Morgunblaðið - 01.06.2021, Síða 4
Morgunblaðið/Eggert
Gámar Komufarþegar frá Kaupmannahöfn á leið í sýnatöku á vellinum.
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlög-
regluþjónn á Keflavíkurflugvelli,
gerir ráð fyrir að komufarþegum
muni fjölga verulega á komandi vik-
um. Hann segir erfitt að spá hversu
lengi núverandi fyirkomulag ráði við
eftirlitið en segir hugsanlegt að
dregið verði úr sýnatöku seinna í
júní. Það sé þó á valdi heilbrigðisráð-
herra og sóttvarnalæknis.
Bróðurpartur starfsmanna við
landamæraeftirlitið eru verktakar
frá Öryggismiðstöðinni sem sinna
sýnatöku og könnun vottorða komu-
farþega. Flestir þeirra hafa áður
unnið í flugstöðinni.
Afgreiðslan gengur hraðast fyrir
bandaríska komufarþega sem eru
með samræmd vottorð og allir bólu-
settir. Það eru hins vegar komufar-
þegar frá Evrópuríkjum sem gengur
hægar að afgreiða. „Þá er verið að
skoða PCR-vottorðin sem er sein-
legt, enda óteljandi útgáfur af þeim
vottorðum.“
Til að flýta fyrir afgreiðslunni hef-
ur gámum verið komið fyrir á bíla-
stæðinu þar sem hægt er að skima
farþega og Sigurgeir segir þá þjóna
sínu hlutverki vel. „Já, það hafa ekki
verið tafir þar, tafirnar eru meiri í
því að skoða þessi vottorð.“
Farþegar skim-
aðir í gámum
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsl
a
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Þetta er náttúrlega bara blanda
af gleði og sorg,“ segir Hörður
Áskelsson organisti, en hann átti
sinn síðasta starfsdag í Hallgríms-
kirkju í gær.
Hörður hefur verið organisti og
kantor við kirkjuna í 39 ár, allt frá
því hann lauk framhaldsnámi í
Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982.
Mótettukórinn og Hörður,
stjórnandi kórsins, kvöddu Hall-
grímskirkju í gærkvöldi með því
að syngja fyrir utan hana. „Við
vorum svo ótrúlega heppin að fá
glampandi sól á meðan við sung-
um og kvöddum vinnustaðinn,“
segir Hörður og bætir við að um
sé að ræða stór tímamót í lífi hans
en þó verði öllu að ljúka einhvern
tímann.
Bjó við vaxandi mótbyr
Hörður óskaði eftir starfsloka-
samningi í stað þess að gera
heiðurslaunasamning við kirkjuna
sem honum stóð til boða. Heiðurs-
launasamningurinn hefði falið í sér
starfsaðstöðu og fjármuni fyrir
Hörð til þess að vinna með kórum
Hallgrímskirkju að þremur
stórum verkefnum auk annarra
viðfangsefna næstu tvö ár.
Hörður sagði upp starfi sínu í
byrjun maí og sagði þá að síðast-
liðin þrjú ár hefði listastarf Hall-
grímskirkju „búið við vaxandi
mótbyr frá forystu safnaðarins
sem smám saman hefur rænt mig
gleði og starfsorku“.
Með Herði víkja kórar frá kirkj-
unni sem hann hefur stjórnað. Það
eru kammerkórinn Schola cantor-
um sem stofnaður var árið 1996 og
Mótettukórinn sem stofnaður var
árið 1982. Hörður segir að starf
með kórunum haldi ótrautt áfram.
„Við þurfum að finna okkur sama-
stað og það eru margir mögu-
leikar í boði.“ Hann bætir við að
hann hafi mætt mikilli alúð og
elsku alls staðar að fyrir utan
kirkjuna.
Mótettukórinn fagnar 39. starfs-
ári sínu um þessar mundir og mun
flytja Jólaóratóríuna eftir J.S.
Bach í Eldborg í Hörpu 28. nóv-
ember .
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjöldasöngur Mótettukórinn og stjórnandi hans, Hörður Áskelsson, kvöddu Hallgrímskirkju með söng í gær.
Kantorinn kveður Hall-
grímskirkju eftir 39 ár
- Hörður sagði af sér í kjölfar deilna við sóknarnefndina
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tekjuskatts- og útsvarsstofn
landsmanna vegna tekna þeirra á
síðasta ári er 1.701 milljarður
króna og hækkar um 5,7% frá
fyrra ári. Eignir heimilanna jukust
einnig í fyrra um 7,2% og voru
metnar á 7.678 milljarða kr. um
áramótin og eigendum fasteigna
fjölgaði um 3.722 samkvæmt
skattframtölum. Aftur á móti
hækkuðu framtaldar skuldir heim-
ilanna um 9,4% í fyrra, að stærst-
um hluta vegna íbúðarkaupa en
heildarskuldir heimilanna stóðu í
2.380 milljörðum kr. um seinustu
áramót.
Framteljendum fækkaði
Nettóeign heimila, þ.e.a.s. eignir
að frádregnum skuldum, var 5.298
milljarðar en skattframtöl síðasta
árs leiða í ljós að samtals eru
30.433 fjölskyldur með skuldir um-
fram eignir og fækkaði þeim um
tæplega tvö þúsund á milli ára.
Þessar upplýsingar koma fram í
samantekt fjármála- og efnahags-
ráðuneytisins um álagningu opin-
berra gjalda á einstaklinga fyrir
árið 2020 sem Skatturinn birti í
gær. Framteljendum fækkaði um
826 á milli ára í fyrsta skipti frá
árinu 2011 og eru nú 312.511 tals-
ins. „Skattskyldar tekjur framtelj-
enda eru 1.816 [milljarðar kr.] og
skila samtals 226 [milljörðum kr.] í
tekju- og fjármagnstekjuskatt til
ríkissjóðs og 256 [milljörðum kr.] í
útsvar til sveitarfélaga. 236 þúsund
einstaklingar fá álagðan tekjuskatt
og 301 þúsund álagt útsvar. Tekju-
lausir framteljendur eru um 12
þúsund,“ segir í samantekt ráðu-
neytisins.
Greiðslur úr lífeyrissjóðum
hækkuðu um 36,4 milljarða
Framtöl einstaklinga sýna að
mesta hækkun skattskyldra tekna
í fyrra var vegna atvinnuleysisbóta
sem hækkuðu um 46,4 milljarða
frá fyrra ári. Alls töldu 55.557
fram atvinnuleysisbætur sem þeir
fengu á síðasta ári. Greiðslur úr
lífeyrissjóðum jukust einnig eða
um alls 24,3% og voru 36,4 millj-
örðum kr. hærri í fyrra en á árinu
á undan.
Álagður tekjuskattur að frá-
dregnum persónuafslætti sem
rennur til ríkissjóðs er 203,9 millj-
arðar kr. og hækkar um 6,7 millj-
arða á milli ára og álagt útsvar til
sveitarfélaga er 255,8 milljarðar,
sem er 4,7% aukning milli ára.
Fjármagnstekjur heimilanna
drógust saman í fyrra um 5,2% og
voru tæpir 116 milljarðar. Fram
kemur að tekjur einstaklinga af
arði námu 51 milljarði og hækkuðu
þær um 11,7% á milli ára sem er
sagt að skýrist að öllu leyti af
auknum arði af erlendum hluta-
bréfum.
Aftur á móti fækkaði fjölskyld-
um sem telja fram arð töluvert.
Fjöldi fjölskyldna sem telja fram
tekjur af söluhagnaði eykst lítil-
lega milli ára en tekjur af vöxtum
námu 23,9 milljörðum og drógust
þær saman um 6,3 milljarða.
„Munar þar mest um vexti af inni-
stæðum í bönkum sem drógust
saman um 42,7%.“
Vaxtabætur vegna íbúðarlána
eru nú 2,4 milljarðar, sem er 8,1%
lækkun milli ára.
Skuldir heimila hækkuðu um 9,4%
- Eignir og tekjur jukust í fyrra og eigendum fasteigna fjölgaði um 3.722 - 30.433 fjölskyldur með
skuldir umfram eignir og fækkaði um tvö þúsund - Vextir af innistæðum lækkuðu um 42,7 prósent
Eignir og skuldir landsmanna í árslok 2020
Eignir Skuldir Nettóeign
Fasteignir Annað
Heimild: fjármála- og
efnahagsráðuneytið
Í árslok 2020 voru eignir
heimilanna metnar á
7.678 ma.kr. ogjukust um
7,2% frá fyrra ári
Þar af voru fasteignir
74% af heildareignum
eða 5.662ma.kr. sem er
5,8% hækkun á milli ára
1.752
ma.kr.
2019 2020
Skuldir vegna íbúðar-
kaupa hækkuðu um
12,4%milli ára
Framtaldar skuldir
heimilanna voru
2.380 ma.kr. oghækkuðu
um 9,4%milli ára
Nettóeign heimilanna
voru samtals
5.298 ma.kr.og jókst
um 6,2% á milli ára
Samtals voru
30.433
fjölskyldur með skuldir
umfram eignir og fækk-
ar þeim um tæplega
2.000milli ára
74%