Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
« Ekki hefur
mælst meiri halli á
vöru- og þjónustu-
viðskiptum í einum
fjórðungi en fram
kemur í tölum
Hagstofunnar yfir
fyrsta ársfjórðung
2021 í 13 ár. Bend-
ir hagfræðideild
Landsbankans á
að aukinn halli sé
fyrst og fremst kominn til vegna mikils
samdráttar í þjónustuútflutningi en
einnig af auknum vöruinnflutningi.
Þjónustuútflutningur nam 58,7 millj-
örðum og dróst saman um 54,5 millj-
arða frá sama fjórðungi í fyrra. Jafn-
gildir það 48,2% samdrætti. Má að
sögn bankans aðeins rekja samdrátt-
inn til samdráttar í ferðaþjónustu.
Vöruútflutningur nam 165 millj-
örðum og jókst um 13,9 milljarða eða
9,2%. Þjónustuinnflutningur nam 69,6
milljörðum og dróst saman um 21,2
milljarða og vöruinnflutningur jókst
um 7,1% og nam 186,8 milljörðum. All-
ar breytingar í inn- og útflutningi á
fjórðungnum, borið saman við sama
fjórðung í fyrra, litast af breytingum á
gengi krónunnar en hún var 7,3% veik-
ari á fjórðungnum en á sama tíma í
fyrra.
Mesti hallinn sem
mælst hefur í 13 ár
Uppskipun Dregið
hefur úr innflutningi.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Sérverslunin pingpong.is í Síðu-
múla 35 hefur selt meira en tvö
þúsund píluspjöld síðan í byrjun
árs 2019, en algjör sprenging varð
í sölunni í faraldrinum. Þá hafa
selst um 5.500 sett af pílum.
Borðtennisborð hafa einnig selst
vel á sama tímabili, eða 300 tals-
ins. Þau hafa verið vinsæl jólagjöf.
„Það er óhætt að segja að þessi
tvö síðustu ár hafi verið þau bestu
hjá mér í rekstrinum,“ segir Sig-
urður Valur Sverrisson eigandi
verslunarinnar í samtali við Morg-
unblaðið en 30% söluaukning hefur
orðið í verslun hans bæði frá 2019
til 2020 og frá 2020 til 2021.
Fólk þurfti að vera heima
Sigurður segir að þegar fólk
þurfti að vera meira og minna
heima hjá sér í veirufaraldrinum
hafi pílan reynst góð afþreying.
„Það má segja að pílukastsáhugi
landans hafi samt byrjað fyrir al-
vöru með útsendingu Stöðvar 2 frá
heimsmeistarakeppninni í pílukasti
fyrir tveimur árum. Salan hjá mér
tók kipp við þau tímamót og það
hjálpaði til að ég ákvað að auglýsa
verslunina í útsendingunni,“ segir
Sigurður.
Sigurður er eldri en tvævetur í
innflutningi og sölu á vörum fyrir
leikherbergi. „Ég hóf innflutning á
Butterfly-borðtennisvörum árið
1980 og seldi í allar íþróttabúðir.
Svo breyttist starfsemin aðeins ár-
ið 1990 og ég fór meira að leggja
áherslu á félagsmiðstöðvar og
skóla. Það þróaðist yfir í að ég fór
að selja beint og á netinu.“
Þannig hafi heildsalan smám
saman horfið. Sigurður segist,
þrátt fyrir að hafa verið lengi í
bransanum, hafa gripið í eitt og
annað meðfram íþróttavörunum.
Til dæmis hafi hann stofnað fyrir-
tækið F og F kort árið 2000 sem
framleiðir meðal annars skírteini
fyrir Tryggingastofnun. Starfsemi
þess er enn í gangi, en í skötulíki.
Ennfremur hafi hann keypt sultu-
gerðina Búbót árið 1985 og rekið
fyrirtækið til 1989. Búbót fram-
leiðir Mömmusultur.
Vegna þjónustu við félags-
miðstöðvarnar breikkaði vöru-
úrvalið í leikherbergjavörunum og
Sigurður fór að selja þythokkí, fót-
boltaspil, körfuboltaspjöld, billjarð
og púl m.a.
Liðtækur í pílu
Sjálfur segist Sigurður vera lið-
tækur í pílu, borðtennis og billj-
arð. „Ég var formaður borðtenn-
issambandsins í fjórtán ár og
þekki vel til þar. Ég sel vörur frá
öllum þremur stærstu merkjunum
í borðtennis, Stiga, Butterfly og
kínverska framleiðandanum
Double Happiness, DHS. Þeir eru
stærsti framleiðandi borðtennis-
kúlna í heiminum.“
Spurður að hverju þurfi að huga
til að ná sem mestum árangri í
pílukasti segir Sigurður að mestu
skipti að vera með sínar eigin
græjur og velja eitthvað sem
manni líkar við. „Tungsten-pílur
eru grennri og dýrari en brass-
pílur til dæmis. Gripið og þyngdin
skiptir máli og útlitið líka.“
Þá segir Sigurður að það skipti
máli að píluspjöldin séu ekki með
of þykkar línur á milli svæða.
Vönduð keppnisspjöld þurfi ekki
að vera mjög dýr.
Hann segir að það sem hafi
breyst eftir að Stöð 2 sýndi frá
heimsmeistaramótinu í pílu sé að
fólk hafi farið að biðja um betri
búnað. Það vildi líkjast þeim bestu.
Seldi tvö þúsund píluspjöld
og 300 borðtennisborð
Morgunblaðið/Eggert
Leikur Sigurður Valur Sverrisson hefur verið í meira en 40 ár í bransanum en síðustu tvö ár hafa verið þau bestu.
Leikherbergi
» 30% söluaukning hefur orð-
ið í pingpong.is bæði frá 2019
til 2020 og frá 2020 til 2021.
» Var formaður Borðtenn-
issambandsins í 14 ár.
» Byrjaði innflutning árið
1980
» Mestu skiptir að vera með
sínar eigin græjur og velja eitt-
hvað sem manni líkar við.
» Stiga, Butterfly og DHS eru
stærstu borðtennismerkin.
- Sprenging í faraldrinum - Vakning eftir útsendingu frá heimsmeistaramóti
Bankasýsla ríkisins telur að nú séu
fyrir hendi æskileg og hagfelld skil-
yrði til að selja eignarhlut í Íslands-
banka. Þetta ítrekaði Lárus Blöndal,
stjórnarformaður stofnunarinnar, í
tilkynningu í gær þegar því var
formlega lýst yfir að hún hygði á
hlutafjárútboð og skráningu á Nas-
daq Iceland. Þar kom fram að útboð-
ið muni að lágmarki ná til 25% af út-
gefnu og útistandandi hlutafé
bankans.
Hallgrímur Snorrason, stjórnar-
formaður bankans, sagði að ákvörð-
unin markaði tímamót í sögu bank-
ans nú þegar grunnur yrði lagður að
„dreifðu og almennu eignarhaldi
bankans, líkt og verið hefur lengst af
í sögu hans“. Sagði hann jafnframt
að skráning á markað væri staðfest-
ing á styrk bankans og um leið ís-
lenska bankakerfisins og íslenska
hagkerfisins í heild.
Forsmekkur að heildarsölu
Bjarni Benediktsson sagði að með
skráningunni yrði stigið mikilvægt
skref til að draga úr umtalsverðu
eignarhaldi íslenska ríkisins á fjár-
málamarkaði „og mun veita ríkinu
skýrt fordæmi í þá átt að selja það
sem eftir stendur af eignarhlut í
bankanum“.
Stefnt er að skráningunni fyrir lok
júnímánaðar og heimildir Morgun-
blaðsins herma að útboðslýsing verði
sennilega birt í næstu viku. Banka-
sýslan skuldbindur sig til þess að
selja ekki frekari hlut í bankanum í
180 daga eftir fyrsta viðskiptadag
hlutabréfanna í Kauphöll en það er
þó gert með fyrirvara um ákveðnar
undantekningar sem séu „í samræmi
við viðteknar venjur á markaði“.
ses@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skráning Ef allt gengur eftir verð-
ur bankinn skráður á markað í júní.
Að minnsta kosti
fjórðungur til sölu
- Ríkið mun ekki
selja meira í bank-
anum í hálft ár
« Samanlagður hagnaður Kviku og
TM/Lykils nam 2,5 milljörðum króna á
fyrsta ársfjórðungi. Borið saman við
fyrri ár jókst hagnaður Kviku úr 445
milljónum á fyrsta ársfjórðungi 2020 í
1.002 milljónir á fyrsta fjórðungi 2021.
Mikil umskipti urðu í starfsemi TM/
Lykils. Þannig nam hagnaðurinn nú
1.518 milljónum en tapið nam 1.514
milljónum á sama fjórðungi í fyrra.
Hreinar tekjur félaganna námu 2.973
milljónum á fjórðungnum og rekstrar-
kostnaður lækkaði um 6% frá sama
fjórðungi síðasta árs. Fjárfestingar-
tekjur námu 1.663 milljónum og ávöxt-
un eignasafns fyrirtækisins því 5,6%.
Heildareignir fyrirtækisins, sem sam-
einaðist fyrr á árinu, nema 260 millj-
örðum króna og eigið fé þess er 70
milljarðar. Heildareignir í stýringu nema
546 milljörðum króna og í fullu starfi
hjá fyrirtækinu eru 319 manns eftir
sameiningu.
Hagnaður Kviku og TM
eykst til mikilla muna
GARÐABLAÐ
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 4. júní
SÉRBLAÐ
Sumarið er tíminn til að gera garðinn og
okkar nánasta umhverfi sem fallegast
• Garðurinn
• Pallurinn
• Potturinn
• Blómin
• Garðhúsgögnin
• Grillið
ogmargtmargt fleira
Stútfullt blað af spennandi efni
PÖNTUN AUGLÝSINGA
er til 31. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105, kata@mbl.is
STUTT