Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
✝
Hrafnhildur
Ragnarsdóttir
fæddist á Brúum í
Aðaldal 12. mars
1936. Hún lést á
Hvammi, heimili
aldraða á Húsavík,
27. apríl 2021. For-
eldrar hennar voru
Ragnar Jakobsson, f.
18. apríl 1907, d. 10.
júní 1991, og Jónína
Hermannsdóttir, f.
18. febrúar 1913, d. 1. júní
1991.
klukkustunda gamall og var
nefndur Baldur.
Hrafnhildur giftist Gísla
Benedikt Vigfússyni, f. 3. nóv.
1931, d. 16. maí 2020, dóttir
þeirra er Ragnheiður, f. 12. júní
1956. Börn hennar og Björns
Matthíassonar, f. 9. sept. 1953,
d. 11.5. 1994, eru Hrafnhildur,
Gísli Björn og Matthías. Lang-
ömmubörnin eru sjö talsins.
Hrafnhildur gekk í
barnaskólann á Húsavík og
lauk þriðja bekk gagnfræða-
skólans. Hún vann ýmis störf en
lengst af starfaði hún sem
talsímavörður hjá Pósti og síma
á Húsavík og síðar Póstinum
eða allt til starfsloka.
Útför Hrafnhildar fór fram
frá Húsavíkurkirkju 15. maí
2021.
Hrafnhildur,
sem yfirleitt
var kölluð
Abbý, var elst
systkinanna en
yngri bræður
hennar eru
Hermann, f. 6.
sept. 1940, Jak-
ob, f. 20. mars
1949, og Ragn-
ar f. 24. sept.
1958. Jónína og
Ragnar eignuðust einn son til
viðbótar sem lést nokkurra
Það er vordagur og það er kalt,
elsku mamma mín hefur kvatt
þetta líf. Hún var ekki bara
mamma mín heldur líka mín
besta vinkona. Á milli okkar ríkti
náið og innilegt samband þar sem
við treystum hvor annarri fyrir
hugsunum, tilfinningum og líðan
okkar. Þú varst minn klettur og
trúnaðarvinur. Við töluðum sam-
an, jafnvel oft á dag, um allt milli
himins og jarðar.
Alltaf spurðir þú hvernig allir
hefðu það og fylgdist náið með
fólkinu þínu. Ég minnist einnig
með hlýhug allra skemmtilegu
samverustundanna á ferðalögum
og í útilegum. Sérstaklega eftir-
minnileg er ferð sem við fórum
saman á gamla gula Bronco-inum
í Kverkfjöll þar sem við tjölduð-
um á mel, skoðuðum hella og fór-
um í göngur. Leiðangrarnir sem
farnir voru áttu til að vera nokk-
uð langir en eftir því sem árin liðu
og mér var falinn aksturinn
spurði ég fyrir fram hvort um
væri að ræða eins eða tveggja
kaffibrúsa ferð. Allt frá barn-
æsku lærði ég af þér og pabba að
kunna meta og bera virðingu fyr-
ir náttúrunni. Þekkingu ykkar á
náttúrunni, hvort sem það var
flóra landsins eða yfirgripsmikil
þekking á fuglategundum, miðl-
uðuð þið svo áfram til barna-
barnanna. Í hvert sinn sem ég
lagði af stað norður til ykkar
fylltist ég eftirvæntingu og gleði
yfir að senn yrði ég komin til ykk-
ar og heim. Í huga okkar barna-
barnanna var alltaf gott að kom-
ast norður til Húsavíkur til ömmu
og afa. „Það var mikið að þið eruð
komin“ heyrðist gjarnan þegar
við renndum í hlað. Við systkinin
áttum gott og náið samband við
ömmu og afa. Þó leiðin væri löng
á milli okkar var stöðugu sam-
bandi haldið okkar á milli, símtöl-
in áttu til að dragast á langinn
þar sem hin ýmsu málefni voru
rædd.
Amma hafði mikla þolinmæði
gagnvart uppátækjum okkar.
Ansi margt leyfðist og þurfti
aldrei að óttast skammir frá
henni. Við erum þakklát fyrir all-
ar þær stundir sem við áttum
saman með ömmu og afa. Þau
kenndu okkur að njóta útivistar
og náttúrunnar. Í heimsóknum
okkar fórum við með ykkur í ým-
iskonar bíltúra og leiðangra í
nærliggjandi sveitir Húsavíkur
og var ómögulegt að segja til um
hvert ferðinni væri heitið. Farið
var í kríuegg, berjamó, fjallagrös
og ógleymanlegum leiðöngrum í
Mývatnssveit þar sem oft varð að
kaupa silung og rúgbrauð.
Á góðviðrisdögum varði amma
löngum stundum á pallinum
sunnan við hús umvafin litríku
blómunum sínum og sögðum við
hana sólsjúka og blómaóða. Allar
samverustundirnar eru okkur
kærar og minnumst við þeirra
með hlýju og söknuði. Við erum
þér einnig þakklát fyrir um-
hyggju þína og allar þær stundir
sem þú áttir með tengda- og lang-
ömmubörnum.
Við trúum því og huggum okk-
ur við að nú séuð þið pabbi/afi
sameinuð á ný og njótið fugla-
söngs og grænna grunda.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Við kveðjum þig, elsku
mamma, amma og langamma,
með kærleik og söknuði í hjarta
og með þakklæti fyrir allt sem þú
og pabbi/afi hafið gefið okkur.
Minning ykkar mun lifa áfram
í hjörtum okkar allra.
Ragnheiður,
Hrafnhildur, Gísli Björn
og Matthías.
Hrafnhildur
Ragnarsdóttir
✝
Sveinbjörg
Eyvindsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 22. október
1949. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 17. maí 2021.
Hún var dóttir
hjónanna Eyvind-
ar Valdimarssonar
verkfræðings og
Sigríðar Páls-
dóttur. Bræður Sveinbjargar
unarskóla Íslands 1970 og
lauk svo hjúkrunarprófi frá
Hjúkrunarskóla Íslands 1974.
Hún vann lengi á ýmsum
deildum Landspítalans og lauk
svo prófi í svæfingahjúkrun
1991. Hún starfaði m.a. sem
svæfingahjúkrunarfræðingur
á Sauðárkróki og svo sem
hjúkrunarfræðingur á Heilsu-
gæslu Ólafsvíkur.
Sveinbjörg og Ketill fluttu
að Hellnum í Snæfellsbæ 1998
þar sem þau byggðu sér heim-
ili. Síðustu starfsárin vann
Sveinbjörg á Hvítabandi Land-
spítalans eftir að hafa lokið
námi í geðhjúkrun.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 1. júní 2021,
klukkan 15.
eru Valdimar og
Páll.
Sonur hennar
og Sturlu Rögn-
valdssonar er
Hjörtur.
Maður Svein-
bjargar var Ketill
Sigurjónsson frá
Forsæti í Vill-
ingaholtshreppi.
Sveinbjörg út-
skrifaðist með
stúdentspróf frá Versl-
Í dag kveðjum við í I-hollinu
kæra skólasystur. Sveina kom
inn í hollið okkar þegar hún
þurfti að seinka sér í námi vegna
fæðingar sonarins, hún fann sig
fljótt í I-hollinu, eins og hún
sagði svo oft sjálf.
Eftir útskrift úr Hjúkrunar-
skólanum í mars 1974 lágu leiðir
okkar í ýmsar áttir, í starfi og
einkalífi, en við héldum alltaf
sambandi og reyndum að hittast
þótt stopult væri fyrstu árin. En
tíminn og árin tengdu okkur
sterkari böndum og samveru-
stundirnar urðu fleiri og
skemmtilegri.
Það er margs að minnast,
ferðalög og kaffihúsahittingar og
Sveina lét sig ekki vanta og henni
fannst ekkert tiltökumál að
skjótast í bæinn til að hitta hollið
sitt á kaffihúsi eina síðdegis-
stund.
Og við hollsysturnar heimsótt-
um hana líka vestur að Hellnum,
vorið 2012 tók Sveina á móti okk-
ur og við lögðum undir okkur
hótelið sem var opnað fyrir okk-
ur.
Árið 2019 var gott ár hjá holl-
inu, ferð til Tenerife í mars, Ak-
ureyri í maí og síðan ferðin vest-
ur í 70 ára afmæli Sveinu í októ-
ber, sem er okkur ógleymanleg
sem fórum í þessa skemmtilegu
afmælisveislu.
Við getum ekki minnst Sveinu
án þess að tala um tarotspil, hún
var alltaf tilbúin að spá og lesa í
framtíðina fyrir okkur.
Þrátt fyrir veikindi sín var
Sveina alltaf jákvæð og trúði á
lífið.
Hirti og öðrum aðstandendum
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hennar.
Fyrir hönd I-hollsins,
Ingibjörg Jónsdóttir.
Hópurinn okkar hefur haldið
saman í rúm fimmtíu ár. Fyrsta
skarðið var í hann höggvið fyrir
átta árum þegar Guðrún Dóra
lést og nú hefur Sveinbjörg kvatt
okkur. Eins og alltaf skilur hvert
fráfall eftir sig tómarúm.
Kynni okkar hófust í Verzlun-
arskólanum við Grundarstíg.
Sveina, eins og hún var alltaf
kölluð, var ein af þessum hressu.
Það gustaði af henni hvar sem
hún fór, hún elskaði að dansa og
hafði góða söngrödd.
Hún var því í skólakórnum og
síðar, eftir að hún útskrifaðist
sem hjúkrunarfræðingur, í Fíl-
harmóníukórnum. Söngurinn átti
alla tíð ríkan þátt í lífi hennar og
nú síðustu ár var hún í kór Staða-
staðarkirkju á Snæfellsnesi, en
hún bjó á Hellnum síðustu rúm-
lega tuttugu árin. Eins og oft vill
verða skildi leiðir aðeins eftir að
námi lauk, en þá var það sauma-
klúbburinn eða saumó sem hélt
okkur saman. Reglulegur hitt-
ingur hálfsmánaðarlega yfir vet-
urinn, handavinnan og jólaföndr-
ið styrktu vináttuböndin.
Tvær úr hópnum fæddu sín
fyrstu börn á aðfangadag árið
1972 og var Sveina önnur þeirra,
en þá eignaðist hún einkasoninn
Hjört. Hún hélt þó ótrauð áfram
hjúkrunarstarfinu samhliða upp-
eldinu. Hún var dugleg að bæta
við sig í námi og þekkingu, meðal
annars með framhaldsnámi í
svæfingum og diplómu í geð-
hjúkrun á meistarastigi.
Hún elskaði ferðalög og þau
Sturla heitinn ferðuðust mikið
um landið þvert og endilangt, þá
gjarnan utan alfaraleiða. Seinna
meir lágu leiðir hennar svo til
annarra landa og sótti hún tölu-
vert í ferðalög til Bandaríkjanna
hin síðari ár, með hópum sem
höfðu áhuga á andlegum málum.
Áhugi hennar á andlegum
málum vaknaði í kringum 1990 í
nýaldarbylgjunni sem þá gekk
yfir heiminn. Samhliða því fór
hún að sækja hin árlegu mann-
ræktarmót á Snæfellsnesi.
Sveina var svo ein af þeim sem
stóðu að stofnun sjálfbærs sam-
félags á Hellnum og reisti sér
þar hús ásamt Katli sambýlis-
manni sínum, en hann féll frá ár-
ið 2009.
Þaðan sótti hún svo vinnu,
fyrst til Sauðárkróks þar sem
hún starfaði sem hjúkrunarfræð-
ingur í nokkur ár og svo til Ólafs-
víkur, þar sem hún vann á heilsu-
gæslu Snæfellsbæjar. Undir lok
starfsævi sinnar starfaði hún við
geðhjúkrun á Hvítabandinu í
Reykjavík í nokkur ár.
Þrátt fyrir fjarlægðir héldust
alltaf tengslin við saumaklúbb-
inn, þótt ekki væri kannski leng-
ur mætt í alla klúbba.
Þegar Sveina svo veiktist al-
varlega af krabbameini reyndi á
þau sterku vináttubönd sem
myndast höfðu innan hópsins.
Þrátt fyrir veikindi Sveinu áttum
við saumóvinkonur góðar stundir
í heimsóknum hjá henni, fyrst á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, svo
á Akranesi og nú undir lokin á
líknardeild LSH í Kópavogi.
Í heimsóknunum rifjuðum við
upp gamla tíma með myndum og
í máli, böllin í Breiðfirðingabúð
og Klúbbnum, ferðalög með
saumó innan- og utanlands og
allar góðu stundirnar sem við
höfðum átt saman. Minningarnar
eigum við áfram, þótt samferð-
inni hér á þessu tilverustigi sé
lokið.
Við vottum Hirti okkar dýpstu
samúð við móðurmissinn.
Anna Sigríður, Birna,
Guðrún B., Guðrún G.,
Halldóra, Hrefna,
Ingibjörg, Sigríður A.
og Sigríður S.
Sveinbjörg
Eyvindsdóttir
Elsku mamma mín, eiginkona, dóttir okkar
og systir,
SUNNA JÓHANNSDÓTTIR,
doktor í lyfjafræði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
við Hringbraut þriðjudaginn 25. maí.
Útför Sunnu fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
3. júní klukkan 15. Athöfnin er öllum opin.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast Sunnu er bent á Kraft, stuðningsfélag ungs fólks með
krabbamein.
Katla Rannveig Ívarsdóttir
Ívar Már Ottason
Jóhann Þór Sigurðsson Júlíana Gunnarsdóttir
Sigrún Jóhannsdóttir
Freyr Jóhannsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
GUÐMUNDUR S. GUÐMUNDSSON,
Sólbakka 7, Hvolsvelli,
lést í faðmi fjölskyldunnar 25. maí á
hjartadeild Landspítalans. Útförin fer fram
frá Stórólfshvolskirkju föstudaginn 4. júní klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja
minnast hins látna er bent á Björgunarsveitina Dagrenningu
Hvolsvelli. Athöfninni verður streymt, sjá www.mbl.is/andlat
Guðný K. Vilhjálmsdóttir
Kristín G. Guðmundsdóttir
Þorbjörg H. Guðmundsdóttir Ingvi Þór Magnússon
Guðmundur B. Guðmunds. Hrefna Hugadóttir
Helena Guðmundsdóttir Ástmundur Sigmarsson
Vilberg Pálmarsson
Lydía Pálmarsdóttir Vigfús Gunnar Gíslason
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR FRIÐRIKKA JÓNSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. maí.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
9. júní klukkan 13.
Slóð á streymi verður birt síðar.
Rebekka G. Gundhus Anders Gundhus
Anna Ólafía Guðnadóttir Viðar Böðvarsson
Arnfríður Lára Guðnadóttir Sveinbjörn Lárusson
Kristín Guðnadóttir Einar Vignir Sigurðsson
Jóna Björk Guðnadóttir Jón Marinó Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku amma. Við
hossumst upp heim-
reiðina og yfir rúllu-
hliðið að Þverá á
P1200-Volvoinum sem var stolt
fjölskyldunnar í áratugi. Þar stend-
ur þú elsku amma á tröppunum
fyrir framan fallega og reisulega
húsið ykkar afa. Fagurgult húsið
tónar vel við sinnepsgula jeppann
ykkar. Þverá var endalaus upp-
spretta ævintýra og góðra stunda
bæði úti og við eldhúsborðið fyrir
okkur barnabörnin. Þau voru mörg
ævintýrin sem gerðust í bæjar-
læknum og ekki voru þau síðri inn-
anhúss. Það var mjög spennandi að
kíkja í skápana undir súðinni, þar
leyndust stórmerkilegir hlutir svo
ekki sé minnst á skápinn við stig-
ann. Við krakkarnir héldum ófáar
tískusýningar í glæsifötum af hús-
freyjunni og húsbóndanum og
barnabarnabörnin hafa nú tekið
upp þennan sið sem gleður mikið.
Það hefðu ekki allar ömmur leyft
þetta. Mest spennandi var þó að
liggja á hleri í sveitasímanum, sem
var auðvitað harðbannað. Eitt sinn
Kristín Guðríður
Þorleifsdóttir
✝
Kristín Guð-
ríður Þorleifs-
dóttir fæddist 29.
nóvember 1923.
Hún lést 18. maí
2021.
Útförin fór fram
29. maí 2021.
vorum við gripin við
að liggja á hleri og
hótaði viðkomandi að
koma og taka í
hnakkadrambið á
okkur. Þeim degi
eyddum við að eigin
frumkvæði inni í
skápnum undir súð í
ótta við að símadam-
an kæmi að skamma
okkur. Elsku amma,
það er sárt að kveðja
þig en mikið erum við þakklát fyrir
að hafa fengið svona mörg dásam-
leg ár með þér. Þú varst svo mögn-
uð, með stálminni, dugnað á við
marga menn og höfðingi heim að
sækja.
Takk fyrir allt.
Þín
Erla, Gunnar og Kristín.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins.
Minningargreinar