Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
50 ÁRA Davíð Arnar Þórsson
er Hafnfirðingur, ólst upp á
Holtinu í suðurbæ Hafnar-
fjarðar en býr núna í Ás-
landinu. Hann er tölvunarfræð-
ingur að mennt, nam fyrst í
Kaupmannahöfn og lauk þar
námi 1994 og lauk síðan B.Sc.-
gráðunni frá HR árið 2000. „Ég
er búinn að vera í tölvubrans-
anum í 27 ár, en þetta er mjög
góður starfsvettvangur sem
býður upp á mikinn sveigjan-
leika. Svo er maður alltaf að
læra eitthvað nýtt. Það eina
sem maður lærði í náminu er
að maður þarf að halda áfram
að læra.“
Davíð hefur starfað hjá
nokkrum hugbúnaðar- og há-
tæknifyrirtækjum um ævina
og var meðal annars þjónustustjóri hjá TM Software. Hann er núna með eig-
in rekstur, fyrirtækið hans heitir Goto, og sinnir Davíð ráðgjöf, verkefna-
stjórnun og forritun. „Ég hef seinni árin sérhæft mig í heilbrigðisupplýsinga-
tækni.“
Davíð er öflugur golfari, er með 7,9 í forgjöf og sat í stjórn Golfklúbbs
Keilis í fjögur ár. „Gríðarlegt ábyrgðarstarf enda er þetta frábær golf-
klúbbur og einstakur golfvöllur.“ Í dag er Davíð félagi í Golfklúbbnum Oddi.
Hann er einnig mikill silungsveiðimaður og veiðir helst í Þingvallavatni og
Hlíðarvatni í Selvogi. „Hlíðarvatn er einstakur staður, mikil náttúra þarna og
fuglalíf.“
FJÖLSKYLDA Kona Davíðs er Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 1971, rekstrar-
stjóri hjá Eflingu. Synir þeirra eru Heiðar Bjarki, f. 2007, og tvíburarnir
Ólafur Andri og Þór Breki, f. 1999, en þeir eru báðir að útskrifast með B.Sc.-
gráðu í tölvunarfræði frá HR. Foreldrar Davíðs eru hjónin Þór Gunnarsson,
f. 1940, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði, og Ásdís Valdimarsdóttir,
f. 1942. Þau eru búsett í Hafnarfirði.
Davíð Arnar Þórsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú ættir að íhuga alvarlega inn-
kaup, sem þú ráðgerir. Nú er tími til að
sleppa ýmsu sem þú hefur ríghaldið í.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ert undir þrýstingi til að taka
ákvörðun í vissum aðstæðum. Gefðu þér
tíma fyrir ástvini þína einhvern hluta dags-
ins.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú ert eitthvað laus í rásinni og
átt erfitt með að einbeita þér að þeim verk-
efnum sem fyrir liggja. Gefðu öðrum færi á
að leggja orð í belg og sýndu þeim tillits-
semi.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ef einhver hefur hæfileika til að
heilla aðra upp úr skónum ert það þú. Þú
þarft ekki frægð, peninga eða aðdáun ein-
hvers til þess að efla sjálfstraustið.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Mundu að þú getur aldrei gert svo vel
að öllum líki. Skoðaðu málin frá öllum hlið-
um og láttu svo til skarar skríða.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Viðurkenningin sem þú þráir er þín.
Maður kynnist ekki myndarlegu manneskj-
unni í næsta sæti með því að bíða eftir því
að hún taki fyrsta skrefið.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Gættu vel að framkomu þinni í fjöl-
menni og að gera ekkert sem getur valdið
athugasemdum. Mundu að endurgjalda þá
greiða sem þér eru gerðir.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú hefur búið svo um hnútana
að fátt á að geta komið þér í opna skjöldu.
Innan fárra ára muntu standa á hátindi
starfsferils þíns.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Samband fer af skínandi stig-
inu yfir á annað mun raunverulegra. Láttu
ekkert slá þig út af laginu.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú leggur mjög hart að þér til að
ná árangri þessa dagana. Láttu erfiðan
samstarfsmann ekki taka stjórnina af þér.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þér hættir til að líta fram hjá
öllum smáatriðum en stundum verður
maður að hafa þau á þurru ef allt á að
ganga vel. Láttu einskis ófreistað til að ná
settu marki.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú þarft að finna upp á einhverju til
að brjóta upp rútínu dagsins. Láttu það eft-
ir þér að fara í stutt ferðalag eða út að
borða með vinahópnum.
Palestínu á árunum 2011-2017 á veg-
um Sameinuðu þjóðanna og utan-
ríkisráðuneytisins. Núna er ég að búa
til módel sem reiknar endurreisnar-
tíma í kjölfar jarðskjálfta og mun
sýna stjórnvöldum hvaða þættir
skipta máli varðandi húsnæðismál.
Vinnan er hluti af Evrópurannsókn-
arverkefni með HÍ.“ Sólveig kennir
meistarakúrs við verkfræðideild HÍ
um náttúruhamfarir og aðgerðir
vegna þeirra og er í hlutastarfi hjá
Brunavörnum Árnessýslu.
Sólveig er stjórnandi Íslensku al-
þjóðasveitarinnar fyrir hönd Lands-
bjargar, er í samhæfingarteymi bæði
hjá Sameinuðu þjóðunum og Alþjóða
rauða krossinum. Hún tekur þátt í
samstarfi á vegum samtaka alþjóða-
skýrslan hafi verið mikilvægt gagn
þegar tekist var á við jarðskjálftana
2008. Ég tók þátt í ýmsum skemmti-
legum verkefnum á þessum tíma,
m.a. sem framkvæmdastjóri fyrir
NATO-æfingu á Íslandi, en ég var
borgaralegur stjórnandi yfir her-
æfingu. Einnig var gaman að vera
fulltrúi Íslands út á við. Á þessum
tíma urðu ýmsir eftirminnilegir at-
burðir eins og Gjálpargosið og Skeið-
arárhlaup 1996, jarðskjálftahrina í
Hveragerði, gos í Heklu, jarð-
skjálftar á Suðurlandi 2000 og Gríms-
vatnagos.“
Sólveig stofnaði ráðgjafar-
fyrirtækið Rainrace ehf. árið 2003.
„Ég afþakkaði að vera deildarstjóri
hjá ríkislögreglustjóra þegar
Almannavarnir ríkisins voru lagðar
niður, vildi frekar láta gamlan draum
rætast og stofna eigið ráðgjafar-
fyrirtæki.“
Hún hefur unnið ýmis rannsókna-
verkefni t.d. á vegum Rannís og Evr-
ópuverkefni. Hún leiddi rannsókn og
gerð leiðbeininga um langtíma-
viðbrögð við náttúruhamförum fyrir
sveitarfélög, sem hafa verið innleidd
á Suðurlandi. „Mest hef ég þó unnið
fyrir erlenda aðila. Eftirminnilegustu
verkefnin eru að efla rústabjörgun í
Pakistan á árunum 2008-2009 á veg-
um Svía, og að efla almannavarnir í
S
ólveig Þorvaldsdóttir
fæddist 1. júní 1961 á
Húsavík, á Laugardals-
sprungu. „Ég fæddist sem
sagt á jarðskjálfta-
sprungu. Ég ólst upp sem barn í
London, en flutti í Kópavog 10 ára.
Ég var fjögur sumur í sveit á Víðivöll-
um í Fnjóskadal, 10-13 ára, og kom
beint frá London í sveitina.“ Sólveig
vann sjö sumur hjá Kópavogsbæ og
eftir stúdentspróf vann hún í hálft ár
á bar í London og hálft ár hjá Raun-
vísindastofnun HÍ.
Sólveig gekk í Víghólaskóla í Kópa-
vogi og Menntaskólann í Kópavogi.
Hún varð byggingarverkfræðingur
frá HÍ 1987, lauk meistaragráðu í
jarðskjálftaverkfræði frá Johns
Hopkins University í Baltimore,
BNA, 1991, fékk diplómu í kennslu-
fræði á háskólastigi frá HÍ 2012 og
lauk doktorsprófi í viðlagakerfum við
verkfræðideild HÍ 2016. „Ég vann að
doktorsverkefninu á árunum 2010-
2016 með vinnu. Ég var með aðstöðu
á Rannsóknarmiðstöð HÍ í jarð-
skjálftaverkfræði á Selfossi. Það voru
forréttindi að fá tíma til að rýna í fyrri
störf og rannsóknir annarra til að
þróa áfram mínar eigin hugmyndir.“
Eftir námið í HÍ vann Sólveig hjá
Ístaki 1987-1989, fór svo til Banda-
ríkjanna og var í námi þar í tvö ár, en
næstu tvö ár þar á eftir einbeitti hún
sér að fallhlífarstökki. „Ég stökk 650
sinnum á þessum tíma. Ég bjó í Kali-
forníu, í hjólhýsagarði fyrir stökkv-
ara, sem var við hliðina á stökk-
flugvelli. Ég hef aldrei verið jafn
blönk, en þetta var mjög gefandi
tímabil.“ Hún vann síðan í Kaliforníu
í tvö ár hjá verkfræðifyrirtæki, við
áhættugreiningu vegna jarðskjálfta.
Hún fór heim til Íslands 1996 til að
taka við sem framkvæmdastjóri Al-
mannavarna ríkisins og gegndi þeirri
stöðu þar til stofnunin var lögð niður
2003.
„Það var mjög gaman að takast á
við að efla skipulag almannavarna, en
þarna unnum við að þróun verkferla
fyrir almannavarnir sem eru notaðir
enn þann dag í dag. Ég lagði mikla
áherslu á að reynsla frá jarðskjálft-
unum 2000 væri tekin saman í
skýrslu og mér hefur verið sagt að
rústabjörgunarsveita og hefur verið í
Hjálparsveit skáta í Kópavogi frá
1979, en hún tók m.a. þátt í björg-
unarstörfum eftir snjóflóðið á Flat-
eyri. Hún stendur núna af og til gos-
vaktir í Geldingadölum. Eftir-
minnilegustu útköll sem hún hefur
farið í erlendis eru sprenging/
rústabjörgun í Oklahoma, BNA, jarð-
skjálftar í Tyrklandi, Indlandi og
Albaníu og flóð á Haítí, Filippseyjum
og í Pakistan.
Sólveig hefur skrifað ýmsar vís-
indagreinar, rannsóknarskýrslur, og
aðrar skýrslur, og handbækur, t.d.
Handbók um rústabjörgun. „Ég bjó
til orðið rústabjörgun og er núna að
reyna að innleiða orðin viðlagakerfi,
viðlagafræði og viðlagastjórnun! Við-
lög eru gamalt og gott íslenskt orð og
þýðir „þegar mikið liggur við“. Allir
þurfa að hafa sitt eigið viðlagakerfi.
Almannavarnir t.d. eru viðlagakerfi á
vegum ríkisins.
Mitt markmið er að efla við-
lagakerfi á Íslandi og í öðrum lönd-
um, og nýta þannig þekkingu mína og
reynslu til að efla almenna þekkingu
á – og auka nýsköpun í – hvernig
samfélög búa með óblíðri náttúru. Ég
hef skrifað blaðagreinar, rætt við for-
sætisráðuneytið um forystuhlutverk
þess, við önnur ráðuneyti um þeirra
þátt, er að reyna að efla sveitarstjórn-
Sólveig Þorvaldsdóttir verkfræðingur – 60 ára
Í Geldingadölum Sólveig á gosvakt.
Allir þurfa að hafa viðlagakerfi
Í Pakistan Hópur sem Sólveig þjálfaði þar.Heiðursfólkið Ómar og Sólveig.
Til hamingju með daginn