Morgunblaðið - 01.06.2021, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
WASHINGTON POST
AUSTIN CHRONICLE
THE WASHINGTON POST
ROGEREBERT.COM
TOTAL FILM
USA TODAY
THE SEATTLE TIMES
THE GUARDIAN
GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA
SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA
ERLENDIR GAGNRÝNENDUR SEGJA:
“EMMA STONE AND EMMA THOMPSON,
THE TWO ARE A DELIGHT BOTH APART
AND TOGETHER…”
“THE BIGGEST SURPRISE OF 2021…”
“IT JUST EXCEEDED ALL OF MY
EXPECTATIONS…”
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Það er langt síðan þetta fór að kalla á mig og ég
fór að sinna þessu, að semja lög og texta upp úr
æskuminningum. Ég býst ekki við að mín æska
hafi verið neitt merkilegri en annarra en hjartað
slær austur á fjörðum, á Seyðisfirði í mínum
gamla heimabæ þar sem ég er fæddur og uppal-
inn. Hún er djúp þessi tenging við staðinn, fjöllin
og fólkið,“ segir Ingólfur Steinsson sem sendi ný-
lega frá sér diskinn Bernskubrek, en þar flytur
hann lög við eigin texta sem fjalla um æskuárin.
„Textarnir fjalla um lífið eins og það var fyrir
barn og ungling á sjötta og sjöunda áratugnum
austur á fjörðum, þá var ákveðin gullöld hjá mér.
Ég hef þessa þörf til að horfa til baka og segja frá
því hvernig lífið var. Ég var kom-
inn með slatta af efni fyrir all-
löngu síðan og þegar ég ákvað
loks að klára og gefa þetta út, þá
fór ég að reyna að passa upp á að
hafa alla þætti með. Síldin er til
dæmis þarna og sjoppan sem var
samkomustaður okkar krakkanna á unglings-
árum, en þar var djúpbox með tónlist Bítlanna,
Rolling Stones, Kinks og fleirum. Við sátum þar
löngum stundum og hlustuðum. Þessi stemning í
síldinni, tónlistinni, Tarzan-myndum og leikjum
með dýrabein er horfin menning, veröld sem var.
Þetta var eitthvað sem við lifðum fyrir og héldum
að yrði eilíft, en þótt árin séu löngu liðin þá situr
minningin eftir og svo sækir þetta á mann síðar á
ævinni. Ég held ég hafi verið nostalgískari hér áð-
ur og mögulega er það að semja þessa tónlist og
texta og gefa út, liður í að hreinsa það út. Þá er
maður á einhvern hátt búinn að afgreiða þetta, en
auðvitað þykir mér ákaflega vænt um þessa tíma,
æskuna og vinina.“
Við vorum indíánar og kúrekar að berjast
Ingólfur segir að í lögunum á diskinum horfi
hann stundum fullorðinn til baka til þess sem einu
sinni var, en í öðrum lögum sjái hann allt með
barnsaugum á ný, þá sé hann í raun floginn austur
og kominn aftur á æskuslóðirnar.
„Þarna koma fyrir helstu kennileiti á Seyðis-
firði, eins og til dæmis Jókugil, sem er eitt stærsta
gilið í Bjólfinum, fjallinu fyrir ofan húsið heima
þar sem ég bjó, í Tungu. Ég heyrði sem krakki
þjóðsöguna af Jóku, konu sem gekk prjónandi upp
þetta gil sem er talið nánast ókleift. Við létum á
það reyna strákarnir og reyndum að klifra upp
Jókugil og okkur tókst það á endanum, en það
voru heilmiklar þrekraunir, enda miklir klettar
efst í því. Sagan af Jóku prjónandi í þessum að-
stæðum fannst okkur því með miklum ólíkindum,“
segir Ingólfur og rifjar upp að í Prestakletti hafi
krakkarnir oft verið að leika sér.
„Þá vorum við indíánar og kúrekar að berjast,
enda undir áhrifum af amerískum bíómyndum
með Roy Rogers og því liði. Í Hænsnabrekku vor-
um við með búskap, byggðum þorp, steyptum göt-
ur og drógum þar um vörubíla. Þetta voru eftir-
minnilegir leikir og allt mjög ólíkt því sem maður
sér í dag. Nú finnst manni leikir barna vera meira
komnir inn í tölvur og tæki, þótt auðvitað séu
krakkar alltaf eitthvað að leika sér úti. Þegar ég
horfi til baka þá finnst mér þetta allt hafa verið
harla ólíkt og sé það kannski svolítið í hillingum.“
Gamall vinskapur og nýr kemur að plötu
Ingólfur er með einvalalið með sér í tónlistar-
flutningi á nýja diskinum.
„Þeir hafa verið með mér áður, þessir strákar,
sérstaklega bassa- og trommuleikarinn, Haraldur
Þorsteins og Ásgeir Óskars. Lárus H. Grímsson
er þarna líka, þetta er uppistaðan í Eikinni frá því
í gamla daga. Við höfum þekkst frá því á áttunda
áratugnum og þeir hafa spilað heilmikið með mér í
gegnum tíðina,“ segir Ingólfur sem hefur fengist
við alþýðutónlist frá unga aldri og var liðsmaður í
hljómsveitinni Þokkabót.
„Ég tók nýja diskinn upp í stúdíó VOX hjá Vil-
hjálmi Guðjóns. Hann er mikill músíkant og við
tveir spilum mest á þessari plötu en ég sé um
sönginn. Villi kallaði líka til Jóhann Hjörleifsson
trommara til að vera með, svo það er gamall vin-
skapur og nýr sem kemur að gerð plötunnar.“
Flest eiga lögin á nýja diskinum rætur í þjóð-
lögum og þjóðlagarokki, nokkur hafa suðuramer-
ískan blæ og fáein gætu flokkast sem sveita-
tónlist.
„Til að skapa gamla andrúmsloftið þá förum við
í einu laginu út í gamla plötusándið, með rispum,“
segir Ingólfur sem nefnir útgáfu sína Tungu, rétt
eins og gamla húsið sem hann bjó í fyrir austan.
„Við fluttum þaðan þegar ég var unglingur en
eftir situr taugin til æskuheimilisins og ástin á átt-
högunum. Ég fer í heimsókn reglulega til Seyðis-
fjarðar og geri meira af því á seinni árum, ég
reyni að fara á hverju sumri og ganga um brekk-
urnar, heimsækja gömlu vinina og staðina. Og nú
er enn meiri ástæða til að fara en nokkru sinni
fyrr svo ég stefni austur í sumar.“
Hjartað slær austur á fjörðum
- „Hún er djúp þessi tenging við staðinn, fjöllin og fólkið,“ segir Ingólfur Steinsson
um diskinn Bernskubrek sem geymir lög hans og texta sem fjalla um æskuárin
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Ingólfur Textarnir fjalla um lífið eins og það var fyrir barn og ungling á sjötta og sjöunda áratugnum.
Bandaríski
söngvarinn og
lagahöfundurinn
B.J. Thomas er
látinn, 78 ára að
aldri. Samkvæmt
frétt CNN lést
hann á heimili
sínu í Arlington í
Texas eftir bar-
áttu við lungna-
krabbamein. Thomas var á ferl-
inum þekktur fyrir að blanda
saman kántríi, gospel og rokki.
Hann vakti fyrst athygli 1966 með
flutningi sínum á kántríslagaranum
„I’m So Lonesome I Could Cry“ eft-
ir Hank Williams og tveimur árum
síðar sló hann í gegn með flutningi
sínum á „Hooked on a Feeling“ eft-
ir Mark James. Ári síðar vakti hann
mikla athygli fyrir flutning sinn á
„Raindrops Keep Fallin’ on My
Head“ eftir Burt Bacharach sem
hljómaði í kvikmyndinni Butch Cas-
sidy and the Sundance Kid. Framan
af ferli sínum átti Thomas við
áfengis- og fíknivanda að glíma, en
1976 frelsaðist hann til kristinnar
trúar. Á árunum 1977-81 vann hann
til fimm Grammy-verðlauna. Eft-
irlifandi eiginkona hans er Gloria
Richardson, en þau eignuðust þrjár
dætur.
B.J. Thomas er lát-
inn 78 ára að aldri
B.J. Thomas
Breski tónlistar-
maðurinn Ed
Sheeran hefur
upplýst að dóttir
hans sé ekki í
hópi heitustu
aðdáenda hans.
The Guardian
hefur eftir
Sheeran að
frumburður
þeirra Cherry Seaborn „gráti bara“
þegar hann syngi fyrir hana ný lög.
Hann segir hana því ekki í hópi
„heitustu aðdáenda“ hans þótt
henni líki einstaka lag. Dóttir
þeirra hjóna, Lyra Antarctica Sea-
born Sheeran, er aðeins átta mán-
aða. „Hún hrífst af „Shape Of You“,
marimban hljómar vel, en henni
geðjast ekki að neinu háværu eða
þegar ég þen röddina,“ segir
Sheeran.
Dóttirin ekki í hópi
heitustu aðdáenda
Ed Sheeran