Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Allt skipulag í kringum flugdeild Landhelgisgæslunnar miðast við að starfsemin sé á Reykjavíkur- flugvelli. Ef flugvöllurinn hverfur á braut og öll starfsemi flugdeildar Landhelgisgæslunnar flyst annað, t.d. til Keflavíkur, yrði að endur- skipuleggja margt í starfsemi deild- arinnar með til- heyrandi kostnaði. Þetta segir Ásgeir Er- lendsson, upplýs- ingafulltrúi stofn- unarinnar. „Í dag ganga áhafnir loftfar- anna bakvaktir og bregðast því eðlilega oft við út- köllum heiman að frá sér og að auki þurfa þau sem eru í áhöfn að búa í að hámarki 15 mínútna fjarlægð frá flugvelli. Ef starfsemin færi annað yrði að setja á fót staðarvaktir með ærnum kostnaði,“ segir Ásgeir. Flugskýlið gamalt og úrelt Morgunblaðið hefur að undan- förnu fjallað um bágborna aðstöðu Landhelgisgæslunnar á Reykjavík- urflugvelli. Eftir að þriðja leigu- þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins á dögunum er ekki lengur pláss fyrir öll loftför Gæslunnar í flugskýli hennar á Reykjavíkur- flugvelli. Þarf því að geyma eina þyrluna eða flugvél Gæslunnar ut- andyra. Flugskýlið er að auki orðið gamalt og úrelt, byggt 1943, og stenst ekki kröfur um öryggi og að- búnað starfsfólks. Dómsmálaráðuneytið sendi skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur bréf í júlí 2018 þar sem athygli var vakin á stöðunni. Jafnframt fór ráðuneytið þess formlega á leit að skipulags- yfirvöld í Reykjavík móti tillögur um staðsetningu þyrlusveitar Land- helgisgæslunnar á flugvallarsvæð- inu til framtíðar. Nú, tæpum þremur árum seinna, hefur ráðuneytið enga úrlausn fengið hjá borginni. Og Pawel Bartoszek, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, tók af öll tvímæli um hug borgaryfirvalda í viðtali við Morgunblaðið 21. maí sl. „Það er afstaða Reykjavíkur að flug- völlurinn eigi að víkja úr Vatns- mýri,“ sagði Pawel þar m.a. Hann bætti við að gert hefði verið sam- komulag við ríkið um að tryggja starfshæfni vallarins á meðan aðrir flugvallarkostir væru skoðaðir. Nú hafi verið sett í ferli vinnsla á aðal- skipulagsbreytingu sem heimili veru hans í Vatnsmýri til ársins 2032. Sagði Pawel rétt að beina framtíð- aruppbyggingu Gæslunnar annað, t.d. í Hvassahraun. Hins vegar væri mögulegt að útbúa þyrlupall sem gæti þjónað sjúkraflugi. En þótt Reykjavíkurflugvöllur verði starfræktur næstu 10 árin er aðstöðuleysi Gæslunnar þar enn óleyst vandamál. Væntanlega er enginn hljómgrunnur fyrir því að byggja flugskýli í Hvassahrauni eins og staðan er á Reykjanesi í dag. Takmarkanir án flugbrautar Ásgeir var að lokum spurður að því hvort það gæti gengið að vera með flugskýli t.d. á Keflavíkur- flugvelli og lendingarpall á Reykjavíkurflugvelli. „Ef starfsemin yrði færð annað með brotthvarfi Reykjavíkur- flugvallar væri hægt að lenda á þyrlupalli í Reykjavík í sjónflugi en hanna þyrfti sérstakt aðflug fyrir blindflug ef ekki ætti að verða þjón- ustuskerðing frá því sem nú er. Hugsanlegt er að viðhald færi fram í flugskýli á Keflavíkurflugvelli en einhverjar vélar yrðu til taks á höfuðborgarsvæðinu en hafa verður í huga að án flugbrautar er flugtaks- þyngd þyrlanna takmörkuð og um leið flugþol þeirra,“ segir Ásgeir. Saga flugreksturs Landhelgis- gæslunnar spannar rúm 65 ár. Hinn 10. desember 1955 eignaðist Land- helgisgæslan sína fyrstu flugvél og er almennt miðað við þá dagsetn- ingu sem upphaf flugrekstrar stofn- unarinnar. Þetta var flugbátur af gerðinni PBY-6A Catalina með ein- kennisstafina TF-RAN. Allar götur síðan hafa loftför Landhelgisgæslunnar borið nöfn ásynja, rétt eins og skipin eru nefnd eftir norrænu goðunum, að því er fram kemur í samantekt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Fyrsta þyrlan kom árið 1965 Hinn 30. apríl 1965 tók Landhelg- isgæslan sína fyrstu þyrlu í notkun. Hún var af gerðinni Bell 47j og var keypt til landsins í samvinnu við Slysavarnafélag Íslands. Þyrlan fékk einkennisstafina TF-EIR. Landhelgisgæslan hefur nú yfir að ráða þremur þyrlum af tegundinni Airbus Helicopters og einni flugvél af gerðinni Dash 8 Q 300 sem er sér- hönnuð til eftirlits-, leitar-, björg- unar- og sjúkraflugs á Norður- Atlantshafi. Flutningur flugdeildar yrði dýr - Allt skipulag í kringum flugdeild Landhelgisgæslunnar miðast við að starfsemin sé á Reykjavíkur- flugvelli - Ef starfsemin færi til Keflavíkur þyrfti að setja á fót staðarvaktir með ærnum kostnaði Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurflugvöllur Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, á flugi yfir flugskýli Gæslunnar. Skýlið er komið til ára sinna og rúmar ekki öll loftförin. Ásgeir Erlendsson Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,4% og hjaðnar nokkuð frá síðasta mánuði þegar hún mældist 4,6%. Vísitala neysluverðs hækkar þó um 0,42% frá því í apríl. Þetta kemur fram í nýrri mæl- ingu Hagstofunn- ar. „Fasteigna- verðið drífur verðbólguna áfram milli mán- aða. Rúmlega tveir þriðju hlut- ar þessarar hækkunar eru af völdum íbúða- verðsins. Á móti vegur lítilsháttar lækkun á innflutn- ingsverðinu. Það er gleðilegt þótt lækkunin sé ekki mikil,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu mæl- ingu á verðbólgunni. Eftirspurnarspenna „Þetta rímar við það sem við höf- um birt í þjóðhagsspá okkar. Fast- eignamarkaðurinn einkennist af eftirspurnarspennu og það kemur fram í íbúðaverðinu.“ Segir hann sérstaklega athyglisvert að mikill munur sé orðinn á verðmyndun sér- býlis og fjölbýlis á höfuðborgarsvæð- inu. Sérbýlið hafi hækkað um 20% síðasta árið en fjölbýlið um 12%. Minni hækkun mælist á fasteigna- markaði á landsbyggðinni. „Það er ljóst að framboðið er ekki nægt. Sér í lagi kemur það fram í sérbýlinu og það þarf að skoða hvort hægt sé að auka framboð á lóðum því sérbýlið er í meira mæli byggt af endanlegum eigendum en fjölbýlið. Skoða þarf hvernig hægt sé að ná betra jafnvægi á þessum markaði þar sem hitinn virðist mestur.“ Spurður út í hvort mælingin kalli á viðbrögð Seðlabankans, segir Jón Bjarki að vaxtahækkun upp á 0,25 prósentur þann 19. maí hafi verið viðbragð við aukinni verðbólgu. Það sé helsta tækið sem bankinn hafi til að bregðast við verðþrýstingi vegna aukinnar eftirspurnar í hagkerfinu. Yfirlýsingar að vænta Hann segir að ef bankinn meti það sem svo að hitinn sé að verða of mik- ill á fasteignamarkaði, t.d. ef verð- myndun á honum er ekki talin sjálf- bær, að skuldsetning sé óhófleg eða hætta á að talsverð lækkun eftir óhóflega hækkun gæti leitt til mikils ójafnvægis á markaðnum, þá séu einnig önnur tól og tæki til staðar. „Þá getur fjármálastöðugleika- nefndin gripið til aðgerða með því að þrengja að lánsfjárhlutföllum, greiðslumati og slíku. Það er næst von á yfirlýsingu frá nefndinni 30. júní næstkomandi,“ segir Jón Bjarki. Sérbýlið hefur hækkað um 20% á síðastliðnu ári Morgunblaðið/Ómar Einbýli Miklar hækkanir mælast á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Jón Bjarki Bentsson - Minni þrýstingur af innfluttri verðbólgu að sögn hagfræðings Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Vantar þig pípara? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.