Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Aukaársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2021 verður haldinn
þriðjudaginn 1. júní, kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Vegna sóttvarnareglna stjórnvalda eru sæti í fundarsal takmörkuð.
Fundurinn verður einnig rafrænn og eru sjóðfélagar hvattir til
þátttöku með þeim hætti.
Upplýsingar um dagskrá og framkvæmd fundarins, m.a. varðandi
þátttöku í rafrænum fundi, eru birtar á vef sjóðsins, www.live.is.
Dagskrá fundarins
• Samþykktarbreytingar
• Önnur mál
Reykjavík, 21. apríl 2021
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Aukaársfundur 2021
Lífeyrissjóður
verzlunarmanna
—
live.is
Margrét Þóra Þórsdóttir
maggath61@simnet.is
Rafræn og ráðgefandi íbúakosning
hófst á Akureyri í gær um breytingu
á aðalskipulagi Oddeyrar. Kosið er í
þjónustugátt á vefsíðu Akureyrar-
bæjar og stendur kosning yfir fram
að miðnætti 31. maí næstkomandi eða
í fimm daga. Allir íbúar, 18 ára og
eldri, með lög-
heimili á Akureyri
geta kosið.
Sóley Björk
Stefánsdóttir, for-
maður Stýrihóps
um íbúasamráð,
segir að kosningin
verði ráðgefandi
fyrir bæjarstjórn,
ekki bindandi.
„Þetta er fyrst og
fremst könnun á
vilja íbúa bæjarins gagnvart upp-
byggingu á svæðinu,“ segir hún.
Sóley Björk segir markmiðið með
kosningunni að kanna viðhorf og vilja
fólks í þessum efnum og því sé mik-
ilvægt að sem allra flestir taki þátt og
láti í ljós sína skoðun á málinu. Á vef-
svæði inni á heimasíðu Akureyrar-
bæjar eru kynntir þeir kostir sem
kosið er á milli, sýndar myndir af
byggingu og hæð þeirra til viðmiðun-
ar við aðrar sem fyrir eru og eins er
þar greint ítarlega frá ferli málsins
frá því fyrstu hugmyndir komu upp
og voru kynntar.
Valið stendur á milli fjögurra kosta,
það er að velja gildandi aðalskipulag
sem gerir ráð fyrir húsum upp á 3 til 4
hæðir, málamiðlunartillögu sem gerir
ráð fyrir 5 til 6 hæða húsum og svo til-
lögu að aðalskipulagsbreytingu sem
kynnt var í byrjun árs og gerir ráð
fyrir að á svæðinu verði einasta bygg-
ingar allt að 6 til 8 hæðir. Loks getur
fólk einnig hakað við þann valkost að
það hafi ekki skoðun á málinu.
Miklar og háværar umræður
„Það er mjög mikilvægt að fólk láti
í sér heyra, taki þátt og komi sinni
skoðun á framfæri. Við viljum endi-
lega líka heyra frá þeim sem hafa
enga sérstaka skoðun á málinu því
það er gott fyrir okkur í bæjarstjórn
að fá fram hversu stór hópur það er.
Það hafa verið miklar umræður og oft
mjög háværar um þessar hugmyndir
um háar byggingar neðst á Oddeyri.
Þær vöktu strax mikla athygli, það
bárust til dæmis hátt í 100 athuga-
semdabréf frá almenningi þegar að-
alskipulagstillagan var auglýst. Það
hafa verið gerðar ýmsar breytingar
til að bregðast við þeim athugasemd-
um og umsögnum en enn eru skiptar
skoðanir um þau áform sem hafa ver-
ið kynnt,“ segir Sóley Björk.
Renna blint í sjóinn
Hún segir að bæjarfulltrúar renni
blint í sjóinn varðandi þátttöku, en
rafræn kosning hefur ekki áður verið
framkvæmd á Akureyri. „Við vonum
að fólk taki vel í þetta, við höfum verið
að þróa íbúasamráð undanfarin ár og
þessi kosning er angi af þeirri þróun.
Í þessari kosningu er um að ræða
breytingu á aðalskipulagi bæjarins,
sem er þess eðlis að horft er langt
fram í tímann. Niðurstaðan verður
eins konar vegvísir fyrir okkur við
áframhaldandi skipulag bæjarins,
það verða gjarnan miklar umræður
um hæð bygginga og sýnist sitt hverj-
um. Með þessari ráðgefandi kosningu
fáum við innsýn í það hvað íbúar bæj-
arins eru að hugsa í þeim efnum.“
Mikilvægt að fólk láti í sér heyra
- Rafræn og ráðgefandi íbúakosning um breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar hafin á Akureyri - Kosið
á milli fjögurra kosta - Miklar umræður hafa verið um hugmyndir um háar byggingar neðst á Oddeyri
Skipulagstillögur Tvær af tillögunum sem kosið er um. Til vinstri er gildandi aðalskipulag, 3-4 hæðir, og til hægri tillaga þar sem hús geta verið 6-8 hæðir.
Sóley Björk
Stefánsdóttir
„Það er vel skiljanlegt að bæjar-
stjórn reyni að átta sig á við-
horfum íbúa til þessa máls, jafn-
vel þó að ekki verði neitt úr
einmitt þeim hugmyndum sem
kynntar voru. Niðurstaða úr
kosningu getur gefið vísbend-
ingar um viðhorf til einhvers sem
getur komið upp á þessum stað
síðar eða jafnvel annars staðar í
bænum. Því held ég að það geti
falist í þessu ákveðin upplýs-
ingaöflun sem gagnast þó síðar
verði,“ segir Grétar Þór Eyþórs-
son, prófessor í viðskiptadeild
Háskólans á Akureyri, um íbúa-
kosningu sem stendur yfir á
Akureyri um breytingu á aðal-
skipulagi Oddeyrar.
50% þátttaka er viðunandi
Grétar Þór segir þátttöku í
íbúakosningum um skipulagsmál
hér á landi vera misjafna, allt frá
því að vera nokkuð góða og niður
í dræma þátt-
töku. Umdeild
mál ýti undir
þátttöku. Þann-
ig hafi margir
tekið þátt í
kosningu um
deiliskipulag við
álverið í
Straumsvík árið
2007. Málið var
mjög umdeilt og
þátttaka varð 77%. Kosning um
skipulag á Seltjarnarnesi árið
2005 dró 52% að kjörborði en ein-
ungis varð 37% þátttaka í kosn-
ingu um framtíð Reykjavíkur-
flugvallar árið 2001.
„Ég geri mér ekki alveg grein
fyrir því hversu umdeilt þetta
Oddeyrarmál er eða hversu mikið
það snertir fólk. Fyrirfram held
ég að það sé til að mynda ekki
jafn heitt og Straumsvíkurmálið
og giska á að þátttaka fari ekki
yfir 50%. Samt sem áður, ef um
það bil 50% þátttaka næst er það
vel viðunandi,“ segir hann.
Landlæg andstaða
Grétar Þór segir ljóst að upp-
hafleg hæð bygginga á svæðinu á
Oddeyrartanga hafi verið gríð-
arlega mikil miðað við þær bygg-
ingar sem fyrir voru á svæðinu
og því um að ræða mjög bylting-
arkenndar hugmyndir.
„Ég er ekki hissa á þeirri
hörðu andstöðu sem hugmyndin
mætti frá upphafi,“ segir hann og
bætir við að sér hafi oft og tíðum
þótt andstaða við breytingar al-
mennt vera talsvert landlæg á
Akureyri. „En hvort það er út-
breidd andstaða meðal fólks eða
hörð og áberandi andstaða fárra
er ekki alltaf gott að átta sig á.
Oft geta fáir valdið miklum há-
vaða ef gusugangurinn er nægi-
lega mikill,“ segir Grétar Þór.
Oft geta fáir valdið miklum hávaða
ef gusugangurinn er nægilega mikill
Grétar Þór
Eyþórsson
Hjónavígslum fækkaði um 43%
fyrstu tvo mánuði ársins 2021 frá
sömu mánuðum árið 2020. Í janúar
og febrúar 2020 fóru fram 596
hjónavígslur en í upphafi þessa árs
voru þær 342 talsins. Skilnuðum
fækkaði einnig en þó minna, úr 212
í 172. Þetta kemur fram í nýjum töl-
um frá Þjóðskrá. Hjónavígslur voru
14% færri árið 2020 en árið 2019,
en skilnuðum fækkaði um 4% á
sama tímabili.
Sumarið fer hægt af stað
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson,
safnaðarprestur í Fríkirkjunni,
segir að það líti út fyrir að fleiri
brúðkaup verði haldin í sumar en
sumarið 2020. Bókanir séu að kom-
ast á skrið. Þó hafi mörgum brúð-
kaupum sem fyrirhuguð voru í júní
verið frestað.
Hjörtur segir að meira hafi verið
um látlausar hjónavígslur í kór-
ónufaraldrinum en áður. Séra
Gunnar Sigurjónsson, sóknar-
prestur Digranes- og Hjalla-
prestakalls, tekur undir það og seg-
ir marga hafa viljað láta gefa sig
saman þrátt fyrir að geta ekki boð-
ið mörgum. „Það sem skiptir fólk
mestu máli er að það er að fara að
eiga hvort annað,“ segir hann.
Sigríður Hjálmarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hallgrímskirkju,
segir heldur fá brúðkaup á dagskrá
í Hallgrímskirkju í sumar og marg-
ir hafi frestað fram á næsta ár.
Ástandið sé þó betra en síðasta
sumar þegar einungis fern brúð-
hjón voru gefin saman í kirkjunni.
Hjá Siðmennt eru fleiri giftingar
bókaðar í sumar en sumarið 2020,
en fjöldinn er nokkuð frá því sem
var sumarið 2019 áður en farald-
urinn hófst. Þar munar mest um
giftingar fólks sem kemur frá öðr-
um löndum. esther@mbl.is
Brúðkaupum
fækkar milli ára
- Bókanir í sumar að komast á skrið
Ljósmynd/Laimonas Dom Baranausk
Gifting Það stefnir í fleiri brúð-
kaupsveislur í sumar en í fyrra.