Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 30

Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Utanríkisráðherrar sjö helstu iðn- ríkja heims kröfðust þess í gær að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi slepptu blaðamanninum Roman Protasevich úr haldi skilyrðislaust og án tafar. Þá bæri stjórnvöldum þar að sleppa úr haldi öllum blaðamönnum og sam- viskuföngum. Protasevich var handtekinn á sunnudaginn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, eftir að farþega- flugvél hans, sem var á leiðinni til Litháens, var neydd til lendingar þar. Foreldrar Protasevich, Dmitrí og Natalía, biðluðu í gær til ríkja heims um að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að fá son þeirra lausan úr haldi. Foreldrarnir, sem töluðu á sérstökum blaðamannafundi í Varsjá, hafa ekki heyrt í syni sínum síðan hann var handtekinn. Dmitrí sagði son sinn hörkutól, sem hefði ávallt barist fyrir réttlætinu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði í gær að aðildarríki þess væru að íhuga sér- tækar refsiaðgerðir vegna málsins sem myndu beinast að helstu útflutn- ingsvörum Hvíta-Rússlands, þar á meðal pottösku. Þá væri einnig til skoðunar að bæta fleiri hvítrússneskum embætt- ismönnum og stofnunum á svartan lista, sem settur var á í fyrra vegna hörku stjórnvalda gagnvart fólki sem mótmælti meintum kosningasvikum Alexanders Lúkasjenkós, forseta landsins, í forsetakosningunum síð- asta sumar. Nú þegar eru 88 hátt- settir einstaklingar og sjö fyrirtæki á listanum. Borrell sagði við AFP-fréttastof- una að Evrópuríkin væru hikandi þegar kæmi að refsiaðgerðum, en nú væri þörf á sterku svari gagnvart Lúkasjenkó. Utanríkisráðherrar sambandsins munu funda á morgun í Lissabon, höfuðborg Portúgals. „Ég tel ekki að það muni taka langan tíma að komast að niðurstöðu. Ef við vilj- um gera þetta getum við gert það fljótlega,“ sagði Borrell. Svetlana Tikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rúss- landi, kallaði eftir því að ríki heims „sniðgengju“ stjórnvöld þar, en hún hefur dvalið í Vilníus, höfuðborg Litháens, í útlegð, undanfarið ár, eða frá því að öryggissveitir Lúkasjenkós brutu mótmælin gegn honum á bak aftur. Christophe Deloire, formaður blaðamanna án landamæra, var á ferðinni í Litháen í gær, og setti hann þar fram kæru á hendur Lúkasjenkó vegna framgöngu Hvít-Rússa við handtökunar á Protasevich. Varaði Deloire við því að réttindi blaða- manna væru fótum troðin í Hvíta- Rússlandi. „Við viljum senda merki um að við styðjum blaðamenn í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Deloire. ICAO skoðar aðgerðirnar Alþjóðaflugmálastofnunin ICAO hélt í gær sérstakan neyðarfund vegna málsins, en fulltrúar Vestur- veldanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hvöttu til þess að stofnunin skoðaði framferði stjórnvalda í Minsk þegar þau neyddu flugvél Protase- vich til lendingar. Stofnunin hefur hins vegar engar heimildir eða mögu- leika til þess að beita refsiaðgerðum vegna málsins. Málið hefur haft mikil áhrif á flug- samgöngur innan Evrópusambands- ins, þar sem evrópsk flugfélög hafa hætt farþegaflugi til og frá Hvíta- Rússlandi, og nokkur aðildarríki hafa þar að auki bannað hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í sinni lofthelgi. Austurríska flugfélagið Austrian Airlines tilkynnti í gær að það hefði frestað fyrirhuguðu flugi til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, þar sem rússnesk flugmálayfirvöld hefðu ekki heimilað þeim að breyta flugáætlun sinni, svo að forðast mætti flug yfir Hvíta-Rússland. Fordæmdi austur- ríska utanríkisráðuneytið ákvörðun Rússa. Franska flugfélagið Air France til- kynnti síðar um daginn að það hefði frestað flugi milli Parísar og Moskvu af sömu ástæðu. Íhuga frekari refsiað- gerðir gegn Hvít-Rússum - G7-ríkin kalla eftir að Protasevich verði látinn laus úr haldi AFP Hvíta-Rússland Foreldrar Protasevich hafa miklar áhyggjur af syni sínum. Andrés Magnússon andres@mbl.is Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað leyniþjónustum vestra að rannsaka uppruna kórónuveirunnar, þar á meðal kenningu um að hún eigi uppruna að rekja til veirurannsókn- arstofnunar kínverskra stjórnvalda í borginni Wuhan. Fyrstu viður- kenndu sjúkdómstilfelli Covid-19 uppgötvuðust þar í grennd fyrir rúmu einu og hálfu ári. Forsetinn segir að leyniþjónustur landsins séu ekki á einu máli um hvort veiran hafi sloppið út af rann- sóknarstofnuninni fyrir slysni eða hvort menn hafi með einhverju móti smitast af henni frá dýrum. Forset- inn vill skýr svör við því hvort sé og vill fá skýrslu um það innan þriggja mánaða. Upphaflega var tilgátu um að veir- an ætti uppruna að rekja til rann- sóknarstofnunarinnar vísað á bug sem ómerkilegri samsæriskenningu af nær öllum vísindamönnum, en síð- astliðna daga hefur mörgum snúist hugur, þar á meðal dr. Anthony Fauci, helsta læknisfræðilegum ráðunaut Bandaríkjaforseta, sem nú segist ekki sannfærður um að veir- una megi rekja til náttúrulegra or- saka. Í nýjasta hefti bandaríska vís- indaritsins Science birtist grein eftir 18 virta veirufræðinga og aðra sér- fræðinga, þar á meðal Ralph Baric, sem hefur unnið náið með Veirurann- sóknastofnuninni í Wuhan, þar sem þess var krafist að vísindasamfélagið tæki tilgátuna alvarlega. Hver al- menni fjölmiðillinn á fætur öðrum hefur tekið undir það síðustu daga og CNN greindi frá því í vikunni sem nokkru hneyksli að Biden-stjórnin hefði fyrr í ár stöðvað rannsókn utan- ríkisráðuneytisins á þessum mögu- lega uppruna veirunnar. Það eitt að Donald Trump hefði imprað á tilgát- unni í upphafi heimsfaraldursins úti- lokaði ekki að hún væri rétt. Leiksýning í Wuhan Það er ögn kaldhæðnislegt, en steininum var velt af stað á blaða- mannafundi í Wuhan síðastliðinn febrúar. Þar sat heill rannsóknar- hópur vestrænna vísindamanna, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafði sent til þess að leita af sér grun um uppruna veirunnar, þægur undir þriggja tíma áróðurskynningu um að hver sem uppruni veirunnar nú væri, þá væri hans alls ekki að leita í Veiru- rannsóknarstofnuninni. Þessi 12 daga „rannsókn“ fólst í því að hóp- urinn sat undir kynningum kín- verskra kollega og framkvæmdi ná- kvæmlega engar rannsóknir sjálfur, fékk engin gögn að skoða. Samt voru þessi málalok kynnt eins og þar væri um lærða niðurstöðu WHO að ræða. Fjölmiðlum var sagt að tilgátan um veiruleka væri einstaklega ólík- leg og yrði ekki rannsökuð frekar, vegna þess að yfirmenn við Veiru- rannsóknarstofnunina hefðu sagt það. Hins vegar var tilgáta kín- verskra stjórnvalda um að veiran hefði borist til Wuhan með frosnu kjöti frá kanínu- eða loðdýrabúi í Suður-Kína eða Suðaustur-Asíu sögð sennilegust. Samt var nákvæmlega ekkert sem studdi þá tilgátu. Þessi litla en langa leiksýning í Wuhan var svo hláleg, að jafnvel Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO (sem á stöðu sína Kínverjum að þakka), neyddist til þess að draga í land nokkrum dögum síðar. Óhreint mjel í pokahorni En af hverju voru menn svo fljótir að afgreiða veiruleka-tilgátuna sem samsæriskenningu á sínum tíma? Það er ekkert nýtt að veirur sleppi úr veirurannsóknarstofum. Fyrsta sars-veiran, sem er ekki hálft eins smitandi, hefur þannig veikt vísinda- menn a.m.k. fjórum sinnum í þremur löndum og í þremur tilvika vita menn ekkert um hvernig það henti. Þegar vísindamenn í Wuhan sverja og sárt við leggja að ekkert slys eða atvik hafi þar átt sér stað má vel vera að það sé bæði satt og rétt, en að veiran hafi nú samt sem áður borist í menn. Það að Trump nefndi hana hafði sitt að segja, margir töldu að erjur hans við Kínastjórn væru undirrótin. Eins rugluðu margir þeirri tilgátu við þvottekta rugludallakenningu um að Kínverjar hefðu hannað veiruna sem lífefnavopn. En mönnum er svo sem vorkunn þótt þeir hafi ruglað þessu saman. Skömmu eftir að heimsfaraldurinn tók að breiðast út birtu tveir hópar vísindamanna greinar, þar sem veiruleka-tilgátan var fordæmd, en tilgáta um náttúrulega útbreiðslu fest í sessi. Gallinn var sá að annar hópurinn, sem birti grein í hinu virta læknariti Lancet, var undir forystu dr. Peters Daszaks, sem lét hjá líða að kynna náin fjárhagsleg og per- sónuleg tengsl sín við yfirmann rann- sóknarstofunnar í Wuhan, sem grun- urinn beindist að. Hinn hópurinn sagði ekkert benda til þess að þar væri um manngerða veiru að ræða (sem er umdeilanlegt), en útilokaði ekki að náttúruleg veira hefði lekið út. Rannsóknarstofnunin sjálf hefur ekki heldur verið hjálpleg við að upp- lýsa hvað þar fór fram. Opnum gagnagrunni hennar var lokað í sept- ember 2019 og hefur ekki verið opn- aður síðan eða gögn úr honum af- hent. Eru þau þó vafalaust upplýs- andi, því stofnunin hefur safnað kórónuveirum úr leðurblökum í meira en áratug og gert margvísleg- ar tilraunir með þær. Markmiðið er að sjálfsögðu það að geta sagt fyrir um þróun á veirum og komið í veg fyrir faraldra þeirra. Matt Ridley, einn fremsti vísinda- blaðamaður heims, orðaði það þurr- lega í grein í Spectator, að í besta falli hefði stofnuninni mistekist að koma í veg fyrir faraldur, í versta falli hefði stofnunin valdið honum. Biden vill vita um uppruna veirunnar - Bandaríkjaforseti lætur rannsaka tilgátu um að kórónuveiran sé upprunnin á rannsóknarstofu - Böndin berast að veirurannsóknarstofnun í Wuhan - Málamyndarannsókn WHO velti steininum AFP Washington Joe Biden Bandaríkjaforseti hvessir sig í garði Hvíta hússins. Emmanuel Macron Frakklands- forseti viðurkenndi í gær að Frakk- ar bæru nokkra ábyrgð á þjóðar- morðinu í Rúanda árið 1994, en Macron er nú í opinberri heim- sókn í landinu. Macron sagði að Frakkar hefðu ekki tekið þátt í morðunum eða skipulagningu þeirra, en viður- kenndi að frönsk stjórnvöld hefðu stutt dyggilega við ríkisstjórn Hútúa í aðdraganda þeirra. Á sama tíma hefðu Frakkar litið framhjá þeim viðvörunarmerkjum sem uppi voru um að harmleikur væri í vænd- um. Þá hefðu Frakkar, ásamt mest- allri heimsbyggðinni, horft undan meðan 800.000 Rúandabúar af þjóð- flokki Tútsa voru myrtir á grimmi- legan hátt. Forsetinn er nú í opinberri heim- sókn í Rúanda, þeirri fyrstu sem Frakklandsforseti fer til landsins frá árinu 2010, og féllu ummæli hans í ræðu sem hann flutti við minnis- merkið um þjóðarmorðið í höfuð- borginni Kigali. Paul Kagame, forseti Rúanda, fagnaði ræðu Macrons og sagði orð hans hafa verið betri en afsök- unarbeiðni, þau hefðu verið sönn. „Að segja sannleikann er áhættu- samt. En þú gerir það, því það er rétt, jafnvel þegar það kostar þig eitthvað, og jafnvel þegar það er óvinsælt,“ sagði Kagame. Viðurkenndi ábyrgð Frakka á þjóðarmorðinu - Ræða Macrons sögð marka tímamót Emmanuel Macron

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.