Morgunblaðið - 01.06.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.06.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021 Martin Hermannsson gaf þrjár stoðsendingar þegar lið hans Val- encia vann eins stigs sigur gegn Baskonia í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum efstu deildar Spánar í körfuknattleik í gær. Leiknum lauk með 87:86-sigri Valencia en Martin lék í rúmar tólf mínútur og tók eitt frákast. Mikið jafnræði var með lið- unum allan leikinn og réðust úrslit- in á lokamínútum leiksins. Vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildarinnar en liðin mætast að nýju hinn 2. júní í Vitoria-Gasteiz. Sigur í fyrsta leik hjá Valencia Ljósmynd/@YarisahaBasket Úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar fara vel af stað á Spáni. Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Nancy þegar liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Di- jon í öðrum leik liðanna í 1. umferð umspils um laust sæti í efstu deild Frakklands í handknattleik í gær Leiknum lauk með 26:24-sigri Di- jon en Nancy vann fyrri leikinn á útivelli, 29:27, og fer því áfram í undanúrslit umspilsins á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Nancy mætir Pontault í undan- úrslitum umspilsins en sigurveg- arinn úr einvíginu tryggir sér sæti í efstu deild. Nancy nálgast efstu deild Ljósmynd/Grand Nancy Métropole Sigur Elvar og félagar í Nancy leika um laust sæti í efstu deild 5. júní. BEST Í MAÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Agla María Albertsdóttir, landsliðs- kona úr Breiðabliki, er leikmaður maímánaðar samkvæmt einkunna- gjöf Morgunblaðsins. Agla María hefur verið mjög ógnandi í sókn- arleik Blika síðustu árin og virðist ætla að halda uppteknum hætti í sumar. Breiðablik hefur unnið fjóra leiki af fyrstu fimm og er stigi á eftir toppliði Selfoss. Miklar breytingar urðu á leik- mannhópi Breiðabliks á milli tíma- bila en hratt virðist ganga að þróa leik liðsins þrátt fyrir það. „Mér finnst þetta ganga mjög vel. Hópurinn er enn að taka breyt- ingum því erum að fá nýja útlend- inga. Eftir úrslitin gegn Val í síðasta leik þá líður manni auðvitað eins og okkur hafi gengið mjög vel í maí en það hafa verið smá hnökrar hjá okk- ur. En spilamennskan hefur verið í rétta átt og stigasöfnunin er fín. Við höfum unnið alla leiki nema einn. Við myndum alveg vilja vera með fullt hús en við erum ánægðar með stöðuna. Þetta er nokkuð vel gert hjá okkur ef maður horfir til þess hvernig stigasöfnunin er hjá öðrum liðum í kringum okkur í töflunni,“ segir Agla María þegar blaðamaður ónáðar hana í vinnunni með spurn- ingum um fótboltann. Deildin verður jafnari Úrslitin í leik Vals og Breiðabliks vöktu geysilega athygli. Agla María var í stóru hlutverki í 7:3 sigri Breiðabliks en Breiðablik komst í 7:1 í leiknum. „Já þetta var mjög sérstakt. Að það skuli verið skoruð svona mörg mörk í leik hjá jafn sterkum liðum og þessum. Eftir að við höfðum skorað fjögur mörk þá skiptu þær um kerfi til að sækja meira og þá opnaðist vörnin enn meira hjá þeim. Þær tóku áhættu sem eðlilegt er þar sem þær voru 4:1 undir. Það var talsverður vindur þegar leikurinn fór fram og það spilaði líka inn í.“ Agla María bendir á að landslagið í deildinni hafi breyst frá því í fyrra. Meðal annars vegna þess að öflugir erlendir leikmenn séu í mörgum lið- um. „Deildin er töluvert breytt og það eru ekki bara þessi tvö lið sem berjast um titilinn í sumar. Það eru margir mjög góðir útlendingar komnir inn í deildina og fyrir vikið verður þetta miklu jafnara. Stórsig- urinn gegn Fylki gaf ekki góða mynd af deildinni. Við töpuðum næsta leik á eftir og við erum mjög meðvitaðar um þetta. Við höldum ekki að við séum miklu betri en aðr- ar út af úrslitum í stökum leikjum og reynum að koma okkur niður á jörðina eftir sigurleiki.“ Ný áskorun á næsta tímabili? Agla María verður 22 ára í ágúst en er þrátt fyrir ungan aldur ein sú reyndasta í liði Breiðabliks í sumar. „Það liggur við að ég sé með þeim elstu og reyndustu í liðinu. Ég er yf- irleitt í eldra liðinu þegar við spilum eldri á móti yngri enda eru margar ungar stelpur í leikmannahópnum. Ég hef reyndar spilað frá árinu 2015 í efstu deild og þetta er því sjöunda tímabilið mitt. Auk þess hef ég feng- ið frekar stór hlutverk í fjögur eða fimm ár,“ segir Agla María sem er að ljúka gráðu í viðskiptafræði um þessar mundir. Hún hefur látið há- skólanámið hafa forgang en segir að nú sé hún opin fyrir því að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni í atvinnumennskunni. „Ég er búin með skólann og stefni að því að ljúka tímabilinu með Breiðabliki. Ég er með samning við Breiðablik og við sjáum bara hvað verður í boði. En það er klárlega stefnan að reyna fyrir sér erlendis og Breiðablik hefur ekki staðið í vegi fyrir leikmönnum þegar spenn- andi tækifæri bjóðast. Að öðru leyti er erfitt að segja til um þetta á þess- um tímapunkti en það væri næsta skref á mínum ferli að spila erlend- is.“ Svipaðar áherslur og áður Hjá Breiðabliki urðu einnig breytingar þegar Þorsteini Hall- dórssyni, fráfarandi þjálfara liðsins, bauðst að taka við íslenska landslið- inu í lok janúar. Vilhjálmur Kári Haraldsson tók við af Þorsteini. Agla María segir áherslur Vilhjálms ekki hafa í för með sér umfangs- miklar breytingar enda hafi hann þekkt vel til. „Það voru viðbrigði að missa Þor- stein en viðbrigðin urðu ekki eins mikil og þau hefðu orðið ef einhver utanaðkomandi aðili hefði tekið vð. Það var í raun svo stutt í Íslands- mótið að ákveðið var að halda áfram með svipaðar áætlanir. Áherslurnar eru svipaðar og áður enda er Vil- hjálmur með sama þjálfarateymi með sér og var fyrir. Auðvitað eru einhverjar breytingar en áhersl- urnar eru mjög svipaðar í grunn- inn,“ segir Agla María Alberts- dóttir. Við erum ánægðar með stöðuna - Agla María er ekki orðin 22 ára en er á sínu sjöunda tímabili í efstu deild Morgunblaðið/Eggert Níu Agla María Albertsdóttir fékk 9 M fyrir leiki sína með Breiðabliki í maí en hún er ein af fjórum sem eru markahæstar í deildinni með fimm mörk. Agla María Albertsdóttir var besti leikmaður maímánaðar í Pepsi Max- deild kvenna í fótbolta en það er niðurstaðan úr einkunnagjöf Morgun- blaðsins fyrir fyrstu fimm umferðir deildarinnar sem leiknar voru í mán- uðinum. Agla María hefur farið afar vel af stað með Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig, einu minna en topplið Selfyssinga. Hún er efst í einkunnagjöfinni og fékk samtals 9 M í þessum fimm leikjum Kópavogsliðs- ins. Þar af fékk hún 3 M fyrir frammistöðu sína í stórleiknum gegn Val á dögunum þar sem Blikar unnu 7:3. Þá hefur hún verið fjórum sinnum í úrvalsliði umferðarinnar í fimm fyrstu umferðum deildarinnar, jafnoft og samherji hennar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem er í öðru sæti í M-gjöfinni með 7 M samanlagt. Selfoss á flesta leikmenn í úrvalsliði maímánaðar, þrjá talsins, og þar er framherjinn Brenna Lovera fremst í flokki en hún hefur fengið 6 M sam- anlagt og þrisvar verið valin í lið umferðarinnar. Ellefu manna úrvalslið maímánaðar ásamt sjö varamönnum má sjá hér fyrir ofan. Þróttur og nýliðar Tindastóls eiga tvo leikmenn hvort félag í byrjunarliðinu. vs@mbl.is Lið maímánaðar hjá Morgunblaðinu í Pepsi Max-deild kvenna 2021 VARAMENN: Chanté Sandiford 3 1 Stjarnan AnnaMaría Baldursd. 3 1 Stjarnan Annie Williams 3 1 ÍBV Arna Sif Ásgrímsdóttir 3 1 Þór/KA Hólmfríður Magnúsd. 4 1 Selfoss Elín Metta Jensen 5 Valur Tiffany McCarty 4 1 Breiðablik 3-5-2 Amber Michel Tindastóll Brenna Lovera Selfoss Bryndís Rut Haraldsdóttir Tindastóll Emma Checker Selfoss Anna María Friðgeirsdóttir Selfoss Delaney Baie Pridham ÍBV Natasha Anasi KeflavíkÁslaug Munda Gunnlaugsdóttir Breiðablik Katherine Cousins Þróttur Agla María Albertsdóttir Breiðablik Andrea Rut Bjarnadóttir Þróttur Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Fjöldi sem leik- maður hefur fengið 24 3 3 4 7 6 5 6 9 6 5 1 1 4 2 2 2 4 3 1 2 2 Agla María best í maí Mjólkurbikar kvenna 16-liða úrslit: Stjarnan – ÍBV ......................................... 1:2 Breiðablik – Tindastóll ............................ 2:1 Fylkir – Keflavík ...................................... 5:1 Bandaríkin Orlando Pride – Kansas City ................. 1:0 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando en Marta skoraði sig- urmarkið. _ Efstu lið: Orlando 10, Washington 7, Portland 6, North Carolina 4, Gotham 4. Svíþjóð B-deild: Västerås – Brage ..................................... 2:3 - Bjarni Mark Antonsson hjá Brage var í leikbanni. EM U21 árs karla 8-liða úrslit: Holland – Frakkland................................ 2:1 Spánn – Króatía ............................... (frl.) 2:1 Danmörk – Þýskaland ............................. 2:2 _ Þýskaland áfram eftir vítakeppni, 6:5. Portúgal – Ítalía ....................................... 5:3 0-'**5746-' Úrslitakeppni karla 8-liða úrslit, fyrri leikur: ÍBV – FH .............................................. 31:31 Afturelding – Haukar .......................... 25:35 Frakkland Umspil, 1. umferð, seinni leikur: Nancy – Dijon....................................... 24:26 - Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Nancy. _ Nancy áfram á útivallarmörkum og mæt- ir Pontault í leikjum um sæti í efstu deild. E(;R&:=/D Úrslitakeppni karla Undanúrslit, fyrsti leikur: Þór Þ. – Stjarnan.................................. 90:69 Umspil kvenna Fyrsti úrslitaleikur: Njarðvík – Grindavík ........................... 69:49 Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 1. umferð: Boston – Brooklyn............................ 126:141 _ Staðan er 3:1 fyrir Brooklyn. Vesturdeild, 1. umferð: Dallas – LA Clippers.......................... 81:106 _ Staðan er 2:2. Spánn 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Valencia – Baskonia............................ 87:86 - Martin Hermannsson gaf þrjár stoð- sendingar fyrir Valencia og tók eitt frákast á tólf mínútum. >73G,&:=/D Arnar Þór Viðarsson, þjálfari ís- lenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, hefur valið þá 24 leik- menn sem mæta Færeyjum í vináttulandsleik í Þórshöfn hinn 4. júní. Alls eru fjórir leikmenn í hópnum sem leika í úrvalsdeild- inni, Pepsi Max-deildinni, en það eru þeir Brynjar Ingi Bjarnason, Gísli Eyjólfsson, Þórir Jóhann Helgason og Ísak Óli Ólafsson. Patrik Sigurður Gunnarsson og Jón Guðni Fjóluson, sem voru með hópnum í Texas í Bandaríkj- unum þegar Ísland mætti Mexíkó í vináttuleik, verða ekki með í Færeyjum vegna meiðsla. Hópinn má sjá í heild sinni á mbl.is/ sport. Arnar valdi 24 leikmenn HANDKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, fyrri leikur: KA-heimilið: KA – Valur........................... 18 TM-höllin: Stjarnan – Selfoss .................. 20 Umspil karla, úrslit, annar leikur: Hertz-höllin: Kría – Víkingur.............. 19.30 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 16-liða úrslit: Vodafonevöllur: Völsungur – Valur ......... 18 Kaplakriki: FH – Þór/KA ......................... 18 Meistaravellir: KR – Selfoss ............... 19.15 Grindavík: Grindavík – Afturelding ... 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fyrsti leikur: Blue-höllin: Keflavík – KR .................. 20.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.