Morgunblaðið - 28.05.2021, Síða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti.
Nánar á dyrabaer.is
HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ
Í Feneyjum hefur tvíæringurinn í
arkitektúr verið opnaður, ári seinna
en til stóð – vitaskuld vegna farald-
ursins. Fyrir vikið hefur myndlistar-
tvíæringnum gamalgróna, sem hefur
verið haldinn í sömu görðum og söl-
um í Feneyjum þau ár sem arkitekt-
úr tekur ekki yfir, líka verið ýtt aftur
um eitt ár og verður opnaður að ári.
Íslendingar tóku fyrst þátt í mynd-
listartvíæringnum árið 1960 og hafa
sent fulltrúa sína reglulega frá 1978.
Við höfum hins vegar ekki tekið þátt í
arkitektúrtvíæringnum, en þótt
helmingi færri þjóðir taki þátt í hon-
um, þá er ætíð mikið í hann lagt og
þykir áhugavert að sjá hvaða hug-
myndir í arkitektúr og skipulagi eru
kynntar, í þjóðarskálum og viðameiri
sýningum, sem og í ýmsum sölum og
sýningarsvæðum úti um borgina.
Íslendingar eiga sinn fulltrúa á einni
aðalsýninganna, en Guðjón Bjarna-
son arkitekt og myndlistarmaður var
valinn til þáttöku á sýningu sem ber
heitið CITYX 2021. Hann sýnir úrval
verkefna sem hann hefur unnið á list-
og hönnunarstofu sinni GB-AAA –
Gudjon Bjarnason Art & Architect-
ure Ateliers – síðastliðinn áratug.
Framlag Guðjóns byggist á sex mín-
útna vídeóverki þar sem sérstök
áhersla er á tónlistarhús á Indlandi
sem Guðjón/GB-AAA hannaði.
Að þessu sinni taka 112 þáttak-
endur frá 46 þjóðum þátt í arki-
tektúrtvíæringnum. Meginþemað er
spurningin „Hvernig munum við búa
saman?“ og hafði það verið valið
löngu áður en veirufaraldurinn skall
á. En að sögn blaðamanns The New
York Times, sem hefur skoðað sýn-
ingarnar og er hrifinn, þá hefur
spurningin öðlast margfalda dýpt í
faraldrinum og þar með þær hug-
myndir sem varpað er upp í margs
konar framsetningu í sýningarsöl-
unum. Hashim Sarkis sem er að-
alsýningarstjórinn valdi þemað.
Segja blaðamenn sem fjalla um
tvíæringinn að það hafi í raun ekki
getað átt betur við því tekist sé á við
það hvernig sambúð manna geti
þróast og breyst en faraldurinn hafi
einmitt neytt heilu samfélögin til að
takast á við sömu spurningar. „Að-
kallandi vandamál og spurningar eru
þau sömu og áður en faraldurinn
hjálpaði okkur við að setja þau í for-
gang og ýtti okkur til viðbragða sem
við höfum hingað til hikað við að ráð-
ast í,“ segir Sarkis.
Frestun tvíæringsins hafði margs
konar afleiðingar og áhrif, og ekki all-
ar slæmar. Þátttakendur höfðu
lengri tíma en til stóð til að þróa hug-
myndir sem iðulega eru kynntar í
flóknum og umfangsmiklum mód-
elum og innsetningum. Margir voru á
því að tvíæringnum hefði átt að fresta
að nýju, því ástandið er víða enn
slæmt og til að mynda komust ekki
allir sýnendur á staðinn og þurftu að
stýra uppsetningu verka sinna að
heiman. Þá er búist við því að aðsókn
að sýningum verði bara brot af því
sem vant er. Þó vantar ekki að tekist
sé á við mikilvægar spurningar og
ögrandi verkefni með skapandi hætti,
hvort sem þær snúast um þróun
mannlífs í Amazon-frumskóginum,
ódýrar byggingar úr forsniðnum ein-
ingum eða þau áhrif sem opin rými
geti haft á mannlíf.
„Áður fyrr sýndu Evrópuþjóðir
hér hvað væri gott og hvað slæmt og
reyndu að kenna heimsbyggðinni,“
segir Sarkis. „Nú hefur það snúist
við. Nú kemur allur heimurinn til
Feneyja að sýna hvað er verið að
gera í öllum heimshornum og hvernig
við getum lært hvert af öðru.“
Kynni Sýningin í og við þjóðarskála Síle gengur út á byggingar sem stuðli að bættum kynnum. Samband Gestir tylla sér í „Con-nect-ed-less“ eftir Lundgaard & Tranberg í danska skálanum.
Sambúð manna þema tvíæringsins
AFP
Í sátt Framlag Aerocene Foundation í meginsýningu tvíæringsins, þar sem fjallað er um sambúð manna.
Hlýlegt Viðarverk í sameiginlegum skála Finnlands, Svíþjóðar og Noregs.
Myndað og mælt Gestur virðir fyrir sér sýninguna „Architecture as Meas-
ure“ í sýningarskála Tyrklands. Tvíæringurinn er nú haldinn í 17. skipti.