Morgunblaðið - 01.06.2021, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
Mikið gladdi það
mig að lesa grein
Styrmis í Morg-
unblaðinu 22. maí.
Ég tek heilshugar
undir orð hans þar
sem hann segir: „Há-
lendið er orðið ígildi
fiskimiðanna. Hin
ósnortnu víðerni
þessa lands eru orðin
bein tekjulind fyrir
okkur. Það væri fáránleg ráð-
stöfun að eyðileggja þá tekjulind
og ræna ófæddar kynslóðir þeirri
náttúrufegurð.“ Þetta er mikill
sannleikur og vel orðað hjá
Styrmi. Mér líkaði líka vel að
hann skyldi minnast á Birgi Kjar-
an og hans frumkvöðulsstarf fyrir
náttúruvernd. Það á ekki að vera
einkamál vinstrimanna að aðhyll-
ast náttúruvernd.
Það er mjög alvarlegt mál ef
ríkisstjórnin ætlar að heykjast á
friðun hálendisins og ekki standa
við ákvæði stjórnarsáttmálans um
hálendisþjóðgarðinn.
Það virðist gæta mikils mis-
skilnings meðal ým-
issa sem tjáð hafa sig
um málið um að verið
sé að búa til óþarfa
skrifræðisbákn. Málið
snýst um nátt-
úruvernd og samein-
aða yfirstjórn. Það er
enginn að missa spón
úr aski sínum við
stofnun hálendis-
þjóðgarðsins heldur
þvert á móti. Málið
snýst um framtíðar-
vernd hálendis Íslands.
Styrmir telur að verndun há-
lendisins sé eitt af stærstu málum
þjóðarinnar um þessar mundir og
njóti fylgis í öllum flokkum og
ekki síst hjá ungu fólki. Stöndum
vörð um hálendið og verndum eina
helstu auðlind þjóðarinnar.
Um hálendis-
þjóðgarðinn
Eftir Kristján
Baldursson
Kristján Baldursson
» Verndum eina
helstu auðlind þjóð-
arinnar.
Höfundur er áhugasamur um
náttúruvernd.
kribald @gmail.com
Áratugum saman
hafa fjárframlög til
vegamála í Reykja-
vík verið mun lægri
en þörf hefur verið
á. Síðustu ár hefur
helsta ástæðan verið
sú að vinstri meiri-
hlutinn í Reykjavík
hefur tafið eða hafn-
að löngu tímabærum
samgöngufram-
kvæmdum, sem Vegagerðin er þó
reiðubúin til að fjármagna. Þekkt
er andstaða Samfylkingarinnar
og fylgiflokka hennar við úrbæt-
ur á gatnamótum Miklubrautar-
Kringlumýrarbrautar og Reykja-
nesbrautar-Bústaðavegar þrátt
fyrir að ljóst sé að mislægar
lausnir á þessum stöðum myndu
fækka slysum, greiða fyrir um-
ferð og draga úr mengun.
Sundabraut sem fyrst
Vinstri meirihlutinn í borg-
arstjórn hefur með brögðum tafið
undirbúningsvinnu vegna Sunda-
brautar og reynir nú að leggja
stein í götu hennar með því að
skipuleggja byggð sem næst fyr-
irhuguðu brúarstæði. Mikilvægt
er að Alþingi sýni hörku í málinu
og knýi borgina til að standa við
gerða samninga um Sundabraut
svo hægt er að hefja lagningu
hennar sem fyrst.
Borgarlínuskatt – Nei takk
Unnt er að efla almennings-
samgöngur í Reykjavík innan nú-
verandi strætisvagnakerfis fyrir
aðeins brot þess
kostnaðar, sem svo-
nefnd borgarlína
kostar. Ekki kemur
til greina að leggja
viðbótarskatt á
Reykvíkinga í formi
veggjalda til að fjár-
magna kostnað
vegna borgarlínu,
sem mun a.m.k.
nema 100 milljörðum
króna. Allt bendir til
að borgarlínan verði
óarðbær með öllu og með veru-
lega neikvætt núvirði. Sjálfstæð-
isflokkurinn á ekki að styðja að
slíku verkefni verði hleypt af
stokkunum þegar allar for-
sendur varðandi ávinning, fjár-
festingu og rekstur þess eru svo
veikar.
Núverandi meirihluti borg-
arstjórnar virðist að auki ætla
að nota borgarlínuverkefnið til
að þrengja verulega að bílaum-
ferð í Reykjavík, sem mun leiða
til stóraukinna tafa í umferðinni.
Auknar tafir í umferðinni eru
ekki ókeypis. Umferðartafir hafa
mikinn kostnað í för með sér og
eru til leiðinda því þær tefja fólk
frá því, sem það vildi heldur
gera, t.d. verja meiri tíma með
fjölskyldu og vinum.
Eftir Kjartan
Magnússon
Kjartan Magnússon
» Auknar tafir í
umferðinni eru
ekki ókeypis.
Höfundur óskar eftir 3.-4. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, sem fram fer 4.-5. júní.
Samgöngumál
Reykjavíkur – Lausn-
ir í stað leiðinda
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
15% afsláttur
af sölulaunum í júní
Laus sölustæði - Komdu núna
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Kíktu við, hringdu eða sendu okkur skilaboð!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson og Árni Sveinsson
Svo undarlega sem
það nú hljómar, er
ekkert ráðuneyti eða
aðrar stofnanir rík-
isins sem halda utan
um fjöldatölur
skráðra katta á Ís-
landi.
Ég ritaði því 12.
maí síðastliðinn tölvu-
bréf og sendi á öll
sveitarfélög í landinu,
69 talsins, og spurði
um þetta. Því miður verður ekki
hægt að komast til botns í þessu
af svörunum. Og furðu vekur hvað
utanumhald er í miklum ólestri
víða. Á Suðurnesjum var t.d. hætt
að skrá ketti fyrir um 15 árum, en
hundarnir, um 700 talsins, verða
samt að lúta því enn. Það sama er
upp á teningnum í Garðabæ, Hafn-
arfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og
Reykjavík, engar tölur finnast um
hversu margir kettir eru þar, en
skráningarskylda er á hundum;
reyndar er sums staðar gerð krafa
um skráningu á köttum, en eftir
því er ekki farið, og einnig að þeir
séu örmerktir af dýralækni; þeir
eru skráðir í gagnagrunninn dyra-
audkenni.is, en hann er ekki að-
gengilegur heilbrigðiseftirlitinu
nema til uppflettingar varðandi
handsömuð dýr til að finna eig-
endur þeirra. Í Reykjavík er þó að
verða jákvæð breyting á, með til-
komu Dýraþjónustunnar.
Fálæti hinna er með ólíkindum
og segir jafnframt mikið um þann
stall, sem kettir eru á víða. Í
mörgum öðrum sveitarfélögum í
landinu er að auki hvorki til skrá
yfir ketti né hunda. En svo eru
þau sveitarfélög líka til þar sem
þetta er til mikillar fyrirmyndar,
allar upplýsingar til staðar, m.a. í
Árborg - en þar eru skráðir kettir
464 talsins og sennilega margir
óskráðir líka, eins og oft var nefnt
í svarbréfum til mín hjá öðrum
sveitarfélögum - og Fjarðabyggð
kemur líka upp í hugann.
Sé mið tekið af áætluðum fjölda
heimiliskatta í Noregi og Svíþjóð
eru þeir á Íslandi um 50 þúsund.
Og ef norska reikniaðferðin er not-
uð, drepa þeir 500 þúsund fugla á
ári; Svíar gera ráð fyr-
ir að heimiliskettir þar
drepi 12 fugla hver, þá
erum við að tala um
600 þúsund hér. Mó-
fuglar eru líka teknir
og því rétt að minna á,
að Íslendingar bera
mikla ábyrgð á nokkr-
um fuglastofnum
heims, þ.m.t. heiðlóu;
varppör hér voru árið
2010 talin vera um 310
þúsund, sem eru 50–
74% af Evrópustofn-
inum.
Samþykktir um kattahald hér á
landi eru fremur bragðdaufar hvað
varðar ábyrgð eigenda á varptíma
fugla. Og stundum er ekki minnst
einu orði á slíkt.
Afrískt rándýr
Snævarr Örn Georgsson um-
hverfisverkfræðingur var með at-
hyglisvert innlegg á einum spjall-
þráðanna á Facebook, þar sem
barátta mín var til umfjöllunar á
dögunum. Hann sagði:
„Við skulum hafa það á hreinu
að það er nákvæmlega ekkert
náttúrulegt við rándýr frá Afríku
sem gengur laust á Íslandi. Fyrir
utan þá augljósu staðreynd að
kettir eru ekki hluti af íslenskri
náttúru þá fá þeir skjól í vondum
veðrum og mat allan ársins hring,
eitthvað sem fuglarnir sem þeir
veiða fá ekki, og því myndast ekk-
ert fylgnisamband milli stofn-
stærðar rándýrs og bráðar. Í nátt-
úrunni eru kettir jafnframt
einfarar (ljón undantekning) sem
helga sér stórt óðal. Í þéttbýli er
ekki slíku fyrir að fara, þéttleiki
katta er mjög mikill og mjög
ónáttúrulegur. Hver einasti garður
á t.d. Akureyri er skoðaður af
ketti svo til hverja einustu nótt,
ófleygir fuglsungar eiga því marg-
falt minni möguleika en í nátt-
úrunni þar sem rándýr þurfa að
helga sér stór óðul til að fram-
fleyta sér. Það er ekkert nátt-
úrulegt við lausagöngu katta á Ís-
landi.“
„Það er ekki að ástæðulausu að
eyjasamfélögin í Flatey á Breiða-
firði, Grímsey og Hrísey banna
lausagöngu katta. Á öllum þessum
stöðum er ríkt fuglalíf og lausir
kettir myndu valda óbætanlegum
skaða,“ bætir hann við á öðrum
stað.
Samningur Sameinuðu þjóðanna
um líffræðilega fjölbreytni (Con-
vention on Biological Diversity,
CBD) var samþykktur á heims-
ráðstefnu um umhverfi og þróun í
Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992.
Ísland undirritaði samninginn á
ráðstefnunni og gekk hann í gildi
hér á landi árið 1994. Markmið
hans er m.a. að vernda líffræðilega
fjölbreytni. Á heimasíðu Stjórn-
arráðsins er þessar athyglisverðu
upplýsingar að finna í því sam-
bandi:
„Tilgangurinn með verndun líf-
fræðilegrar fjölbreytni hér á landi
er að styrkja og varðveita til fram-
tíðar þær tegundir sem hafa frá
upphafi skapað íslenska náttúru og
þrifist hér á landi í árþúsundir og
að koma í veg fyrir að tegundir
deyi út af mannavöldum ... Aðild-
arríki samningsins skuldbinda sig
meðal annars til þess að greina og
vakta ýmsa þætti í lífríki landsins
svo sem hvað þarfnast verndar og
hvaða þættir hafa skaðleg áhrif á
líffræðilega fjölbreytni.“
Í slíkri vinnu hljóta yfirvöld
fyrst að þurfa að geta horft yfir
sviðið, til að ná að meta núverandi
ástand, annað væri fúsk. Upplýs-
ingar eru til um stofnstærðir allra
fuglategunda hér á landi, um
fjölda búfjár, hunda og margt
fleira, en svo er bara eitt risa-
spurningarmerki varðandi katta-
haldið. Það bara getur ekki verið í
lagi.
Ég hvet því ráðamenn til að
sýna ábyrgð í verki og láta hendur
standa fram úr ermum. Og það
strax. Það er ekki eftir neinu að
bíða. Hitt er ekki verjandi.
Hafa skal holl ráð þó heimskur
kenni.
Eftir Sigurð
Ægisson
Sigurður
Ægisson
» Sé mið tekið af áætl-
uðum fjölda heim-
iliskatta í Noregi og
Svíþjóð eru þeir á
Íslandi um 50 þúsund.
Höfundur er siglfirskur
náttúruunnandi.
Dýrið gengur laust
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?