Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 27
ég átti þess vegna mjög erfitt með að höndla það þegar mér gekk ekki vel,“ sagði Ásdís. „Ég var með álagsbrot í fæti á EMU23-ára í Erfurt í Þýskalandi árið 2005. Ég hafði ekki kastað spjóti í mánuð í aðdraganda móts- ins en næ samt að kasta 53,78 metra á mótinu sem er bara fínn árangur. Ég ætlaði að ná mér í verðlaun á þessu móti en enda í fjórða sæti. Ég eyddi klukkustundum saman grenj- andi inni á hótelherbergi eftir mót- ið og það eyðilagði lífsreynsluna,“ sagði Ásdís. „Ég gerði mér mjög erfitt fyrir oft og tíðum,“ sagði Ásdís Hjálms- dóttir, margfaldur Íslandsmeistari í spjótkasti og ólympíufari, í Dag- málum, frétta- og menningarlífs- þætti Morgunblaðsins. Ásdís, sem er 35 ára gömul, lagði spjótið og frjálsíþróttaskóna á hill- una á síðasta ári eftir tuttugu ára feril. Hún varð ellefu sinnum Íslands- meistari í spjótkasti, tíu sinnum Ís- landsmeistari í kúluvarpi og átta sinnum Íslandsmeistari í kringlu- kasti. Þá fór Ásdís á þrenna Ólympíu- leika, í Peking í Kína árið 2008, í London á Englandi árið 2012 og Ríó í Brasilíu árið 2016, en hún var á meðal fremstu spjótkastara heims á hátindi ferilsins. „Metnaðurinn var svo mikill og Grét klukkustundum saman Skapti Hallgrímsson Best Ásdís var fremsta frjáls- íþróttakona landsins í áraraðir. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021 Síðasta úrslitakeppnin í vetr- aríþróttunum fór af stað í gær þegar tveir leikir fóru fram í úr- slitakeppni Íslandsmóts karla í handknattleik. Eftir sóttvarnahléin í vetur munu mótin í handboltanum og körfunni fara langt inn í júní- mánuð. Sú tilhugsun er ein- kennileg og vonandi verður eft- irspurn eftir því að fylgjast með innanhússgreinunum þótt komið sé sumar. Veðurguðirnir gætu reyndar allt eins tekið upp á því að reka fólk inn í húsin. Í mörg ár hafa úrslitakeppn- irnar verið mikil skemmtun. Fyrirkomulagið býður upp á það auk þess sem nokkuð mörg lið hafa í mörgum tilfellum haft burði til að vinna í báðum grein- um. Úrslitakeppnirnar féllu niður í fyrra vegna sótt- varnaaðgerða. Undanfarið hefur maður fundið að maður hafði saknað þess að sjá dýnamíska spennuleiki þar sem mikið er undir. Úrslitarimma Vals og KR var nánast epísk og bauð upp á all- an tilfinningaskalann fyrir þá sem styðja þau félög. Um helgina var framlengdur leikur hjá KA/Þór og ÍBV á Akureyri og í gær varð jafntefli í spennu- leik í Eyjum hjá ÍBV og FH. Í fótboltanum hafa efstu deildir verið keyrðar áfram af hörku í maí. Útlit er fyrir að deildin hjá konunum gæti orðið jafnari en búist var við. Hjá körlunum reyta liðin stig hvert af öðru fyrir utan að Valur hefur aðeins tapað tveimur stig- um. Ekki þyrfti að koma á óvart ef Valsmenn yrðu langstöð- ugastir undir stjórn Heimis Guð- jónssonar og myndu ná í öruggt forskot. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is FH er í lykilstöðu í einvígi sínu gegn ÍBV í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik eftir 31:31- jafntefli liðanna í fyrri leik liðanna í Vestmannaeyjum í gær. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en ÍBV var þó með yfir- höndina í fyrri hálfleik. Eyjamenn náðu mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en allt- af tókst FH-ingum að minnka mun- inn og var staðan 16:14, ÍBV í vil, í hálfleik. ÍBV var með yfirhöndina í síðari hálfleik og leiddi með þremur mörk- um þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, 21:18. FH-ingum tókst að jafna metin í 28:28 þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og þeir fengu tækifæri til þess að vinna leikinn á lokasekúnd- unum en Petar Jokanovic varði vel frá Agli Magnússyni sem komst einn í gegn. „Gestirnir tóku forystuna ein- ungis einu sinni í leiknum, það var í stöðunni 0:1 en þrátt fyrir það eru þeir sáttari með úrslit leiksins. Eyjamenn létu henda sér oft út af og þurftu að sitja af sér 10 refsimínútur á móti 4 hjá gestunum,“ skrifaði Guðmundur Tómas Sigfússon með- al annars í umfjöllun sinni um leik- inn á mbl.is. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur Eyjamanna með níu mörk, þar af fimm af vítalínunni, og Einar Rafn Eiðsson skoraði einnig níu mörk fyrir FH-inga, þar af fimm af vítalínunni. Liðin mætast á nýjan leik hinn 3. júní í Kaplakrika en samanlögð úr- slit leikjanna tveggja ráða úrslitum um það hvort liðið kemst áfram í undanúrslit Íslandsmótsins. Öruggt hjá Haukum Þá eru deildarmeistarar Hauka komnir með annan fótinn í undan- úrslit Íslandsmótsins eftir tíu marka sigur gegn Aftureldingu í íþrótta- húsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 35:25-sigri Hauka sem tóku öll völd á vellinum strax í fyrri hálfleik og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 17:11. Mosfellingum tókst aldrei að ógna forskoti Hafnfirðinga í síðari hálfleik og Haukar juku forskot sitt jafnt og þétt eftir því sem leið á hálfleikinn. „Leikurinn var afar grófur og mikið um stimpingar. Bæði lið voru með menn utan vallar í samtals 16 mínútur hvort. Þar á meðal fékk Stefán Rafn Sigurmannsson þrjár brottvísanir og þar með rautt spjald. Liðin mætast í síðari leiknum í átta liða úrslitunum á Ásvöllum í Hafnarfirði næstkomandi fimmtu- dag. Það lið sem hefur betur sam- anlagt í tveimur leikjum kemst svo í undanúrslitin og Haukar eru því í vænlegri stöðu,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson meðal annars í um- fjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í liði Hauka með 10 mörk, þar af sjö af vítalínunni, og þá varði Björgvin Páll Gústafsson níu skot í marki Hauka. Blær Hinriksson var atkvæða- mestur í liði Aftureldingar með sjö mörk og Brynjar Vignir Sigur- jónsson varði níu skot í markinu, þar af eitt vítakast. FH-ingar í vænlegri stöðu - Haukar með annan fótinn í undan- úrslitum eftir stórsigur í Mosfellsbæ Ljósmynd/Sigfús Gunnar Átök Eyjamaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson í baráttunni við Hafnfirð- ingana Jón Bjarna Ólafsson og Birgi Má Birgisson í Vestmannaeyjum. Breiðablik, Fylkir og ÍBV tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum bikar- keppni kvenna í knattspyrnu, Mjólk- urbikarnum, í gær. Breiðablik vann 2:1-sigur gegn Tindastól á Kópavogsvelli þar sem Heiðdís Lillýardóttir og Agla María Albertsdóttir skoruðu mörk Blika áður en Murielle Tiernan minnkaði muninn fyrir Sauðkrækinga á 79. mínútu. Þá skoraði Þórdís Elva Ágústs- dóttir tvívegis fyrir Fylki þegar liðið vann 5:1-stórsigur gegn Keflavík á Würth-vellinum í Árbænum. Hulda Hrund Arnarsdóttir kom Fylki yfir undir lok fyrri hálfleiks en Natasha Anasi jafnaði metin fyrir Keflavík á 55. mínútu. Shannon Simon kom Fylki yfir á nýjan leik á 60. mínútu og Þórdís Elva skoraði þriðja mark Fylkis þremur mínútum síðar. Þór- dís Elva og Bryndís Arna Níels- dóttir bættu svo við sínu markinu hvor fyrir Fylki í uppbótartíma. Þá skoruðu þær Delaney Pridham og Viktorija Zaicikova sitt markið hvor fyrir ÍBV þegar liðið vann 2:1- sigur gegn Stjörnunni á Samsung- vellinum í Garðabæ en Alma Mathie- sen skoraði mark Garðbæinga í stöðunni 0:2. Átta liða úrslit bikarkeppninnar fara fram dagana 25.-26. júní en Þróttur í Reykjavík tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í fyrradag. Breiðablik, Fylkir og ÍBV í átta liða úrslit KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ægir Þór Steinarsson átti sannkall- aðan stórleik fyrir Stjörnuna þegar liðið vann níu stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Icelandic Glacial- höllinni í Þorlákshöfn í gær. Leiknum lauk með 99:90-sigri Stjörnunnar en Ægir Þór var með tvöfalda þrennu, skoraði 26 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsend- ingar. Þórsarar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik þótt mikið jafnræði hafi verið með liðunum en staðan var 48:47, Þórsurum í vil, í hálfleik. Þórsarar leiddu með tveimur stig- um fyrir fjórða leikhluta, 69:67, en þá hrukku Garðbæingar í gang. Stjarnan skoraði fyrstu tólf stigin í fjórða leikhluta og Þórsarar kom- ust ekki á blað fyrr en rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá var staðan orðin 79:79, Stjörn- unni í vil, og eftir að Stjarnan náði nokkuð afgerandi forystu í leiknum virkuðu Þórsarar aldrei líklegir til þess að koma til baka. „Stjörnumenn byrjuðu fjórða leik- hlutann með látum og með tólf stig- um í röð breyttu þeir stöðunni í 79:69 sér í vil. Þrátt fyrir ágæta spretti hjá Þórsurum tókst þeim ekki að jafna metin eftir það,“ skrif- aði Jóhann Ingi Hafþórsson meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Alexander Lindqvist skoraði 18 stig fyrir Stjörnuna og tók sex frá- köst en hjá Þórsurum var Larry Thomas stigahæstur með 25 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum en í hinu undaúrslitaeinvíginu eigast Keflavík og KR við. Annar leikur Stjörnunnar og Þórs fer fram í Mathús Garðarbæjar- höllinni í Garðabæ hinn 3. júní. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Þrenna Ægir Þór Steinarsson átti fullkominn leik í Þorlákshöfn í gær. Fór á kostum í Þorlákshöfn - Stjarnan sterkari í fjórða leikhluta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.