagsins, umleitun sem er
merki um tónlistarlegan þroska.
Piparkorn er á réttri og góðri leið.
Hljómsveitin Rúnar Breki (!) minnti
á losaralega útgáfu af Red Hot Chili
Peppers í fyrsta laginu. Rapp og
fönksprettir en framvindan undar-
lega óþétt. Seinna lagið var þá eins-
lags sumarpönk með Botnleðjuívafi.
Rúnar sjálfur var staffírugur í stafni
en tónlistin, eins og ég lýsi, óþægi-
lega upp um alla veggi. Krownest er
firnaþétt þungarokkssveit og keyrði
af eftirtektaverðu afli í gegnum
fyrsta lagið. Lagasmíðar voru í senn
bæði hugmyndaríkar og stefnu-
lausar, þannig var annað lagið til
muna síðra og riff og pælingar í súpu
sem á eftir að þykkja til muna. En
þarna er vissulega einhver neisti,
eitthvað til að vinna með. Aria kom
ein fram með rafgítar og rödd. Söng-
röddin var góð og textarnir með tí-
unda áratugar angistarblæ. Lögin
voru þó heldur ófrumleg og gítarspil
dálítið stíft á köflum. En ég kalla
hana góða að hella svona úr hjartanu
fyrir fullum sal. Límbandið var mikið
flipparaband og meira gjörningur en
hljómsveit. Forsöngvarinn var
öruggur og sjarmerandi en gamanið
kárnaði því miður með hverri mín-
útu, var farið að minna á skets úr
árshátíðarmyndbandi einhvers
menntaskólans undir rest.
The Parasols tók þátt sem Parasol
árið 2019, vakti verðskuldaða athygli
og fór alla leið í úrslit. Tónlistin óræð
indítónlist, ýmislegt í hana spunnið
og söngvarinn Tómas Árni með
sterka nærveru. Ég varð því dulítið
hissa yfir fyrsta laginu sem var ein-
kennilega flatt og óspennandi. Djús-
inn fór þó sem betur fer að flæða í
seinna laginu, meiri broddur, meiri
spenna og meiri sköpun. 7.9.13 kem-
ur frá Akureyri, prúðmannleg og vel
æfð eins og oft er raunin með sveitir
þaðan. Tónlistin sérkennalaust popp-
rokk, fyrra lagið í þynnra lagi og
sama má í raun segja um það síðara,
hvar þéttleiki í framfærslu hefði mátt
vera mun meiri. Særún söngkona
gerði þó vel í framlínunni, hélt þessu
vel saman og býr yfir útgeislun sem
vel er hægt að vinna með. Buttercups
er strípaður dúett, píanó og söng-
rödd og Sóley söngkona beraði sálu
sína fyrir stútfullum sal líkt og Aria
hafði gert áður. Hetjulega gert og
hún gekkst skemmtilega við kæfandi
stressinu. Ég hrósa Sóleyju fyrir að
standa keik en lögin runnu engu að
síður heldur stirðlega verður að segj-
ast. Hitt ber á að líta að dúettinn hef-
ur bara verið starfandi í mánuð og
því meira en nóg rými til bætingar.
Tötrar brúkuðu m.a. melódíku í laus-
legum, djassskotnum spuna hvar
Canterbury-senan og áttunda ára-
tugar geimdjass flugu í gegnum höf-
uðið. Súrir og nokk skemmtilegir
sprettir skutu upp kolli en mestan-
partinn var þetta heldur „töturslegt“
djamm, líkt og okkur hefði verið
varpað inn á óundirbúna æfingu.
Sleem rokkaði vel og vísaði skemmti-
lega í ýmsar fornfálegar áttir;
Hawkwind, eðjurokk („sludge“),
grugg, eyðimerkur- og „stoner“-
rokk. Framreiðslan býsna góð, kraft-
mikill söngur, skemmtilegur hljóð-
gervill og heilt yfir nokkuð þétt.
Bandið fór þó nánast út af teinunum í
seinna laginu sem var vel ófókuserað,
lagakaflar á tvist og bast.
Oddweird lauk kvöldinu skemmti-
lega. Mér leið eins og ég væri að
horfa á tékkneska kvikmynd um tvo
víraða, snarbrjálaða vísindamenn
sem leggja sig eftir því að dirka upp
ýmis furðuhljóð. Flippið keyrði hins
vegar um þverbak undir rest, tónlist-
in tók sér stöðu baksviðs mætti segja
og betri og úthugsaðri samfléttun á
tónlist og leik hefði verið ákjósanleg.
Áhorfendur kusu svo Límbandið
áfram en dómnefnd ákvað að senda
Krownest í úrslit.
3. kvöld
Dopamine Machine rúllaði kvöld-
inu af stað með djassskotnu poppi
undir sterkum áhrifum frá Moses
Hightower (einkum sönglega séð).
Skólagengið fólk og samspil með
ágætum þó að rennsli kvöldsins væri
með eilitlum losarabrag. Seinna lagið
var betra og endaði á glúrinni skrum-
skælingu. Ælupestó lék „hreint og
beint“ pönk og heyra mátti í sveitum
eins og Rass og Blóðmör. Kraftmikið
vissulega en heilt yfir var þetta þó lítt
sannfærandi, aðeins of mikið flipp og
aðeins of lítill fókus. Ólafur Kram var
hreint út sagt framúrskarandi. Risa-
eðlan, Grýlurnar og Slits svifu yfir
vötnum þar sem stúlkurnar sem
bandið skipa (ásamt Sævari Andra
trommara) léku frumlega, ástríðu-
fulla og leitandi tónlist á samhentan
og hrífandi hátt. Iðunn Gígja, hljóm-
borðsleikari og söngkona, fór ham-
förum! YoYo69 er eitt af þeim fjöl-
mörgu verkefnum sem Eli Frost Ara
kemur nálægt þetta árið. Ég tek ofan
fyrir viðleitni hans til að skekja kerf-
ið aðeins, ýta á takka og keyra hluti
fram af hengiflugi. Hann spilar á allt,
og spilar allt, oft í dásamlegri óreiðu.
YoYo69 var einmitt vettvangur fyrir
slíkt, opin og hömlulaus sköpun.
Eilíf sjálfsfróun átti firnagóða inn-
komu árið 2019 en tók það allt saman
á næsta stig núna. Það var þræl-
skemmtilegt að fylgjast með atinu
sem boðið var upp á og Halldór Ívar
forsöngvari fór gjörsamlega á kost-
um. Drengurinn er náttúrubarn þeg-
ar kemur að leikrænum tilþrifum í
söng og sprelli og salurinn tókst
hreinlega á loft undir gríðarlega
skemmtilegu og vel útfærðu „setti“
þeirra pilta. Úthugsað, þaulæft og
metnaðarfullt í hvívetna. Karma
Brigade hefur sett mark sitt á Til-
raunirnar undanfarin ár og iðulega
farið í úrslitin. Fyrra lagið var nokk-
uð vel uppbyggt útvarpspopp með
bandarísku sniði á meðan síðara lag-
ið, sem reyndi sig við epíska upp-
byggingu, féll flatt. Salamandra lék
sér með hæggengt og dramatískt
„goth“, minnti eilítið á Kæluna miklu.
Gott flæði í fyrra laginu og Salóme
söngkona gerði vel í seiðandi dansi.
Seinna lagið var í svipuðum gír en
kannski helst til yfirdrifið og langt.
En efnilegt er það.
Sauðkrækingurinn Atli kom einn
fram með gítar og lykkjuvél („loop-
station“). Fyrra lagið ámátleg Ed
Sheeran-ballaða en gítarspil gott.
Seinna lagið, hvar tónlykkjurnar
fóru á fullt, var mjög flott og mikil
stemning myndaðist í salnum. Það er
meira en vert að fylgjast með pilti á
næstu misserum. Laminar Flow kom
örugg til leiks og mikil stemning í
bandinu. Tónlistin tónaði því miður
ekki við hressleikann á sviðinu, órætt
popprokk eins og ég kalla það stund-
um og lítið að frétta í einstökum lög-
um. Cosmic Onion hljómaði dálítið
eins og sveitarheitið gefur til kynna.
Gott, hippískt „grúv“ á köflum en það
vantaði alveg heildarhugsunina í lög-
in. Eins og góðum brotum hefði verið
slengt einhvern veginn saman og svo
Máttur Músíktilrauna
Hér fara stuttar um-
sagnir um allt það lista-
fólk sem atti kappi á
undanúrslitakvöldum
Músíktilrauna þetta ár-
ið. Kvöldin fóru fram í
Hörpu dagana 22.-25.
maí.
Ljósmyndir/Brynjar Gunnarsson
Eilíf sjálfsfróun Átti firnagóða innkomu árið 2019 en tók það allt saman á næsta stig núna, skrifar pistilritari.
Fógeti Var með bassaleikara sem hann kallaði „ukulele-spilarann“ sinn. Keikó Annað lagið var dýpra.