Morgunblaðið - 28.05.2021, Síða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Útför í kirkju
Kirkjan til staðar
fyrir þig þegar
á reynir
utforikirkju.is
✝
Guðni Jó-
hannsson
fæddist í Teigi í
Fljótshlíð 25. sept-
ember 1926. Hann
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
13. maí 2021. For-
eldrar Guðna voru
Jóhann Guð-
mundur Jensson
bóndi, f. 1895, d.
1978, og Margrét
Albertsdóttir húsfreyja, f. 1900,
d. 1989. Systkini Guðna: Albert,
f. 1926, d. 1998, Ágúst, f. 1927,
d. 2018, Sigrún, f. 1930, Árni f.
1932, d. 2009, og Jens, f. 1942.
Þann 18.10. 1958 kvæntist
Guðni Svanlaugu Kristjönu Sig-
urjónsdóttur frá Seljalandi, f.
4.7. 1937. Börn þeirra eru: 1)
Örn, f. 1.8. 1958, fyrrverandi
annars afgreiðslu- og skrif-
stofustörf hjá Kaupfélagi Rang-
æinga á Hvolsvelli frá 1950, var
gjaldkeri og fulltrúi kaupfé-
lagsstjóra 1954-1964, trygg-
ingafulltrúi fyrir Samvinnu-
tryggingar 1964-1989 og síðan
svæðisstjóri VÍS á Hvolsvelli
frá 1989 til starfsloka.
Á sínum yngri árum sat
Guðni um skeið í stjórn Félags
ungra framsóknarmanna í
Rangárvallasýslu. Hann stund-
aði fjárbúskap í frístundum sín-
um og var m.a. formaður Fjár-
ræktarfélagsins Hnýfils í Fljóts-
hlíð 1966-1970. Guðni gegndi
ýmsum ábyrgðarstörfum í sam-
félaginu gegnum tíðina og var
m.a. stefnuvottur um árabil.
Útför Guðna fer fram frá
Stórólfshvolskirkju í dag, 28.
maí 2021, og hefst athöfnin kl.
14. Streymt verður frá útför
hans og má finna streymis-
hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat
maki Þórey Ey-
þórsdóttir, f. 1965.
Börn þeirra eru:
Eyþór, f. 1995,
sambýliskona
Amila Crnac, f.
1996, og Svanlaug,
f. 2000. 2) Margrét
Björg, f. 20.2.
1967, maki Emil
Björn Héðinsson, f.
1965. Börn Þeirra
eru: Arna Rut, f.
1993, Guðni Snær, f. 1997, og
Tinna Rún, f. 2006. Guðni og
Svana hófu búskap á Hvolsvelli
árið 1958 og bjuggu þar alla
tíð.
Guðni stundaði nám við Hér-
aðsskólann á Laugarvatni vet-
urinn 1944-1945 og við Sam-
vinnuskólann í Reykjavík
1947-1949. Hann vann meðal
Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og
hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni;
hún sat þar um nætur og söng þar á
grein
svo sólfögur ljóð um svo margt sem
ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð
ein-
ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún
kunni.
(Þorsteinn Erlingsson)
Kallið er komið, nú hefur hann
elsku pabbi kvatt okkur. Pabbi
náði háum aldri og var við góða
heilsu allt fram á þetta ár. Í veik-
indum sínum kvartaði hann ekki
og sárlasinn kom hann okkur á
óvart og fór með þetta kvæði sem
hann hafði verið að rifja upp.
Á kveðjustund leitar hugurinn
til æskunnar. Á Hvolsvelli var
gott að alast upp, samfélagið var
lítið en samt allt til alls og stutt til
Reykjavíkur ef eitthvað vantaði.
Þótt pabbi hafi unnið skrifstofu-
störf var hann mikill sveitamaður
í sér, enda fæddur og uppalinn í
Fljótshlíðinni. Á Hvolsvelli átti
hann alltaf nokkrar kindur og
veitti það honum ómælda ánægju
að stússast í kringum þær. Kall-
aði hann sig oft „sparifatabónda“.
Hann átti fyrst gamalt fjárhús
rétt við Hvolsvöll en upp úr 1980
byggði hann nýtt hús hinum meg-
in við þjóðveginn, þar átti hann
litla landspildu líka og batnaði við
þetta öll aðstaða. Margar minn-
ingar á ég frá því að vera með
pabba í kindunum í kringum
sauðburð, heyskap og réttir.
Minnisstætt er mér vorið þegar
ég var 10 ára. Þá kláraðist skólinn
óvenjusnemma og fór ég oft á dag
með pabba að líta eftir kindunum
í sauðburði. Stundum var komið
við í sjoppunni og keyptur einn
vindill og einn sleikjó áður en far-
ið var niður á tún. Þessar dýr-
mætu stundir okkar pabba eru
mér ógleymanlegar. Í mér blund-
ar líklega eitthvert kindagen því
þegar ég kvaddi pabba í síðustu
heimsókninni á Hvolsvöll sagðist
ég ætla inn að Teigi að kíkja á
lömbin og ná mér í smá kindalykt,
ég held að hann hafi skilið mig.
Pabbi var ekki einn, hann og
mamma voru gift í 62 ár. Sam-
band þeirra var farsælt og gott
þótt ólík væru, sást það best veik-
indum pabba. Á seinni árum ferð-
uðust foreldrar mínir töluvert er-
lendis. Ég og fjölskyldan mín
vorum svo heppin að ferðast með
þeim bæði um Danmörku og
Spán. Við fórum líka í margar
ferðir með þeim innanlands og
þau heimsóttu okkur í sumarbú-
staði.
Pabbi var mjög barngóður og
sóttu börnin mín í að fá að vera
hjá afa og ömmu í fríum. Pabbi
vildi alltaf spila við þau, tók þau
með í fjárhúsið og oft fóru þau
með honum í gönguferð. Eftir að
pabbi hætti að vinna byrjaði hann
að fara daglega í gönguferðir um
Hvolsvöll. Oft fékk ég fréttir af
honum í þessum ferðum frá hin-
um og þessum. Ef veður var vont
eða hann komst ekki af öðrum
ástæðum í göngutúr einhvern
daginn bætti hann það upp með
því að fara tvo göngutúra næsta
dag.
Við leiðarlok hugsa ég til
pabba með miklum söknuði og
hlýju. Hann kenndi mér svo ótal-
margt. Hann var heiðarlegur og
sannur maður og vildi öllum vel.
Hann átti gott með að tala við
fólk, var fljótur að taka ávarðanir
og vildi ekkert hringl. Umfram
allt var hann þó hlýr og góður
pabbi sem vildi allt fyrir mig
gera. Ég kveð elsku pabba minn
með þakklæti í hjarta.
Þín dóttir,
Margrét.
Tíminn á sér ýmsar hliðar og
fylgir okkur alla tíð. Stundum er
hann lengi að líða, stundum flýg-
ur hann áfram og áður en við vit-
um af er heilt æviskeið að baki. Í
dag fylgi ég föður mínum til graf-
ar en við fetuðum saman lífsveg-
inn í rúma sex áratugi.
Ég átti indæla bernsku og naut
ástríkis pabba. Fyrstu minning-
arnar eru þegar hann las fyrir
mig ævintýri fyrir svefninn. Ég
var ekki hár í loftinu þegar ég fór
að fara í fjárhúsið með honum.
Þaðan á ég margar ljúfar minn-
ingar. Þá var fjárhúsið lítið hús
áfast bragga sem var hlaða, aust-
an við veginn niður frá gömlu
símstöðinni á Hvolsvelli. Þar
klappaði ég Flekku og Snotru og
hjálpaði til við að gefa á garðann,
milli þess sem ég lék mér í hlöð-
unni. Á vorin var tilhlökkunin
mikil að sjá lömbin fæðast. Ferð-
irnar í fjárhúsin voru óteljandi og
í minningunni fékk ég alltaf að
koma með. Síðar byggði pabbi
nýtt, stærra fjárhús vestan við
þjóðveginn. Þá var ég orðinn
nokkuð stálpaður og naut mín vel
við smíðar á grindum og görðum.
Hann treysti mér fyrir hönnun og
útfærslu og saman smíðuðum við
allt sjálfir. Við fórum líka ófáar
ferðirnar, feðgarnir, inn í Hlíð í
alls konar rollustúss á mínum
yngri árum. Þá var farið í rúning,
heyskap, smölun og á haustin inn
í Fell til að sjá safnið koma fram.
Þegar barnabörnin komu til sög-
unnar fengu þau að koma með í
fjárhúsið og nutu þess sama og
við systkinin höfðum gert. Börn-
unum mínum þótti mikið til þess
koma að eiga góðan afa austur á
Hvolsvelli sem var með kindur og
lömb.
Faðir minn var einstaklega
ljúfur og góður maður. Hann var
alltaf góður við mig og Margréti
systur mína. Ég minnist þess
ekki að hann hafi nokkurn tíma
skammað mig. Þó vissum við allt-
af hvað mátti og hvað ekki. Hann
kaus á lífsleið sinni að feta þær
slóðir sem hann þekkti og treysti.
Hann var ekki mikið fyrir að fara
ótroðnar slóðir. Stundum var
hann ekki á sama máli og ég eins
og þegar ég ákvað að læra auglýs-
ingateiknun í Myndlistaskólan-
um. Honum fannst skynsamlegra
að fara í Samvinnuskólann eða
læra trésmíði. Hann skipti þó um
skoðun þegar hann sá afrakstur
námsins og hve ánægður ég var
með þá braut sem ég hafði valið
mér.
Ég á föður mínum ótal margt
að þakka nú þegar komið er að
leiðarlokum. Ég er honum þakk-
látur fyrir allar gleðistundirnar
sem við áttum saman. Ég er líka
þakklátur fyrir það sem hann
kenndi mér, eins og vinnusemi,
heiðarleika, sanngirni og góð-
mennsku. Ég kveð föður minn
með söknuði og tileinka minningu
hans fyrsta erindið í ljóði Þor-
steins Erlingssonar, Til stjörn-
unnar.
Þú stjarna mín við skýja skaut,
á skærum himinboga,
svo hrein á þinni bláu braut
þú brunar fram með loga,
og þegar alt er orðið hljótt
og alheims kyrrð og friður,
þá horfir þú um heiða nótt
af himni þínum niður.
(Þorsteinn Erlingsson)
Örn Guðnason.
Þakklæti, hlýja og söknuður
eru mér efst í huga nú þegar ég
kveð elsku afa. Ég er þakklát fyr-
ir þann tíma sem við áttum saman
þótt ég vildi að hann hefði verið
enn þá lengri.
Afi var fæddur og uppalinn í
Teigi í Fljótshlíð og hafði alltaf
sterkar rætur þangað. Allt fram á
það síðasta lét hann sig varða bú-
skap og líf skyldmenna sinna þar.
Hann fór í Samvinnuskólann en
forsjáll skólameistarinn þar sendi
nemendur í danskennslu sem hef-
ur eflaust komið að góðum notum
síðar meir en amma talar oft um
hversu góður dansari afi var. Afi
vann við skrifstofustörf í kaup-
félaginu og svo hjá tryggingun-
um. Alla tíð var hann með kindur í
fjárhúsi rétt við Hvolsvöll en
hann sá um þær langt fram á ní-
ræðisaldur. Kindurnar voru hans
líf og yndi og hafði hann einstak-
lega gaman af mislitu fé. Við
barnabörnin vorum alltaf vel-
komin með í fjárhúsið og gaf það
heimsóknunum á Hvolsvöll ein-
stakan blæ. Kindurnar hans afa
voru margar mjög spakar og
ósjaldan var mestum tíma eytt í
að klappa þeim meðan afi sá um
gegningarnar. Á leiðinni heim var
svo gjarnan komið við í andapoll-
inum við Kirkjuhvol. Við barna-
börnin fengum að eiga okkar eig-
in kindur en afi vildi alltaf allt
fyrir okkur gera.
Margar af mínum kærustu
minningum úr barnæsku eru frá
Hvolsvelli en samkvæmt því sem
mér er sagt var ég ekki há í loft-
inu þegar ég bað fyrst um að fá að
gista ein hjá ömmu og afa. Alla tíð
síðan hefur það verið mikið til-
hlökkunarefni í mínum huga að
fara á Hvolsvöll og skóla- og
vinnufrí verið vel nýtt. Þennan
dýrmæta tíma með ömmu og afa
verð ég alltaf þakklát fyrir.
Afi hætti að vinna nokkrum ár-
um á undan ömmu og brölluðum
við ýmislegt saman meðan amma
var í vinnunni. Afi hafði alltaf nóg
fyrir stafni og var ýmist að koma
eða fara. Við fórum í fjárhúsin,
bankann, búðina og í fleiri útrétt-
ingar en þess á milli var matador
og rommí óspart spilað. Afi var
ekki mikið fyrir að slá hlutunum á
frest og fannst best að klára strax
það sem gera þurfti. Snyrti-
mennska og hirðusemi einkenndu
afa en hann var alltaf vel til fara
og með snyrtilegt í kringum sig.
Afi var nokkuð vanafastur og
var alltaf hægt að treysta á að há-
degismatur og kaffi væri á réttum
tíma. Einnig mátti stóla á að
kveikt væri á útvarpi og sjónvarpi
á vísum tíma til að hlusta á fréttir.
Harmonikkutónlist og íslenskar
dægurlagaperlur áttu einnig sinn
sess.
Þegar afi hætti að vinna, 70 ára
að aldri, tók hann upp þann sið að
fara í göngutúr á hverjum degi.
Þessum sið hélt hann næstu 24
árin, þangað til í desember sl.
þegar heilsan leyfði ekki meir.
Annað dæmi um viljastyrk og
staðfestu afa var þegar hann ein-
setti sér að komast í heimsókn í
nýju íbúðina mína sem er á þriðju
hæð í lyftulausu húsi. Afi fór létt
með þá ferð á 94. aldursári en fá-
ar heimsóknir eru mér eins dýr-
mætar.
Síðustu mánuðir voru ekki
auðveldir þótt afi kvartaði aldrei.
Upp úr standa góðu minningarn-
ar og hversu traustur og góður afi
var alltaf. Ég er þakklát fyrir all-
ar góðu stundirnar og allt sem afi
kenndi mér. Hann verður alltaf
hjá mér á einn hátt eða annan.
Arna Rut Emilsdóttir.
Elsku afi minn.
Ég vil byrja á að segja hversu
þakklátur ég er fyrir þær ótal-
mörgu minningar sem við höfum
skapað frá því að ég man eftir
mér. Fjárhúsferðirnar eru mér
ógleymanlegar og þar stendur
upp úr þegar ég byrjaði að fá að
fara með á nóttunni þegar sauð-
burður stóð yfir. Þó þú hafir varla
tímt að vekja mig lýsir það þér vel
hversu góðhjartaður þú varst að
taka mig samt með því þú vissir
hversu mikið mig langaði með.
Þú rifjaðir svo oft upp þegar ég
var lítill pjakkur og við gistum
saman. Þá vaknaðir þú oft með
tær eða aðra hluta fótanna í and-
litinu en hafðir alltaf jafn gaman
af að segja frá því daginn eftir.
Ég man aldrei eftir þér í vondu
skapi sem er eitthvað sem ég hef
reynt að tileinka mér í mínu lífi
enda ekki til betri fyrirmynd en
þú.
Alveg fram til síðasta dags
spurðirðu mig hvort ég og pabbi
hefðum eitthvað farið í útreiðar
nýlega og þótti mér alltaf vænt
um hversu vel þú fylgdist með.
Elsku afi, ég kveð þig með
miklum söknuði og væntumþykju
í hjarta. Ég hef alltaf verið stoltur
af því að bera nafnið þitt og mun
ævinlega vera það.
Ég mun halda áfram að reyna
að finna tjaldshreiðrið sem við
fundum aldrei niðri á túni.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Guðni Snær Emilsson.
Guðni Jóhannsson föðurbróðir
minn er kvaddur hinstu kveðju á
95. aldursárinu. Það er ljúft að
minnast Guðna sem átti langa og
hamingjuríka ævi. Ævi sem átti
upphaf í Fljótshlíðinni fögru á
myndarheimili meðal fimm ann-
arra systkina.
Fljótlega eftir nám í Sam-
vinnuskólanum fór Guðni að
starfa hjá Kaupfélagi Rangæinga
á Hvolsvelli og voru störfin þar
fjölbreytt. Um tíma var Guðni að-
stoðarkaupfélagsstjóri en svo tók
hann við starfi tryggingafulltrúa
hjá Samvinnutryggingum og síð-
ar varð hann svæðisstjóri VÍS og
gegndi því starfi allt þar til hann
lét af störfum sökum aldurs.
Guðni var afar farsæll í starfi, ná-
kvæmur og sanngjarn. Honum
var mjög annt um viðskiptavini
sína og fylgdi fast eftir að þeir
fengju sanngjarnar bætur ef þeir
urðu fyrir tjóni. Guðni átti oft er-
indi til höfuðstöðva VÍS í Reykja-
vík og ég hef eftir gömlum vinnu-
félögum hans hjá VÍS að þegar
Guðni mætti á staðinn hefði birt
til í húsinu enda var Guðni ávallt
skrafhreifinn og hress og spjall-
aði við marga.
Guðni átti það sammerkt með
fjórum bræðrum sínum að hafa
óbilandi áhuga á búskap og fljót-
lega eftir að Guðni flutti á Hvols-
völl keypti hann sér fjárhúskofa
og kom sér upp nokkrum kindum.
Síðar keypti hann sjö hektara
lands skammt austan við Hvols-
völl og byggði þar myndarleg
fjárhús. Guðni var einnig laginn
reiðmaður og hafði gaman af að
fara á hestbak. Með hobbíbú-
skapnum náði Guðni að sinna
áhugamáli sínu með fullri vinnu
en hann var mikill ræktunarmað-
ur. Hann keypti gjarnan fáeinar
gimbrar til lífs af góðum ræktun-
arbúum í sveitunum í kring og
seldi einnig öðrum úr sinni rækt-
un sem gjarnan var mislitt. Í
byrjun sumars ár hvert keyrði
Guðni lambærnar sínar á afrétt
Fljótshlíðar og tók svo þátt í rétt-
um og fjárstússi með bræðrum
sínum í Teigi að hausti. Guðni hélt
kindur í fjárhúsunum sínum allt
fram á 88. aldursárið. Guðni naut
oft aðstoðar yngsta bróður síns
Jens og síðar sona Jens sem léttu
undir með honum bæði við hey-
skap og annað tilfallandi þegar
árin færðust yfir. Allt fram til síð-
asta dags átti Guðni fáeinar kind-
ur hjá frændum sínum í Teigi og
fylgdist hann vel með velferð
þeirra sem og öðru sem var að
gerast á æskuheimili hans.
Lífið gaf Guðna margar góðar
gjafir og sú stærsta var Svanlaug,
eiginkona hans til 65 ára. Einnig
börn þeirra tvö þau Örn og Mar-
grét Björg og síðar barnabörnin
fimm sem Guðni var afar stoltur
af. Guðni naut einnig góðrar
heilsu og höfðu daglegu göngu-
ferðirnar hans sama hvernig viðr-
aði góð áhrif til styrkingar og
heilsubótar.
Við Hlín og börn okkar send-
um eiginkonu Guðna henni
Svönu, börnum þeirra og öllum
vandamönnum einlægar samúð-
arkveðjur. Megi björt minning
um góðan mann styrkja þau á
stund sorgar og saknaðar.
Guðbjörn Árnason.
Samferðafólk okkar í lífinu
gefur lífinu gildi. Sérhver mann-
eskja er heillandi á sinn hátt.
Sumir eru einfaldlega þannig að
þeir fegra tilveruna, dýpka skiln-
ing okkar og gleðja. Guðni á
Hvolsvelli, sem hefur nú kvatt
þessa jarðvist, var einn þessara
manna sem gott og gaman var að
blanda geði við.
Frá unglingsárum man ég eftir
að hafa heyrt um Guðna á Hvols-
velli. Pabbi og hann unnu báðir í
tryggingunum og Samvinnuskól-
inn var þeirra skóli. Seinna meir
tengdust fjölskyldurnar tryggða-
böndum þegar Emil bróðir og
Margrét dóttir hans Guðna giftu
sig. Eins og gefur að skilja hafa
samverustundirnar verið margar
og fyrir þær ber að þakka. Það
var í Geitlandinu, á heimili Mar-
grétar og Emils, sem samveru-
stundirnar voru flestar. Á gleði-
stundum fjölskyldunnar, þegar
börnin þrjú voru skírð og fermd
og þegar afmælum og útskriftum
var fagnað, hittum við Guðna og
var það jafnan tilhlökkunarefni.
Guðni var skemmtilegur og
ræðinn, með hnyttin tilsvör og
blik í augum. Það var gaman að
tala við hann og ekki skorti um-
ræðuefnin. Í gamla daga bar
ferðalögin hans og Svönu á góma,
búskapurinn og landsmálin áttu
sinn sess líka en Guðni fylgdist
mjög vel fréttum líðandi stundar.
Staðan á bílamarkaðnum þarfn-
aðist líka úttektar og þannig
mætti lengi telja. Guðni var ekki
bara mannvinur, hann var líka
mikill dýravinur. Hann átti kind-
ur og þær voru umvafðar um-
hyggju eiganda síns. Guðni stillti
auðvitað tilveru sína, ekki bara
eftir þörfum fjölskyldunnar, held-
ur líka eftir þörfum kindanna.
Guðni var heilsteyptur og far-
sæll. Segja má með sanni að hann
hafi kunnað að velja sér konu.
Hann og Svana giftu sig þegar
hún var 21 árs og hann 32 ára
gamall. Síðan þá hafa þau fylgst
að og auðvitað gjarnan nefnd í
sömu setningunni; Svana og
Guðni, Guðni og Svana. Hvols-
völlur var og er þeirra heimavöll-
ur. En heimilið á Hvolsvelli var
ekki bara þeirra. Barnabörnin
voru alltaf velkomin og sum
þeirra nýttu sér óspart tækifærið
og litu á Hvolsvöll sem sitt annað
heimili. Afabörnin fimm áttu ein-
stakan afa sem var stoltur af sínu
fólki.
Guðni lét sig svo sannarlega
annað fólk varða. Manngæska
hans kom berlega í ljós þegar Sig-
fús veiktist alvarlega. Hann
spurði jafnan um hann og þegar
þeir hittust eftir veikindakaflann
var gleðin gagnkvæm og þakk-
lætið yfir endurheimtri heilsu
mikið.
Það er komið að leiðarlokum.
Guðni var heilsteyptur og mikill
gæfumaður. Hann var drengur
góður og minningin um hann mun
lifa í hjörtum allra sem þekktu
hann. Við hjónin sendum Svönu
og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Guðna Jó-
hannssonar.
María Sólveig Héðinsdóttir.
Guðni Jóhannsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar