Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 ✝ Sigríður Katr- ín Þorbjörns- dóttir fæddist í Reykjavík 27. október 1963. Hún lést á heimili sínu þann 18. maí 2021 eftir erfið og lang- vinn veikindi. Foreldrar henn- ar eru Guðrún Jensdóttir, f. 13. september 1936 og Þorbjörn Ásgeirsson, f. 1. ágúst 1939. Guðrún er búsett á hjúkrunarheimilinu Hraun- búðum í Vestmannaeyjum og Þorbjörn er búsettur á Hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykja- vík. Systkini Sigríðar: Linda Antonsdóttir, f. 1953; Jens Þorsteinsson, f. 1955; Ásgeir Þorbjörnsson, f. 1965; Huginn Svan Þorbjörnsson, f. 1969, d. 2004. Sigríður var gift Árna Magnússyni, f. 22. ágúst 1957, þór Jónas Þór Hafþórsson, f. 21. apríl 2010. 3) Díana Ósk, f. 2. september 1994. Sambýlis- maður hennar er Anton Sig- urðsson. Börn þeirra: Eiður Sölvi, f. 5. mars 2017, Viktor Ingi 8. mars 2019. Sigríður bjó fyrsta ár ævi sinnar að Dalsmynni á Kjal- arnesi, síðar fluttist hún m.a. til Vestmannaeyja og Svíþjóð- ar. Á unglingsárunum bjó hún á Akureyri og gekk í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Þegar Sigríður hóf sambúð með Leifi þá fluttu þau til Keflavíkur en um aldamótin 2000 fluttu þau aftur til Akureyrar þar sem þau byggðu sér hús að Smára- læk. Sigríður starfaði við marg- vísleg störf í gegnum árin, má þar nefna störf eins og dag- móðir, starfsmaður í blómabúð og eigandi Brynjuís á Ak- ureyri. Hún tók virkan þátt í skólastarfi barnanna og var m.a. formaður foreldrafélags í grunnskóla í Sandgerði. Útför Sigríðar fer fram í Akureyrarkirkju 28. maí 2021 kl. 13. Streymi, stytt slóð: https://tinyurl.com/dnr436fk Streymishlekk má finna á: https:www.mbl.is/andlat d. 14. október 2004, þau skildu árið 1984. Barn þeirra er Guðrún Vala Árnadóttir, f. 26. febrúar 1980. Börn Guðrúnar: Elmar Árni Guð- rúnarson, f. 19. júní 2012 og Trist- an Máni Arnars- son, f. 18. ágúst 2017. Sigríður hóf sambúð með Leifi Egilssyni árið 1984, þau slitu samvistum árið 2007. Börn þeirra eru: 1) Stefán Vilberg, f. 12. septem- ber 1985. Eiginkona hans er Helga Bogadóttir. 2) Sandra Dís, f. 21. maí 1988. Eig- inmaður hennar er Hafþór Jónasson. Börn þeirra: Katrín Sara, f. 14. september 2018, Baldur Elí, f. 7. júlí 2020. Fyr- ir átti Sandra Andra Má Ingvason, f. 29. júní 2009, Viktoríu Mist Ingvadóttur, f. 8. mars 2011 og fyrir átti Haf- Elsku mamma, núna ertu fallinn frá eftir langa og erfiða baráttu við veikindi. Baráttu sem þú tókst á við með ótæm- andi uppsprettu af jákvæðni og andlegu þreki. Þrátt fyrir áralöng veikindi þá hafðirðu alltaf mun meiri áhyggjur af vellíðan annarra en þinni eig- in. Við munum aldrei fá aðra manneskju í lífi okkar sem mun elska okkur jafn skilyrð- islaust. Þú hafðir ávallt tíma fyrir spjall og leituðum við til þín eftir ráðleggingum og huggunarorðum ef svo bar undir. Þú reyndir að vera jákvæð vegna komandi ferðalags og meðal annars veltir fyrir þér hvort það væri ekki örugglega eitthvað gott að borða þarna hinum megin og hvort þú gæt- ir ekki horft á síðustu seríuna af Handmaid’s Tale. Barnabörnin vildu ávallt koma í heimsókn til Siggu ömmu, skipti það engu máli hvort þú værir rúmföst, þú fannst bara aðrar leiðir til þess að eiga gæðastundir með þeim. Við börnin og barna- börnin vorum ljósið í lífi þínu og vildir þú allt fyrir okkur gera. Heimili þitt var ávallt opið og ísskápur fullur af mat og öðru góðgæti. Þú hafðir einnig óbilandi þolinmæði gagnvart barnabörnunum, þrátt fyrir læti og frekju í þeim þá tókst þú aldrei eftir því heldur fannst þér þau haga sér eins og englar. Erfitt er að koma því í orð hvað við munum sakna þín mikið, fá að heyra hlátur þinn og fá óteljandi kossa, faðmlög og hrós. Við munum halda heiðri þínum á lofti og sjá til þess að allir afkomendur þínir muni muna eftir Siggu ömmu. Minning þín mun lifa í börnum og barnabörnum þínum sem eiga aragrúa fallegra minn- inga af þér og þínum kærleik og umhyggju. Hvíldu í friði, elsku mamma okkar, við sjáumst þarna hin- um megin einn daginn. Von- andi tók Hector vel á móti þér og passar þig þangað til. Guðrún Vala Árna- dóttir, Stefán Vilberg Leifsson, Sandra Dís Leifsdóttir, Díana Ósk Leifsdóttir. Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. (Rúnar Júlíusson) Bjartsýnni og jákvæðari manneskju hef ég ekki kynnst og hef þó hitt þær nokkrar. Á okkar 33 árum eru endalausar góðar minningar og gleði- stundir, sumarbústaðaferðir, tjaldferðalög, sveitin, fjaran, tengdapabbi að spila á nikk- una og hafði lúmskt gaman af hæfileikaleysi okkar á söng- sviðinu og þá sérstaklega þínu lagleysi og allt allt hitt. „Músin“ í buxnaskálminni og gömlu fatalausu Þjóðverj- arnir í Laugafelli. Ég reyni að ýta frá minni eigingirni og sættast við að þinni þrautagöngu sé lokið sem varð svo miklu lengri en nokkur læknavísindi töldu. Frá veikindunum í mars 2019 vissir þú að stutt væri eftir og tókst á við það af miklu æðruleysi, börnin þín og barnabörn gáfu þér mikla orku og gleði og skarð þeirra er svo stórt en við vitum að þau kom- ast í gegnum þetta saman. Þegar þú hringdir í mig á laugardagskvöldið til að kveðja sagði ég nei, við eigum eftir einn kaffibolla. Við Sigga Þorleifs ákváðum að bruna til Akureyrar á mánudeginum og drekka með þér síðasta kaffi- sopann, þú beiðst eftir okkur, svo glöð að hitta okkur og sagðir sem var svo lýsandi fyr- ir þig: „Ég var nú ekki að ætl- ast til þess að þið kæmuð!“ Eftir kaffið sofnaðir þú svo sæl. Þú vissir að Huginn og Hek- tor biðu eftir þér. Elsku Gunna og Bubbi, þið eruð búin að lifa tvö börn ykk- ar, nokkuð sem ætti að vera bannað með lögum, Ásgeir, Jensi, Linda og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Gunna Vala, Vilberg, Sandra og Díana, Helga, Haf- þór og Anton og skærustu ljósin þín, Andri, Viktoría, Jónas, Elmar Árni, Eiður, Tristan, Kata, Viktor og Baldur, núna er komið að þessu, missir ykkar er meiri en orð fá lýst. Mínar hjartans ástar- og samúðar- kveðjur - minningin lifir. Þín vinkona og svilkona, Helena Sigurbergsdóttir. Elsku Sigga, fallega, já- kvæða, brosmilda og hjarta- hlýja vinkona mín. Já það er blákaldur raunveruleikinn að ég er að skrifa minningarorð um eina viljasterkustu og já- kvæðustu konu sem ég hef kynnst. Hún kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar alltof snemma eftir erfið og langvinn veikindi. Hún hafði alltaf tíma fyrir aðra, sá jafn- an björtu hliðarnar á lífinu. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Siggu fyrst árið 1990. Fjölskyldan bjó þá í Keflavík og verð ég ævinlega þakklát fyrir okkar kynni, samverustundirnar og minningarnar sem við bjugg- um til saman. Síðan fluttist hún norður á Akureyri og bjó þar til hinstu stundar. Vin- konusamband okkar hélst óbreytt þótt fjarlægðin fækk- aði heimsóknum og kaffiboll- um. Ég kom alltaf við þegar ég var á ferðinni, eins og að- stæður leyfðu, og var hún alltaf jafnglöð og jákvæð þrátt fyrir misjafna heilsu síðustu árin. Í gegnum árin var hún boð- in og búin að hlusta og bauð gjarnan öxlina ef á þurfti að halda, þar sem jafnframt var gott að gráta og ræða það sem aflaga hafði farið í lífinu til að ná áttum á staðreyndum lífsins og halda áfram á já- kvæðri braut. Einnig fórum við Helena svilkona hennar ógleymanlegar ferðir norður yfir heiðar að heimsækja hana þar sem nokkrir kaffibollar voru teknir og ómældur hlát- ur og gleði fylgdu þeim ferð- um gjarnan. 17. maí síðastliðinn var ein slík ferð sett á dagskrá, við Helena brunuðum norður að heimsækja okkar sameigin- legu vinkonu þar sem ljóst var að veikindin voru farin að taka sinn toll. Ég er óend- anlega þakklát fyrir þessa ferð, að fá að kveðja mínu yndislegu vinkonu, spjalla að- eins og drekka síðasta kaffi- bollann með henni. Hún vissi alveg í hvað stefndi en var samt jákvæð eins og alltaf, ro- saglöð að sjá okkur Helenu og kannski vissum við að þetta yrði síðasta heimsóknin til hennar í þessu lífi. Elsku Gunna, Vala, Vil- berg, Sandra og Díana og fjöl- skyldur ykkar. Megi guð geyma ykkur öll og styrkja á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Sigríður Þorleifsdóttir. Sigríður Katrín Þorbjörnsdóttir ✝ Arnþór Ing- ólfsson var fæddur á Skjald- þingsstöðum í Vopnafirði 15. febrúar 1933. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafn- arfirði 16. maí 2021. Arnþór var yngstur barna þeirra Elínar Sal- ínu Sigfúsdóttur og Ingólfs Eyj- ólfssonar. Fyrir áttu þau hjónin Önnu Sigríði, f. 1917, d. 2006, Örn, f. 1919, d. 1982, Guðrúnu, f. 1920, d. 2004, Úlf, f. 1922, d. 2010, Sigurbjörgu, f. 1923, d. 1925, Ingva, f. 1924, d. 1995, Aðalbjörgu, f. 1924, Sesselju, f. 1925, d. 2014 og Stefaníu, f. 1927, d. 2006. árið 1956 hóf hann störf í Lög- reglunni í Reykjavík, þá búinn að ljúka námi við Lögregluskól- ann. Sem fyrsta verk eftir að hafa verið ráðinn í lögregluna var að senda hann sem fyrsta starfandi lögregluþjón vestur í Ólafsvík þar sem hann kynntist sinni heittelskuðu Distu eins og hún var alltaf kölluð. 1996 lauk hann störfum hjá Lögreglunni í Reykjavík sem yfirlögreglu- þjónn eftir 41 árs starf. Eftir farsæl störf hjá Lögreglunni í Reykjavík réðst hann sem kirkjuvörður í Bústaðakirkju. Arnþór kvæntist Jóhönnu Maggý Jóhannesdóttur, f. 28. maí 1931, d. 14. apríl 2020, þann 15. febrúar 1958. Þeim varð fimm barna auðið og eru þau Kristín, f. 1950, sem á þrjár dætur, Sigurgeir, f. 1957, kvæntur Ásdísi Gígju Halldórs- dóttur og eiga þau tvo syni, Friðbjörg, f. 1961, gift Guð- mundi Þór Sigurbjörnssyni og á tvö börn, Margrét, f. 1964, sem á þrjú börn og Elín Inga, f. 1966, sem á þrjú börn. Lengst af eða frá árinu 1964 bjuggu Arnþór og Dista í Birkihvammi í Kópavogi. Arnþór tók þátt í hinum ýmsu félagsstörfum og má þar nefna Lögreglufélag Reykjavík- ur, Lögreglukórinn, Sjálfstæð- isfélag Kópavogs, umferðar- nefnd Kópavogs, sóknarnefnd Digraneskirkju, Félag eldri borgara í Kópavogi, Vopnfirð- ingafélagið og Frímúraregluna á Íslandi. Arnþór dvaldi síðustu þrjú árin á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Útför Arnþórs fer fram frá Bústaðakirkju í Reykjavík 28. maí 2021 kl. 10. Útförinni verð- ur streymt á slóðinni: https://promynd.is/arnthor Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Jarðsett verður í Kópavogs- kirkjugarði. Arnþór var fimm ára gamall þegar hann var bú- inn að missa báða foreldra sína og fór þá í fóstur að Hauksstöðum í Vopnafirði og eignaðist þar fóst- urforeldrana Frið- björn Kristjánsson og Sigurbjörgu Sigurbjörnsdóttur. Þá eignaðist hann tvær systur á Hauksstöðum, þær Guðlaugu, f. 1921, d. 2005, og Kristínu, f. 1929. Arnþór fór ungur frá Vopna- firði og fór að vinna t.d. á dekkjaverkstæði og í Dan- mörku við bústörf. Hann var við nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal 1951-1953 en En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók) Vertu sæll pabbi minn, við sjáumst síðar. Kær kveðja, Kristín Snæfells Arnþórsdóttir. Nú hefur elsku pabbi hafið sína hinstu för til sumarlandsins þar sem ég veit að mamma tekur á móti honum með útbreiddan faðm og fagnar því að þau séu nú sameinuð á ný. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Mínar fyrstu minn- ingar um pabba eru frá því þegar ég er lítið barn og ég átti eitthvað „bágt“, tók hann mig í fangið og sagði „komdu hérna lítil mín og við skulum koma saman að heilsa upp á gömlu hjónin í Hálsakoti“. Svo mikið lifði ég mig inn í þetta ferðalag á þennan yndislega, ímyndaða sveitabæ að ég fann lyktina frá snarkandi eldinum í hlóðunum og dásamlegt bragð af grjónagrautnum í hlóðapottin- um. Hann ýmist kallaði mig „lítil mín“ eða „litla budda“. Dýrmætt er að eiga þessar minningar til að ylja sér við. Ekki er hægt að minnast pabba og mömmu án þess að tala um allar skemmtiferðirnar okkar um landið og í Birkjó í Húsafelli. Þær eru ófáar ferðirnar með þeim hvort sem það vorum við systkinin og fjölskyldur eða bara með okkur Gumma. Ég minnist líka ferða með pabba til Reykja- víkur en þá átti hann erindi til Andrésar á Skólavörðustíg og var þá gjarnan farið í ísbúð á eft- ir. Að lokum vil ég þakka, frá dýpstu hjartarótum, starfsfólki 5. hæðar Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og natni. Gáfu sér alltaf tíma bæði fyrir þau og aðstandendur, takk. Elsku pabbi, við biðjum að heilsa mömmu með ósk um að þið hafið það gott í Sumarlandinu. Hvíl í friði, elsku pabbi. Friðbjörg og Guðmundur (Gummi). Þá er komið að kveðjustund, elsku afi, ég veit að amma hefur tekið þér fagnandi hinum megin. Mikið sem þið tvö voruð stór partur af mínu lífi í uppvextinum enda var svo dásamlegt að koma til ykkar í Birkjó að það var nán- ast alltaf fullt hús af fólki. Minn- ingarnar eru því óteljandi þar sem allir komu saman í garðinum á góðviðrisdögum, kíktu í kaffi og með því eða í dýrindis matar- veislur og öll ferðalögin um land- ið þvert og endilangt. Ein af fyrstu minningunum mínum er án vafa að sitja í fanginu þínu þar sem þú hossaðir mér á hnjánum og söngst „pomm, pomm, pomm og sittu kjur“ eins og þú gerðir oft með okkur barnabörnunum, og við kútveltumst um af hlátri, og síðar stelpunum mínum sem ég er svo þakklát fyrir að hafi fengið að kynnast ykkur ömmu. Önnur minning sem situr svo fast er þegar lítil maddama hafði ekki mikla trú á afa sínum. Fékk að gista hjá afa þegar amma var ekki heima og það var danstími morguninn eftir. Þar var skilyrði að mæta með snyrtilega greitt hár í tagli eða fléttu og ég sá ekki alveg fram á hvernig afi ætlaði að leysa það verkefni. En auðvitað var það leyst með glæsibrag sem er auðskiljanlegt í dag þar sem þú varst jú búinn að ala upp fjór- ar dætur. Þær voru ófáar næturgisting- arnar og alltaf svo spennandi að fá að hafa það huggulegt með ömmu og afa og gista í prívatinu. Það virtist alltaf vera endalaust pláss því þegar eitt barnabarnið byrjaði að biðja um að fá að gista, þá bættust oft fleiri í hópinn. Svo var alveg toppurinn á tilverunni morguninn eftir að útbúa með þér morgunmat til að færa ömmu í rúmið. Ekki gerði maður sér grein fyrir því hversu stóru starfi þú gegndir þegar það var mikið sport að kíkja í heimsókn í vinn- una á lögreglustöðina en í minn- ingunni gafst þú þér alltaf tíma til að taka á móti mér í heimsókn og ég passaði mig vel að stelast ekkert yfir gönguljósin þegar ég fór yfir götuna því ég vissi að þú horfðir út og fylgdist með. Ég hafði mjög gaman af því í seinni tíð að hlusta á þig segja sögur bæði af þínum yngri árum og svo lögreglustörfunum og hef nefnt það nokkrum sinnum að mikið væri ég til í að lesa óskrifaða ævi- sögu þína. Elsku afi, takk fyrir allar dásamlegu stundirnar og fallegu minningarnar. Knúsaðu ömmu frá mér. Þín Unnur Guðlaug. Nú er elsku afi farinn til ömmu Distu og munum við sakna hans óendanlega. Minningarnar streyma til okkar og fyrst í huga kemur hans ótrúlegi styrkur. Þegar þú fékkst það hlutskipti að sitja við hliðina á afa við mat- arborðið þá vissir þú að höndin þín og jafnvel oftar litli puttinn yrði kreistur og þú gast gleymt því að vinna það puttastríð sama hversu stór og sterk við urðum. Ást hans á nýmjólk var eitthvað sem maður tók alltaf eftir við matarborðið því að á meðan aðrir drukku vatn með matnum bað hann alltaf ömmu um nýmjólk. Hans styrkur kom líka fram í því að hann kvartaði aldrei um sárs- auka. Það kom í ljós fyrir nokkr- um árum að hann þurfti nýjar mjaðmir en enginn vissi að eitt- hvað var að hrjá hann fyrr en bein var að nuddast við bein og senda átti hann beinustu leið í aðgerð. Ég fékk það hlutskipti að passa upp á hann í tvær vikur áð- ur en hann færi í aðgerð og þá fékk ég að kynnast því hversu þrjóskur hann var. Hann reyndi alltaf að stelast á klósettið án þess að láta vita, þrátt fyrir að ég hafi gefið honum bjöllu til að hringja. Hann var líka með sokkaífæru til að hjálpa honum að fara í sokka, en ég vildi hjálpa honum með það á morgnana. Honum líkaði það ekki og oftar en einu sinni var ég lamin í haus- inn (varlega) með sokkaífærunni þegar ég sat á gólfinu að setja á hann sokkana. Við munum aldrei gleyma sumrunum þegar afi og amma komu í heimsókn til að rífa upp rabarbarann eða til að tína rifs- ber og svo var amma tilbúin í eld- húsinu í sultugerð. Afi átti líka mjög einstakt samband við hundinn okkar Tuma. Tumi hoppaði og skoppaði af kæti í hvert sinn sem afi kom í heimsókn. Tumi var svo í fanginu á honum og sleikti afa í framan mestallan tímann. Þess ber að geta að Tumi fékk ekki að sleikja neinn í framan nema afa, svo ein- stakt var þeirra samband. Afi var alltaf svo stoltur af okkur og munum við gera okkar besta til að halda áfram að gera hann stoltan svo lengi sem við lif- um. Helena, Birkir og Bjarki. Arnþór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.