Morgunblaðið - 28.05.2021, Page 8

Morgunblaðið - 28.05.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 Það hefur veriðheldur ömurlegt að fylgjast með um- ræðu á Alþingi síð- ustu daga, ekki síst málatilbúnaði pírata sem sökkva æ dýpra í sýndarmennskufenið. Á þriðjudag fór fram sérstök umræða að þeirra frumkvæði undir yfirskriftinni: „Traust á stjórn- málum og stjórn- sýslu.“ Þær umbúðir voru þó aðeins yfir- skin því að tilgangur umræðunnar var bersýnilega að stilla forsætisráðherra, sem var til svara, upp og reyna að fá fram úti- lokunaryfirlýsingu. - - - Útilokunarmenningin er það semheillar pírata mest um þessar mundir og markmiðið er að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá stjórnarþátt- töku. Hingað til hafa flokkar reynt að komast áfram á eigin verðleikum og hafa í leiðinni bent á galla annarra, en píratar hafa enga stefnu. Þeirra markmið um þessar mundir er að ræða spillingu, reyna að finna hana hvort sem við á eða ekki, og klína svo tilbúningnum á einn stjórnmálaflokk. - - - Píratar afhjúpuðu sig illilega íþessari sérstöku umræðu og staðfestu að þeir standa ekki fyrir neitt, ætla öðrum allt illt og vilja nota uppnám og spillingartal til að fleyta sér aftur inn á þing í haust, langt umfram verðleika. - - - Í fyrradag bættu þeir svo um beturmeð því að senda erindi til ÖSE með ósk um kosningaeftirlit í haust. Átyllan er meint spilling hér á landi. - - - Það þarf enginn að undrast aðtraust á stjórnmálum sé lítið hér á landi þegar slíkir menn veljast á þing. Ömurleg umræða í boði pírata STAKSTEINAR Andrés Ingi Jónsson Björn Leví Gunnarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjögur tilboð bárust í verkið „Bryggjuhverfi vest- ur, landfylling“ sem Reykjavíkurborg bauð út fyr- ir skömmu. Þegar tilboð voru opnuð á þriðjudag- inn kom í ljós að þau voru öll langt yfir kostnaðaráætlun, eða á bilinu 204-269%. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 720 milljónir króna. Ístak hf. bauð lægst eða 1.469,7 milljónir króna. Suðurverk hf. bauðst til að vinna verkið fyrir 1.616 milljónir, Óskatak ehf. fyrir 1.611,5 milljónir og Snókur verktakar ehf. fyrir 1.936,8 milljónir. Verið er að yfirfara tilboðin. Þetta verður fyrsti áfangi af þremur en alls eru áformaðar landfyllingar þrettán hektarar að stærð í Bryggjuhverfi. Seinni tvær landfyllingarn- ar eiga eftir að fara í umhverfismat þar sem m.a. verða könnuð áhrif þeirra á laxagengd í Elliðaárn- ar. Verkið sem nú er boðið út felst í gerð landfyll- inga, farghauga og varnargarðs fyrir vesturhluta Bryggjuhverfis, ásamt tilfærslu á farghaugum innan svæðisins. Einnig skal fjarlægja núverandi hafnarbakka Ártúnshöfðahafnar, þar sem dælu- skip Björgunar hafa haft viðlegu undanfarna ára- tugi. sisi@mbl.is Geysihá tilboð í landfyllingu - Lægsta tilboðið var 204% af kostnaðaráætlun Bryggjuhverfið Bryggjan í Ártúnshöfðahöfn mun hverfa þegar nýja landfyllingin kemur. Efnt er til atkvæðagreiðslu um nafn á nýjan þjóðgarð á Vestfjörðum. Al- menningi gefst kostur á að velja á milli fimm nafna á vef Umhverfis- stofnunar, ust.is. Á auglýsingatíma áforma um þjóðgarðinn óskaði Umhverfis- stofnun eftir tillögum um nafn. Barst 21 tillaga frá 28 manns. Sam- starfshópur verkefnisins fór yfir tillögurnar og valdi úr þeim fimm nöfn sem hópnum fannst best. Nöfnin sem valið er á milli eru eftirfarandi. Skýringarnar koma frá þeim sem sendu tillögurnar inn. Vesturgarður. Talið einfalt nafn, lýsandi og grípandi. Þjóðgarðurinn Gláma. Nafnið myndi halda á lofti nafni jökuls sem er horfinn ásamt því að vísa til Glámuhálendis. Dynjandisþjóðgarður. Heitið vís- ar til fossins Dynjanda sem er innan þjóðgarðsins. Arnargarður. Sú tillaga vísar til stofns hafarna í þjóðgarðinum. Vestfjarðaþjóðgarður. helgi@mbl.is Atkvæði greidd um fimm tillögur að nafni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Einkenni Fossinn myndarlegi, Dynjandi, verður innan marka þjóðgarðs. SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Sundkjóll 15.990 kr Stærðir 42-56 Bikiní haldari 8.990 kr C-H skálar Bikiní haldari 8.990 kr Stærðir 42-54 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.