Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 15
DAGLEGT LÍF 15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 Langþráð Menningarnótt Þann 21. ágúst næstkomandi höldum við langþráða Menningarnótt hátíðlega í Reykjavík. Við óskum eftir skemmtilegum og fjölbreyttum hugmyndum frá listafólki, íbúum, félagasamtökum, rekstraraðilum og öllum öðrum sem hafa áhuga á að lífga upp á borgina á Menningarnótt. Góðum hugmyndum verða veittir styrkir á bilinu 100.000-500.000 kr. úr Menningarnæturpottinum. Umsóknarfrestur er til 18. júní. Menningarnætur- potturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi. Sæktu um ámenningarnott.is Menningarnótt fer fram með fyrirvara um breytingar vegna sóttvarna. eins og sagt hefur verið frá í Morg- unblaðinu, að setja meðal annars upp vindmyllur og sólarorkuver. Fallorka ehf. annast verkefnið í samstarfi við Vistorku og Orkusetur með stuðningi úr Evrópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði. „Orkuskipti eru spennandi verkefni,“ segir Jóhannes Hennings- son, formaður hverfisráðs Gríms- eyjar. „Rafmagnsframleiðsla og hús- hitun hér eru að mestu með díselolíu og kostnaður hvers heimilis vegna þess hleypur á tugum þúsunda króna í hverjum mánuði. Því er hag- ur í því að leita nýrra leiða við orku- öflun, jafnhliða því sem þessi nyrsta byggð landsins gæti vakið athygli sem vistvænt samfélag. Þetta er mikilvægt mál í Grímsey í dag.“ Ætlað er að losun vegna orku- notkunar í Grímsey er umtalsverð þó byggðin sé ekki fjölmenn. Þar við bætist eldsneytisnotkun fiskibáta. Sem kunnugt er, er stefna íslenskra stjórnvalda sú að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda svo Ís- land verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Aðgerðir til orku- skipta í Grímsey eru hluti af þessum pakka. Þorskur við Kolbeinsey Fimm bátar eru að staðaldri gerðir út frá Grímsey, þar sem afl- anum er landað og hann síðan flutt- ur til kaupenda í landi með ferjunni Sæfara. Frá Grímsey er líka stutt á góða fiskislóð þar sem vel getur aflast til dæmis af þorski og ufsa. „Mest sækja sjómenn hér á miðin sem eru í þetta 8 til 10 sjó- mílna radíus út frá eynni. Á sumrin er svo farið lengra, stundum jafnvel að Kolbeinsey sem er hér langt norður í hafi, þar sem oft má fá fínan þorsk, segir sjómaðurinn Jóhannes, sem á útmánuðum gerði út á grá- sleppu. Hann rær á önnur mið og sækist eftir þorski í netin, nú að loknum sauðburði og eggjatíma. Fjarskipti Endurvarp fyrir örbylgjur við Miðtún, áður veðurathugunarstöð.Flug Norlandair heldur uppi áætlunarflugi til Grímseyjar og notar til þess sterkbyggðan Twin-Otter. Grímsey er um 41 kílómetra fyr- ir norðan Gjögur, ysta skagann við austanverðan Eyjafjörð. Alls er eyjan 5,3 ferkílómetrar að flatarmáli og hæst 105 metrar yfir sjávarmáli. Eins og segir hér í aðalgreininni eru eyjar- skeggjar nú 58 talsins, eftir stöðugt undanhald í langan tíma. Árið 1991 voru Gríms- eyingar 117 talsins. Árið 2009 völdu Grímseyingar að sveitar- félagið þeirra yrði sameinað Akureyrarbæ – hvaðan er veitt margvísleg þjónusta við þessa nyrstu byggð landsins. Læknar frá Akureyri koma í eyna mán- aðarlega. Sjávarútvegur er undirstaða alls atvinnulífs í Grímseyjar- byggð, en bátum sem gerðir eru út frá eynni tilheyra alls 1.230 þorskígildistonn skv. vef Fiski- stofu. Á miðvikudaginn var landað úr tveimur handfæra- bátum í Grímseyjarhöfn, alls um 1,7 tonnum af fiski. Stutt er á fiskimið frá Grímsey og stað- urinn því eftirsóttur, til dæmis meðal strandveiðimanna. Stutt á miðin STAÐREYNDIR UM GRÍMSEY

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.