Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 18

Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Svartur/Dark Ash Walnut að innan (einnig til svartur).10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flott- asta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlit- aðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga. VERÐ 13.580.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 Litur: White Frost/Dark Ash Walnut að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga. VERÐ 13.680.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Maímánuður hefur verið sérlega sólríkur og veðuráhugamenn fylgj- ast spenntir með því hvort sól- skinsmetið fyrir Reykjavík í maí verði slegið. Það er frá árinu 1958 og er 330,1 klukkustund. Enn er möguleiki á því að það gerist. Sólskins- stundafjöldi mánaðarins er, eftir þriðjudag- inn síðasta, 285,8 stundir og hafa ekki mælst jafnmargar eða fleiri áður sömu daga, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Aftur á móti er þessi tala (vegna breytinga á mæli) ómarktækt ofan við næstu tölu fyrir neðan (281,2 stundir árið 1967), svo er smábil niður í 1958 (270,4 stundir), bætir Trausti við. Enn vantar því 44,3 stundir til að ná því síðustu sex daga mánaðarins. „Það er vel hugsanlegt að það takist. En þessi breyting á mæligerð gerir að mæl- ingin nú þyrfti að fara upp í um 340 til að um ótvírætt met verði að ræða,“ bætir Trausti við. Þau tímamót urðu nefnilega um síðustu áramót að hætt var að mæla sólskinsstundir í Reykjavík með svokölluðum Campbell– Stokes-mæli. Framvegis verður einungis notast við sjálfvirkan mæli. Hann var fyrst notaður árið 2005 og fram til síðustu áramóta voru bæði tækin notuð. Byrjað að mæla árið 1911 Byrjað var að nota Campbell- Stokes-mæli á Vífilsstöðum síð- ustu dagana í janúar 1911 og má heita að sólskinsstundir hafi verið mældar á þennan hátt á höfuð- borgarsvæðinu síðan, upplýsir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu Hungurdiskum. Mæl- ingar lögðust af á Vífilsstöðum 1923 en hófust þá nærri skrifstofu Veðurstofunnar við Skólavörðustíg – og frá 1931 í Landssímahúsinu við Austurvöll. Árið 1946 fluttust mælingarnar í turn Sjómannaskól- ans og voru þar þar til Veður- stofan flutti á Bústaðaveg árið 1973. Mælingarnar hafa alla tíð verið gerðar á sama hátt; þegar sólin skín brennir hún rönd í pappír sem komið er fyrir aftan við kúlu- laga linsu (brennigler). Skipt er um blað einu sinni á sólarhring og lengd randarinnar á blaðinu mæld. Nýja mælitæknin byggist á sólarsellum, þar sem gert er ráð fyrir að um beina sólgeislun sé að ræða þegar mæld geislun fer yfir 120 W á fermetra, og tími yfir því gildi telst þá til sólskinsstunda. Margt gat truflað og ruglað Trausti bendir á að nokkur vandkvæði hafi fylgt gömlu kúlu- tækninni. Þótt mælingin sé einföld geti ýmislegt truflað hana og rugl- að. Fyrst beri að telja að hér sem og við aðrar mælingar skiptir samviskusemi athugunarmanns miklu máli. Ef ekki er skipt um blað þannig að fleiri en einn dagur lenda á sama blaði er oft erfitt að aðgreina sólskinsstundir hvers dags um sig. Athugunarmaður verði einnig að sjá til þess að kúlan sé hrein þannig að hún hleypi sólargeisl- unum í gegn. Mælirinn má heldur ekki skekkjast. Að þessum vandamálum tengd- um athugunarmanninum slepptum séu vandamálin fleiri. „Hér á landi er aðeins notuð ein kúla á hverj- um stað. Þetta veldur því að þegar sólargangur er mjög langur er hætt við að mælirinn skyggi á sjálfan sig þegar sólargangur er lengstur og fyrstu sólargeislar morgunsins og síðustu geislar kvöldsins mælist ekki. Pappírinn, sem notaður hefur verið, hefur, því miður, verið misdökkur og efn- ið í honum misjafnt þau ár sem mælingarnar hafa staðið. Þetta veldur því að hann brennist misvel og viðbúið að einhverju muni á tímabilum af þeim sökum,“ segir Trausti. Mældar sólarstundir hafa því reynst fleiri með nýju mæli- tækninni en þeirri gömlu og því verður samanburður við eldri mælingar erfiðari þegar fram líða stundir. Sólarkúlan aflögð um áramótin - Um síðustu áramót var hætt að nota tæki sem mælt hefur fjölda sólskinsstunda í meira en öld - Ný tækni hefur nú tekið við - Enn er mögulegt að sólarmetið fyrir maí falli í þessum mánuði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veðurstofan Á lóð stofnunarinnar er umfangsmikið net mælitækja sem hafa safnað miklum upplýsingum allt frá því að Veðurstofan flutti á Bústaðaveg 1973. Ljósmynd/Veðurstofan Gamla tæknin Sólskinsmælistöðin á Sigurðarstöðum á Melrakkasléttu. Ný tækni Mælirinn nemur beina sólargeislun sem fer yfir ákveðið viðmið. Trausti Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.