Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórn-málamenn ílýðræðis- löndum virðast stundum „rétt- dræpir“. Litlir „símamenn“ eru gerðir að hetjum og látið eins og þar fari ekki pólitískt fjandsam- legir menn í erindagjörðum. Ráðherrar eru sagðir sitja í háum sessi. En flestir þeirra standa stutt við. Þeir þurfa á öllu sínu að halda til að hafa roð við þaulsætnum embættis- mönnum, sem eru hinir raun- verulegu húsbændur liðsins innan húss. Flokkar eiga nú sjaldnast annan kost en að setja reynslulítið fólk í ráðherrastóla, enda er það ein bábiljan að best sé fyrir þjóðina að skipta oft út þingmönnum. Þeir sem mest glenna sig um stjórnmál utan úr bæ telja að smáflokkafjöld und- irmálsmanna sem kemst naum- lega á þing sé allra meina bót. Víða í fjölmennari ríkjum tíðkast að trúnaðarmenn lýð- kjörins forystumanns haldi dagbók sem þeir pukrast með. Dagbókarmenn hafa öldum saman sagt við sjálfa sig að enginn ljúgi að dagbók sinni. En fyrrnefndir menn skrá dag- bók í þeim tilgangi að selja innihaldið fyrir mikið fé um leið og þeir geta. Og allir sem einn draga taum dagbókarhöfundar enda enginn annar nálægur. En vandinn er að sá selur ekki bókina heldur hinn, sá sem helsti trúnaðar- maðurinn skrifar um. Dæmin eru óteljandi. John Bolton öryggis- ráðgjafi var með fullbúna bók örfá- um dögum eftir að húsbóndinn, forseti Bandaríkjanna, lét hann fara! Dominic Cummings, sér- legur ráðgjafi forsætisráð- herra Breta, var hins vegar í hefndarhug. Efniviður í bálið hans mátti ekki bíða bókar. Hann mætti fyrir þingnefnd og lét þar ásakanir dynja í sjö klukkustundir. Lengst komst hann með fullyrðingum um að gjörðir eða aðgerðaleysi Bor- isar hefðu leitt til ótímabærs dauða þúsunda. En muna má að ráðgjafinn lét það mannfelli ekki duga til afsagnar í mót- mælaskyni. Þegar forsætisráð- herrann lét hann fara var ráð- gjafanum nóg boðið. Stjórnarandstæðingar gátu glaðst við stórkarlalegar ásak- anir í garð forsætisráðherra og stjórnarþingmenn tættu vitnið „að sjálfsögðu“ í sig. En eitt er umhugsunarefni. Ráðamaður verður að geta treyst sínum fáu trúnaðarmönnum. Hann þarf að hugsa upphátt með þeim. Það er alþekkt aðferð til að nálgast niðurstöðu. Varpað er fram tillögum og knúin fram viðbrögð. Þeir sem síðar gera persónulegan yfirmann tor- tryggilegan með þessu eru ómerkingar. Stjórnskipunin á hæsta sessi er víða komin í ógöngur og mun það enda illa} Fáliðaðir í háum sessi Það þurfti miklafyrirhöfn margra til að fá meirihlutann í borgarstjórn til að átta sig á að ekki væri í lagi að láta börn læra í Fossvogsskóla eins og aðstæður væru orðnar þar. Fyrst tók langan tíma að fá við- urkenningu á því að eitthvað væri að og þá var ráðist í fram- kvæmdir. Þegar í ljós kom að þær höfðu ekki dugað var reynt að fela það, eða í það minnsta tafið að upplýsa um það. Eftir nokkurt þóf enn var svo gripið til bráðabirgðaaðgerða og svo hefur nú loks verið tilkynnt að gera eigi við skólabyggingarnar og að þangað til fari kennsla fram annars staðar. Allt hefði þetta getað gengið svo miklu hraðar og betur ef meirihlutinn hefði ekki þann slæma ósið að hlusta ekki á borgarbúa. Og á minnihlutann í borgarstjórn hlustar hann enn minna, fer raunar í þveröfuga átt við það sem þaðan kemur sé þess nokkur kostur. Ekki hefur vantað að minni- hlutinn í borgarstjórn, og for- eldrar vitaskuld einnig, hafi þrýst á um aðgerðir vegna myglunnar í Foss- vogsskóla. Um það bera til að mynda vitni fundargerðir skóla- og frístundaráðs, þar sem bókanir og fyrirspurnir koma fram en lítið og hægt brugðist við. Þá má nefna að fyrir nær þremur mánuðum skrifaði Val- gerður Sigurðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði, grein í þetta blað þar sem hún þrýsti á um svör og velti því upp hvort borgin væri að hylma yfir óþægilegt mál með því að birta ekki fyrirliggjandi skýrslu um það. Það er fyrst nú sem gripið er til aðgerða sem vonandi duga. En eftir allar tafirnar og leyni- makkið, þá vakna óneitanlega spurningar um það hvernig málum er komið í öðru húsnæði borgarinnar. Er hægt að treysta því að það sé í lagi? Er hægt að treysta því að borgin upplýsi ef svo er ekki? Nei, er því miður svarið við þessum spurningum. Slæleg vinnubrögð og leynimakk vegna myglumála hafa afleiðingar} Traustið er farið S íðastliðinn þriðjudag tók ég sem fulltrúi Flokks fólksins þátt í mál- þingi Kjarahóps Öryrkjabandalags Íslands sem bar titilinn „Heims- met í skerðingum“. Þar kynnti Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi, skýrsluna „Kjör lífeyrisþega – Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða í mótun tekna“ sem hann og Stefán Andri Stefánsson hafa unnið um kjör lífeyrisþega. Flokkur fólksins hefur allt frá stofnun hans fyrir fimm árum skorið upp herör gegn skerðingum. Í stuttu máli sagt þá staðfestir skýrslan það sem við höfum haldið fram allt þetta kjörtímabil og gott betur, bæði í ræðum á þingi og með greinaskrifum. Nú þegar í þessari viku hef ég farið með efni skýrsl- unnar í munnlegum fyrirspurnum til for- sætisráðherra og félagsmálaráðherra. Þar hef ég m.a. bent á að af hverjum 50.000 kr. við- bótartekjum frá lífeyrissjóði fá lífeyrisþegar að jafnaði um 13.370 kr. í sinn hlut en ríkið fær í skatta og skerð- ingar samanlagt um 36.600 kr. Almennt hefur skatt- byrði lífeyrisþega, ekki síst lágtekjulífeyrisþega, aukist stórlega á tímabilinu 1990-1996, en þá var óskertur líf- eyrir almannatrygginga skattfrjáls. Sambærileg upp- hæð í dag ber um 50.000 kr. tekjuskatt á mánuði. Sú skattbyrði ásamt lágu lífeyrishámarki hjá TR veldur því að óskertur lífeyrir almannatrygginga dugar ekki fyrir lágmarksframfærslukostnaði einhleyps lífeyris- þega á höfuðborgarsvæðinu. Skýrsluhöfundar leggja fram þá umbóta- tillögu til að draga úr lágtekjuvanda meðal lífeyrisþega og bæta virkni lífeyriskerfisins að hækka frítekjumark gagnvart greiðslum frá lífeyrissjóðum í 100.000 kr. á mánuði í stað 25.000 kr. Flokkur fólksins hefur ein- mitt lagt fram frumvarp þessa efnis en ekkert kemur frá ríkisstjórninni. Þá ætti uppreiknað frítekjumark atvinnutekna að vera 250.000 kr. í dag, en ekki bara 109.000 kr. En vandinn snýst ekki bara um skerð- ingar á lífeyri vegna tekna. Við bætast keðjuverkandi skerðingar ofan á hinar fyrstu. Þær eru í barnabótakerfinu, í leigu- bótakerfinu, í kerfinu um sérstakar húsa- leigubætur og í félagsbótakerfinu. Í þessu makalausa skerðingakerfi er fólk hiklaust sent í fátækt við hungurmörk. Dæmi eru um 80-100% skerðingar á sumri framfærslu sem fólk á að reyna að lifa af. Skerðingarnar bæta gráu ofan á svart og eru óviðunandi í ljósi þess að óskertur lífeyrir almannatrygginga getur engan veg- inn staðið undir framfærslukostnaði. Það vantar 70.000 kr. og allt upp í 140.000 kr. ef þeir verst settu, sem eru með rúmlega 200.000 á mánuði eftir skatta, eru teknir inn í. Allt þetta og meira til er ekkert annað en ávísun á óviðunandi sárafátækt í einu ríkasta landi heims. Guðmundur Ingi Kristins- son Pistill Óviðunandi heimsmet í skerðingum Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. gudmundurk@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S íhækkandi hlutfall aldraðra meðal landsmanna mun hafa veruleg áhrif afkomu og hag þjóðarinnar á næstu áratug- um. Því er nú til að mynda spáð að út- gjöld vegna heilbrigðismála muni aukast verulega á næstu þremur ára- tugum, eða sem nemur þremur pró- sentustigum af vergri landsfram- leiðslu, sé eingöngu horft til öldrunar þjóðarinnar. Í nýútkominni áætlun sem fjár- mála- og efnahagsráðherra hefur birt um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til ársins 2050, segir að öldrun þjóðarinnar og snörp hækkun skulda af völdum kórónuveirufaraldursins muni reyn- ast áskoranir fyrir fjármál hins opin- bera. Dregur úr fólksfjölgun Fjölmargir þættir hafa vitaskuld áhrif á hvernig takast mun að við- halda góðum lífskjörum eins og fjallað er um í skýrslunni en mann- fjöldaþróunin mun vega þungt. Draga muni úr fólksfjölgun, hópur aldraðra stækka og vinnufæru fólki fækkar hlutfallslega. Hér er sjónum beint að þeim hlutum skýrslunnar þar sem fjallað er um áhrif þess að þjóðin er að eld- ast. Smám saman hægir á fjölgun starfandi fólks og árið 2050 verður fjölgunin orðin hverfandi. Bent er á að líklega aukist atvinnuþátttaka eldra fólks en aðgerða gæti verið þörf til að tryggja áfram háa atvinnuþátt- töku innflytjenda. Því er þó spáð að hlutfall starfandi af mannfjöldanum muni haldast nokkurn veginn óbreytt til 2050 vegna mikillar fjölgunar ungra innflytjenda og aukinnar vinnumarkaðsþátttöku flestra aldurs- hópa. Fjórði hver 65 ára eða eldri Um þessar mundir er sjöundi hver landsmaður 65 ára og eldri en árið 2050 verður fjórði hver lands- maður á þeim aldri. Settar eru upp sviðsmyndir í áætluninni þar sem m.a. er gert ráð fyrir að framleiðslu- geta þjóðarbúsins muni vaxa hægar eftir því sem þjóðin eldist. Hún muni vaxa að jafnaði um 2,5% á ári næsta áratuginn en síðan hægi á þeim vexti fram til 2050, fyrst og fremst vegna öldrunar þjóðarinnar þar sem fjölgun fólks á vinnumarkaði muni staðna. „Framreikningarnir sýna að þegar fram í sækir mun öldrun þjóð- arinnar fela í sér auknar áskoranir í opinberum fjármálum vegna aukins kostnaðar í heilbrigðis- og velferðar- málum. Að gefnum forsendum áætl- unarinnar verður afkoma hins opin- bera neikvæð allt til enda tímabils langtímaáætlunarinnar,“ segir þar. Aftur á móti er Ísland þó talið betur en flestar þjóðir í stakk búið til að mæta þeim áhrifum sem öldrun þjóðarinnar mun hafa á opinber fjár- mál, m.a. vegna styrks lífeyris- sjóðakerfisins og mikillar atvinnu- þátttöku. Minni tekjuskattar en vægi neysluskatta mun vaxa Líkur eru einnig á að þegar þjóð- in eldist þurfi að gera breytingar á skattkerfinu og skattheimta muni breytast. Skatttekjurnar færist að einhverju leyti milli launa og neyslu eins og það er orðað í skýrslunni. Tekju- og launaskattar á borð við tryggingagjald vaxa hægar en íbúa- fjöldi þar sem hlutfallslega færri verða á vinnumarkaði og neyslu- mynstur ólíkra aldurshópa mun hafa áhrif á tekjur af sköttum sem lagðir eru á neyslu. Í skýrslunni segir að stjórnvöld gætu brugðist við þessu með breikk- un skattstofna. Tryggja þurfi sann- gjarna dreifingu skattbyrði milli ald- urshópa og til álita gæti komið að draga úr skattheimtu á laun og tekjur og auka þess í stað vægi neysluskatta. Öldrun þjóðarinnar til 2050 stór áskorun Heilbrigðisútgjöld ámann eftir aldurshópum Þús. kr. á einstakling árið 2019 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 0-4 5-9 10- 14 15- 19 20- 24 25- 29 30- 34 35- 39 40- 44 45- 49 50- 54 55- 59 60- 64 65- 69 70- 74 75- 79 80- 84 85+ Aldursbil (ár): Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Skýrsla um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum Talið er að lífeyrissjóðakerfið geri Ísland betur í stakk búið að takast á við hækkandi meðalaldur en mörg önnur lönd en á undanförnum árum hafa lífeyrissjóðir vaxið tölu- vert hraðar en lands- framleiðslan og talið er að svo verði enn um sinn. Bent er á í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra að á næstu áratugum muni þær stóru kynslóðir sem nú spara mest, sem er fólk á sextugsaldri, fara á eftirlaun en þær yngri kynslóðir sem taka við verða sífellt minni. Útgreiðslur líf- eyrissjóða til sjóðfélaga auk- ist þá meira en inngreiðslur iðgjalda. „Eftir því sem þeirri þróun vindur fram aukast út- greiðslur lífeyrissjóða til sjóð- félaga meira en inngreiðslur iðgjalda,“ segir þar. Útlit er fyrir samkvæmt framreikningi fjármála- og efnahagsráðu- neytisins að hreint ráðstöf- unarfé lífeyrissjóðanna, þ.e. innstreymi að frádregnu út- streymi, sé um þessar mundir að ná hámarki á föstu verð- lagi. Ráðstöfunar- fé í hámarki ÁHRIF LÍFEYRISKERFIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.