Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Sími 552 2018
info@tasport.is
Nánari
upplýsingar á
eða552 2018
tasport.is
5 nætur og 4 daga golf og svo 4 nætur í Barcelona.
Verð frá kr. 269.800
Golf ogElton John
meðHelgu Möller
16.-25. október 7.-14. október
Skólastjóri Snorri Páll Ólafsson PGA golfkennari
Verð frá kr. 234.800 ámann í tvíbýli.
Afsláttur kr. 8.000 ámann ef 4 bóka saman.
Kvennagolfskóli
nú var áður drullugur moldar-
stígur, að sögn Torfa, svo nýja við-
bótin er mikið fagnaðarefni enda
gefst gestum nú tækifæri til þess
að skoða þessar sögulegu minjar
þurrfætis og frá betra sjónarhorni.
„Núna erum við búin að lyfta þessu
upp og fyrir vikið sjá allir gestir
þessar búðartóftir mun betur.“
Ferðamönnum fjölgar rólega
Torfi segir fjölda ferðamanna
stöðugt aukast en bílaleigubílar
verða sífellt meira áberandi þó
rútur séu enn fremur fátíðar. Geta
þá starfsmenn á Þingvöllum einnig
fylgst með fjölda ferðamanna með
teljurum sem búið er að koma fyrir
í Almannagjá og við Öxarárfoss en
samkvæmt upplýsingum frá þeim
er hæg fjölgun ferðalanga og mun-
ar um marga tugi þúsunda ef borið
er saman við tölur frá maí 2019.
Auk erlendra ferðamanna hafa
Íslendingar einnig verið duglegir
að láta sjá sig í góða veðrinu og um
helgar. Talsverð umferð hefur ver-
ið undanfarna daga en að sögn
Torfa eru landsmenn duglegir að
skoða þingstaðinn og kíkja á sýn-
inguna í gestastofunni þegar þeir
eru í fríi.
Fjör og fræðsla í sumar
Mikið verður um að vera á Þing-
völlum í sumar og hvetur Torfi fólk
til að kynna sér dagskrána á heima-
síðu þjóðgarðsins, Thingvellir.is.
Verða þá haldnar fimmtudags-
göngur í júní og júlí og mun Guðni
Ágústsson leiða þá fyrstu þann 24.
júní. Eins verða landverðir með
göngur á laugardögum klukkan eitt
þar sem farið verður inn í hraunið
og eyðibýli skoðuð. Að sögn Torfa
er um að ræða mjög áhugaverða
sögu og náttúru og því um að gera
að mæta og kynna sér það.
Torfi endar viðtalið bjartsýnn á
sumarið. „Okkur líst bara rosalega
vel á sumarið 2021. Bæði erum við
að sjá fjölgun á gestum og það
verður frábært veður. Covid-19-
áhættan virðist vera minnkandi.
Við erum að sjá rosa gjöfult fuglalíf
í þjóðgarðinum […] Það er allt ein-
hvern veginn að vakna til lífsins,
við erum að vakna til lífsins.“
Þingvellir
eru að vakna
til lífsins á ný
- Verkefnastjóri Þingvallaþjóðgarðs
segist vera bjartsýnn á sumarið
Morgunblaðið/Eggert
Nýr stígur Framkvæmdum við Þingvelli miðar vel áfram en á myndinni má sjá Búðarstíg sem liggur í gegnum eitt
helsta fornleifasvæðið. Stígnum er tyllt ofan á gamla rafmagnsstaura og hafa gestir góða yfirsýn yfir svæðið.
Göngur Torfi Stefán Jónsson, verkefnastjóri þjóðgarðsins, hvetur fólk til að
mæta í göngur og kynna sér stórbrotna sögu og náttúru Þingvalla.
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Framkvæmdir á Þingvöllum eru
komnar langt á leið en nýr stígur í
gegnum Búðarsvæðið er nú tilbú-
inn auk þess sem tvö af þremur sal-
ernum sem bæta á við núverandi
aðstöðu eru tilbúin.
Torfi Stefán Jónsson, sagnfræð-
ingur og verkefnastjóri í Þingvalla-
þjóðgarði, kveðst spenntur fyrir
komandi sumri í samtali enda mörg
ný spennandi verkefni að komast á
laggirnar. Megi þar meðal annars
nefna Búðarstíg sem er ný viðbót
við gönguleiðirnar sem hægt er að
finna á Þingvöllum.
Búðarstígur liggur í gegnum eitt
helsta fornleifasvæðið á staðnum
þar sem bróðurparturinn af búðum
þeirra sem sóttu Alþingi til forna
stóð.
„Það eru fornleifar undir og ekki
hægt að reka neitt niður þannig að
það eru lagðar þökur, járnplötur og
síðan eru notaðir gamlir rafmagns-
staurar, þeir sagaðir niður og þessu
er bara tyllt á. Þannig að stígurinn
í sjálfu sér flýtur en er ekki festur
niður. Þetta er eins afturkræft og
mögulegt er,“ segir hann.
Þar sem nýja gönguleiðin liggur
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Sigurður Magnússon, leiðsögu-
maður hjá Arctic Adventures, er
bjartsýnn á komandi ferðaþjón-
ustusumar og er hann glaður að
fleiri ferðamenn séu nú sjáanlegir.
„Þetta hefur verið langur vetur.“
Bókaður fram í september
Sigurður var nýfarinn af stað í
sex daga hringferð þegar blaða-
maður Morgunblaðsins náði tali af
honum við Geysi þar sem hann var
staddur með hóp ferðamanna.
Sigurður segir bókanir fyrir
sumarið líta mjög vel út „Ég er
bókaður út september í ferðir,
þannig að ég veit alveg hvernig ég
er að fara vinna næstu mánuðina.
Hingað til er þetta bara mjög gott,
þetta er að fara af stað.“
Undanfarna mánuði hefur Arctic
Adventures haldið úti ferðum upp
að gosstöðvunum í Geldingadal, í
íshellinn í Langjökli og köfun í
Silfru, svo eitthvað sé nefnt. Nú
fara hins vegar fleiri ferðir að bæt-
ast við þegar ferðamönnum fer að
fjölga. Er fyrirtækið nú að fjölga
starfsmönnum en að sögn Sigurðar
voru nokkrir ráðnir inn í byrjun
maí og fleiri starfsmenn bætast við
hópinn 1. júní.
Ástandið eins og fyrir 15 ár-
um
Spurður hvort hann finni fyrir
miklum breytingum þegar kemur
að því að leiðsegja ferðamönnum
núna í samanburði við fyrri ár seg-
ir Sigurður afgreiðslutímann
standa hvað mest upp úr.
„Ég finn mest fyrir því hversu
lítið er búið að opna af veitinga-
stöðum. Þetta er svipað og þetta
var fyrir 10 til 15 árum þegar sum-
arið var að byrja. Ferðaþjónustan
var náttúrlega orðin árið um kring,
þá voru öll hótel og veitingastaðir
opin. Þetta virðist þó vera að fara í
gang. Verið að opna í áföngum.“
Langur vetur að enda í ferðaþjónustunni
- Sigurður Magnússon leiðsögumaður
sér fram á annasamt sumar
Morgunblaðið/Eggert
Bjartsýnn Sigurður Magnússon, leiðsögumaður hjá Arctic Adventures, er
nýlagður af stað í sex daga hringferð en hann sér fram á annasamt sumar.