Morgunblaðið - 28.05.2021, Síða 22
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Lokið er niðurrifi tveggja húsa við
Vatnsstíg í Reykjavík. Bæði húsin
voru friðuð vegna aldurs en vegna
þess hve þau voru illa farin var frið-
un aflétt með leyfi Minjastofnunar
Íslands. Vatnsstígur liggur í halla
milli Hverfisgötu og Laugavegar.
Stærra húsið, Vatnsstígur 4, hefur
verið hálfgert vandræðahús um ára-
bil og komist í fréttirnar. Húsið hef-
ur staðið mannlaust og með byrgða
glugga í meira en áratug og ástand
þess hefur óneitanlega verið lýti á
miðborginni. Húsið var byggt árið
1901 og er 360 fermetrar.
Það komst í fréttirnar árið 2009
vegna þess að hústökufólk hafði þar
aðsetur. Fólkið var fjarlægt með
lögregluvaldi í apríl það ár, alls 22
einstaklingar. Á milli fjörutíu og
fimmtíu lögreglumenn í óeirðabún-
ingum tóku þátt í aðgerðinni. Síðar
kviknaði í húsinu í tvígang og
skemmdist það talsvert. Í greinar-
gerð sérfræðings Húsverndar-
stofnunar Íslands, dags. 24. sept-
ember 2018, kemur fram að við
nánari skoðun telji hann ekki verj-
andi að gera upp Vatnsstíg 4, svo illa
sé það farið, en ítrekar að þegar hús-
ið verður tekið niður skuli allt not-
hæft „tekið til handargagns“.
Innan lóðarinnar Vatnsstígur 4 er
hús sem áður var skráð Laugavegur
33a, byggt 1911. Húsið er friðað skv.
lögum um menningarminjar. Minja-
stofnun veitti leyfi til að rífa bæði
húsin. Ástand Vatnsstígs 4 var metið
mjög slæmt og varðveislugildi
Laugavegar 33a var metið miðlungs
og tæknilegt ástand þess metið lágt.
Í júní 2029 veitti skipulags- og
samgönguráð Reykjavíkur heimild
til að vinna deiliskipulagstillögu fyr-
ir Frakkastígsreit, þ.e. lóðirnar
Laugaveg 33, 33a, 33b, 35 og 37 og
Vatnsstíg 4 á kostnað lóðarhafa og
Ónýt Húsin tvö urðu að víkja. Þau voru mjög illa farin, sérstaklega það neðra, Vatnsstígur 4. Breytt götumynd Húsin tvö, sem staðið hafa við Vatnsstíginn í meira en öld, eru nú rústir einar.
Vandræðahús við Vatnsstíg rifið
- Vatnsstígur 4 komst í fréttir fyrr á árum - Lögreglan fjarlægði hústökufólk í viðamikilli aðgerð
Mynd/Zeppelin arki
tektar
Nýju húsin Tvær byggingar munu
rísa en önnur hús verða gerð upp.
að mestu í samræmi við nýjustu til-
lögur, dagsettar 24. maí 2019. Lóð-
arhafi var félagið Leiguíbúðir ehf.
Reiturinn, sem skipulagið nær til,
afmarkast af Hverfisgötu í norðri,
Laugavegi í suðri, Vatnsstíg í vestri
og Frakkastíg í austri. Deiliskipu-
lagstillagan er unnin af Zeppelin
arkitektum og felst hún í að hús á
Laugavegi 33 og 33b verði færð í átt
að upprunalegu útliti, hús á Lauga-
vegi 35 verði hækkað um eina hæð
og timburhluti sama húss verði end-
urbyggður og hækkaður um eina
hæð, hús á Laugavegi 33a og Vatns-
stíg 4 verði rifin og ný byggð í þeirra
stað, uppbyggingu á Laugavegi 37
o.fl. Hin nýju hús verða steinsteypt,
allt að fimm hæðir hvort. Þarna er
gert ráð fyrir íbúðum og leiguíbúð-
um, samkvæmt tillögunni.
Gamalt steinhús gert upp
Á fundi skipulagsfulltrúa Reykja-
víkur nýlega var lögð fram umsókn
dagsett 31. mars sl. um breytingu á
deiliskipulagi Frakkastígsreits.
Samkvæmt henni er fallið frá því að
rífa steinhús á baklóð Laugavegar
37 og nýbygging sem fyrirhugað er
að rísi á baklóðinni verður stytt sem
því nemur og verður hluti af Lauga-
vegi 35, sem og áðurnefnt steinhús.
Húsið, sem byggt var 1906, verður
gert upp og fært nær upprunalegu
horfi. Samþykkt var að grenndar-
kynna framlagða tillögu að óveru-
legri breytingu á deiliskipulagi fyrir
hagsmunaaðilum.
Morgunblaðið/sisi
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
V
efu
ppboð
n
r.54
3
Glæsilegt vefuppboð til 2. júní
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Forsýning á verkunum hjá
Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is
ÚT ÚR KÓFINU
Jakob Veigar
Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru
eftir presti til þjónustu í Garða- og
Saurbæjarprestakalli, Vesturlands-
prófastsdæmi.
Þessi sóttu um: Árni Þór Þórsson
guðfræðingur, Edda Hlíf Hlífars-
dóttir guðfræðingur, Erna Kristín
Stefánsdóttir guðfræðingur, Helga
Bragadóttir guðfræðingur, Hilmir
Kolbeins guðfræðingur, Hjördís
Perla Rafnsdóttir guðfræðingur,
séra Ólöf Margrét Snorradóttir,
Þorgeir Albert Elíesersson guð-
fræðingur og séra Ursula Árnadótt-
ir. Tveir umsækjenda óskuðu nafn-
leyndar, en það er heimilt sam-
kvæmt reglum sem samþykktar
voru á kirkjuþingi í fyrra.
Í auglýsingunni kom fram að mið-
að væri við að viðkomandi gæti hafið
störf 1. ágúst næstkomandi.
Matsnefnd velur að jafnaði fjóra
hæfustu umsækjendurna en þó aldr-
ei fleiri en fimm og skilar skýrslu
þar að lútandi til biskups. Kjörnefnd
Garða- og Saurbæjarprestakalls kýs
prest úr hópi umsækjenda, að loknu
valferli kjörnefndar.
Garða- og Saurbæjarprestakall
samanstendur af fjórum sóknum,
Akranessókn með um 7.800 íbúa,
Saurbæjarsókn á Hvalfjarðarströnd
með rúmlega 140 íbúa, Leirársókn
með rúmlega 300 íbúa og Innra-
Hólmssókn með rúmlega 150 íbúa.
Fjórar kirkjur eru í prestakallinu,
Akraneskirkja, Hallgrímskirkja í
Saurbæ, Leirárkirkja og Innra-
Hólmskirkja.
Séra Jónína Ólafsdóttir gegndi
embætti prests á Akranesi en hún
var nýlega valin til að vera sóknar-
prestur í Hafnarfjarðarprestakalli.
sisi@mbl.is
Ellefu sækja um
embætti prests
- Margir eru reiðu-
búnir til þjónustu á
Akranesi og í grennd
Ljósmynd/kirkjan.is
Akraneskirkja Þar í bænum búa
flestir íbúar í prestakallinu.