Morgunblaðið - 01.06.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Nýr Börkur NK er væntanlegur til
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á
fimmtudag og fær formlega nýtt
nafn við hátíðlega athöfn á sunnu-
dag, sem er sjómannadagurinn. Þá
verður fólki boðið að skoða skipið
innan ramma sóttvarnareglna.
Nýi Börkur er smíðaður hjá Kar-
stensens-skipasmíðastöðinni í Skag-
en í Danmörku og kostar um 5,7
milljarða króna. Skipið er 4.139
brúttótonn, ætlað til flotvörpu- og
hringnótaveiða, 89 metrar að lengd
og breiddin er 16,6 metrar. Skipið er
systurskip Vilhelms Þorsteinssonar
EA, skips Samherja, sem kom til
landsins í byrjun apríl.
Uppsjávarskipin eru hönnuð af
Karstensens í samvinnu við útgerð-
irnar. Gunnþór Ingvason, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, segir að samstarfið við
smíði skipanna hafi verið farsælt.
Gamli Börkur til sölu
Skipstjórar á Berki verða þeir
Hjörvar Hjálmarsson og Hálfdán
Hálfdánarson. Þegar prófanir á
skipinu voru langt komnar í Skagen
var eftirfarandi haft eftir Hjörvari
skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnsl-
unnar: „Það fer ekkert á milli mála
að hér er um frábært og afar öflugt
skip að ræða. Við tókum smá sprett í
gær á leiðinni til Skagen og þá fór
báturinn í 19,2 mílur. Þetta virðist
einnig vera gott sjóskip, hreyfing-
arnar eru flottar. Þetta lítur sem
sagt allt stórkostlega vel út og skipið
er í sannleika sagt allt hið glæsileg-
asta, hlaðið besta búnaði og á örugg-
lega eftir að reynast vel.“
Aðspurður segir Gunnþór að
gamli Börkur sé til sölu og hafi
nokkrir erlendir aðilar sýnt skipinu
áhuga. Skipið var smíðað í Tyrklandi
2012 og bar áður nafnið Malene S, en
var keypt til Síldarvinnslunnar 2014.
Ljósmynd/Haraldur Egilsson
Nýr Börkur Haldið úr höfn í Skagen í Danmörku á sunnudag og stefnan sett á Neskaupstað.
Börkur er öflugt skip
og hlaðið besta búnaði
- Nýtt skip Síldarvinnslunnar til Neskaupstaðar á fimmtudag
Norðurþing er eina sveitarfélagið
sem bannar lausagöngu katta í
þéttbýli. Í grein Sigurðar Ægisson-
ar í Morgunblaðinu í gær lýsti
hann viðbrögðum við tillögum sín-
um um að Siglufjörður færi að for-
dæmi Norðurþings. Smári Jónas
Lúðvíksson, umhverfisstjóri Norð-
urþings, sagði aðspurður að bannið
gengi sæmilega.
Eftirliti er þannig háttað að
gildrur eru lagðar fyrir kettina og
svo haft samband við eigendur.
Skráningu er þó ábótavant og get-
ur því þurft að auglýsa eftir eig-
endum kattarins.
Handsömunargjald er 15.000
krónur og svo bætist ofan á það
kostnaður af uppihaldi ef kött-
urinn er ekki sóttur strax. Ef kött-
ur er óskráður
verður hann
ekki afhentur
eigendum fyrr
en búið er að
skrá hann.
Mörgum geng-
ur vel að vera
með inniketti að
sögn Smára og
einnig má sjá fólk ganga með kett-
ina sína í ól.
Bannið hefur verið í gildi í meira
en áratug en hefur reglulega kom-
ið upp í umræðunni sem mikið
hitamál. Fyrir nokkrum árum var
tekin ákvörðun um að aflétta því
en sú aflétting gilti ekki í nema
þrjá mánuði og var þá gripið til
bannsins á ný. thorab@mbl.is »18
Sæmileg reynsla af
lausagöngubanni
- Handsömunargjald í Norðurþingi
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Heildarmat fasteigna á Íslandi fyr-
ir árið 2022 hækkar um 7,4% frá
yfirstandandi ári, samkvæmt nýju
fasteignamati Þjóðskrár fyrir
komandi ár. Matið hækkar marg-
falt meira en á síðasta ári, þegar
hækkunin nam um 2,1% á landinu
öllu. Heildarmatið núna hljóðar
upp á samtals 10.340 milljarða
króna fyrir allar fasteignir lands-
ins.
Töluverðu munar á milli land-
svæða og til marks um það hækk-
ar heildarfasteignamat á höfuð-
borgarsvæðinu um 8% en um 5,9%
á landsbyggðinni. Mest er hækk-
unin á Vestfjörðum, eða sem nem-
ur um 16,3%. Nemur hún 8,6% á
Norðurlandi vestra, 6,7% á Suður-
landi, 6,6% á Austurlandi, 5,1% á
Suðurnesjum, 4,8% á Vesturlandi
og 4,2% á Norðurlandi eystra.
Hækkar mest í Bolungarvík
Þegar litið er til einstakra sveit-
arfélaga hækkar heildarfasteigna-
mat mest í Bolungarvík, eða um
22,8%. Þar á eftir fylgir Ísafjarð-
arbær með 18,9% hækkun og svo
Vesturbyggð með um 15,3%. Mest
lækkar heildarfasteignamatið í
Skorradalshreppi, eða um 2,6%.
„Við erum að sjá nokkuð meiri
hækkun á fasteignamati heilt yfir
landið en fyrir ári síðan, sem er í
takt við þróun fasteignaverðs á
tímabilinu febrúar 2020 til febrúar
2021,“ er haft eftir Margréti
Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár,
í tilkynningu frá stofnuninni.
„Fyrir ári síðan ríkti nokkur
spenna um hvaða áhrif Covid-19
myndi hafa á matið en við sjáum
að aðrir þættir eins og lægri vextir
hafa haft talsverð áhrif á fast-
eignamarkaðinn og þar með fast-
eignamatið,“ segir Margrét. Tekið
er fram að almennt hafi aðferða-
fræði matsins breyst lítið á milli
ára að þessu sinni.
Sérbýli hækkar
umfram fjölbýli
Hvað íbúðarhúsnæði varðar
hækkar samanlagt mat allra íbúða
á landinu um 7,9% á milli ára. Þar
af hækkar sérbýli um 8,2% en fjöl-
býli um 7,7%.
Fasteignamat íbúða hækkar
mest í Bolungarvíkurkaupstað, eða
um 30,7%, því næst í Kjósar-
hreppi, um 29,4%, og um 23,6% í
Ísafjarðarbæ.
Í aðeins einu sveitarfélagi lækk-
ar íbúðamatið á milli ára og er það
í Grundarfjarðarbæ. Lækkar mat-
ið þar um 0,5%.
Atvinnuhúsnæði og bústaðir
Fasteignamat atvinnuhúsnæðis
hækkar um 6,2% á landinu öllu.
Athygli vekur að landsbyggðin
stendur þar undir meiri hækkun,
eða um 8,0%, á sama tíma og
hækkunin á höfuðborgarsvæðinu
nemur 5,4%.
Fasteignamat sumarhúsa fyrir
árið 2022 hækkar að meðaltali um
4,1% þegar litið er á landið í heild.
Mest er hækkunin á höfuðborg-
arsvæðinu, þar sem sumarhús
hækka um 9,4%, en minnst á Vest-
urlandi þar sem hækkunin er
1,2%. Fasteignamat sumarhúsa á
meðal sveitarfélaga hækkar mest í
Kópavogi, þar sem matið hækkar
um 14,7%, en lækkar mest í
Skorradalshreppi. Þar lækkar
fasteignamatið um 3,4%.
Miðast við febrúar á þessu ári
Eigendur fasteigna geta frá 15.
júní nálgast tilkynningarseðil um
mat á eignum sínum í pósthólf sitt
á www.island.is. Nýja fasteigna-
matið miðast við verðlag fasteigna
í febrúar 2021. Það tekur gildi 31.
desember á þessu ári og gildir fyr-
ir árið 2022. Frestur til að gera at-
hugasemdir við nýtt fasteignamat
er til 30. desember næstkomandi.
Fasteignamat hækkar um 7,4%
- Hækkar margfalt meira en á síðasta ári - Höfuðborgarsvæðið hækkar umfram landsbyggðina
- Vestfirðir hækka mest - Íbúðamat lækkar einungis í einu sveitarfélagi - Tekur gildi í lok þessa árs
Morgnblaðið/Sigurður Bogi
Fasteignir Sérbýli hækkar umfram fjölbýli samkvæmt nýju fasteignamati sem taka mun gildi í lok desember.