Morgunblaðið - 01.06.2021, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
✝
Margrét Val-
týsdóttir
fæddist 4. nóv-
ember 1937 í
Reykjavík. Hún
andaðist á heimili
sínu 22. maí 2021.
Foreldrar hennar
eru: Bára Valdís
Pálsdóttir, f. 1916,
d. 2008, og Valtýr
Bergmann Bene-
diktsson, f. 1909,
d. 1961. Margrét var elst fimm
systkina, systkini hennar eru:
Guðrún Bergmann, f. 1941, d.
1978, Díana Bergmann, f.
1942, Benedikt, f. 1946, og
Kristrún, f. 1951. Margrét ólst
upp á Akranesi og bjó þar til
Landsbankans í Austurbæj-
arútibúi. Margrét giftist
21.10. 1967 eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Arnari Viðari
Halldórssyni prentara, f. 25.6.
1942. Þau bjuggu alla tíð í
Kópavogi. Börn þeirra eru: 1)
Valdís, f. 1968, gift Guðmundi
Hrafnkelssyni, f. 1965. Börn
þeirra eru: Arnar, Sigurjón
og Margrét. 2) Halldór, f.
1970, giftur Borghildi
Sigurðardóttur, f. 1970. Börn
þeirra eru: Edda Margrét,
Thelma Karítas og Kristófer
Breki. 3) Sigurborg, f. 1972,
gift Helga Ólafssyni, f. 1956.
Börn þeirra eru: Ólafur og
Arnar Leó.
Útförin fer fram frá Linda-
kirkju í dag, 1. júní 2021,
klukkan 15.
Streymt er frá:
https://livestream.com/luxor/
margret
Streymishlekk má nálgast
á: www.mbl.is/andlat
fullorðinsára.
Eftir að hún lauk
gagnfræðaprófi
hóf hún störf hjá
bæjarútgerðinni
á Akranesi og
starfaði þar í
nokkur ár. Hún
fór til Grimsby á
Englandi og var
þar í vist í eitt
ár. Eftir það
starfaði hún hjá
Sparisjóði Akraness sem síð-
ar sameinaðist Landsbank-
anum. Þar starfaði hún allan
sinn starfsferil, fyrst á Akra-
nesi en síðar í Reykjavík.
Hún var með fyrstu starfs-
mönnum rafreiknideildar
Elsku besta mamma. Þegar
við lítum yfir farinn veg er
margs að minnast. Þú hefur
alltaf verið til staðar fyrir okk-
ur öll og gert allt sem í þínu
valdi hefur staðið til að hjálpa
okkur með allt mögulegt. Það
eru þung spor sem við göngum
núna þegar við kveðjum þig
hinstu kveðju.
Hvernig eigum við að halda
áfram án þín og hver á nú að
gefa okkur góð ráð, bæði um-
beðin og ekki síst öll óumbeðnu
ráðin? Þú hefur kennt okkur að
vanda okkur við það sem við
tökum okkur fyrir hendur. Þú
gerðir alltaf allt upp á 10 og það
var aldrei „dass“ af neinu hjá
þér. Allt var eftir bókinni. Við
eigum dýrmætar minningar
með ykkur pabba frá ferðum
okkar um landið og frá bústaðn-
um á Laugarvatni. Minningar
um þig að sauma fram á nótt á
okkur samstæð föt fyrir öll jól
og aðra viðburði. Sérstaklega
eru minnisstæð forláta galla-
dress sem voru saumuð fyrir
hringferð um landið, en þá vor-
um við systkinin í brúnum
gallabuxum og jakka í stíl og
mamma og pabbi í bláum galla-
buxum og jakka í stíl. Holly-
wood hefði ekki getað gert
þetta betur. Þú lærðir margt í
húsmæðraskólanum og hefur
kennt okkur eitt og annað af
því. Við setjum til dæmis helst
ekki óstraujaðan dúk á borð hjá
okkur og ef við gerum það er-
um við með bullandi móral yfir
því. Þú passaðir alltaf að líta vel
út, varst elegant og fórst aldrei
út úr húsi án varalitar og nýttir
tímann í bílnum á leiðinni á
Laugarvatn til að lakka negl-
urnar. Þú kunnir að njóta lífsins
og í okkar huga áttir þú að
verða að minnsta kosti 95 ára.
Mamma hafði mikinn áhuga á
þjóðmálum, þú komst aldrei að
tómum kofunum hjá henni ef
ræða átti pólitík, hún var jafn-
aðarmaður í húð og hár og stóð
fast á sínum skoðunum. Hún
fylgdist vel með íþróttum, bæði
handbolta og frá blautu barns-
beini fótbolta, enda Skagamað-
ur og stolt af sínum mönnum.
Stundum fannst manni að allir
sem eitthvað gætu í fótbolta
væru ofan af Skaga enda var
hún góð í að tengja menn þang-
að sem eitthvað gátu.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
barnabörnin og varst alltaf
tilbúin að hjálpa til við pössun
og umönnun á þeim. Þegar Val-
dís bjó með fjölskyldu sinni er-
lendis og þau fluttu á milli
landa voruð þið pabbi alltaf
fyrstu gestir í heimsókn til að
taka út aðstæður. Við fórum í
mæðgnaferð til Heidelberg um
árið þegar þú varst nýhætt að
vinna. Við systurnar höfðum
miklar áhyggjur af því að þú
hefðir ekki nóg úthald í búðaráp
og splæstum í fótsnyrtingu fyr-
ir þig áður en við fórum til að
þú værir betur undirbúin undir
ferðina. En þær áhyggjur voru
óþarfar því að þú hafðir miklu
meira úthald en við í þessum
efnum, við vorum eiginlega bara
fegnar að þú varst ekki yngri.
Og ekki var úthaldið minna
þegar þið pabbi fóruð með Hall-
dóri og fjölskyldu til London á
Tottenhamleik. Þar var allur
pakkinn tekinn og farið á pöbb-
inn bæði fyrir og eftir leik án
þess að blása úr nös. Við fórum
öll stórfjölskyldan saman til
Spánar árið 2017 og var það
frábær ferð í alla staði.
Þú lagðir mikið upp úr því að
halda hópnum vel saman, nú er
það okkar að halda þínu merki
á lofti.
Takk fyrir allt og allt, elsku
mamma.
Valdís, Halldór
og Sigurborg.
Elsku amma mín, orð geta
ekki lýst því hversu erfitt það
er að vera að kveðja þig. Við
vitum að guð fékk einn gull-
fallegan engil til sín sem hann
mun passa vel. Þú hafðir alltaf
okkar hagsmuni að leiðarljósi
og erum við ævinlega þakklát
fyrir það. Einn af hápunktum
grunnskólagöngunnar var að
koma alltaf til þín á fimmtudög-
um. Þú tókst alltaf á móti
Thelmu með bros á vör og ilm-
andi marmaraköku inni í ofn-
inum. Þessar heimsóknir gáfu
Thelmu mjög mikið og við vit-
um að Sigurjón er fullkomlega
sammála. Annað sem er okkur
minnisstætt eru ófáu ferðirnar
á Laugarvatn sem allar inni-
héldu nýbakaða marmaraköku
og kryddbrauð. Við vitum fyrir
víst að Kristófer væri ekki eins
góður kokkur í dag hefði hann
ekki fengið kennslu frá þér.
Kærleikurinn og ástin sem við
fengum alltaf frá þér sama hvað
er það sem við munum alltaf
muna eftir. Hvíldu í friði, elsku
amma, sofðu rótt.
Thelma Karítas og
Kristófer Breki.
Elsku besta amma.
Þegar við hugsum um þig þá
koma fram óteljandi margar fal-
legar minningar. Það fyrsta
sem við hugsum um er marm-
arakakan fræga. Þú áttir alltaf
marmaraköku þegar við komum
í heimsókn og hún sló í gegn
hjá okkur öllum barnabörnun-
um. Á þessum erfiðu covid-tím-
um komstu færandi hendi með
nýbakaða marmaraköku til Sig-
urjóns sem var í einangrun. Þú
hugsaðir alltaf um að allir í
kringum þig hefðu það gott.
Í uppáhaldi hjá okkur voru
einnig kjötbollurnar í brúnni
sósu með kartöflumús. Við
fengum þær ekki betri annars
staðar en hjá þér. Möndlugraut-
urinn á jólunum stendur einnig
upp úr. Það gerði enginn jafn
góðan graut og þú.
Annað sem er sterkt í minn-
ingunum er hversu fín og full-
komlega til fara þú varst alltaf.
Þú varst góð og falleg mann-
eskja með sterkar skoðanir,
mikil samfylkingarkona. Þú
hafðir mikil áhrif á Sigurjón og
fræddir hann um pólitíkina sem
varð til þess að í fyrsta sinn
sem hann mátti kjósa kaus
hann fyrir þig. Þú lagðir mikla
áherslu á símalaus matarboð og
stundum hjálpuðum við þér að
fela súkkulaði fyrir afa. Þú
varst mikill íþróttaaðdáandi og
studdir okkur mikið. Þú varst
alltaf mjög áhugasöm þegar við
vorum að keppa og varst dugleg
að mæta á leiki og hvetja okkur
áfram.
Þú varst alltaf í fínum fötum,
með hárið blásið upp á 10 og
auðvitað með fína rauða varalit-
inn þinn. Þegar þú varst að fara
út úr húsi þá þurfti oft að bíða í
dágóðan tíma á meðan þú vand-
aðir þig við að setja fallega
rauða varalitinn á þig.
Laugarvatnsferðirnar voru
einnig margar með þér og afa.
Þar eyddum við mörgum góðum
stundum saman. Þar var mikið
spilað og oftast var það yatzy
og sequence. Þú varst mikil
keppnismanneskja og vildir alls
ekki tapa.
Arnar – Ég man svo vel hvað
mér fannst gaman þegar við
áttum heima í útlöndum og
komum heim til Íslands í sum-
arfrí. Þá fannst mér ég svo
heppinn að fá að búa hjá ykkur
afa.
Sigurjón – Ég man alltaf best
eftir því að koma heim úr skól-
anum og bíða spenntur eftir því
að fara til ömmu og afa til þess
að horfa á meistaradeildina í
fótbolta. Að sjálfsögðu var alltaf
til marmarakaka þegar maður
kom í heimsókn.
Margrét – Þú varst dugleg
að segja mér að sitja með beint
bak. Þegar ég hugsa um þig
passa ég að rétta úr mér. Við
vorum báðar með kaldar hend-
ur og þú sagðir alltaf að kaldar
hendur þýddu að við værum
með heitt hjarta. Síðustu stund-
irnar okkar saman voru ómet-
anlegar, þig langaði að segja
mér margt sem þú gast ekki.
En nýttir þína litlu krafta í að
taka utan um mig og það er
eitthvað sem gleymist aldrei.
Elsku amma, takk fyrir allt,
guð geymi þig.
Arnar, Sigurjón og Margrét.
Það var árið 1968 að nokkrar
ungar konur hittust í Reykja-
vík. Þær áttu það sameiginlegt
að hafa gengið í Gagnfræða-
skólann á Akranesi á sama
tíma.
Þær ákváðu að hittast einu
sinni í mánuði og stofnuðu
saumaklúbb. Þannig varð Akra-
nesklúbburinn okkar til. Gréta
var ein af þeim fyrstu, sem
stofnuðu klúbbinn. Nokkrar
féllu frá eða hættu en aðrar
bættust í hópinn. Við höfum átt
góðar stundir saman, og farið í
ferðalög með mökum innan-
lands og utan. Það er margs að
minnast eftir öll þessi ár. Við
þökkum Grétu fyrir þennan
tíma sem við áttum saman og
sendum Arnari og fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. Akranesklúbbsins,
Anna S. Finnsdóttir.
Nú þegar við kveðjum Mar-
gréti Valtýsdóttur, systur, mág-
konu og vin, eða Grétu eins hún
var alltaf kölluð, kemur upp í
hugann hvað lífið getur verið
hverfult, þú kölluð burt svo
skyndilega. Gréta var glaðlynd,
traust, hlý og áhugasöm um
flesta hluti, ekki síst pólitík,
alltaf sami jafnaðarmaðurinn.
Gréta ólst upp á Akranesi, elst í
fimm systkina hópi (stóra syst-
ir). Árið 1965 var farin fræg
ferð með Gullfossi til Leith, síð-
an var ekið til London en Gréta
hafði verið í Englandi áður og
hafði orð fyrir hópnum. Í þess-
ari ferð voru Gréta, Díana, Inga
og Hrefna. Það var oft talað um
þessa ferð og mikið hlegið og
var hún öllum ógleymanleg.
Þegar maður kynnist maka
sínum kynnist maður um leið
stórum og fjölbreyttum hópi af
öðru fólki, eignast nýja fjöl-
skyldu. Fyrstu kynni mín (Vikt-
ors) af Grétu voru þau að farið
var í heimsókn til Grétu og
Arnars á Hlíðarveginn, þar var
boðið upp á kaffi og margróm-
aða marmaraköku í fyrsta en
ekki í síðasta sinn. Margar
heimsóknir áttum við síðan til
þeirra hjóna í Holtagerðið og
ekki má gleyma heimsóknum í
sumarbústaðinn á Laugarvatni;
nánast hverja verslunarmanna-
helgi árum saman og alltaf voru
móttökurnar með sömu rausn-
inni og hlýjunni. Margt er að
þakka og margs að minnast.
Þökk fyrir allt og allt. Hvíl í
friði.
Minning um góða konu lifir.
Við vottum Arnari og fjöl-
skyldu okkar innilegustu sam-
úð.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Díana Bergmann og Viktor.
Margrét tengdamóðir mín og
fjölskylda hennar fengu hinn
þunga dóm um veikindi hennar
á nýbyrjuðu ári. Veikindi henn-
ar voru snörp og erfið undir það
síðasta. Hún var 83 ára þegar
kallið kom og það þótti mér eitt
sinn nokkuð hár aldur en ekki
lengur. Hún var afar lífsglöð og
glæsileg kona og fór of
snemma. Það er nokkuð umliðið
síðan drengirnir okkar Sigur-
borgar áttu fast athvarf hjá afa
og ömmu, jafnvel áður en skóla-
gangan hófst var sá yngri
kannski lagður upp í ferðalag
hér á Kársnesinu án þess að
láta nokkurn mann vita og sat
áður en varði í eldhúsinu í
Holtagerði yfir mjólkurglasi og
marmaraköku. Strákunum
fannst gott að geta komið til
ömmu og afa eftir skóla, og oft
á tíðum komu vinirnir með og
þá snerist Margrét í kringum
þá alla og hafði gaman af. Þann-
ig var heimili þeirra Arnars
hvort sem var í borg eða í sum-
arbústaðnum í Miðdal.
Margrét ólst upp á Akranesi
og bjó þar öll sín æskuár. Þó að
nánustu ættingjar hafi dreifst
víða hefur Akranes alltaf virkað
á mig sem fasti punkturinn hjá
hennar fólki. Þangað liggur
leiðin aftur og aftur. Saga
Akraness og nærumhverfis hef-
ur orðið mér áleitið umhugs-
unarefni og kemur þar margt
til. Afrekssaga knattspyrnunnar
eru öllum kunn og margir
fræknir kappar í fjölskyldunni,
bróðir hennar Benedikt varð Ís-
landsmeistari undir stjórn Rík-
harðs Jónssonar árið 1970.
Margrét og Arnar fylgdust vel
með barnabörnunum og því sem
þau tóku sér fyrir hendur og
mættu á nær alla fótboltaleiki
hjá Arnari Leó og er ég ekki
frá því að marksækni Skaga-
manna hafi skilað sér til hans.
Eins mættu þau Arnar á öll
sundmót hjá Ólafi og hvöttu
hann til dáða. Föðurmissir á
unga aldri hygg ég að hafi mót-
að Margréti og systkini. Móðir
hennar stóð ein uppi með stór-
an hóp barna og unglinga en
það var engin uppgjöf í boði.
Margrét var alla tíð dyggur
stuðningsmaður jafnaðarstefn-
unnar og var gaman að takast á
við hana um pólitík. Oftast vor-
um við sammála en hún lét
mann líka alveg heyra það ef
henni fannst maður ekki á réttu
róli. Hún var harðdugleg og
skipulögð og sá eiginleiki henn-
ar hefur skilað sér ágætlega til
Sigurborgar og kunnum við
heimilismenn á Sunnubrautinni
vel að meta það.
Að leiðarlokum er lítið annað
að gera en að þakka fyrir frá-
bær kynni og margar ánægju-
stundir. Blessuð sé minning
Margrétar Valtýsdóttur.
Helgi Ólafsson.
Gréta var mér sem önnur
móðir og það er afar þungbært
að kveðja hana úr fjarlægð og
geta ekki knúsað og kysst Val-
dísi og alla hennar fjölskyldu. Á
uppvaxtarárum varði ég miklum
tíma á heimili þeirra í Holta-
gerðinu. Gréta bauð þá gjarnan
uppá nýbakaða marmaraköku
með kaldri mjólk og mitt uppá-
hald, hjónabandssælu. Gréta
bauð líka alltaf upp á samtal um
samfélagið og stjórnmálin. Við
vorum ekki alltaf sammála, en
mikið fannst okkur báðum gam-
an að ræða um málefni líðandi
stundar og hafa á þeim skoð-
anir. Svo gaman að til fjöl-
margra ára höfum við vinkon-
urnar bakað sörur fyrir jólin
með Grétu og systur Valdísar,
Sigurborgu, og yfir bakstrinum
fóru iðulega fram miklar kapp-
ræður um það sem hæst bar í
stjórnmálum innanlands sem
utan. Gréta kom alltaf með
púrtvínsflösku í baksturinn og
þá 12 tíma sem það tók að baka
fullkomnar sörur voru málin
rædd af mikilli ástríðu. Síðustu
árin bættust dætur okkar Val-
dísar, þær Margrét og Auður
Ína, í sörubaksturinn og lærðu
því einnig handbrögð Grétu,
sem voru engu lík og afar ná-
kvæm. Hún var óþreytandi að
biðja okkur um að vanda okkur
aðeins meira, sörurnar áttu að
vera penar, ekki einhverjar
hlussur. Gréta gerði allt vel, og
reyndi hvað hún gat til að
kenna dætrum sínum og mér að
vera myndarlegar. Henni tókst
illa ætlunarverkið hvað mig
varðar, en hún hafði djúp áhrif
á mína lífssýn og pólitík. Henni
var aldrei sama um stöðu sam-
félagsins og hennar ríka rétt-
lætiskennd samræmdist minni.
Hún hafði skoðanir og hún
deildi þeim óhrædd. Þegar ég
fór í forsetaframboð mætti
Gréta á framboðsskrifstofuna
með hjónabandssælu í fartesk-
inu. Ég fann að hún var stolt og
treysti minni lífssýn og gild-
ismati. Ég mat það mikils, eins
og svo margt annað í fari Grétu.
Ég mun sakna hennar mikið og
legg til við Valdísi og Sigur-
borgu að við höldum okkar
skemmtilega sið og bökum sam-
an fyrir jólin og ræðum málefni
samfélagsins og minnumst
Grétu yfir bakstrinum. Kannski
köllum við sörurnar bara grétur
héðan í frá?
Elsku Arnar, Valdís, Sigur-
borg, Halldór og fjölskyldur,
missir ykkar er mikill en fal-
legar minningar um einstaklega
góða og vel gerða konu lifa. Ég
bið Guð að veita ykkur styrk í
sorginni. Við fjölskyldan send-
um einlægar samúðarkveðjur,
ást og hlýju yfir hafið og erum
með ykkur í hug og hjarta.
Ykkar,
Halla Tómasdóttir,
Björn Skúlason, Auður
Ína og Tómas.
Margrét
Valtýsdóttir
Elskuleg
tengdamóðir mín
er látin. Hógværð
og kyrrð koma upp
í hugann þegar ég
hugsa til Ástu. Hún
var einstaklega hlý og frá henni
stafaði birta og ró. Hún var um-
hyggjusöm og nærgætin og allt-
af tilbúin að rétta hjálparhönd.
Hún var næm á líðan annarra og
öllum leið vel í návist hennar.
Hún var líka heilsteypt og hrein
og bein og óhrædd að segja sín-
ar skoðanir. Ég er innilega
þakklát hvað hún tók mér opn-
um örmum frá fyrsta degi og
reyndist mér og mínum alltaf
vel. Við áttum margar góðar
stundir saman og þau hjónin
héldu gamlárskvöld með okkur í
mörg ár ásamt móður minni og
fyrrverandi tengdaforeldrum
mínum. Þá var mikið rætt um
gamla daga og uppvöxtinn þar
Ásta Garðarsdóttir
✝
Ásta Garðars-
dóttir fæddist
6. mars 1931. Hún
lést 6. maí 2021. Út-
förin fór fram 28.
maí 2021.
sem aðstæður voru
svo ólíkar því sem
nú tíðkast. Eldri
kynslóðin hafði svo
sannarlega lifað
tímana tvenna. Það
var mér mikið
gleðiefni hversu vel
þær mamma og
tengdamæðurnar
náðu allar saman
og gátu gleymt sér
í gömlum minning-
um. Ásta og Jakob nutu þess oft
að dvelja í sveitinni hjá okkur
Hjörleifi þar sem Ásta undi sér
vel við prjónaskap og berjat-
ínslu.
Stoltið leyndi sér ekki yfir
velgengni barna og afkomenda
og hún naut svo sannarlega um-
hyggju þeirra allra þegar heils-
unni fór að hraka. „Þegar menn
þekkja móðurina vita þeir hvers
má vænta af börnum hennar,“
þannig mælti Lao Tse í Bókinni
um veginn.
Ég kveð tengdamóður mína
með virðingu og þakklæti.
Minning um mæta konu mun
lifa í hjörtum okkar.
Hjördís Ásberg.
Útför í kirkju
Stuðningur
og sálgæsla
þegar á reynir
utforikirkju.is