Morgunblaðið - 28.05.2021, Síða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Myndlistarsýn-
ingin Vera verð-
ur opnuð í dag
milli kl. 16 og 18 í
Listasal Mosfells-
bæjar og er hún
fyrsta einkasýn-
ing Iðu Brár
Ingadóttur sem
hefur komið víða
við í listsköpun
sinni, m.a. hann-
að sviðsmyndir og búninga, tekið
ljósmyndir og fengist við skrif. Við-
fangsefni sýningarinnar er milli-
bilsástandið milli svefns og vöku,
eins og segir í tilkynningu, og leit-
ast Iða Brá við að umbreyta list-
rýminu í heilunarstað og skapa til-
finningu fyrir þyngdarleysi og
djúpslökun. Til þess notar hún
ýmsa miðla. Listasalur Mosfells-
bæjar er í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Iða Brá
Ingadóttir
Fyrsta einkasýning
Iðu Brár opnuð
Snorri Ásmunds-
son opnar í kvöld
kl. 20 tvær sýn-
ingar í Hann-
esarholti. Sú fyrri
er einkasýning á
nýjum mál-
verkum sem
Snorri málaði í
skógum Svíþjóð-
ar en þar hefur
hann dvalist síðasta árið og lítið
samneyti haft við annað mannfólk í
raunheimum, eins og segir í tilkynn-
ingu. Hin sýningin er í tónlistarrými
Hannesarholts, ljósmyndasýning
þar sem Snorri og listamaðurinn
Kristján Frímann Kristjánsson fara
á tímaflakk og skoða Ísland og her-
námsárin. Sagnfræðigrúskarinn Þór
Eysteinsson var þeim innan handar.
Tvær sýningar
í Hannesarholti
Snorri Ásmundsson
Fjölskyldusöngleikurinn Emil í
Kattholti fer á fjalirnar í Borgar-
leikhúsinu í nóvember og það er
fyrsta stóra leikstjórnarverkefni
Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur en
hún hefur verið leikkona við Borg-
arleikhúsið í mörg ár. Þórarinn
Eldjárn gerir nýja þýðingu. Dans-
höfundur sýningarinnar er Lee
Proud og tónlistarstjóri Agnar Már
Magnússon. Leikmynd er í höndum
Evu Signýjar Berger og María
Ólafsdóttir hannar búninga.
Leit stendur núna yfir að Emil og
Ídu og 1.200 börn skráðu sig í pruf-
ur. Áætlað er að vera búin að velja
börnin sem fara með hlutverkin í
byrjun júní. Foreldra Emils og Ídu
leika Þorsteinn Bachmann og
Esther Talía Casey. Með hlutverk
Alfreðs vinnumanns og Línu vinnu-
konu fara Sigurður Þór Óskarsson
og Ásthildur Úa Sigurðardóttir,
sem útskrifaðist sem leikari frá
Listaháskóla Íslands vorið 2019 og
var nýverið ráðin til Borgarleik-
hússins.
Með önnur hlutverk í sýningunni
fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann
Sigurðarson, Rakel Ýr Stefáns-
dóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir
og Aron Már Ólafsson.
„Það er mikil spenna í loftinu og
ég get ekki beðið eftir því að fá að
hitta öll börnin sem sóttu um. Það
að Borgarleikhúsið sé að fara að
fyllast af hæfileikaríkum börnum
næstu vikurnar passar verkefninu
sérstaklega vel. Það er gleðilegt að
finna þennan mikla áhuga fyrir
sýningunni og ég er ekki í nokkrum
vafa um það að Emil og Ída í Katt-
holti munu finnast í þessum flotta
barnahópi,“ segir Þórunn Arna
Kristjánsdóttir leikstjóri.
Leikstjórinn Þórunn Arna Krist-
jánsdóttir hefur starfað sem leik-
kona við Borgarleikhúsið í mörg ár.
Leita að Emil og Ídu
- Fyrsta stóra leikstjórnarverkefni
Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er mér mikill heiður að hljóta
verðlaun sem kennd eru við Guðrúnu
Helgadóttur, enda er hún alveg í sér-
flokki íslenskra barnabókahöfunda.
Hún hefur verið mér mikilvæg fyrir-
mynd, ekki bara sem höfundur heldur
líka sem stjórnmálamaður, þannig að
mér þykir sérstaklega vænt um þetta.
Ég er einnig mjög þakklát fyrir þetta
góða brautargengi sem Sterk fær,“
segir Margrét Tryggvadóttir sem í
gær hlaut Barnabókaverðlaun Guð-
rúnar Helgadóttur fyrir handrit sitt
að bókinni Sterk sem kemur út hjá
Máli og menningu. Þetta er í þriðja
sinn sem Reykjavíkurborg veitir verð-
launin, en þeim er ætlað að hvetja til
metnaðarfullra skrifa fyrir börn og
ungmenni og halda á lofti merkjum
eins ástsælasta barnabókahöfundar
landsins.Verðlaunaféð er ein milljón
króna.
Margrét segir það ritstjóra sínum,
Sigþrúði Gunnarsdóttur, að þakka að
hún sendi handritið inn í keppnina.
„Ég er alltaf svo spéhrædd þegar ég
skrifa og því var ritstjóri minn að lesa
þetta yfir rétt áður en fresturinn til að
senda inn handrit rann út. Hún hvatti
mig eindregið áfram.“
Kveður við nýjan tón
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg
kemur fram að í Sterk kveði við „nýj-
an tón í íslenskum bókmenntum þar
sem söguhetjan er trans stúlka sem er
að fóta sig í nýju lífi í Reykjavík, þang-
að sem hún er komin utan af landi til
náms“. Að sögn Margrétar hafði hana
lengi langað að skrifa skáldsögu fyrir
ungt fólk. „Ég var hins vegar ekkert
viss um að ég gæti það,“ segir Mar-
grét og bendir á að hún hafi fram að
þessu fyrst og fremst skrifað mynda-
og fræðibækur sem kallað hafi á tölu-
verða rannsóknarvinnu. „Mig langaði
hins vegar mjög mikið að skrifa um
trans veruleikann þar sem það hafði
ekki verið gert áður á íslensku. Það
skiptir svo miklu máli að dægur-
menningin geri ráð fyrir öllum og að
allir lesendur geti speglað sig í bók-
um,“ segir Margrét og rifjar upp að
hún hafi fyrst farið að leiða hugann að
aðstæðum trans fólks í samfélaginu
þegar einstaklingur í fjölskyldu henn-
ar kom út sem trans. „Ég fór í fram-
haldinu að skoða hvernig trans fólk
birtist í menningunni og komst að því
að það annaðhvort birtist ekki eða
myndin af því er mjög bjöguð,“ segir
Margrét sem fékk Uglu Stefaníu
Kristjönudóttur Jónsdóttur og fleiri
sem hafa góða innisýn til að lesa
handritið yfir. „Mér fannst það al-
gjörlega nauðsynlegt, því maður get-
ur aldrei séð allt þó maður rannsaki
málefnið og reyni af fremsta mætti að
setja sig í spor annarra.“
Spurð hvort Sterk bjóði upp á
framhald svarar Margrét því játandi.
„Ég skildi eftir tvo glugga þar sem
hægt væri að halda áfram með þenn-
an söguheim, en það ræðst auðvitað
að hluta af viðtökunum,“ segir Mar-
grét og tekur fram að hún hafi notið
þess að skrifa sig inn í glæpasögu-
hefðina. „Norrænar glæpasögur hafa
reynst skemmtilegur spegill á sam-
félagið til að beina sjónum að
ákveðnum vandamálum. Sterk fellur
mjög vel að því formi og er á köflum
býsna brútal enda nokkur morð. Mér
finnst því dómnefndin mjög hugrökk
í vali sínu.“
„Er mér mikill heiður“
- Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk - „Dómnefndin hugrökk í vali sínu“
Morgunblaðið/Eggert
Gleðistund Verðlaunahafinn Margrét Tryggvadóttir og borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson í Höfða í gær.
Valgerður Guðlaugsdóttir
myndlistarmaður lést 27. apríl sl.
og hafði fram að andlátinu unnið
að verkum sem sýnd verða frá og
með morgundeginum í Galleríi
listamönnum, Skúlagötu 32. Sýn-
ingin nefnist Lipstick state of mind
eða Varalitur á heilanum og segir í
tilkynningu að Valgerður hafi
nálgast myndlistina frá upphafi
með því að skoða og skilgreina
sína eigin persónu, sjálfsmynd og
mismunandi grímur og gera verk
sem lýstu að hluta sameiginlegum
reynsluheimi sem margir gætu
speglað sig í. „Hún skilur eftir sig
mikilvægt og áleitið höfundarverk
sem talar sterkt inn í samtímann.
Verkin á þessari einkasýningu
hennar eru meðal þeirra síðustu
sem hún gerði, með dyggri aðstoð
Helga Hjaltalín myndlistarmanns, í
sjálfskipaðri einangrun vegna
heimsfaraldurs og ólæknandi
krabbameins á vinnustofu sinni á
heimili þeirra hjóna í Höfnum á
vormánuðum 2021,“ segir í til-
kynningu.
Valgerður lauk námi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands árið
1990 og stundaði framhaldsnám
við Listaakademíu Helsinki 1996-
1997 og við Listaháskóla Íslands
2002-2004. Hún vakti athygli fyrir
verk sín um kvenímyndir með
kröftugu tvíræðu myndmáli.
Sýningaropnun fer fram á morg-
un frá kl. 14 til 18.
Mikilvægt og áleit-
ið höfundarverk
Á sýningu Verkið Kick Ass Wheel.
Mobile Home, ný breiðskífa hljóm-
sveitarinnar GusGus, kemur út í
dag, 28. maí. Á henni eru níu ný lög
og hafa nokkur þeirra þegar komið
út sem smáskífur, þ.e. „Higher“,
„Stay The Ride“, „Our World“ og
„Love Is Alone“. „Sem fyrr ögrar
gussið sjálfu sér og aðdáendum sín-
um með því að fara óvæntar leiðir í
listsköpun sinni,“ segir í tilkynn-
ingu og að Margrét Rán úr VÖK
komi við sögu í sjö lögum. Í fyrsta
sinn í 19 ár vinnur hljómsveitin að
lagasmíðum með einum af stofn-
endum sveitarinnar, Sigurði Kjart-
anssyni, og John Grant syngur í
einu lagi með Daníel Ágústi. Í til-
efni af útgáfunni mun GusGus
halda tónleika í Stúdíó Sundlaug-
inni sem verður streymt á netinu á
morgun og verða tónleikarnir sér-
hannaðir fyrir kvikmyndavélar í
leikstjórn Arni & Kinski. Mögulegt
er að horfa á tónleikana í streymi
gegnum www.momenthouse.com/
gusgus, en þeir verða líka í boði hjá
Vodafone og í Sjónvarpi Símans.
GusGus fagnar
nýrri plötu
Platan Mobile Home með GusGus.
Sýning Valgerðar Hauksdóttur, Síbreytileiki / Embrac-
ing Change, var opnuð í Sal Íslenskrar grafíkur, Hafn-
arhúsinu, um síðustu helgi og stendur hún yfir til 6.
júní. Valgerður sýnir grafíkverk sem hún hefur unnið á
síðustu tíu árum og hafa fæst þeirra verið sýnd áður hér
á landi. „Viðfangsefni verka Valgerðar í gegnum árin
eru sótt í ólík áhugasvið sem þó tengjast; náttúruvís-
indi, tónlist, tímann og tilveruna,“ segir í tilkynningu og
að á undanförnum árum hafi hún þróað eigin tækni þar
sem unnið sé með sambland steinþrykks, ætingar og
málunar á handgerðan þunnan pappír. Sum verkanna
hanga úr lofti og eru unnin á báðar hliðar pappírsins. Í
þeim nýtur gegnsæi pappírsins sín sérstaklega og hefur Valgerður einnig
hin síðustu ár unnið að rannsókn og gert tilraunir með heilsu- og umhverf-
isvænar þrykkaðferðir í listgrafík. Á sýningunni má sjá ætingar unnar með
þessari aðferð.
Síbreytileiki í grafíkverkum
Valgerður
Hauksdóttir
Samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg bárust hátt á
fjórða tug handrita í samkeppnina í
ár. Dómnefnd skipuðu þau Geir
Finnsson, sem var formaður, Halla
Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rún-
arsdóttir. Í umsögn dómnefndar um
verðlaunahandritið segir: „Þetta er
grípandi saga sem dregur upp
mynd úr lífi minnihlutahópa á
Íslandi. Sagan fjallar meðal annars
um daglegt líf og viðkvæma stöðu
trans fólks og innflytjenda í sam-
félaginu. Hér opnast sagnaheimur
sem fáir rithöfundar hafa fetað.
Það er mikilvægt fyrir þroska og
skilning lesenda að eiga kost á að
upplifa fjölbreytileika samfélagsins
í gegnum lestur, setja sig í spor
ólíkra sögupersóna og finna sam-
kennd með þeim. Það að söguhetja
er trans er hvorki aðalatriði frá-
sagnarinnar né óvænt atriði til að
þjóna fléttu hennar heldur fellur sá
veruleiki átakalaust inn í söguþráð-
inn. Af einlægni og með virðingu
fyrir viðfangsefninu hefur Margréti
tekist að setja fram sögu sem
fjallar um vegferð trans stúlku og
þörf hennar fyrir viðurkenningu
fjölskyldu og vina; að vera metin á
eigin forsendum.“
„Þetta er grípandi saga“
HÁTT Á FJÓRÐA TUG HANDRITA BÁRUST Í SAMKEPPNINA