Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
F
lug út í Grímsey frá Akur-
eyri tekur um hálftíma.
Hreyflar Twin Otter-
flugvélarinnar möluðu
jafnt og örugglega, hvar flogið var í
um 3.000 fetum út Eyjafjörðinn. Tíu
farþegar voru um borð; fólk sem
raðaði sér í gluggasætin til þess að
njóta þess sem fyrir augu bar. Land-
ið var með sinugulan svip og tals-
verður snjór í ystu fjöllum á Trölla-
skaga. Þegar komið var út fyrir
mynni fjarðar sáust bátar sem bárur
kysstu á fiskimiði. Í Grímsey hverf-
ist lífið um sjósókn. Að vel veiðist er
undirstaða byggðar þar.
Á 66° gráðunni
Lendingin í eynni var mjúk þar
sem flugstjórinn smurði inn á braut-
ina. Flaug á baug. Heimskautsbaug-
urinn, 66. gráða norðlægrar breidd-
ar, þverar brautina og örfáa metra
sunnan hans er flugstöðin.
Móttökurnar þar voru hinar
bestu. Blaðamanni og förunautum
hans var boðið í bíltúr um eyna.
Fylgdarmaður okkar lét móðann
mása um mannlíf og málefni dags-
ins; aflabrögð og fuglalífið sem er
fjölskrúðugt. Gaggandi kríur eru
hér yfir og allt um kring og ókjörin
öll af lunda, sem grefur sér holur á
bökkum og bjargbrúnum, þaðan
sem er stutt að flögra eftir sílum í
ætisleit. En hver er staðan og hvað
brennur á eyjarskeggjum?
Alls 58 manns eru í dag skráðir
með lögheimili í Grímsey og hafa
sjaldan verið færri. Raunar var fólk
með viðveru í eynni í vetur ekki
nema helmingurinn af þessari tölu,
því margir dveljast í landi frá hausti
til vors. Tvö ár eru síðan starfsemi
grunnskólans í eynni var lögð niður
og nú sækja börnin í skóla á Akur-
eyri, sem Grímsey er nú hluti af eftir
að hafa verið lögð niður sem sjálf-
stætt sveitarfélag fyrir nokkrum ár-
um.
„Hér eru 5-6 börn á grunn-
skólaaldri og foreldrar þeirra litu
svo á, að best væri að þau sæktu fjöl-
mennari skóla. Mæðurnar hafa þá
gjarnan fylgt börnunum eftir og
hafa vetursetu þar. En nú er að
koma sumar og þá er heldur betur
líflegt hér,“ segir Ragnhildur
Hjaltadóttir. Hún hefur verið búsett
í Grímsey í um 35 ár og lengi haft
flugafgreiðsluna með höndum.
Ferðir með ferju og flugi
Grímseyjarferðir eru á áætlun
Norlandair þrjá daga í viku. Fleiri
ferðir eru farnar séu farþegar, en yf-
ir sumarið hefur þessi nyrsta byggð
landsins komið sterk inn sem ferða-
mannastaður. Margir fara raunar í
Grímsey frá Dalvík með ferjunni
Sæfara, sem í sumar siglir fimm
daga vikunnar. Er þá viðstaða höfð í
eynni í allt að fimm stundir, svo
ferðamenn hafa nægan tíma til að
skoða sig um í eyjunni á heimskauts-
baug, hvar eru verslun, veitinga-
staður – og svo handverkshús og
gistiheimili.
„Síðasta sumar komu Íslend-
ingarnir hingað mikið. Sæfari tekur
105 farþega og stundum var fullur
bátur af fólki. Og það vantar ekki að
hér er heilmargt að skoða,“ segir
Ragnhildur. Má í þessu sambandi
nefna fuglalífið, fagurlega mótaða
sjávarhamrana, húsin og bryggju-
lífið. Og svo auðvitað að láta taka
mynd af sér við tröppurnar yfir járn-
hólkinn sem markar línu heim-
skautsbaugs. Mætti þá áfram telja.
Orkuskipti eru spennandi
Bæjarstjórn Akureyrar er
stjórnvald í Grímsey, en hefur hverf-
isráð skipað íbúum sér til fulltingis
sem til dæmis koma með hugmyndir
um verkefni og framkvæmdir. Þann-
ig var til dæmis nú nýlega reistur
stigi sem tengir saman hafnar-
svæðið og byggðina upp á bökk-
unum. Efri endi stigans er á plani
þar sem fyrir hefur verið komið
ýmsum listaverkum; sem meðal ann-
ars vísa til sögu eyjunnar.
Nú er í deiglunni er að breyta
orkubúskap í Grímsey. Til stendur,
Flaug á baug
Eyland í norðri. Í Grímsey búa um 60 manns og færri
á veturna. Útgerðin er undirstaða, en ferðamönnum
fjölgar. Nýir tímar eru að renna upp og hugsanlega
fær eyjan forystuhlutverk í orkuskiptum á Íslandi.
Lífsbjörg Sigurður Bjarnason sígur eftir langvíueggjum í Sjálandsbjargi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Táknrænt Brú yfir baugslínuna og skilti fyrir ofan, með skilaboðumum að
vegir liggja til allra átta, eins og Friðrik Adolfsson hjá Norlandair þekkir.
Flugsýn Grímsey úr norðri. Til hægri, á vestanverðri eynni, er flugbrautin og sunnar höfnin og húsin í þorpinu.
Orkuskipti Grímsey vistvænt sam-
félag, segir Jóhannes Henningsson.
Ferðalög Íslendingar komu mikið,
segir Ragnhildur Hjaltadóttir.
Bæjarmynd Bátar við bryggju en ofar verslunarhúsið þar sem Kríuveit-
ingar ehf. eru með starfsemi, það er matvörubúð og veitingastað.