Morgunblaðið - 01.06.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.06.2021, Qupperneq 14
P ólitík snýst um að velja lausnir við vandamálum. Vandinn er að við vitum fyrirfram ekki hvaða lausnir eru bestar. Það er því verkefni stjórnmálanna, stjórnsýslu og póli- tíkusa saman, að reyna að komast að því. Hvernig það er gert má gróflega skipta í tvenns konar stjórnmál hér á Íslandi. Annars vegar eru stjórnmál þar sem allir valmöguleikar eru skoðaðir, það er gerður fag- legur samanburður og helstu álitamál vegin og metin. Kostnaður og ábati hvers valmöguleika er metinn og að lokum tekur pólitíkin við og velur bestu lausnina. Hér þarf alltaf að hafa í huga að það er ekkert sjálfsagt við að safna saman hugmyndum að lausnum, gera á þeim faglega greiningu eða velja svo úr bestu val- möguleikunum. Það er alltaf ákveðin óná- kvæmni og óvissa ásamt því að í pólitíkinni eru mismun- andi þættir mismikilvægir. Sumir leggja kannski meiri áherslu á lausnir sem koma til móts við fátækt á meðan aðrir velja lausnir sem koma til móts við byggðar- sjónarmið. Hins vegar eru það stjórnmál sem eru byggð á geð- þóttaákvörðunum. Slík stjórnmál spara tíma í val- kostagreiningar því þær skipta ekki máli vegna þess að sama hvað faglegt árangursmat segir þá trompa pólitískar skoðanir allt. Það ætti að vera öllum augljóst hvers konar stjórnmál búa til betri lausnir fyrir alla en vandinn er að það er ekki endilega auðvelt að greina þarna á milli. Geðþóttastjórn- málin eru mjög góð í því að þykjast vera fag- leg. Það gera þau til dæmis með því að gera yfirborðskenndar greiningar með fyrirfram gefinni niðurstöðu. Það eru pöntuð lögfræðiálit sem útiloka betri lausnir, gert lítið úr öðrum hugmyndum eða einfaldlega fullyrt að geð- þóttalausnin sér best og eftiráskýringar búnar til eftir þörfum. Nýleg dæmi um geðþóttastjórnmál er til dæmis Landsréttarmálið, þar sem það er vel skjalfest að geðþótti dómsmálaráðherra réð niðurstöðunni þrátt fyrir ráðleggingar um annað. Annað dæmi eru niðurlagning Nýsköp- unarmiðstöðvar. Sú ákvörðun var tekin áður en búið var að ákveða hvað eða hvort eitthvað annað þyrfti að koma í staðinn. Það eru fjöl- mörg önnur dæmi um geðþóttastjórnmál á undanförnum árum, eins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er til dæmis skýr vitnisburður um – þar eru engar kostnaðar- og ábatagreiningar eins og kom skýrt í ljós í síðustu viku þegar forstjóri Sjúkratrygginga Íslands sagði það hreint og beint að þau hefðu ekki hug- mynd um hvort 700 þúsund krónur á dag fyrir stofulækni væri réttur kostnaður eða ekki. Við eigum að krefjast þess að stjórnmálin geri betur. Að þau séu innihaldsrík og fagleg en ekki yfirborðskennd og ráðist af hugmyndafræðilegum geðþótta. Í dag ræður hins vegar geðþóttinn og því vilja Píratar breyta af því að við eigum öll skilið að stjórnvöld geri sitt besta. Björn Leví Gunnarsson Pistill Tvenns konar stjórnmál Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Breska rík-isútvarpiðBBC var til umfjöllunar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem sagt var frá því hvernig ríkisfjölmiðillinn hefði beitt Díönu prinsessu af Wales svívirðilegum blekkingum til þess að ná við hana sögufrægu og afdrifaríku viðtali í frétta- skýringarþættinum Panorama árið 1995. Þar greindi hún frá hjónabandserfiðleikum sínum og Karls Bretaprins og ríkisarfa, ætluðum samsærum gegn sér og að eiginmaðurinn væri vanhæfur til þess að taka við konungstign. Í nýbirtri rannsóknarskýrslu er dregið fram hvernig frétta- maðurinn Martin Bashir mataði prinsessuna á ósannindum og falsaði gögn því til staðfestingar, en þrátt fyrir að ritstjóri hans og yfirmenn BBC hafi orðið þess áskynja, þá kusu þeir að gera ekkert í því. Þvert á móti var Bashir aus- inn lofi og verðlaunum, stöðu- hækkunum og launum sem hæfðu helstu stjörnu BBC. Hann hélt síðar á vit frekari frama í Bandaríkjunum, en eftir að ferill þar fjaraði út var honum aftur tekið fagnandi á BBC með vel launaðri virðingarstöðu. Ríkisútvarpið BBC tekur sjálft sig afar hátíðlega og fyrstu orðin í gildaskrá þess bera vott um það: „BBC er grundvallað á trausti. Við erum sjálfstæð, hlut- laus og heiðarleg.“ Það er holur hljómur í þeim orðum nú, traust- ið mjög laskað, hlutleysi og heið- arleiki ríkismiðilsins dreginn í efa, en sjálfstæðið gerði að verk- um að stofnunin stóð þétt saman um vélráðin. Panorama er þáttur sem helg- aður er rannsóknarblaða- mennsku, þar sem upplýsa á það sem aðrir vilja ekki að fari hátt, og raunar sá langlífasti þeirrar gerðar í heiminum. Það er með ólíkindum að fréttamaður hans falsi gögn og spinni blekkingar- vef til þess að veiða viðtal, viðtal um efni sem varða æðstu stjórn ríkisins. Og ekki nóg með það, heldur hafa stjórnendur BBC tekið þátt í yfirhylmingu og sam- særi þagnarinnar um það í aldar- fjórðung! Það bendir til þess að sjálf stofnunin sé spillt þegar lygin fær að grafa um sig með þeim hætti. Traust og trúverðugleiki eru dýrustu djásn hvers fréttamið- ils. Þar í felst fyllsti heiðarleiki í fréttaöflun. Eða eins og sagði í greininni: „Fréttamenn eiga að vera þjónar sannleikans og þeir mega ekki beita blekkingum til þess að ná frétt eða viðtali. Enn síður auðvitað eins og þarna háttaði, þar sem blekkingarnar voru til þess fallnar að hafa áhrif á það sem viðmælandinn, Díana prinsessa og möguleg framtíðar- drottning landsins, hafði að segja.“ Gleymum ekki Díönu heitinni, sem þarna var í kastljósinu. Öllum var kunnugt um að hún væri ber- skjölduð, einangruð og aðþrengd, en auk þess glímdi hún við bæði andleg og líkamleg veik- indi. Engum blöðum er um það að fletta að BBC notfærði sér þær aðstæður til þess að ná við- talinu, óháð manneskjunni og siðferðinu. Það var vendilega undirbúið og vendilega yfir það hylmt. Samt er það nú svo að ríkis- miðillinn þreytist ekki á að belgja sig út yfir eigin yfirburð- um og háleitum hugsjónum með mærðarfullum yfirlýsingum um hlutleysið, heilagleikann og handhöfn sannleikans. Ofan á blekkingarnar og falsið bætist því inngróin hræsni. Það er ekki að undra þó að synir Díönu prinsessu hafi báðir stigið fram og fordæmt ríkismið- ilinn BBC af fullum þunga. Þeir telja að ríkisútvarpið hafi þar gert atögu að konungdæminu, unnið óbætanlegan skaða á hjónabandi foreldra sinna og Harry prins gekk svo langt að rekja dauða móður sinnar til þessa. Breskur almenningur virðist sama sinnis, sem og þeir stjórn- málamenn sem tekið hafa til máls um rannsóknarskýrsluna. Orðspor ríkisútvarpsins er veru- lega laskað og flestir á einu máli um að það þarfnist gagngerra umbóta, en eftir allt það sem á undan er gengið sé ekki hægt að treysta innanbúðarmönnum til þeirra verka. Við blasir að slík endurskipu- lagning á gróinni og risavaxinni stofnun eins og BBC verður ekki hrist fram úr erminni. Og þar er ein spurning sem leita þarf svara við áður en nokkuð annað er gert: Til hvers er ríkisútvarpið? Sú spurning er raunar ekki ný af nálinni og ekki bundin við Bretland eitt. Fáir myndu and- æfa því að BBC býr til mikið af úrvalsefni en hins vegar myndi fáum detta í hug að það sé eitt um það lengur. Þá hefur ríkis- útvarpið fyrir löngu glatað for- skoti sínu í íþróttum og hið sama á við um almennt skemmtiefni. Um allt það má svo vel spyrja þeirrar grundvallarspurningar, hvort ríkið eigi yfirhöfuð að vas- ast í því í skjóli skylduáskriftar. Þá eru eftir fréttir og frétta- skýringar. Líkt og rakið var að ofan getur BBC ekki lengur haldið því fram, að það sé nauð- synlegt vegna þess að það búi yf- ir þeim heiðarleika og áreiðan- leika sem til þurfi í heimi falsfrétta og undirmála. Stofn- unin féll á prófinu, ekki síst vegna sjálfbirgingsháttar starfs- manna hennar og stjórnenda, sem hvorki þurftu að standa eig- endunum reikningsskil, fara að grundvallarreglum frétta- mennsku né hlíta siðareglunum sem stofnunin sjálf setti sér. Atburðir í Bretlandi setja spurninguna um ríkisútvarp enn frekar á dagskrá} Blekkingar BBC STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is L iðskönnun stjórnmála- flokka í aðdraganda þing- kosninga heldur áfram, en framboðsmál þeirra skýrðust ögn um helgina og í fyrri viku. Um sumt má þó segja að svörin veki fleiri spurningar og næg spenna eftir í uppstillingunni. Að ekki sé minnst á fjörið þegar baráttan hefst fyrir alvöru eftir verslunarmanna- helgi. Þessa dagana er fjörið samt mest hjá sjálfstæðismönnum, svona ef undan er skilið dramað milli for- manns og fyrrverandi formanns Við- reisnar. Akureyrarkjördæmi Prófkjör sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi fór einhvern veginn allt öðruvísi en málfunda- félag Samherja beitti sér fyrir, en þar hafði þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson sigur, Berg- lind Ósk Guðmundsdóttir hreppti 2. sætið en Gauti Jóhannesson þurfti að gera sér 3. sætið að góðu. Sem hann svo gerði ekki, þar sem hann hafði beðið um efsta sætið og ákvað að taka ekki sæti á lista. Það kann að gera Sjálfstæðis- flokknum kosningabaráttuna erf- iðari en ella, á Austurlandi a.m.k., þar sem Gauti er vinsæll maður. Fráhvarf hans undirstrikar enn frekar vægi Eyjafjarðar í kjördæm- inu, mögulega um of fyrir sumra smekk. Þetta er þó fráleitt aðeins vandi sjálfstæðismanna, Framsókn- arflokkur, Samfylking og Viðreisn eru líka með tvo Akureyringa efsta í kjördæminu. Í ljósi þess að nauðsynlegt mun reynast að gera breytingar á kjör- dæmakerfinu á komandi kjör- tímabili (Norðvesturkjördæmi þarf en má ekki missa fleiri þingsæti), er ekki fráleitt að upp komi hugmyndir um frekari kjördæmabreytingar, svo Eyfirðingar hirði ekki öll þing- sæti Norðausturlands. Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurlandi var velheppnað og þátt- taka ágæt, þó úrslitin hafi kannski ekki komið verulega á óvart. Guðrún Hafsteinsdóttir flaug í oddvitasætið og Vilhjálmur Árnason fékk sann- færandi kosningu í 2. sætið, en Ás- mundur Friðriksson í 3. sæti. Með þeim sigri má heita öruggt að konur verði í efsta sæti sjálfstæðismanna í a.m.k. tveimur kjördæmum, en vel getur farið svo að kona verði einnig efst í hinu þriðja. Reykjavíkurkjördæmi Sem fyrr er mesta spennan þó í Reykjavík, þar sem 13 manns eru um hituna. Þar berjast um efsta sæt- ið ráðherrarnir Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórð- arson og ógerningur að segja neitt um hvernig það fer. Áslaug Arna er talin hafa haft sigur í baráttunni á félagsmiðlum, en á hinn bóginn er hin rómaða kosningavél Guðlaugs Þórs komin á yfirsnúning (hún er sögð hringja út eftir gömlum flokks- listum!). Ekki er þó aðeins hvatt til þess að fólk kjósi utanríkisráðherr- ann, eins og hann er vendilega kynntur, því líka er mælt með að kjósa Diljá Mist Einarsdóttur, að- stoðarkonu hans í ráðuneytinu. Varla verður minni spenna um næstu sæti fyrir neðan, þar sem Birgir Ármannsson, Brynjar Níels- son, Friðjón R. Friðjónsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Hildur Sverr- isdóttir, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Kjartan Magnússon og Sigríður Á. Andersen keppa um þrjú sæti. Þeim verður ekki öllum að ósk sinni. Prófkjör og uppstilling, framboð og eftirspurn Alþingi Í þingsalnum eru 63 eftirsótt sæti og síðan aukastólar eftir þörf- um, ef utanþingsráðherra ber að garði. Keppt verður um sætin í haust. 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Mjög er misjafnt hvernig fram- boðin velja á lista sína. Hin stærri og grónari hafa yfirleitt einhverskonar prófkjör, þó þar sé yfirleitt ekki valið nema í efstu sæti, en svo er fyllt upp í með ýmsum leiðum, þar sem jafnan er leitast við að gefa framboðslistunum fjölbreyti- legt yfirbragð, sem höfðað geti til sem flestra kjósenda. Samfylkingin reyndi þó fyrir sér með blandaðri aðferð í sum- um kjördæmum, sem þóttist gefast misvel, en gagnrýnendur sögðu að þar hefði flokksfor- ystan í reynd farið sínu fram. Svipaðar kvartanir hafa heyrst innan Viðreisnar, þar sem for- maðurinn er sagður skipa á lista eftir eigin höfði, þó form- lega gerist það í uppstillingar- nefndum. Gárungarnir segja hið sama eiga sér stað innan Mið- flokksins en þó með þeim mun að þar efist enginn um dóm- greind formannsins! Misjafnar aðferðir FRAMBOÐSLISTAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.