Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Þetta er málverkasýning, ég hef
verið með sýningu þarna áður. Ég
hef verið að mála núna í Covid,
það hefur ekki verið neitt annað að
gera þannig að ég hef bara hrúgað
niður myndum,“ segir Þórhallur
Sigurðsson, betur þekktur sem
Laddi, um myndlistarsýningu sem
hann opnar í kvöld í Smiðjunni,
listhúsi og innrömmunarstofu, í
Ármúla 36 í Reykjavík. Laddi seg-
ist bæði sýna olíumálverk á striga
og teikningar á pappír.
Myndlist Ladda er fígúratíf, að
hans sögn. „Þetta eru fígúrur,
bara expressjónismi, svolítið svo-
leiðis og örlítið súrrealískt,“ segir
hann og að ýmsar týpur skjóti upp
kollinum.
Spurður út í fjölda verka á sýn-
ingunni segir Laddi þau 38 talsins,
38 myndir. „Ég vona að þær kom-
ist allar fyrir, við bara neglum upp
í loftið ef þær gera það ekki,“ seg-
ir Laddi.
Stóð alltaf til
En hvernig kviknaði þessi áhugi
leikarans og grínistans ástsæla á
myndlist?
„Þetta stóð alltaf til, alveg frá
því ég var mjög ungur, að vera
listamaður. Ég hef alltaf verið að
teikna og krafsa en hafði aldrei
málað neitt og það stóð alltaf til en
svo bara fór þetta í aðra átt, ég fór
út í hljómsveita- og skemmtibrans-
ann þannig að þetta varð að bíða.
Það eru svona tíu ár síðan ég byrj-
aði að mála, ég sagði þá að nú
væri kominn tími á þetta, að ég
myndi gera þetta þegar ég væri
orðinn gamall. Það var ekki hægt
að bíða lengur og ég byrjaði á
þessu þegar ég var rúmlega sex-
tugur, 63 eða 64 ára,“ svarar
Laddi.
Hann er spurður út í vinnu-
aðstöðuna og segist hann hafa
útbúið vinnustofu í einu herbergj-
anna heima hjá sér sem áður var
skrifstofa og þar áður barna-
herbergi. „Ég er búinn að vera
heima mestallan tímann,“ segir
Laddi um vinnustofuna og segist
hæstánægður með það fyrirkomu-
lag.
Sýning Ladda verður opnuð í
kvöld kl. 20 og er sú þriðja sem
Safnið heldur á myndlist hins þjóð-
kunna gleðigjafa.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölhæfur Laddi í Smiðjunni með eitt af malverkum sínum í bakgrunni.
Hann opnar myndlistarsýningu í húsinu í dag og sýnir 38 myndir.
Dældi út verkum í kófinu
- Fígúrur og súrrealismi einkenna myndlist Ladda sem
opnar sýningu á verkum sínum í dag í Smiðjunni í Ármúla
Bandaríski leikarinn Kevin Spacey
hefur verið ráðinn í hlutverk í
ítalskri kvikmynd sem leikstýrt er af
Franco Nero. Er það talið fyrsta
kvikmyndahlutverk hans eftir að
ásakanir hófu að birtast á hendur
honum vegna kynferðisbrota og
kynferðislegrar áreitini í garð
ungra karlmanna og drengja árið
2017 em hátt í tuttugu sökuðu leik-
arann um slík brot.
Kvikmyndin sem Spacey mun
leika í nefnist L’uomo Che Disegno
Dio og er Vanessa Redgrave í einu
hlutverkanna. Leikstjórinn Franco
Nero er eiginmaður hennar en hann
er einnig leikari
og vakti upp-
haflega athygli í
spagettívestr-
anum Django ár-
ið 1966. Spacey
mun leika rann-
sóknarlögreglu-
mann og er í
aukahlutverki.
Spacey átti far-
sælan feril sem leikari fram að ásök-
ununum og hefur í tvígang hlotið
Óskarsverðlaun. Síðasta kvikmynd-
in sem Spacey sást í var Billionaire
Boys Club frá árinu 2018.
Spacey ráðinn í ítalska kvikmynd
Kevin Spacey
AF KVIKMYNDUM
Gunnar Ragnarsson
Um auðugan garð er að gresjaí Bíó Paradís erStockfish-kvikmynda-
hátíðin stendur sem hæst en henni
lýkur á sunnudag. Sem fyrr er efnis-
skrá hátíðarinnar afar forvitnileg
fyrir aðdáendur listrænna kvik-
mynda, og er nánast sama hvar
drepið er niður fæti, iðulega er upp-
skeran rík. Pistlahöfundur tók
stikkprufu (þó ekki alveg af handa-
hófi) af úrvalinu og sá þrjár ræmur
sem verða á boðstólum næstu daga.
Íranska kvikmyndin Það er
ekkert illt (Sheytan vojud nadarad,
2020) eftir leikstjórann Mohammad
Rasoulof (sýnd laugardaginn 29.
maí kl. 16) hlaut Gullbjörninn, aðal-
verðlaun alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðarinnar í Berlín, í fyrra og því
nokkur fengur í henni. Myndin
skiptist í fjórar mismunandi frá-
sagnir er varða allar með einhverj-
um hætti dauðarefsingu og áhrif
hennar á líf fólks í írönsku sam-
félagi. Áhrifarík nálgun verksins að
eldfimu viðfangsefni er í gegnum
persónur sínar.
Fyrsti kaflinn greinir með klín-
ískri nákvæmni frá daglegri rútínu
millistéttarfjölskyldu (og einblínir á
föðurinn) í Teheran. Frásögnin er
úthugsuð og endar með hvelli og má
hrósa fyrir stígandi í klippingu.
Hver kafli myndarinnar byggist á
þeim fyrri og verða sögurnar
dramatískari þegar á líður með ítar-
legri innsýn í sálarlíf og aðstæður
persóna. Söguhetjur annars hluta
flýja skyldur sínar innan dauða-
sveitar hersins og syngja baráttu-
sönginn „Bella Ciao“ á vegum úti.
Pólítísk afstaða verksins er sem sagt
á yfirborðinu og er það áhugavert ef
hugsað er til stjórnarfars í Íran og
ritskoðunarstefnu yfirvalda á kvik-
myndum. Örlítill dæmisögubragur
er á verkinu, en sögurnar eru þó
nógu sértækar til að forða sér frá
kæfandi fræðsluandrúmslofti. Eyði-
Smakkað af skreiðarseðli
Grátandi kona Úr La llorona frá Gvatemala sem setur atburði úr sögu landsins í fantasíubúning.
merkursveit, skrykkjóttir fjallaveg-
ir og slitrótt símasamband fjórða
kaflans kinka kolli til kvikmynda-
meistarans Abbas Kiarostamis á
skemmtilegan hátt.
Íranska listabíóið var einkar
fyrirferðarmikið í alþjóðlegu kvik-
myndalandslagi tíunda áratugarins
og hefur gengið í endurnýjun líf-
daga undanfarinn áratug. Tog-
streita listræns frelsis og ritskoð-
unarstefnu yfirvalda er einatt hluti
af verkunum (og hluti af aðdráttar-
afli þeirra) en birtist með misaug-
ljósum hætti. Það er ekkert illt hef-
ur ekki verið sýnd innan heima-
landsins og er að stórum hluta gerð
með þýsku fjármagni (en tökur
hennar fóru víst fram leynilega).
Leikstjórinn Rasoulof, líkt og starfs-
bróðir hans Jafar Panahi, hefur
uppskorið fangelsisdóma og ferða-
bann fyrir kvikmyndir sínar frá
yfirvöldum og stendur í áfrýj-
unarferli í þessum rituðum orðum.
Myndin er hluti af magnaðri hefð,
sem þrífst enn þann dag í dag þrátt
fyrir aukna kúgun stjórnvalda á
kvikmyndagerðarmönnum. Einnig
má sjá írönsku kvikmyndina Sól-
arbörnin (2020) á hátíðinni (sýnd í
kvöld kl. 20.15) en hún er eftir Majid
Majidi, leikstjóra Himnabarnanna
(1997) sem eflaust margir muna eft-
ir.
Norska heimildarmyndin List-
málarinn og þjófurinn (Kunstneren
og tyven, Benjamin Ree, 2020) (sýnd
laugardaginn 29. maí kl. 17) hlaut
Nordisk Panorama-verðlaunin sem
besta heimildarmynd síðasta árs.
Tveimur málverkum tékknesku
myndlistarkonunnar Barboru Kysil-
kovu er stolið úr galleríi í Osló en
lögreglan finnur þjófana út frá upp-
tökum í öryggismyndavélum. Karl-
Bertil Nordland, annar þjófurinn, er
karlmaður á fertugsaldri sem þjáist
af fíknsjúkdómi og hefur lent á
glæpabraut. Afdrif listaverkanna
eru á huldu þar sem Karl-Bertil man
ekki eftir kvöldinu afdrikaríka sök-
um vímunnar. Karl-Bertil iðrast
innilega, Barbara notar hann sem
módel fyrir verk sín og með þeim
tekst vinskapur. Þessi sérstæða at-
burðarás er eflaust nóg til að vekja
athygli lesenda og er óhætt að mæla
með myndinni, sem er afar mannleg
í nálgun sinni. Fylgst er með persón-
unum tveimur yfir langt tímaskeið –
og eru sömu atburðir sýndir tvisvar,
út frá mismunandi sjónarhorni, og
gætir myndin á þennan hátt að því
að rödd beggja fái að heyrast, sem
skilar af sér dýpri mynd af mann-
eskjunum. Nokkur atriði (litlar hag-
ræðingar á „sannleikanum“) eru
fullaugljóslega sviðsett til að þjóna
framvindunni – þetta er óumflýjan-
legur hluti af heimildarmyndagerð
en ögn klunnalega útfært í þessari
annars góðu kvikmynd.
Fremst meðal jafningja stendur
Grátandi konan (La llorona, Jayro
Bustamante, 2019) (sýnd í kvöld kl.
22.20) frá Gvatemala. Myndin setur
atburði úr sögu landsins í fantasíu-
búning. Réttað er yfir öldruðum
hershöfðingja, Enrique að nafni, en
hann fyrirskipaði þjóðarmorð á
Maya-þjóðflokknum þar í landi.
Enrique hlýtur dóm en er þó á end-
anum sýknaður af ríkisvaldinu.
Hann ásamt eiginkonu, dóttur og
dótturdóttur, verður innlyksa í stór-
hýsi sínu. Fyrir utan standa yfir
linnulaus mótmæli Mayanna. Þjón-
ustufólkið (allt af Maya-ættum) yfir-
gefur býlið sökum ótta, en það virð-
ist reimt í húsinu. Valeriana stendur
ein eftir af þjónustuliðinu (en
tryggðaböndin hennar til húsbónd-
ans virðast ná dýpra) og biðlar til
fólks úr heimabyggð sinni að koma
til vinnu. Aðeins ein dularfull ung
kona svarar kallinu og gegnir hlut-
verki óþekkta aflsins innan frásagn-
arinnar.
Söguþráður þessi byggist á
þjóðarmorði þarlendra yfirvalda á
Maya-fólki við upphaf níunda ára-
tugarins, en tugþúsundir voru myrt-
ar og hurfu sporlaust. Myndin er
eiginlegt stofudrama með hryllings-
eða draugasöguundirtóni. Kjarninn
er þó kvenlæg fantasía þar sem vit-
und kvenna – þeirra hvítu og með-
virku – og þolenda er sameinuð til
að ná hefndum á patríarknum sem
hefur myrt og misþyrmt um árabil.
Þessi greinablöndungur er afar frjó
leið til að tjá tráma sem umlykur og
skilgreinir allt í kringum sig. Niður
með ógeðið, niður með feðraveldið.
Margt annað af dagskrá
helgarinnar freistar undirritaðs.
Nóg er að fá af gæðaraunsæi og líta
hin georgíska Upphaf (Dea Kulum-
begashvili, 2020) (28. og 30. maí kl.
19.10) og ástralska Barnatennur
(Shannon Murphy, 2019) (29. maí kl.
19) vel út. Þó er skylda að sjá eitt-
hvað skringilegt á kvikmyndahátíð
og er líklegt að rússneskur súrreal-
ismi í formi
Tzarevna Scaling (Uldus
Bakhtiozina, 2020) (30. maí kl. 22)
eða kanadískur furðuvísindaskáld-
skapur Tuttugasta öldin (Matthew
Rankin, 2020) (28. maí kl. 22.15)
uppfylli þær þarfir. Ekki má gleyma
Sprettfisknum, þar sem nýjum ís-
lenskum stuttmyndum er gert hátt
undir höfði, og Physical Cinema-
anga hátíðarinnar.
Góða skemmtun.
»
Sem fyrr er efnis-
skrá hátíðarinnar af-
ar forvitnileg fyrir aðdá-
endur listrænna
kvikmynda, og er nán-
ast sama hvar drepið er
niður fæti, iðulega er
uppskeran rík.
Vissir þú
að K100
130%
*
er ferskasta útvarpsstöð landsins
og hlutdeild á fyrsta ársfjórðungi
2020 vs 2021 fór upp um
*
G
a
llu
p
Q
1
2
0
2
0
til
Q
1
2
0
2
1