Morgunblaðið - 01.06.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss -Tálgað í tré
kl.13:00 - Postulínsmálun kl.13:00 –Prjónakaffi með Önnu kl.13:30 -
Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 -
Allir velkomnir
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12
Handavinna kl. 12-16. Dansleikfimi kl. 13:45. Hádegismatur kl. 11.40-
12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.
Myndlistarhópurinn Kríur opin hópur kl. 13:00-15:30. Bónusrútan kl.
13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn kl. 14:45.
Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara.
Kaffiterían er opin mánudaga – fimmtudaga frá kl. 13:30 – 14:30. Po-
olhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00.
Stólajóga kl. 11:00 í Jónshúsi.
Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum.
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8:30 - 16:00, spjall og
blaðalestur, heitt á könnunni. Gönguhópur frá kl. 10:00 (leikfimi og
svo ganga). Núvitund frá kl. 11 - 11:20. Myndlist/listaspírur
kl. 13 -16:00.
Korpúlfar Útvarpleikfimi í Borgum kl. 9:45 . Boccia í Borgum kl. 10.
Helgistund með Grafarvogskirkju kl. 10:30 í Borgum. Spjallhópur í
Borgum kl. 13 í listasmiðju. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 14
með Brynjólfi. Lagt af stað stundvíslega kl. 10:00 í fyrramálið
miðvikudaginn 2. júní frá Borgum í 2daga ferð Korpúlfa um
Snæfellsnesið. Hádegisverður 11:30 til 12:30 og kaffihús Borgum
opið 13:30-14:30.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi 07.10. Kaffispjall í króknum. Pútt á
flötinni við Skólabraut kl. 10.30. Í dag ætlum við að heimsækja Klam-
bratún og Kjarvalsstaði Njótum samverunnar, göngum eða slökum á
og njótum uimhverfisins. Farið frá Skólabraut kl. 13.30 með viðkomu í
Eiðismýri. C.a. tveggja tíma ferð. Ferðin er öllum að kostnaðarlausu
nema veitingar sem er valfrjálst. Vatnsleikfimi í sundl. kl. 18.30.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Einstakur mað-
ur, góður vinur í
áratugi, hefur
kvatt þetta jarðlíf í
hárri elli. Hann bar bjartan
svip, Sigurbjartur, Diddi, og öll
samskipti við hann voru með
björtu yfirbragði. Hógvær heið-
ursmaður á allar lundir. Diddi
var tengdafaðir bróður míns og
kom fram við okkur í fjölskyld-
unni hans eins og væri hann ná-
tengdur okkur hinum líka.
Að lokinni hefðbundinni far-
sælli starfsævi Didda var hann
iðandi af orku og dug og átti
sér mörg hugðarefni auk þess
sem hann hafði með höndum
smíðaverkefni fyrir Orkuveit-
una sem hann sinnti fram yfir
níræðisaldurinn. Við fjölskylda
mín fengum margoft að njóta
góðs af starfsgleði hans þegar
hann tók að sér ýmislegt. Hann
gerði við húsgögn fyrir okkur,
smíðaði skjólgrind í garðinn og
síðast en ekki síst smíðaði hann
í sumarbústað okkar fjölskyld-
unnar skápa, lagði gólfklæðn-
Sigurbjartur
Sigurðsson
✝
Sigurbjartur
Sigurðsson
fæddist 25. júní
1924. Hann lést 12.
maí 2021.
Útför Sig-
urbjarts fór fram
27. maí 2021.
ingu og lokaði loft-
inu með pílárum
sem hann renndi,
allt svo vandað og
vel gert. Á meðan
hann sinnti sínu
verki sat Gugga –
Guðbjörg – trygg
og prjónaði. Og
alltaf bar hann
þennan bjarta,
glaðlega svip og
allt lék í höndum
hans. Hann hafði augljóslega
ánægju af vinnu sinni.
Sjálfur byggði Sigurbjartur
hús þeirra hjóna í Langagerði
og einnig sumarbústað þeirra
austur í Þykkvabænum, á fæð-
ingarlendum hans. Af elju og
dugnaði og takmarkalausri
framkvæmdagleði. Þau hjón
bjuggu í húsinu sínu í 67 ár og
sumarbústaðinn notuðu þau
mikið og dvöldu löngum stund-
um.
Diddi tálgaði listagripi úr
tré, hafði verið á námskeiðum í
iðninni og heimili þeirra hjóna
ber vott um snilli hans á þessu
sviði. Hann átti sér athvarf
bæði í kjallara húss þeirra og í
bílskúrnum þar sem hann gat
sinnt verkefnum sínum. Hann
og ég áttum svo í tvö til þrjú ár
margar gæðastundir saman í
félagsstarfi aldraðra á Seltjarn-
arnesi þar sem við lærðum að
vinna gripi úr gleri. Diddi vann
kappsamlega við þá iðju og ekki
skorti hugmyndir að verkefnum
enda þótt hann væri þarna
manna elstur. Hann framleiddi
margar gjafir og ýmislegt eftir
hann varð vinsæl söluvara.
Sigurbjarti var mjög annt
um fólkið sitt, dætur, tengda-
syni og afkomendur þeirra, sem
misst hafa mikið.
Við hjónin erum þakklát fyr-
ir að hafa kynnst þessum öð-
lingsmanni. Diddi átti reyndar
við að etja nokkur erfið elliár
undir lokin, þar sem fjölskyldan
stóð þétt við bakið á honum.
Hann kvaddi lífið og fólkið sitt
á Hrafnistu 12. maí eftir langa
og annríka ævi. Blessuð sé
minning hans. Guð geymi hann.
Innilegar samúðarkveðjur til
Heiðu, Hans, Jónu, Gunnars og
allrar fjölskyldunnar frá okkur
Þóri.
Rúna Gísladóttir.
Elsku afi minn er látinn rétt
fyrir 97. afmælisdaginn sinn.
Þú varst ótrúleg manneskja og
gafst svo mikið af þér. Dugn-
aðurinn, glaðlyndið og jafnaðar-
geðið skilur þú eftir hjá okkur
sem minnumst þín. Þú varst
fyrirmynd og lifðir lífinu öðrum
til eftirbreytni. Minningarnar
sem þú skilur eftir eru ótelj-
andi. Þú varst þúsundþjala-
smiður sem gat allt, skipti ekki
máli hvað það var. Þú byggðir
fjölskyldunni hús í Langagerð-
inu og athvarf í Þykkvabænum.
Það var gaman að hlusta á sög-
urnar af þessum framkvæmd-
um sem voru á tíðum ævintýr-
um líkastar, þetta voru ekki
einfaldir hlutir á þessum tíma.
Mér er minnisstætt þegar þú
dróst glerbrot úr fætinum á
mér eftir að ég hafði hlaupið úti
berfætt, þrátt fyrir að þú hafir
sagt mér að gera það ekki. Þú
kysstir á bágtið og settir flott-
asta plásturinn á sárið með
kossi og gafst mér appelsín að
launum fyrir að vera dugleg um
leið og þú þerraðir tár mín. Þú
varst alltaf svo góður. Takk
fyrir kartöfluferðirnar okkar
upp í Skammadal. Þú kenndir
mér að elska sveitina og njóta
ferðalaga í bíl, þar sem ég
mátti alltaf opna öll hliðin sem
á vegi okkar urðu, þó þau væru
erfið. „Mann skal alltaf reyna
afi,“ sagði ég og þú sagðir alltaf
að ég leyndi á mér og gæti
miklu meira en fólk héldi. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá að búa hjá ykkur ömmu á
menntaskólaárunum mínum þar
sem þið dekruðuð við mig alla
daga. Ég er þakklát fyrir þenn-
an tíma með ykkur. Takk fyrir
fallegu hlutina sem þú nostraðir
við að smíða og föndra í kjall-
aranum hjá þér, það veitir hlýju
í hjartað að horfa á þá núna og
þeir eru mikilvæg minning um
þig.
Takk fyrir að leggja dag og
nótt við að hjálpa mér við að
gera upp íbúðina mína, þó að
þér hafi kannski fundist ég vera
fullbjartsýn þegar ég lagði upp
í verkið.
Takk fyrir að vera afinn sem
þú varst, takk fyrir allt.
Lísa.
Í dag er kvaddur
hinstu kveðju Guð-
laugur Björgvins-
son, fyrrverandi
forstjóri Mjólkur-
samsölunnar. Guðlaugur hóf
störf hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík 1. desember 1973
sem aðstoðarmaður forstjóra.
Guðlaugur varð framkvæmda-
stjóri í byrjun árs 1975 og var
ráðinn forstjóri Mjólkursamsöl-
unnar frá 1. janúar 1979.
Því starfi gegndi hann til árs-
ins 2005 þegar Mjólkursamsal-
an og Mjólkurbú Flóamanna
voru sameinuð. Frá þeim tíma
starfaði Guðlaugur sem fram-
kvæmdastjóri og í framhaldinu
annaðist hann ýmis verkefni
sem tengdust framkvæmd sam-
einingar fyrirtækjanna. Þeim
viðfangsefnum sinnti hann allt
þar til hann lét af störfum. Guð-
laugur átti langan og glæsileg-
an starfsferil hjá Mjólkursam-
sölunni, þar af sem forstjóri í 26
Guðlaugur
Björgvinsson
✝
Guðlaugur
Björgvinsson
fæddist 16. júní
1946. Hann lést 4.
maí 2021.
Útför hans fór
fram 14. maí 2021.
ár. Frá því að Guð-
laugur kom til
starfa hjá fyrir-
tækinu sem ungur
maður og allt til
þess tíma er hann
lét af störfum
leiddi hann fyrir-
tækið í gegnum
mikið breytinga-
ferli. Þar má nefna
uppbyggingu nýrr-
ar starfsstöðvar
fyrirtækisins á Bitruhálsi. Hann
lagði mikla áherslu á ímynd
fyrirtækisins og nauðsyn þess
að efla vöruþróunar- og mark-
aðshugsun innan þess. Í því
verkefni var Guðlaugur bæði
hvatamaður og þátttakandi, en
þessir þættir voru afgerandi í
þeim árangri sem Mjólkursam-
salan náði á þessu sviði.
Auk forstjórastarfs Mjólkur-
samsölunnar gegndi Guðlaugur
ýmsum trúnaðarstörfum í
mjólkuriðnaði. Hann var vara-
formaður stjórnar Samtaka af-
urðastöðva í mjólkuriðnaði frá
stofnun þar til hann lét af störf-
um sem forstjóri, jafnframt var
hann um skeið fulltrúi mjólk-
uriðnaðarins í Verðlagsnefnd
búvara.
Í öllum þeim skipulagsbreyt-
ingum í mjólkuriðnaðinum sem
fram fóru á síðari hluta starfs-
ferils Guðlaugs kom einnig vel í
ljós hversu heilsteyptur maður
Guðlaugur var. Hann breytti
ávallt á þann veg að heildar-
hagsmunir bænda og fyrirtækis
þeirra, sem honum var treyst
fyrir, væru í fyrirrúmi. Þó svo
að erfitt væri að taka ákvarð-
anir um breytingar og einnig
erfitt að fylgja þeim eftir, þá
lagði Guðlaugur alltaf gott til á
þeirri vegferð og hugsaði um
hagsmuni annarra. Það ber að
þakka og er virðingarvert.
Nú þegar komið er að
kveðjustund þá kallast fram
margar minningar okkar sam-
ferðafólks Guðlaugs frá langri
ferð – minningar um þann
drenglynda og háttvísa mann
sem hann var. Við vottum fjöl-
skyldu Guðlaugs samúð okkar.
Fyrir hönd stjórnar og
starfsfólks Mjólkursamsölunn-
ar,
Pálmi Vilhjálmsson
Nú hefur Guðlaugur Björg-
vinsson, fyrrverandi forstjóri
Mjólkursamsölunnar, gengið
æviveg sinn til enda, allt of
snemma. Ekki auðnaðist mér að
fylgja honum síðasta spölinn
vegna samkomutakmarkana
þótt feginn hefði viljað.
Leiðir okkar Guðlaugs lágu
fyrst saman á aðalfundum
Mjólkursamsölunnar þegar
hann var að taka við starfi for-
stjóra. Þegar ég síðar tók sæti í
stjórn fálagsins urðu kynni okk-
ar og samstarf nánara allt þar
til sögu Mjólkursamsölunnar
lauk með sameiningu hennar og
Mjólkurbús Flóamanna 2005.
Guðlaugur stýrði þessu um-
fangsmikla og mikilvæga fyrir-
tæki af einstakri alúð og þar
nutu sín til fulls mannkostir
hans og hæfileikar. Hann var
kappsamur og hafði ríkan metn-
að fyrir hönd fyrirtækisins en
hófstilltur þó vegna drengskap-
ar síns og nákvæmni í fram-
göngu allri. Síst af öllu hugði
hann að eigin hagsmunum þeg-
ar um var að ræða farsælan
framgang þessa mikilvæga fé-
lags okkar kúabænda. Kom það
best í ljós þegar hann gekk frá
starfi sínu, sem hann hafði helg-
að sig í aldarfjórðung, svo hið
sameinaða fyrirtæki mætti
hefja störf í sátt og eindrægni.
Seint verður Guðlaugi fullþakk-
að framlag hans í þágu mjólk-
uriðnaðarins og kúabænda.
Persónuleg kynni okkar Guð-
laugs voru mér mikils virði.
Ósjaldan mátti ég njóta gest-
risni þeirra Þórunnar á hlýlegu
og glæsilegu heimili þeirra. Það
var mikill sjónarsviptir og
harmsefni þegar hún féll frá
langt um aldur fram.
Þessara ágætu hjóna verður
minnst með virðingu og þakk-
læti. Dætrum þeirra og fjöl-
skyldum votta ég innilega sam-
úð.
Guðmundur Þorsteinsson.
Arnþór Ingólfsson
✝
Arnþór Ing-
ólfsson fæddist
15. febrúar 1933.
Hann andaðist 16.
maí 2021.
Útför Arnþórs
fór fram 28. maí
2021.
maður spurði hann
um líðanina var
alltaf sama svarið:
„Það er ekkert að
mér.“
Arnþór varð bú-
fræðingur frá Hól-
um í Hjaltadal vor-
ið 1953. Hann fór
1954 til Danmerkur
á vegum Búnaðar-
félags Íslands til að
kynnast búnaðar-
háttum þar og var þar um sum-
arið. Var ætlun hans að verða
bóndi austur í Vopnafirði, en af
því varð ekki.
Kær mágur og
traustur vinur í
rúma sex áratugi er
fallinn frá eftir
þungbær veikindi. Það var erfitt
að sjá hvernig veikindin fóru
með svo líkamlega hraustan og
sterkbyggðan mann. Þegar
Hann hóf störf hjá lögregl-
unni í Reykjavík 1. júní 1956,
eftir nám við Lögregluskólann.
Um tíma var hann sendur til
Ólafsvíkur þar sem hann starf-
aði, sem fyrsti lögreglumaður-
inn á staðnum, frá 1. febrúar
fram til 1. júní að hann hvarf til
starfa í Reykjavík. Arnþór var
söngmaður góður og gekk
snemma til liðs við Lögreglukór
Reykjavíkur og fór m.a. nokkrar
ferðir með kórnum á norræn
lögreglukóramót. Þegar hann
lét af störfum í lögreglunni, þá
yfirlögregluþjónn, eftir áratuga
farsæl störf, hóf hann starf sem
kirkjuvörður í Bústaðakirkju og
var þar uns hann settist í helgan
stein.
Í Ólafsvík kynntist hann Jó-
hönnu Maggý Jóhannesdóttur
(Distu), sem átti eftir að verða
lífsförunautur hans en hún lést
14. apríl 2020. Mikill kærleikur
var með þeim hjónum og var því
andlát hennar mikið og sárt áfall
fyrir hann og fjölskylduna alla.
Síðast bjuggu þau í Hrafnistu-
íbúð í Hafnarfirði og undu hag
sínum vel þar, enda öll þjónusta
þar til fyrirmyndar og starfsfólk
hjálpsamt og alúðlegt.
Allan þeirra búskap var mikill
gestagangur á heimili þeirra og
var öllum tekið af mikilli hlýju
og ljúfmennsku.
Við hjónin kveðjum þennan
kæra vin með trega og vottum
öllum afkomendum hans inni-
lega samúð.
Sævar og Emma.